Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 ALPÝÐUBACC 3 s k o ð a n i r Stjórnmál, sagan og siðferði A næstunni mun Alþýðublaðið birta nokkrar greinar eftir Ara Trausta Guðmundsson sem fjalla um pólitíska hugmyn- dasögu Framvinda sögunnar er eins og marggreind jökulá með sínar ólíku kvíslar. Sagnfræðingar rökræða um hlutverk hópa (stétta) og einstaklin- indíána í Ameríku? Á framförunum sem þessir atburðir fólu í sér þegar allt kemur saman? í sögu kristninnar standa menn frammi fyrir fjöl- damorðum krossfara í Jerúsalem, spænska rannsóknarréttinum eða lítt helgum athöfnum einstaklinga sem eru umboðsmenn guðs á jörðu, allt fram á þennan dag. Auðvelt er að tapa áttum í umræðum um grunngildi kristni eða áhrifum hennar á framvin- du sögunnar ef siðferði eða heim- Hugtökin frelsi, jafnrétti og bræðralag draga saman “útkomu” frönsku byltingarinnar, hvað sem óhugnaði hennar líður. Af þessum slagorðum spannst margbrotin og mótsagnakennd hugmyndafræði alþýðu fyrir æ meiri þjóðfélagsvöldum. Um hana er tekist á manna og hópa(stétta) f milli á íslandi. Þar skiptir saga 20. aldar utan Islands miklu máli en ekki meginmáli. Þar bera engir fslenskir stjórnmálamenn eða leikmenn ábyrgð á dekkstu hliðunum. ga, um þátt trúarbragða, annarrar Pallborð Ari Trausti Guðmundsson skrifar hugmyndafræði, tæknistigs og hug- takanna “rétt og rangt” eða “gott og vont”. Inn kemur svo stundum jökulhlaup í formi siðferðihugtaka. Þá verður umræðan þrungin og skoðanir greinilega bundnar stétt manna og trú eða heimspeki um hvað sé þar boðlegt og hvað ekki. Menn hætta of oft við að skoða söguna og greina sem flókna ffamvindu en taka til við að dæma og alhæfa með einn þátt sem “aðalatriðið”. Ábyrgð ein- staklinga verður þá í fyrirrúmi en ekki hópátök. f samfélagi með skipan borgar- alegs lýðræðis og þingræðis er frön- sku byltingunni eða frelsistríðinu í N- Ameríku og uppkomu Bandarfkjanna oftast hampað sem merkum og dýrðlegum atburðum. í því felst jákvæður “dómur” og siðferðileg rét- tlæting. En á hverju? Hugmyndunum um frelsi og lýðræði? Stjórnarathöfnun eða aðgerðum stjórnlausra hópa? Afleiðingum stríðsrekstrar, notkun fallaxar, sak- leysi eða sekt einstaklinga? Vegferð spekin ein er tekin til skoðunar en hvorki hagfræði né önnur hugmyn- dafræði eða stjómmál. Auðvelt getur þá reynst að gera einstaklinga ábyrga fyrir “góðu” eða “illu” en erfiðara að greina mótsagnakennda framvindu sögunnar. Á 19. og 20. öldinni greindust stjómmál æ meir í viðamiklar ken- ningar og þá voru reyndar í verki hugmyndir manna og flokka sem aldrei fyrr. Við mat á þessum ken- ningum og greiningu á sögunni er hollt að skoða hvemig uppkoma bor- garalegs lýðræðis, þróun Bandaríkjanna eða vegur kristninnar hafa verið rædd. Við getum annað hvort skoðað flókna atburðarásina sem heild eða valið eftir þörfum siðferðilegra mælikvarða; t.d. man- ndráp nýlenduvelda, þvingaða iðn- væðing'u sósíalískra ríkja eða samvin- nu kirkju og fasískra stjómvalda, allt eftir hentugleikum. Ábyrgðarmenn er ekki erfitt að finna, jafnvel þótt á þeim sumum kunni að vera tvær hliðar. Siðferðimælikvarði getur þá reynst erfiður í notkun frammi fyrir Hitler og gyðingaofsóknum, Stalín með byssur í stað orða í innlendum stjórnmáladeilum og Churchill og Eisenhower með eyðingu Dresden og Hirósíma að baki eða skyndiaftökum andspyrnumanna á samvinnufólki nasista á Norðurlöndum. Sumt er auðvelt að fordæma, annað er erfiðara að höndla. Þegar verið er að rökræða um meginstefnur stjómmála 20. aldarin- nar er ekki unnt að vera með ben- difingur siðferðisins einan á lofti. Hugmyndafræði og stjómmálastefnur kapítalisma og andstæðurnar: Hugmyndir sósíaldemókrata, sósíal- ista og kommúnista í 80-100 ár, eru enn að takast á og gera það næstu áratugi. Þar hafa hugmyndir breyst, feiknakollsteypur orðið og andstæður ýmist skerpst eða dignað. En megin- hugmyndirnar, eru enn við lýði og langt í uppgjör. Framvindu sögunnar verður að greina í margar kvíslar eins og jökulá og meta. Ekki á kvarða siðferðisins eins, heldur og út frá stöðu, væntingum og hag ólíkra hópa (stétta), ríkja og hugmyndahópa sem til em. Út frá efnalegum forendum. Fræðimennimir reyna að hefja sig til flugs yfir allt þetta en menn skipa sér líka í hóp með sína heimsýn; lærðir sem leikir. Ábyrgð “stórmenna” sögunnar er vissulega til skoðunar en um leið er vitað að þeir vom hluti af eða beinir og óbeinir fulltrúar hagsmunahópa (stétta). Þeir em ekki jafn mikilvægir og oft er látið vera. Þegar kemur að ábyrgð einstaklinga meðal fjöldans eða talsmönnum hugmyndafræði fjarri löndum sem eru í brennidepli vandast mál. Alþýðuflokksmenn hafa ekki gert Ólaf Friðriksson, einn sinn helsta forystumann fyrrum, siðferðilega ábyrgan fyrir óhæfuverkum frömdum í rússnesku byltingunni 1917-1919. Svavar Gestsson bar ekki siðferðilega eða beina ábyrgð á Berlínarmúmum. Hryðjuverk Frakka í Alsír á 7. áratugnum hafa ekki verið heimfærð upp á fslending til ábyrgðar og Morgunblaðið selst enn ágætlega þótt ritstjórar þess hafi ekki endurskoðað afstöðu blaðsins til styrjaldanna í Indókína 1965-1974. Dæmin sýna að tal um ábyrgð á einna helst við orð og gerðir stjórnmálamanna heima fyrir. Einstaklingar í stjórmálabaráttu í lýðræðisríki taka upp þá umdeildu hugmyndafræði er þeim hugnast eða þjónar þeirra hagsmunum. Hana veija þeir og þróa, en ávallt aðeins að hluta eða með sínum formerkjum. Þeirra ábyrgð snýr að eigin gerðum eða gerðum eigin stjórnmálaflokks gagnvart samfélagi samtímans, heima og heiman. Hugtökin frelsi, jafnrétti og bræðralag draga saman “útkomu” frönsku byltingarinnar, hvað sem óhugnaði hennar líður. Af þessum slagorðum spannst margbrotin og mótsagnakennd hugmyndafræði alþýðu fyrir æ meiri þjóðfélagsvöl- dum. Um hana er tekist á manna og hópa(stétta) í milli á fslandi. Þar skiptir saga 20. aldar utan íslands miklu máli en ekki meginmáli. Þar bera engir íslenskir stjómmálamenn eða leikmenn ábyrgð á dekkstu hliðunum. Þeir komast sannarlega ekki hjá að læra af fortíðinni en þá helst með hliðsjón af enn þungvægari verkefnum nútímans. ■ v i t i m e n n Sá frambjóöenda sem bruðlaði mest í snarbrjálaðar auglýsingar í Mogga og sjónvörpin fékk fæst atkvæðin en er sá eini sem er búinn að borga sína reikninga. Oddur Ólafsson spáir í uppgjör eftir forsetakosningar. DT í gær. Hreiðar sig blikinn - en hvert fer æðurinn? Jón Birgir Pétursson kann að vitna í skáldin þegar þaö á við, þarna í fréttaskýringu um mengun og stóriðjur. DT í gær. ’ íslenskum stjórnmálamönnum, og þó einkum blaðamönnum, gengur mjög illa að skilja að nú er upp runninn nýrtími í fiskistjórnun. Önundur Ásgeirsson er þrautgóður á raunastund þegar fiskilögsagan er annars vegar. DV í gær. Það er ekki undarlegt að virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi sé takmörkuð. Friörik Erlingsson beinir nú baneitruðum penrta sínum að alþingismönnum sem ekki vita hvaðan á sig stendur veörið. DT í gær. Lítum í eigin barm, í það minnsta í spegil og spyrjum okkur á hvaða leið við séum í lífinu. Þorgrímur Þráinsson, íþróttahetja, metsölu- höfundur og nýráðinn framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar beitir öllum brögðum í þeirri viðleitni að fá fólk til að sjá aö sér. Mogginn í gær. Líklega finnst einhverjum einkennilegt að sjá þennan hrjúfa mann sem Rúnar Þór er með varalit og maskara, en það er óneitanlega tilbreyting í því. Árni Matthíasson harla ánægður með nýja ímynd Rúnars Þórs. Mogginn í gær. Ég heid reyndar að Guðni viti ýmisiegt betur en hann segir í þessari grein, en engu að síður þykir mér rétt að sýna hina hliðina á málinu. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ er um- burðarlyndið uppmálað í svari til Guðna Ág- ústssonar. Mogginn í gær. Fátæktin er einmitt erfið viðureignar fyrir þá sök, að fátæklingar eru eindreginn minnihiutahópur, sem er nánast ósýnilegur vel stæðum meirihluta þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson blandar sér í umræðuna um fátækt á íslandi sem nú fer fram af miklum krafti, einkum í efri lögum samfélagsins. DV í gær. fréttaskot úr fortö Dó af heilbrigði Herramaður nokkur í London hafði þann sið að fara til læknis einu sinni á ári og láta rannsaka sig hátt og lágt. Við síðustu rannsókn, sem fram fór fyrir nokkrum vikum, lýsti læknirinn því yfir, að ekkert fyndist athugavert við manninn. Maðurinn varð hintin- lifandi af gleði, greip utan um eina hjúkrunarkonuna og sneri henni í hring, en bara í einn hring, því svo datt hann dauður niður. Hann hafði fengið hjartaslag af geðshræringunni. Sunnudagsblað Alþýðublaösins 1936 h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Alþ/ðublaðið greindi frá því ^"Ifyrir margtlöngu, hér í þessum dálki, að togarinn Hof- fell SU lægi bundinn við bryggju í Reykjavík löngu eftir að búið var að ganga frá sölu þess úr landi - að menn héldu. Síðan hefur komið á daginn, einsog Di/hefur rakið, aðfram- kvæmdastjóri Seaflower fyrir- tækisins í Namebíu, Magnús Guðjónsson, var látinn víkja vegna þessara skipakaupa: Hann hafi keypt skipið í óþökk stjórnarinnar. Þeirsem glöggt þekkja til hjá leifum gamla SIS, íslenskum sjávarafurðum, neita hins vegar að trúa slíkum stað- hæfingum því fátt gerist á þeim bæ án vitundar og óska Benedikts Sveinssonar for- stjóra. Því er haldið fram að þetta sé einungis tilliástæða fyrir brottvikningunni enda sjá menn ekki hvernig nokkur framkvæmdastjóri getur keypt heilu skipin án samráðs við kóng eða prest... R itari Rásar2, Þórunn Stef- ánsdóttir, var kvödd með pomp og prakt um síðustu helgi. Hún hyggst flytjast til Spánar nú á næstu dögum og vinnufélagarnir héldu henni kveðjuveislu í Kvennakórshús- inu við Ægisgötu. Þar var margt um manninn og uppá- komur af ýmsu tagi. Meðal annars sviðsettu þeir kumpán- ar Ingólfur Margeirsson og Árni Þórarinsson þáttinn Á elleftu stundu þar sem Þórunn var tekin á beinið. Árni og Ingó hafa löngum verið aufúsugestir í hin ýmsu samkvæmi en þeg- ar það spyrst að þeir lagi þátt sinn að aðstæðum hverju sinni þar sem gleðskapur ríkir er hætt við að eftirspurnin aukist til mikilla muna... Tímaritið Séð og heyrt kom út í dag og munu lesendur ef- laustfá vatn í munninn þegar þeir sjá myndir af því þegar Friðrik Sopuhusson og frú Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og herra Hjörleif- ur Sveinbjörnsson, Jón Ól- afsson og frú ásamt vertinum Birni Leifssyni og frú sitja að hátíðarkvöldverði í Leikhúskjall- aranum. Björn bauð nokkrum fyrirmönnum þjóðarinnartil dýrindis máltíðar í tilefni frum- sýningar Þjóðleikhússins á Villi- öndinni 2. í jólum. Fjármálaráð- herra og borgarstjóri auk Jóns þáðu boðið en forsætisráðherra og forseti sáu sér ekki fært að mæta til veislunnar. Davíð Oddsson mætti þó á dansi- ballið síðar um kvöldið á sama stað... Bankastjórar Búnaðarbank- ans hafa verið iðnir við að ráða í hvert starfið á fætur öðru í bankanum án þess að þau hafi verið auglýst eins og gera skal samkvæmt kjarasamningum. Meðal þeirra sem sitja í banka- ráði Búnaðarbankans mun vera Geir Gunnarsson varasátta- semjari ríkisins. Þykir ýmsum bankamönnum það skjóta skökku við ef hann samþykkir þessi brot á kjarasamningum. f i m m förnum vegi Heldur þú að komi til verkfalla í vor? Jóhann Wathne starfs- maður á geðdeild: Ég hef ekki hugmynd um það en geti vinnuveitendur ekki fallist á 90 þúsund króna lágmarkslaun geri ég ráð fyrir því. Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt: Það er nú tónninn í dag en ég vona að ekki komi til þeirra. Hrafn Hallgrírnsson deild- arstjóri: Það vona ég ekki. Steindór Kristjánsson vegfarandi: Já, alveg örugg- lega. Lágmarkslaun þurfa að hækka í að minnsta kosti 100 þúsund krónur til að launþegar verði sáttir. Haraldur Ingvason af- greiðslumaður: Já, pottþétt. Krafan er 100 þúsund króna lágmarkslaun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.