Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 7 ALPVÐUBLAÐD_ mn Helgi Ólafsson skrifar um sterkasta skákmót allra tíma sem nýverið lauk á Spáni, og segir frá úrslitum á Guðmundar Ara- sonar mótinu í Hafnarfirði Hinn eini sanni heimsmeistari Gary Kasparov Kasparov. „Nær ailar skákir hans nú voru innihaldsríkar, taflmennskan dýnamísk, byrjanir hans brugðu birtu á ýmislegt sem stórmeistarar hafa velt vöngum yfir um langt skeið." Stórmótinu í Las Palmas lauk rétt fyrir jólin. Er það í meðalstigum kepp- enda talið hið sterkasta sem haldið hefur verið fyrr og síðar, eða í 21. styrkleikaflokki. Þetta sex manna mót með tvöfaldri umferð dró til heims- meistarana tvo Kasparov og Karpov og auk þeirra Vladimir Kramnik, Wi- svanthan Anand, Vasily Ivantsjúk og Veselin Topalov. Með hliðsjón af hinni ógnarháu stigatölu keppenda áttu margir von á snilldartaflmennsku. Sumir litu á mót- ið sem eitt allsherjar uppgjör Ka- sparovs og Karpovs og höfðu stórsig- ur Karpovs í Linares 1994 til viðmið- unar um fallandi gengi Kasparovs. Snarplegri taflmennsku var þó ekki fyrir að fara í fyrri umferð mótsins, vopnaviðskiptin þvert á móti fremur loðmulluleg, jafnteflisprósentan langt yfir velsæmismörkum og skák Kar- povs og Kasparovs hreinn anticlimax. Eftir því sem leið á seinni umferð var sem mikil orka leystist úr læðingi og enn og aftur sannaði Gary Ka- sparov hæfni sfna og stöðu sem óum- deildur heimsins besti skákmaður. Hann vann Ivantsjúk með kraftmikilli taflmennsku og Karpov í 28. sinn í 165 viðureignum í 9. umferð. Lokaniðurstaða mótsins varð varð þessi: 1. Kasparov Rússland 6,5 vinning- ar (af 10) 2. Anand 6 vinningar 3.-4. Kramnik og Topalov 5 vinningar 5.- 6. Ivantsjúk og Karpov 4 vinningar. Kasparov nálgaðist það í Las Palm- as sem svo mjög einkenndi skákferil hans seinni hluta níunda áratugarins þegar þátttaka hans í mótum liktist fremur skáksýningum en raunveruleg- um skákkeppnum. Þá virtust úrslitin fyrirffam ákveðin; í tíu ár írá 1981 til 1991 varð hann efstur í hveiju einasta móti sem hann tók þátt í. Nær allar skákir hans nú vom inni- haldsríkar, taflmennskan dýnamísk, byijanir hans bmgðu birtu á ýmislegt sem stórmeistarar hafa velt vöngum yfir um langt skeið. Wisvanathan Anand komst í 2. sæti á alþjóðlega Elo-listanum sem birtur var um svipað leyti og þetta mót hófst. Frammistaða hans endurspeglar stöðu hans í skákheiminum. Fáir eiga jafn létt með að tefla og þessi hæfileikaríki Indveiji. Frammistaða Kramniks og Top- alovs em nokkum veginn í samræmi við væntingar en Búlgarinn átti þó lengst af við mikla erfiðleika að rjá, vermdi botnsætið um skeið en bjarg- aði sér með góðum endaspretti. Eftir þetta mót spyija skákfræðingar hvort þama hafi hinn lágvaxni meist- ari Úral-fjalla, Anatoly Karpov, háð sína Waterloo orustu. Verði kannski dæmdur til skáklegrar Elbu- vistar. En Karpov myndi áreiðanlega minna okkur á það með sínum sérstaka hætti, að frá Elbu skaut Bónaparte út bát- kænu, sem hafði uppi siglutré eitt. Sneri aftur. Þetta prýðilega ár hefur semsagt endað með ósköpum hjá Karpov. Síð- ast þegar hann tefldi í þessum hópi fékk hann 11 vinninga úr 13 skákum. Með hrapalegri frammistöðun sinni sló hann þrjár flugur í einu höggi, hann vann ekki eina einustu skák, í fyrsta sinn á ferlinum fékk hann undir 50 prósent vinningshlutfall á skákmóti og til að kóróna hrakfarimar þá varð hann í neðsta sæti en það hefur aldrei hent hann áður. Eftir sigurinn yfir Gata Kamsky í sumar ræddu menn það í fyllstu al- vöm að Karpov ætti verulega mögu- leika á sigri í einvígi við Kasparov. Nú virðist slíkt einvígi vera álíka til- gangslaust og heimsmeistaraeinvfgin tvö sem Aljékín háði við Bogoljubow í kringum 1930. Kasparov og Ivantsjúk mættust í sjöundu umferð. Þá var Ivantsjúk jafti Kasparov að vinningum og gat meira að segja státað af nýlegum sigri með svörtu yfir meistaranum. En Kasparov stýrði liði sínu til sigurs með lýtalausri taflmennsku: Karpov. „Eftir þetta mót spyrja skákfræðingar hvort þarna hafi hinn lágvaxni meistari Úral-fjalla, Anat- oly Karpov, háð sína Waterloo or- ustu." Las Palmas 1996 7. umferð Gary Kasparov - Vasily Ivant- sjúk Aljékíns-vörn 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 5. Bc4 c6 6. O- O Bg7 7. h3 0-0 8. exd6 exd6 9. Hel Rc7 10. Bg5 Bf6 11. Bh6 He8 12. Hxe8+ Rxe8 13. Bb3 d5 14. c4 dxc4 15. Bxc4 Rd6 16. Bb3 Rf5 17. Dd2 (Peðsfórnir af þessu tagi virðast henta skákstíl mínum ágœtlega, skrif- aði Kasparov einhversstaðar. Það er alls ekki augljóst hversvegna svartur má ekki þiggja d4-peðið. Eftir 17. ... Rxd4 hefði framhaldið geta orðið 18. De2 De5 (eftir 18. ... Dd8 19. Rc3 er kóngsstaða svarts afar viðsjárverð) 19. Dxe5 Bxe5 20. Rc3 á svartur í erf- iðleikum með að virkja lið sitt, til dœmis 20. ... Be6 21. Hdl Ra6 22. Bxe6 fxeó 23. Re4! Bxb2 24. Hbl Bd4 25. Hxb7 Rc5 26. Rxc5 Bxc5 27. Hg7+ Kh8 28. Hc7 og svartur á við ramman reip að draga.) 17. ... Rd7 18. Rc3 Rxh6 19. Dxh6 Rf8 20. Hdl Be6 21. d5 cxd5 22. Rxd5 Hc8 23. De3! (Þó engan höggstað sé á stöðu Iv- antsjúk að finna er aðstaða hans samt afar erfið. Riddarinn á d5 lamar at- hafnafrelsi og við uppskipti á öðrum hvorum riddaranum nœr hvítur mikl- um þrýsting á f7-peðið.) 23. ... b6 24. Re5 Hc5 25. Rg4! Bxg4 (25. ... Bg7 strandar á 26. Rdf6+ Bxf6 27. Hxd8 Bxd8 28. Dd4! o.s.frv.) 26.hxg4Kg7 27.f4h6 (Ekki 27. ... Bb2 28. Dd2 (eða 28. Df2) Bf6 29. g5 Be7 30. Dd4+ Kg8 31. De4 og vinnur eða 30. ... f6 31. De4 og vinnur.) 28. f5 (Eftir þennan sterka leik sem heldur riddaranum frá e6- reitnum getur Iv- antsjúk sig hvergi hrært.) 28. ... g5 29. De2 Rh7 30. Rxf6 Dxf6 31. Hd7! 31. ... He5 32. Hxf7+ Dxf7 33. Dxe5+ Df6 34. Dc7+ Kh8 35. Khl! (Ónotalegur biðleikur. Hugmyndin er 35. ... Dxb2 36. Db8+ Kg7 37. Dg8+ Kf6 38. Dh8 mát.) 35... a5 36. Be6 - lvantsjúk gafst upp 36. ... Rf8 er svarað með 37. Dxb6 Rxe6 38. Dxe6 Dxb2 39. Dxh6+ og svo framvegis. Vel heppnað mót Guðmundar Arasonar Alþjóðlega skákmótið sem kennt er við Guðmund Arason fyrrverandi for- seta Skáksambands Islands er ein ánægjulegasta nýjungin í skáklífi fs- lendinga hin síðari ár. Það var sett á stofn í kjölfar mikilla afreka ungviðis- ins á skáksviðiunu og til gefa hinum fjölmörgu ungu og efnilegu skák- mönnum íslands kost á alþjóðlegum titiláföngum og á því að ná inn á al- þjóðlega Elo-Usta FIDE. Fjórtán efstu menn af 30 þátttak- endum urðu þessir: 1. Kristensen Danmörk 7 vinningar (af 9) 2. Dunnington (England) 6,5 vinningar 3.-7. Enquist (Svíþjóð), Blees (Holland), Turner (England), Martin (England), Áskell Örn Kára- son allir með 6 vinninga 8.-14. Raet- sky (Rússland), Guðmundur Gísla- son, Jón G. Viðarsson, Carlier (Hol- land), Bragi Halldórsson, Bragi Þor- finnsson, Jón Viktor Gunnarsson allir með 5 vinninga. Þó sigurinn hafi að þessu fallið í skaut einum hinna erlendu keppenda náði mótið að flestu leyti tilgangi sín- um. Hinir ungu skákmenn sem flestir beina sjónum að em þeir sem skipuðu sveit íslands á Ólympíumóti unglinga 16 ára og yngri á Kanaríeyjum í fyrra. Frammistaða þeirra gefur vísbendingu um allnokkrar framfarir, því flestir hækka þeir að stigum. Af lokaniðurstöðum mótsins virðist mega ráða að sumir hinna eldri skák- manna íslendinga, rígfullorðnir menn, séu sem óðast að komast í raðir okkar efnilegustu skákmanna. Áskell Örn Kárason náði einum besta árangri á ferli sínum. Hann hefur tekið hægum en öruggum framförum undanfarin ár og árangur hans er uppá 2448 Elo-stig en þar skeikar aðeins 2 stigum frá áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. \ Annar skákmaður sem vakti mikla athygli var Isfirðingurinn Guðmundur Gíslason. Hann er sennilega sterkasti skákmaður sem Vestfirðingar hafa eignast. Merkasta affek Guðmundar er án efa sigur hans á Skákþingi Reykja- víkur 1983 þar sem hann vann allar skákir sínar, ellefu að tölu. Aðalstyrk- ur hans sem skákmanns liggur í óvenjulega áræðnum sóknarstíl. Hann gæti bætt sig verulega með því að leggja meiri vinnu í byijanir og enda- töfl en skilningi hans á stöðubaráttu hefur fleygt fram undanfarið. Sigur hans yfir Hollendingnum Bruno Carli- er er án efa minnistæðasta skák Guð- mundar Arasonar-mótsins. Þar stóð hann allt í einu frammi fyrir einu erf- iðasta matsatriði skákarinnar og tók áskorun sem ýmsar varkárari sálir hefðu vikið sér undan. Taflmennska hans í þessari skák minnir dálítið á Friðrik Ólafsson þegar hann var upp á sitt besta: Guðmundar Arasonar-mótið 8. umferð Guðmundur Gíslason - Bruno Carlier Pirc-vörn 1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Bc4 Rf6 5. De2 0-0 6. 0-0 Bg4 7. e5 dxe5 8. dxe5 Rd5 9. Rbd2 Rb6 10. e6 f5 11. Bb3 Rc6 12. c3 Re5 13. De3 f4 14. Dxe5!? (Guðmundur tekur áskoruninni. Honum hefur sennilega ekki litist sem best á aðra staði fyrir drottninguna. Fórnina má réttlœta út frá ýmsum stöðulegum forsendum.) 14.... Bxe5 15. Rxe5 Bf5 (Hér var tvímœlalaust betra að leika 15... Bh5. Svartur má illa við að missa f4-peðið.) 16. Rdf3 c5 17. Bxf4 c4 18. Rf7 Dc8 19. Be5! (Bráðsnjöll lausn á vandamálum stöðunnar. Hvítur hótar 20. Rh6 mát og 19. ... h5 stoðar lítt vegna 20. R3g5 með sömu hótun. Þá dugar heldur ekki að leika 19. ... h6 vegna 20. Rxh6+ Kh7 21. Rf7! Hxf7 22. Rg5+ o.s.frv.) 19. ... HxF7 20. exf7+ Kxf7 21. Bdl Rd7 22. Bd4 Dc7 23. Hel (Liðsmunurinn hefur jafnast nokkuð og þó svartur hafi heldur vinninginn heldur hvítur umtalsverðum stöðuyfir- burðurn. Nú reynir Carlier að losa um sig með peðsfóm en það stoðar h'tt. Framhald skákarinnar teflir Guð- mundur af sannfœrandi öryggi.) 23. ... e5 24. Rxe5 Rxe5 25. Hxe5 He8 26. Hxe8 Kxe8 27. BB Be6 28. Hel Kf7 29. He5 b6 30. h4 Dd7 31. Bdl Bg4 32. B Bf5 33. a4 Bd3 34. Kf2 Dd8 35. g3 Dd7 36. g4 Dd8 37. Kg3 Dd6 38. f4 Dc6 39. BB Dxa4 40. f5 Dd7 41. f6 Dd6 (Vitaskuld ekki 41, ... Kxf6 42. Hd5+ og drottninginfellur.) 42. g5 Kf8 43. Bd5 Dc7 44. Kf2 Bf5 45. H Bd7 46. He8+! - og Carlier gafst upp. Svarið við 46. ... Bxe8 er 47. Bg7+! Kxg7 48. fxe8R+! og drottningin fellur. Af lokaniðurstöðum mótsins í Hafnarf irði virðist mega ráða að sumir hinna eldri skákmanna íslendinga, ríg- fullorðnir menn, séu sem óðast að komast í raðir okkar efnilegustu skákmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.