Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 4
I 4 ALÞVÐUBLAÐÐ b æ k u ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 r ■ Annað bindi Islenskrar leiklistar komið út Upphaf listsköpunar á sviði íslensk leikrit II er framhald ís- lenskrar leiklistar I sem kom út fyrir fimm árum. í verkinu rekur höfundurinn Sveinn Einarsson sögu íslenskrar leiklistar frá árun- um 1890 til 1920. „Ástæða þess að þetta tímbil fær svo mikið vægi er að á þessum árum verður til raun- veruleg listsköpun á íslensku leik- sviði,“ segir Sveinn Einarsson. „Leikfélög spruttu upp um allt land. Reykjavík hafði þar forystu, en áberandi mikil gróska ríkti einn- ig í leiklistarmálum á Isafirði og Akureyri. Með árunum verður gróskan þvflík að helst má líkja við sprengingu. Það er varla til það verslunarpláss, útgerðarstaður eða þjónustumiðstöð að ekki sé þar fengist við leiklist. Sýningar voru haldnar á hlöðuloftum, í hálf- byggðum kirkjum og yflrleitt alls staðar þar sem fólk gat komið sam- an. Templarar áttu sinn þátt í að efla leiklist í landinu því þau hús sem þeir byggðu voru lögð undir leiklistarstarfsemi. Templarar stóðu fyrir leiksýningum og það gerðu einnig kvenfélögin, ung- mennafélögin, prentarafélög og fleiri félög. Leiklistarstarfsemi í skólum var einnig með miklum blóma. í framhaldi risu eiginleg leikfélög á nokkrum stöðum sem höfðu það eitt að markmiði að standa fyrir leiksýningum. Þetta er stórmerkileg þróun." Sveinn segir einkar forvitnilegt að í grónum sveitum í öllum lands- hlutum hafi sýningar jafnvel verið haldnar í baðstofum eða hlöðum. „Að það skuli hafa verið gert er ákveðin yfirlýsing um áhuga al- mennings á leiklist og sýnir að leikstarfsemi skiptir talsvert miklu máli fyrir almenna menningar- vakningu þjóðarinnar," segir Sveinn. „Frá því um 1900 fram til 1920 verður gjörbreyting í leiklistarmál- um landsins. Viðhorf þeirra sem fást við leiklist breytist, verður metnaðarfyllra. Það koma fram ný, stór íslensk leikrit sem eru meira að segja sýnd víða erlendis við góðan orðstír. Við eignumst leik- ara sem skóla sig í þeim tilgangi að takast á við helstu verkefni heims- bókmenntanna. Á þessum tíma eru fyrstu tónverkin samin við leiksýn- ingar, fyrsti dansinn er saminn við leiksýningar og fyrstu raunveru- legu leikmyndimar. Og maður sér á viðbrögðum blaðanna að leiklist- in er tekin alvarlega og ef um er að ræða stóra leiksýningu, eins og frumsýningu Fjalla- Eyvindar, þá er jafnvel forsíðan lögð undir þann atburð. Sú vakning sem hér verður er hluti af þeirri vitund þjóðarinnar að hún sé fær um að standa á eigin fótum. Á þessum tíma byija menn að skrifa sögur sem lýsa nútímalífi, tónskáld og listmálarar eru einnig í nútímalistsköpun. Þetta er ákaflega spennandi og heillandi tími og mikill vorhugur í fólki. Þarna er ekki mjög stór en álitlegur leikhóp- ur sem ræður við erfið verkefni. Þetta em leikkonur eins og Stefan- ía Guðmundsdóttir, Guðrún Indr- iðadóttir og Gunnþómnn Halldórs- dóttir. Meðal leikara eru Jens B. Waage, Árni Eiríksson, Kristján Þorgrímsson, Friðfinnur Guðjóns- son og Helgi Helgason. Þetta eru frumherjarnir sem byggðu fyrir okkur fjalimar.“ Lauga- vegur 103 Hin nýju samtök jafnað- armanna, sem stofnuð verða þann 18. janúar, hafa opnað skrifstofu að Laugavegi 103,3. hæð. Skrifstofan verður opin frá hádegi alla daga og fram eftir kvöldi. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í starfinu geta haft samband á þeim tíma, mætt á staðinn eða hringt. Síminn er 5512990. Undirbúningshópur r hoi.oMiia mhi GEVALIA KAPPf 51,0 r' ®§ LJjjd^ j KÓLÓMBÍUKAFFI Afburða ljúffengt hrcint Kólombíukafíi með kröftugu og frískandi bragði Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess. Kólombíukaffí var áður í hvítum umbúðum. rmmémr. MEÐALBRENNT Einstök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. K v F v I 500 (i miwim b m i’ unvi;ii ..þur*iik<"’ kffnkóiM'i GEVALIA kai’Fi ‘>(,n (' p§|J||S " E-B R Yí»(í súrlilumla Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevaba E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikönnur í huga. Aðeins grófara, bragðmikið og ilmandi. ' Uár MAXWELL IlölíSE Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. GEVALIA -Það er kaífið! MKUAI.RIIK.Wr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.