Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1
■ Jón Baldvin Hannibals- son um hátt verðlag og fá- tækt Athyglisvert í meintu góðæri „Þetta eru at- hyglisverðar stað- reyndir mitt í meintu góðærinu. Þær eru einnig áhugaverðar með hliðsjón af full- yrðingu forsætis- ráðherra um að engar staðreyndir bentu til vaxandi fátæktar í íslensku þjóðfélagi," segir Jón Baldvin Hanni- balsson í viðtali við Alþýðublaðið. Hann var spurður álits á þeirri niður- stöðu nefndar forsætisráðherra að verðlag á matvælum væri allt að 50% hærra hér á landi en í ESB-löndum. Einnig var leitað eftir áliti Jóns Bald- vins á könnun Félagsvísindastofnunar á fátækt hér á landi þar sem nær 40% bænda eru taldir vera undir fátækra- mörkum. -Sjá baksíðu. ■ Bryndís Hlöðversdóttir Tíðindi verða ísameining- armálum „Eg er þess einnig fullviss að nú muni draga verulega til tíðinda í sameiningarmálum. Jón Baldvin hefur lýst því yfir að Viðreisnar- draumurinn sé búinn. Það er stór yfirlýsing frá fyrrverandi for- mannni Alþýðuflokksins og eins miklum áhrifamanni í stjórnmálum og Jón Baldvin Hannibalsson er,“ segir Bryndís Hiöðversdóttir al- þingismaður meðal annars í viðtali við Alþýðublaðið í dag. -Sjá bls. 5 - segir Eiríkur Stefánsson á Fáskrúðsfirði og hveturtil aðgerða sem fyrst: „Við erum með menn sem blaðamenn nenna varla að tala við." „Allt er á leið í púra verkföll. Það þarf ekkert að segja: Getur það verið? Ætli? Það er öruggt. Þegar vinnuveit- endur segja 2 til 4 prósent launahækk- un og verkalýðshreyfmgin vill fá 30 til 40 þá leikur enginn vafi á um hvað verður. Menn bíða bara eftir degin- um,“ segir Eiríkur Stefánsson formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar í samtali við Alþýðu- blaðið. Hann segir alla sérkjarasamn- inga kolfasta og sama við hvem sé rætt: engin hreyfing. „Illu er best af lokið. Eg segi: Það á ekkert að bíða með að blása þetta á því verkföll eru óhjákvæmileg." í blaðinu í gær sagðist Grétar Þor- steinsson forseti ASÍ vera hóflega bjartsýnn á hvort til átaka kæmi. Ei- ríkur segist ekki vita hvað menn eru að tala um. „Það er öruggt enda himinn og haf á milli samningsaðila. Ég er öfund- sjúkur útí að við skulum ekki eiga eins sterka og harðsvíraða áróðursmeistara og LÍÚ og Vinnuveitendasambandið þar sem eru þeir Kristján Ragnars- son og Þórarinn V. Þórarinsson. Þeir eru óhræddir, koma ekki skjálf- andi og titrandi og passa sig á því að segja ekki of mikið til að móðga ekki verkalýðshreyfinguna. Þeir móðga hana ef þeim sýnist. Þeir eru vel aur- anna virði sem þeir fá hjá sfnum um- bjóðendum. En við emm með menn sem blaðamenn nenna varla að tala við, það er ekkert að hafa. Þeir þora ekki einu sinni að senda vinnuveitend- um tóninn. Þetta að tala í gátum, passa hvert orð og vera svo varkárir að það Eiríkur: Það þýðir engin vettlingatök er alveg yfirgengilegt þýðir ekkert. Það þýðir engin vettlingatök heldur koma á móti einsog komið er að manni," segir Eiríkur og einnig að verkalýðshreyfmgin sé á þeim tíma- punkti að ef hún nái ekki árangri núna er hún búin að vera. Eiríkur óttast mest að aðgerðir drag- ist á langinn. Hann segir verkföll til lítils ef þú komi ekki við vinnuveit- endur. f mars sé loðnuvertíðin búin og þá hafi vinnustöðvun lítið að segja. „Ef á að fara í aðgerðir á að gera það þegar vinnuveitandinn verður fyrir mestum erfiðleikum og þarf að losa verkfallið sem fyrst. Það er klárt mál að allar fiskvinnslustöðvar, allar fryst- ingastöðvamar, allar loðnuverksmiðj- umar vilja allt til vinna að losna við verkfall á vertíðinni. En þá á að hóta þeim verkfallinu en ekki eltir að þeir era búnir að taka lungann úr vinnsl- unni. í mars og apríl eru fyrirtækin komin lygnan sjó og hafa efni á því að vera róleg. Ég veit ekki hvaða áhyggj- ur þeir í fiskvinnslunni hafa af verk- falli þegar þeir segja að það sé bull- andi tap á hverjum degi á þeim tíma. Era þeir þá ekki ánægðir með að geta lokað þessu á meðan?“ segir Eiríkur Stefánsson. ■ Verkföll eru óhjákvæmileg að mati forvígismanna verkalýðshreyfinga á Austurlandi Öfunda LÍÚ og VSÍ af óhrædd um áróðursmeisturum Tilgangurinn með notkun nikótínlyfja er að draga úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Lyfið má því aðeins nota að reykingum sé algjörlega hætt. Nicorette® tyggigúmmí inni- ■ heldur nikótín sem losnar smám saman Nicorette® tyggigúmmí er til í 2 mg og 4 mg styrkleika og í þremur mis- _____________________ Algengur dagskammtur er 8-16 stk. Nikótínið í tyggigúmmíinu getur valdið aukaverkunum eins og t.d. svima, höfuðverk, hiksta, ertingu í munni, koki, vélinda og meltingaróþægindum. Ekki er ráðlegt að nota tyggigúmmíið lengur en 1 ár. Nicorette® forðaplástur inniheldur nikótín sem frásogast með jöfnum hraða úr forðaplástrinum í a.m.k. 16 klst. Algengustu aukaverkanir Nicorette® forðaplásturs eru svimi, höfuðverkur, verkir í liðum og vöðvum, einkenni sem líkjast inflúensu, kláði og útbrot undan plástrinum, aukin svitamyndun, svefntruflanir, óróleila og depurð. Æskilegt er að hefja meðferð með Nicorette® forðaplástri með sterkasta plástrinum. Einn plástur er settur á að morgni og tekinn af fyrir svefh. Setja skal plásturinn á heila, hreina, hárlausa og þurra húð, á brjósti, hrygg, upphandlegg eða mjöðm og skipta um plástursstað á hverjum degi. Styrkleildnn á plástrinum er síðan minnkaður smám saman og fer það eftir nikótínþörf við- komandi á hverjum tíma. Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá börnum og er efhið því alls ekki ætlað bömum. Gæta skal varúðar hjá þcim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Ofrískar konur og konur með barn á brjósti eiga NicbóET ** I ekki að nota lyfið. Lesið vandlega ■ ,5mo'X leiðbemmgí jar á fylgiseðli sem fylgir hverri pakkningu lyfsins. Framleiðandi: Phamiacia & Upjohn, Svíþjóð. Innflytjandi: Phannaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.