Alþýðublaðið - 07.01.1997, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.01.1997, Síða 1
J AFN AÐ ARM AÐURINN AUSTURLANDI „Nú sogast fólk og fjármagn hratt og bítandi á höfuðborgarsvæðið..." Sameining í þágu bættra lífskiara Góðæri er í garð gengið. Það segja flestar hagtölur þjóðarbúsins og ekki síst fréttir af afkomu fyrirtækja og þá sérstaklega stórfyrirtækja landsins. Enn er þó bið á að almennt launafólk fái notið góðs af hagsældinni. Kjara- samningar eru framundan og þess verður að vænta að þá fái launafólk sinn skerf. Sjaldan fyrr hafa atvinnu- vegimir verið jafnvel í stakk búnir til þess að hækka laun við starfsfólk sitt og nú, og án þess að stöðugleika efna- hagslífsins verði raskað. Skilyrði til að stórefla almenn lífskjör í landinu em afar hagstæð um þessar mundir og nú duga engar hótanir atvinnurekenda eða stjómmálamanna um að efnahags- ástandinu verði stefnt í rúst með kjara- bótum. Ábyrgð verkalýðshreyfingar- innar er mikil, því hún er einasta von- in sem launafólk getur nú treyst á til bættra lífskjara og jöfnunar. Ljóst er að ríkisstjómin er andsnúin kjarajöfh- un og ætlar ekki að nýta góðærið til bættra h'fskjara fyrir almenning í land- inu, enda safnast fjármagn og völd á enn færri hendur en hagur heimilanna og smáfyrirtækja er enn þrengri stakk- ur skorinn. Og þrátt fýrir góðæri vegur ríkisstjómin að gmndvelli velferðar- kerfisins svo þar ríkir víða alvarlegt hættuástand. Á meðan þessi gegndar- lausa fijálshyggjuþróun ríður íslensk- um húsum, þá er hreyfmg jafnaðar- og félagshyggjufólks sundruð, lömuð í nokkmm hlutum í stjómarandstöðu og mænir með sögulegu brosi til annars hvors íhaldsins, Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks, um samstarf í ríkis- stjóm seinna. Völdin verða sætari en hugsjónir í þágu jafnréttis og bræðra- lags. Gunnlaugur Stefánsson skrifar Frjálshyggja í stað kommún- isma Einu sinni trúðu margir því að kenning kommúnismans gæti leyst öll vandamál, ekki einvörðungu á sviði efnahagsmála heldur einnig á öðmm sviðum mannh'fsins. Þar var meira en um kenningu að ræða, langtum ffemur trúarkerfi sem tók til allra þátta þjóð- félagsins. Þetta kerfi beið skipbrot og víða með hörmulegum afleiðingum. Nú er ný kenning búin að ryðja sér rúm, sem hefur að formi og gerð sömu einkenni og kommúnisminn, þótt inni- haldið sé öðmvísi. Það er ftjálshyggj- an og hin gegndarlausa markaðsvæð- ing. Sú kenning er hjá mörgum orðin að trúarkerfi, sem skal ná til allra þjóðfélagslegra þarfa. Reynslan af kommúnismanum var sú að margir urðu fátækir, fjötraðir og kúgaðir. Margt bendir til að ftjálshyggjan ætli að leiða til sömu niðurstöðu. Nú er það ekki maðurinn sem skammtar, heldur fjármagnið og bæði kerfm láta sig einstaklinginn engu skipta, kerfin verða heilagri en hinar raunvemlegu þarfir mannlífsins, er þau reynast að lyktum ófær um að skynja og þjóna. Það er gegn frjálshyggju og öfga- kenndri markaðsvæðingu, sem jafnað- ar- og félagshyggjufólk verður að sameinast, safnast saman í einni öfl- ugri þjóðmálahreyfingu, sem hefur virðing og reisn mannsins í öndvegi í stað fjármagnsins. Jöfnun lífskjara, at- vinnulýðræði og valddreifing eru stóm málin, sem ekki nást fram, án þess að jafnaðar- og félagshyggjufólk standi þétt saman í einni órofa fylk- ingu. Endurreisn búsetu á lands- byggðinni Með jöfnun lífskjara, atvinnulýð- ræði og valddreifingu felst meðal ann- ars að beitt verði skipulegum aðgerð- um til þess að treysta búsetu og byggð í landinu öllu. Nú sogast fólk og fjár- magn hratt og bítandi á höfuðborgar- svæðið, smærri fyrirtækjum fækkar, en eftir standa iðnrisar í sjávarútvegi, sem hafa tögl og haldir á hverjum stað. Þá verður aðstöðumunur æ áþreifanlegri hvort sem stýrt er með valdi ríkis eða ftjálshyggju markaðar- ins. Slíkt á sér ekki einvörðungu stað á vettvangi atvinnu- og efnahagsmála með einhæfi atvinnuframboði, háum orku- og framfærslukostnaði, heldur einnig í menningar- og menntamálum þar sem ríkisstjómin gerir hveija til- raun af annarri til að draga úr þeim takmörkuðu fjárveitingum er varið hefur verið til slíkra málefna á lands- byggðinni mörg undanfarin ár. Þetta gildir líka um heilbrigðisþjónustuna. Þegar kreppa stóð yfir í efnahagslífinu á árunum 1991-95, þá var lögð áhersla á að veija landsbyggðina eins og kost- ur var. Þar réðu áhrif jafnaðarmanna í ríkisstjóm. Þá var heilbrigðisþjónustan efld, sérstakt átak í samgöngumálum, áætlun um flutning gmnnskólans til sveitarfélaga ákveðin og staðfest, nið- urgreiðslur til upphitunar á köldum svæðum stórlega hækkaðar, unnin og staðfest áætlun um flutning ríkisstofn- ana út á land og áffam unnið að efl- ingu sér- og framhaldsskóla á lands- byggðinni. En bemr má ef duga skal. En þá er góðærið gengur í garð, þá finnst ríkisstjóm lag til að heija sér- staklega á þessum sviðum, skera niður og veikja enn frekar búsetuna á lands- byggðinni. En dýrkeyptast íyrir landsbyggðina er kvótakerfið og allt braskið sem því fylgir í sjávarútvegi. Fyrr á árum byggðist atvinnulífið meðal annars á fiumkvæði og atorku margra við sjó- inn með rekstri lítilla og meðalstórra útvegsfyrirtækja. Það er liðin tíð. Nú eru það fáir og sterkir risar, sem í krafti kerfis og pólitískrar verndar hafa eignast sjóinn, fiskinn og fólkið. Eignarhaldið er gjörsamlega lokað og allur aðgangur öðrum en eigendum bannaður. Og eignarhaldið gengur í erfðir. Það er einasta opnunin fyrir nýja aðila til að komast að auðlind- inni. Og iðnrisamir í sjávarútvegi láta sér ekki duga eignarhald á sjó, heldur í krafti fjármagns og aðstöðu auka þeir ítök og yfirráð sín í efnahagslífinu öllu. Einstaklingar í smáatvinnurekstri mega sín lítils gegn slíku valdi. Þetta er sú þróun sem við blasir á lands- byggðinni, sem rekja má beint til rangrar sjávarútvegsstefnu. Margir geta ekki unað slíkum skilyrðum, flýja suður í mannmergðina þar sem kynnu að felast tækifæri er ekki bjóðast leng- ur í fyrrum heimabyggð. Sameinaðir jafnaðarmenn verða að taka forystu Það er ekki aðeins í dægurmálum sem samíylking jafnaðarmanna hefur mikilvægt hlutverk, heldur og ekki hvað síst við að skapa nýja von og endurvekja traust almennings gagn- vart stjómmálum. Með sameiningu jafnaðar- og félagshyggjufólks í eina fylkingu skapast dýrmætt tækifæri til ítarlegrar umræðu um gmndvallarat- riði stjómmála þar sem ferskir vindar myndu blása. fslensk stjómmálaum- ræða er komin í öngstræti, og þar ber sjaldan mikið á hugsjónum. Ein hug- sjón hefur þó fest rætur sfnar og haft ótrúleg áhrif, sem er firjálshyggjan og skefjalaus markaðsvæðing án þess að afleiðingar hennar til framtíðar hafi nokkuð verið ræddar. Nú er mál að linni. íslensk jafnaðar- og félags- hyggjufólk verður nú að koma út úr húsum sínum og sameinast, hefja sókn til bættra lífskjara og gefa fólki nýja von um að það megi sín nokkurs í þjóðfélagi á nýrri öld. Gunnlaugur Stefánsson Heydölum

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.