Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWÐIB Miðvikudagur 8. janúar 1997 Stofnað 1919 2. tölublað - 78. árgangur ¦ Verkföll eru óhjákvæmileg að mati forvígismanna verkalýðshreyfinga á Austurlandi Öfunda LÍÚ og VSÍ af óhrædd- um áróðursmeisturum - segir Eiríkur Stefánsson á Fáskrúðsfirði og hveturtil aðgerða sem fyrst „Við erum með menn sem blaðamenn nenna varla að talavið." „Allt er á leið í púra verkföll. Það þarf ekkert að segja: Getur það verið? Ætli? Það er öruggt. Þegar vinnuveit- endur segja 2 til 4 prósent launahækk- un og verkalýðshreyfingin vill fá 30 til 40 þá leikur enginn vafi á um hvað verður. Menn bíða bara eftir degin- um," segir Eiríkur Stefánsson formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar í samtali við Alþýðu- blaðið. Hann segir alla sérkjarasamn- inga kolfasta og sama við hvern sé rætt: engin hreyfing. „Illu er best af lokið. Ég segi: Það á ekkert að bíða með að blása þetta á því verkföll eru óhjákvæmileg." í blaðinu í gær sagðist Grétar Þor- steinsson forseti ASÍ vera hóflega bjartsýnn á hvort til átaka kæmi. Ei- ríkur segist ekki vita hvað menn eru að tala um. „Það er öruggt enda himinn og haf á milli samningsaðila. Ég er öfund- sjúkur útí að við skulum ekki eiga eins sterka pg harðsvíraða áróðursmeistara og LIÚ og Vinnuveitendasambandið þar sem eru þeir Kristján Ragnars- son og Þórarinn V. Þórarinsson. Þeir eru óhræddir, koma ekki skjálf- andi og titrandi og passa sig á því að segja ekki of mikið til að móðga ekki verkalýðshreyfinguna. Þeir móðga hana ef þeim sýnist. Þeir eru vel aur- anna virði sem þeir fá hjá sínum um- bjóðendum. En við erum með menn sem blaðamenn nenna varla að tala við, það er ekkert að hafa. Þeir þora ekki einu sinni að senda vinnuveitend- um tóninn. Þetta að tala í gátum, passa hvert orð og vera svo varkárir að það Eiríkur: Það þýðir engin vettlingatök er alveg yfirgengilegt þýðir ekkert. Það þýðir engin vettlingatök heldur koma á móti einsog komið er að manni," segir Eiríkur og einnig að verkalýðshreyfingin sé á þeim tíma- punkti að ef hún nái ekki árangri núna er hún búin að vera. Eiríkur óttast mest að aðgerðir drag- ist á langinn. Hann segir verkföll til lítils ef þú komi ekki við vinnuveit- endur. í mars sé loðnuvertíðin búin og þá hafi vinnustöðvun lítið að segja. ,JEf á að fara í aðgerðir á að gera það þegar vinnuveitandinn verður fyrir mestum erfiðleikum og þarf að losa verkfallið sem fyrst. Það er klárt mál að allar fiskvinnslustöðvar, allar fryst- ingastöðvarnar, allar loðnuverksmiðj- urnar vilja allt til vinna að losna við verkfall á vertíðinni. En þá á að hóta þeim verkfallinu en ekki eftir að þeir eru búnir að taka lungann úr vinnsl- unni. í mars og apríl eru fyrirtækin komin lygnan sjó og hafa efhi á því að vera róleg. Ég veit ekki hvaða áhyggj- ur þeir í fiskvinnslunni hafa af verk- falli þegar þeir segja að það sé bull- andi tap á hverjum degi á þeim tfma. Eru þeir þá ekki ánægðir með að geta lokað þessu á meðan?" segir Eiríkur Stefánsson. ¦ Jón Baldvin Hannibals- son um hátt verðlag og fá- tækt Athyglisvert ímeintu góðæri „Þetta eru at- hyglisverðar stað- reyndir mitt í meintu góðærinu. Þær eru einnig áliugaverðar með hliðsjón af full- yrðingu forsætis- ráðherra um að engar staðreyndir bentu til vaxandi fátæktar í íslensku þjóðfélagi," segir Jón Baldvin Hanni- balsson í viðtali við Alþýðublaðið. Hann var spurður álits á þeirri niður- stöðu nefndar forsætisráðherra að verðlag á matvælum væri allt að 50% hærra hér á landi en í ESB-löndum. Einnig var leitað eftir áhti Jóns Bald- vins á könnun Félagsvísindastofnunar á fátækt hér á landi þar sem nær 40% bænda eru taldir vera undir fátækra- mörkum. -Sjá baksíðu. ¦ Bryndís Hlöðversdóttir Tíðindi verða ísameining- armálum „Ég er þess einnig fuUviss að nú muni draga verulega til tíðinda í sameiningarmálum. Jón Baldvin hefur lýst því yfir að Viðreisnar- draumurinn sé búinn. Það er stór yfirlýsing frá fyrrverandi for- mannni Alþýðuflokksins og eins miklum áhrifamanni í stjórnmálum og Jón Baldvin Hannibalsson er," segir Bryndís Hlöðversdóttir al- þingismaður meðal annars í viðtali við Alþýðublaðið í dag. -Sjá bls. 5 mmmmmmmmmmmmmmmm ¦ ooo Tilgangurinn með notkun nikótínlyfja er að draga úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Lyfið má því aðeins nota að reykingum sé algjörlega hætt. Nicorette® tyggigúmmí inni- heldur nikótín sem losnar smám saman úr tyggigúmmíinu þegar tuggið er. Tyggja skal hægt og með hléum. Nicorette® tyggigúmmí er til í 2 mg og 4 mg styrkleika og í þremur mis- munandi bragðtegundum. Styrkleiki og meðferðarlengd er einstaklingsbundin. AJgengur dagskammtur er 8-16 stk. Nikótínið í tyggigúmmíinu getur valdið aukaverkunum eins og t.d. svima, höfuðverk, hiksta, ertingu í munni, koki, vélinda og meltingaróþægindum. Ekki er ráðlegt að nota tyggigúmmíið lengur en 1 ár. Nicorette® forðaplástur inniheldur nikótín sem frásogast með jöfnum hraða úr forðaplástrinum í a.m.k. 16 klst. Algengustu aukaverkanir Nicorette® forðapiásturs eru svimi, höfuðverkur, verkir í Hðum og vöðvum, einkenni sem líkjast inflúensu, kláði og útbrot undan plástrinum, aukin svitamyndun, svefhtruflanir, óróleiki og depurð. Æskilegt er að hefja meðferð með Nicorette® forðaplástri með sterkasta plástrinum. Einn plástur er settur á að morgni og tekinn af fyrir svefh. Setja skal plásturinn á heila, hreina, hárlausa og þurra húð, á brjósti, hrygg, upphandlegg eða mjöðm og skipta um plástursstað á hverjum degi. Styrkleikinn á plástrinum er síðan minnkaður smám saman og fer það eftir nikótínþörf við- komandi á hverjum tíma. Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum. Gæta skal varúðar ¦ hjá þeim sem ^ hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Ófrískar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið. Lesið vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli sem fylgir hverri pakkningu lyfsins. Framleiðandi: Pharmacia & Upjohn, Svíþjóð. Inrtflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. NICDRETTE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.