Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐ0 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 s k o ð a n MMUBIIDID 21237. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guövinsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð i lausasölu kr. 100 m/vsk Kaupið í dag og borgið seinna Flugleiðir hafa sent frá sér frétt þess efnis að handhafar Visa og Euro greiðslukorta geti nú keypt sé ferð með Flugleiðum og dreift greiðslunni á tvö ár án þess að borga nokkuð inn á ferðina. Fyrsta afborgun getur komið til greiðslu sex vikum eftir að geng- ið hefur verið frá kaupum. Þessi nýjung kallast ferðalán Flugleiða og ekki að efa að nú muni margir hugsa sér til hreyfings uppá krít. Flugleiðir feta hér í fótspor fjölmargra fyrirtækja sem bjóða handhöfum krítarkorta vömr og þjónustu með afborgunum allt til þriggja ára. Alls konar kostaboðum af því tagi er haldið linnu- laust að þjóðinni. Kaupið í dag og borgið seinna. Víst hefur þetta létt mörgum róðurinn í lífsbaráttunni og fólk á að geta haft yfir- sýn yfir útgjöld sín fram í tímann. Hitt er engu að síður ljóst að fjöldi fólks kann ekki fótum sínum forráð í þessum fmmskógi gylliboða um kaup upp á krít. Skuldasöfnun heimilanna hefur vaxið hröðum skrefum og sér ekki fyrir endann á þeirri óheilla- þróun. Að hluta til má rekja þessa skuldasöfnun til versnandi fjár- hagsstöðu heimilanna vegna lágra launa og atvinnuleysis, sem og vegna þess að skuldir heimilanna em verðtryggðar. Þegar kartöfl- ur hækka í verði hækka skuldir heimilanna um tugi eða hundmð milljóna. Þetta segir þó bara hálfa söguna um ástæður þess hve skuldir heimila í landinu vaxa geigvænlega. Margt fólk með góðar tekjur er í botnlausu skuldabasli. Á síðasta ári var opnuð ráðgjafastofa fyrir skuldara. Fyrstu 317 viðskiptamenn stofunnar reyndust skulda samtals tvo milljarða króna. Að meðaltali vom vanskil um ein og hálf milljón króna en meðaltekjur á mánuði tæplega 150 þúsund krónur. Aðstæður fólks em að sjálfsögðu mismunandi en það fer ekki milli mála að alltof margir eyða langt um efni fram. Mestanpart ræður þar eftirsókn eftir vindi. Peningum er sóað í fá- nýtan hégóma og síðan þegar allt er komið í óefni eiga aðrir og þá helst hið opinbera og bankastofnanir að greiða úr flækjunni. Nú er ekki lengur hægt að láta verðbólgu greiða niður skuldir og enn síður hægt að bæta á sig vinnu í það óendanlega til að eiga fyrir afborgunum lána. Þú kemur s Eg skrapp í síðbúið afmæliskaffi til gamallar vinkonu minnar um dag- inn. Hún varð 83 ára skömmu íyrir jól og bauð mér þá í kaffi og meðþví, en ég komst ekki sökum anna. En nú var ég sestur inn í stofu hjá henni og skoðaði fjölskyldumyndirnar á kommóðunni meðan hún var að hella upp á kaffið og taka til kökur. Ég heyrði óljóst til hennar úr eldhúsinu þar sem hún var að tala um að það hefðu komið mun færri gestir í afmæl- isboðið en hún hefði vænst. Það hefði enginn tíma til neins fyrir jólin þótt fólk væri á eilífu spani ffá morgni til miðnættis. Svo kom hún inn í stofu með ijúkandi kaffi og fat með ýmsum brauðsortum. Afsakaði hvað þetta væri ómerkilegt en það litu fáir inn og sjálf væri hún ósköp nægjusöm til fæðunnar. Kaffiborð J HSæmundur Guðvinsson skrifar Ég sat í gamla bólstraða sófanum en vinkona mín í horninu til hliðar. Hún spurði um mína hagi og var hissa á því að ég skyldi enn vera að skrifa í blöð. Það væri ekki margt í blöðunum sem hún hefði áhuga á. Helst að hún læsi minningargreinamar í Moggan- um. Skelfilegt hvað krabbinn tæki margt fólk á besta aldri. Annars væri þetta mest ómerkilegt þvaður sem blöðin prentuðu og ekki væri það burðugra sem útvarp og sjónvarp hefðu uppá að bjóða. Samt væri margt gott í Utvarp Reykjavík. Einnig hefði verið gaman að sjá þáttinn um Her- mann í Sjónvarpinu. Manstu ekki eftir Hermanni? Ég sagðist muna óljóst eft- ir honum. En þú manst þó eftir Ólaft Thors? Já, ég kvaðst hafa séð hann og hlustað á hann í æsku þegar útvarpað var umræðum frá Alþingi. Nú komst mín á flug og fór að riíja upp gamla daga meðan það vom al- vörumenn í pólitíkinni, eins og hún komst að orði. Það hefði sópað að Hermanni, hvar sem hann fór. Einar Olgeirsson hefði verið flugmælskur kommúnisti og afskaplega skömmótt- ur. Oft hefðu þeir rifíst heiftarlega út af pólitík, hann og Ólafur Thors. Hún mundi ekki betur en Ólafur hefði eitt sinn lostið Einar kinnhesti á Alþingi við útvarpsumræður. Jónas frá Hriflu hefði verið einkennilegur maður. Einu sinni hefði hún leitað liðsinnis Jónasar þegar hún stóð uppi atvinnulaus. Jón- as hefði hlustað á hana án svipbrigða og engu svarað erindinu. Skömmu síðar hefði hún fengið boð um vinnu við saumaskap og þakkaði það Jónasi. Og svo var það Hannibal. Alveg ein- stakur maður hann Hannibal. Mikið glæsimenni og mikill kjarkmaður. þessu að... Hún mundi ekki betur en Óiafur hefði eitt sinn lostið Einar kinnhesti á Alþingi við útvarpsumræður. Skjótur til svara og skjótur til verka. Svona hélt hún áfram að ræða um liðna stjórnmálaforingja fram og til baka. Ég skaut inn orði og orði og þótti þetta skemmtileg ræða. Eftir að hún hafði staðið yfir lengi reyndi ég að færa talið nær nútímanum, en það bar lítinn árangur. Sú gamla sagðist ekki lengur nenna að fylgjast með pól- itík. Mér skildist að fátt væri orðið um skörunga á þeim vettvangi. Hún sagði að það þýddi ekkert að tala við böm sín eða bamaböm um stjómmál. Þau hefðu engan áhuga á þeim og þekktu ekki haus né hala á þessum gömlu for- ingjum. Sonarsonur hennar væri há- skólanemi á þrítugsaldri en hann vissi ekkert um stjómmálamenn fyrri tíma. Hún kvaðst ekki vita hvað þessu unga fólki væri eiginlega kennt í dag. Alla vega lærði það ekkert um sögu lands og þjóðar síðustu áratugina. Eftir að hafa dmkkið meira kaffi og étið meira af kökum en ég hafði lyst á fór ég að tygja mig. Sú gamla þakkaði mér mik- ið fyrir komuna og bað mér blessunar um ókomna framtíð. Um leið og við kvöddumst sagði hún eitthvað á þessa leið: -Mikið þætti mér vænt um ef þú vildir koma því á framfæri í blöðunum að það þarf að sýna fleiri myndir í Sjónvarpinu eins og þessa mynd um Hermann. Það hljóta.að vera til fiimur með Jónasi frá Jblriflu, Ql^íi, Thgrs, Stefáni Jóþann, Eysteini, Hannibál og Bjama, svo ég nefni bara nokkra, Það væri svo gaman fyrir okkur gamla fólkið að sjá þætti um þessa menn og ég held að það veiti ekki af að ifæða unga fólkið um söguna. Og svo mætti sýna þætti um skáldin okkar, Davíð, Tómas, Snorra og marga fleiri. Þú kemur þessu nú að við tækifæri. ■ n a II e r Spamaður er upphaf auðs segir máltækið. Á sínum tíma þegar óðaverðbólga lék lausum hala snerist þessi málsháttur upp í and- hverfu sína. Það er engu líkara en stór hópur landsmanna hafi ekki áttað sig á því að sá tími er liðinn og í dag borgar sig að spara. En hvatningar um spamað virðast mega sín lítið gegn sí- bylju auglýsinga þar sem hvatt er til aukinnar eyðslu og skulda- söfnunar. Kaupið þetta og kaupið hitt strax í dag. Hafið engar áhyggjur þótt þið eigið ekki fyrir þessu. Bara setja það á rað- greiðslur, boðgreiðslur eða skuldabréf. Lítt er verið að flagga vöxtum eða öðmm kostnaði sem fylgja því að kaupa uppá krít. Og bankastofnanir keppast meira að segja um að bjóða skólafólki krítarkort svo það geti tekið þátt í skuldakapphlaupinu. Þau þurfa bara að koma með uppáskrifaðan víxil að heiman svo skuldin fá- ist ömgglega greidd hafi kortið verið ofnotað. Td þessa hafa skól- amir lítið sem ekkert gert til að kenna nemendum undirstöðuat- riði varðandi fjármál einstaklinga og heimila. Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður vakti athygli á nauðsyn þess að taka upp slíka fræðslu meðan hún gengdi embætti félagsmálaráðherra. Því miður hefur þess ekki orðið vart að kennsla þeirra fræða hafi verið tekin upp. Skuldastaða heimilanna sýnir að ekki er vanþörf á ijármálafræðslu fyrir alla þjóðina. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.