Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 5
MtÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1997 AUMXJBLMX) ■ Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Bryndísi Hlöðversdóttur, þingmann Alþýðubandalagsins, og spjallaði við hana um nýársávarp forsætisráðherra, störf ríkisstjórnarinnar, verkalýðs- hreyfinguna, Alþýðubandalagið, sameiningarmálin og sitthvað fleira Verðum að standa vörð um verkalýðshreyfinguna Ég hitti Bryndísi Hlöðversdóttur tveimur dögum eftir að Davíð Odds- son, forsætisráðherra, flutti umdeilt áramótaávarp sitt til þjóðarinnar. Það lá því beinast við að spyija hana álits á ávarpinu og hinum ofur bjartsýna boðskap þess. Bryndís lá ekki á skoð- un sinni: „í þessu ávarpi lagði forsætisráð- herra sig allan fram við að sannfæra þjóðina um að allt sé á annan veg en það raunverulega er. Forsætisráðherra er greinilega að fjarlægjast fólkið í landinu. Hann talar yfn þjóðinni í stað þess að tala við hana. Fyrr eða síðar hlýtur það að koma niður á fylgi Sjálf- stæðisflokksins. Ég veit að fjölmörg- um ofbauð þetta ávarp, enda er sú glansmynd sem forsætisráðherra dró upp mjög fjarri þeim raunveruleika sem við búum við í dag.“ Nú er gjaman talað um þessa ríkis- stjórn sem aðgerðarlitla og mein- lausa. „f mínum huga er hún alls ekki meinlaus. Hún hefur farið út í aðgerðir á vinnumarkaði sem eru mjög alvar- legar. Sú vinnulöggjöf sem ríkisstjóm- in setti í fyrravor á eftir að veikja verkalýðshreyfmguna mjög. Auk þess felst í henni áróðurslegt niðurbrot þar sem vilji verkalýðshreyfmgarinnar er markvisst hundsaður. Þetta gerist í kjölfar þess að verkalýðshreyfingin hefur haft veg og vanda að því að koma hér á þjóðarsátt sem leiddi til stöðugleika í efnahagsmálum. Ég held að viðræður í komandi kjarasamning- um muni skipta miklu máli íyrir fram- tíð verkalýðshreyfingarinnar, það hvemig hún mótar kröfugerð sína og tekst að standa vörð um hana. Niður- staðan mun segja til um raunverulegan styrk hennar. En ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir fleiri slæmum aðgerðum. Hún hefur gengið mjög langt í þvf að feila skatt- byrði af fyrirtækjum yfir á einstak- lingana undir því yfirskini að verið sé að byggja upp atvinnulífið. Á sama tíma hafa skuldir heimilanna aukist. Ég hef ekki trú á að hægt sé að byggja upp heilbrigt þjóðfélag eða atvinnulíf í landi þar sem fjölskyldur em að sli- gast undan skattbyrði og skuldasöfn- un. Rfkisstjómin er ekki skaðiaus. Hún er þunglamaleg og virkar sem kyrr- stöðustjóm, en aðgerðir hennar marg- ar hveijar em stórvarasamar." Þegar vösk kvenréttindakona eins og þú horfir á ríkisstjómina þá hlýtur þú að sjá hana sem karlaklúbb. Þar er ein kona og hún virðist eiga ansi erf- itt. „Þegar verið er að deila út valda- póstum í pólitíkinni þá koma hin eig- inlegu viðhorf fram í dagsljósið. Eg held að það hafi gerst þama. Allir vita að ríkisstjómarflokkamir eiga úrval af ágætum og reynsluríkum konum en það er eins og þær komi varia til greina í ráðherraembætti. Það er engu líkara en jafnréttisbaráttan hafi engu skilað. Hvað varðar Ingibjörgu Pálmadótt- ur þá hefur hún vissulega átt mjög erf- iða tíma. Hún tekur að sér mjög erfitt ráðuneyti og hefur oft verið ein til svara á þinginu.“ Finnst þér kannski að samráðherr- ar hennar komi fram við hana með votti af Ktilsvirðingu ? „Ég vil fremur orða það þannig að mér hefur oft þótt skorta á að þeir sýndu henni stuðning í erfiðri stöðu.“ Af hverju eruð þið allaballar svo málglaðir á þingi? Nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins virðast geta haldið rœður jafnvel sólarhringum saman. „Ætli við höfum ekki bara svona mikið að segja. En við emm nú ekki alltaf að, það fmnast miklir ræðumenn í öllum flokkum þótt ekki fari alltaf saman magn og gæði í ræðum." En hefur Alþýðubandalagið ein- hverju hlutverki að gegna sem flokkur. Er þetta ekki bara staðnaður kreddu- flokkur? „Ég hefði aldrei gengið til liðs við dauðan kredduflokk. Það sem gerir að verkum að Alþýðubandalagið er sá stjórnmálaflokkur sem stendur næst mínu hjarta, em sterk tengsl flokksins við verkalýðshreyfmguna. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem vilja kenna sig við jafnaðarstefnu geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra sjónar- miða sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir. Menn geta síðan deilt um það hvemig hún hefur rækt hlutverk sitt, en þjóðfélag án verkalýðshreyfmgar sem hefur góð tengsl við stjómmála- lífið er slæmt þjóðfélag. Þá hefur Al- þýðubandalagið alltaf staðið vörð um menntakerfið og félagslegar umbætur og störf ráðherra flokksins hafa borið þess merki. Þetta er það svið í stjóm- málum sem verður að manna og þar hefur Alþýðubandalagið staðið sig vel.“ Eiga Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur samleið? „Ég tel að það besta sem Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag geti gert til að tryggja framgang sjónarmiða sinna sé að vinna saman. Það er það eina sem gæti ógnað veldi Sjálfstæðis- flokksins. Veldi þess flokks er orðið skelfilegt, sérstaklega með tilliti til innihaldsleysis sem einkennir mál- flutninginn. Og það er blóðugt að horfa upp á að, Álþýðubandalag og Alþýðuflokkur, þeir flokkar sem skyldastir em hvor öðmm skuli hafa eytt svo mikilli orku í að beijast inn- byrðis. Gott og vel, þeir hafa stundum verið ósammála í því sem sumir vilja kalla gmndvallarmál, en svo má deila endalaust um hvort það séu raunveru- leg grundvallarmál. Ég er sannfærð um að þessir flokkar búa að sömu grundvallarhugsjónum og þess vegna eiga þeir samleið. Ég er þess einnig fullviss að nú muni draga vemlega til Forsætisráðherra er greinilega að fjarlægj- ast fólkið í landinu. Hann talar yfir þjóðinni f stað þess að tala við hana. tíðinda í sameiningarmálum. Jón Baldvin hefur lýst því yfir að Við- reisnardraumurinn sé búinn. Það er stór yfirlýsing frá fyrrverandi for- manni Alþýðuflokksins og eins mikl- um áhrifamanni í stjómmálum og Jón Baldvin Hannibalsson er. Viðreisnar- draumurinn hefur oft komið í veg fyrir að kratar hafi horft til samstarfs við flokka á vinstri væng. Önnur teikn em á lofti sem bera vott um breytt við- horf, svosem stofnun Regnhlífasam- taka hjá ungliðum, og árás ríkisstjóm- arinnar á verkalýðshreyfingu hlýtur að kalla á þörf fyrir pólitískt mótvægi við þau öfl sem nú em í ríkisstjóm." Og hefur Kvennalistinn hlutverki að gegna ísameiningarumræðunni? „Að sjálfsögðu. Ég hef aldrei efast um að Kvennalistinn sé félagshyggju- flokkur og hjörtu mín og þeirra slá svo sannarlega í takt hvað varðar réttinda- mál kvenna, en þau sjónarmið er nauðsynlegt að efla hjá hefðbundnu stjómmálaflokkunum. Ég hef hins vegar alltaf efast um tilgang þess að bjóða fram stjómmálaafl sem bundið er ákveðnu kynferði. Ef konur eiga að ná raunverulegum árangri í jafnréttis- málum verða þær að beijast við karla á jafnréttisgmndvelli innan sem utan flokkanna. Við getum ekki komið okkur undan því að taka þann slag.“ Nú verður ekki annað ráðið af skoðanakönnunutn en að stór, sameig- inlegur jafnaðarmannaflokkur eigi ekki nœgilegan hljómgrunn meðal ungsfólks. „Það er nokk sama hvert litið er, unga kynslóðin hefur orðið hvað harð- ast úti í aðgerðum ríkisstjómarinnar. Hún hefur farið illa út úr jaðarskött- um, er með svívirðilega háa endur- greiðslubyrði af námslánum og svo mætti lengi telja. Ég skil ekki hvað það er sem gerir að verkum að þessi kynslóð sér von í Sjálfstæðisflokkn- um. Það má vera að þetta snúist að einhveiju leyti um áróðursaðferð. Fólk vill vera með í vinningsliðinu. Þessi niðurstaða þarf ekki að vera vísbend- ing um varanlegt ástand en hún er merkileg." Hefurðu kynnst mörgum stjórn- málamönnum sem þér finnst vera hentistefhustjómmálamenn ? , Já, þeir era til.“ Er skortur á hugsjónum í þessu starfi eða er kannski auðvelt að missa sjónar á þeim? „Það er mjög auðvelt að missa sjón- ar á þeim. Raunveruleiki stjómmál- anna er svo stór og þegar á hólminn er komið er svo margt sem getur leitt fólk af vegi hugsjónarinnar. En hug- sjón þín og sannfæring er einasta leið- arljósið sem þú getur lifað við. Og ég held að þorri stjórnmálamanna hafi málstað sem þeir leitast við að koma í framkvæmd.“ Og þinn málstaður? „Minn? Ég vona að hann hafi kom- ið fram í þessu spjalli. Hann snýst um mikilvægi þess að tryggja öllum ein- staklingum jafhrétti, félagslegt öryggi og þjóðfélagslegt réttlæti. En þessi sjónarmið sjást ekki í störfum núver- andi ríkisstjómar." Gœtirðu hugsað þér að hcetta af- skiptum af stjómmálum strax á morg- un? „Nei, ekki á morgun. En einn góðan veðurdag mun ég hætta afskiptum af stjómmálum. Ég ætla að minnsta kosti að vona að ég eigi eftir að bera þá gæfu að víkja áður en ég hætti að hafa eitthvað að segja.“ En þú myndir líklega helst vilja hafa verið bceði formaður Alþýðu- bandalagsins og ráðherra áður en að því kemur. „Ég hef engin áform um forystu- hlutverk í flokknum en ég ætla að vinna honum vel. Eigum við ekki að orða það þannig að mér finnst ég eiga mörgu ólokið í pólitík, enda ómögu- legt að spá um sviðsmyndina á vinstri væng íslenskra stjómmála á næstu ár- um, sé atburðarás síðasta árs höfð í huga.“ ■ Eg held að viðræður í komandi kjarasamningum muni skipta miklu máli fyrir framtíð verkalýðshreyf- ingarinnar, það hvernig hún mótar kröfugerð sína og tekst að standa vörð um hana. Niðurstaðan mun segja tii um raunverulegan styrk hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.