Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐHD 3 s k o ð a n i r Alþýðublaðið upp ítré Áður en ákvörðun um framtíð blaðsins verður tekin þarf að fara fram mikil umræða á breiðari grunni en innan fámenns hóps forystumanna blaðs og flokks. egar ég var unglingur komst ég fljótt á það alþekkta stig þroska að djúpur aðskilnaður varð milli þarfa minn og magns peninga sem hægt var að ná úr veski foreldranna með sæmi- lega heiðarlegum hætti. Þar sem ég er ekki glæpahneigður maður og afar mínir og ömmur voru ekki langlíft fólk var því aðeins um eina leið að ræða, það er að fara að vinna fyrir sér - bera út blöð. Ég tók að mér heilt hverfi í Kópavogi sem ég fékk í gegn- um klíku (vinkona mín var að hætta Pallborð mr Hreinn mm 1- * i Hreinsson m /. b I ' J j giV - Æ skrifar með það) og við tóku endalausar morgungöngur í slyddu, slabbi og sól. Að sjálfsögðu tók ég að mér allan pakkann, það er Moggann, Tímann, Þjóðviljann og svo litla Alþýðublaðið sem átti þrjá áskrifendur í hverfinu, þeim fækkaði reyndar um þriðjung fljótlega þar sem ég gleymdi alltaf einum af einhverjum ástæðum. Það vakti strax athygli mína hversu mikill munur var á þessum blöðum þó ekki væri ég að spá í efni eða innihald á þessum árum. Munurinn fólst að mínu mati í stærð pakkanna sem lágu á göt- unni á hveijum morgni þegar ég reis úr rekkju. Mogginn var risastór bunki (enda fylgdi starfinu kerra til að draga á eftir sér) og fór aldrei á milli mála hvar hann hafði lent. Reyndar var hann svo þungur að þegar sunnudags- blaðið kom síðdegis á laugardögum varð innkeyrslan ófær nema vel bún- um fjallabílum, auk þess sem í nokkur skipti tókst misvitrum starfsmanni Moggans að skemma bjlómabeðið hennar mömmu með þ'vf'aS fiendá pakkanum þangað. Ég er jafnvel ekki frá því að ég hafi stundum vaknað upp Allnokkurfjöldi þekktra presta mun láta af störfum á þessu ári fyrir aldurs sakir. Þeirra á meðal eru prófastarnir Örn Frið- riksson á Skútustöðum og Birg- ir Snæbjörnsson á Akureyri sem og Ragnar Fjalar Láruss- on í Reykjavík. Það er því útlit fyrir mikla endurnýjun innan prestastéttarinnar á árinu og lík- legt að það hafi sín áhrif á störf kirkjunnar. Nýr biskup verður væntanlega kjörinn í lok ársins og enn sem komið er virðist séra Karl Sigurbjörnsson sóknar- presturvið Hallgrímskirkju líkleg- asti kandidatinn í það embætti... Eitt fárra stéttarfélaga sem hef- ur vísað kjarasamningagerð til sáttasemjara er Flugvirkjafé- lagið. Þar á bæ bera menn sig illa undan bágum kjörum enda eru grunnlaun byrjenda ekki nema um 130 þúsund krónur í dagvinnu. Nú er bara að vita hvort flugmenn og flugfreyjur fylgja ekki í kjölfarið. Það væri svo sem eftir öðru. Staðreyndin er nefnilega sú að þessar stéttir hafa á undanförnum árum náð langtum betri samningum en á morgnana við hvellinn þegar pakk- inn lenti á götunni. Tíminn og Þjóð- viljinn voru síðan í álíka stórum pökk- um og af mér ókunnum ástæðum, oft- ar en ekki límdir saman. Við þann pakka var líka auðvelt að eiga, sást ágætlega jafnvel þó snjóað hefði yfir hann. Alþýðublaðið var síðan í afar litlum pakka sem innihélt 5 stykki (tvö aukablöð) og var þeim yfirleitt rúllað upp í h'tinn vöndul og teygja sett utan- um. En þær varúðaraðgerðir báru nú ekki alltaf árangur því ef hreyfði vind fauk pakkinn út á götuna og oftar en ekki þurfiti ég að hirða hann úr næstu görðum og í nokkur skipti hvarf hann alveg. Mér er sérstaklega minnisstætt að hafa hirt pakkann eftir að hann fauk uppí tré og festist þar, korters leit í það skiptið ef ég man rétt. Einnig olli það miklum erfiðleikum ef snjóaði því þá tók bara smástund að snjóa yfir Al- þýðublaðið og ekki þurfti þykka snjó- föl til að ekki sæist einu sinni þúst. Því var það, svo að þegar vorlaukar tóku að sþretta upp úr snjónum í görðum nágrannanna á vorin fór að sjást í hornin á gömlum Alþýðublöðum í garði foreldra minna flestum nema þeim til skemmtunar. Þannig hafa erfiðleikar Alþýðu- blaðsins verið með margvíslegum hætti í gegnum tíðina þó margir hafi vegið þyngra en ófarir blaðaburða- drengsins knáa í Kópavoginum. Allt frá þessum tíma hef ég haft hlýjar til- finningar til Alþýðublaðsins þó síðar hafi þær tilfinningar ffekar breyst í að- dáun og síðar stolt eftir að ég fór sjálf- ur að skrifa í það án þess að fá nokk- um dma krónu fyrir. í dag eru uppi ■derkar raddir um að leggja beri niður blaðið þar sem það þjóni ekki þeim tilgangi sem upphaflega var ætlast til, það er að vera málgagn flokksins og málsvari jafnaðarstefhunnar. Að mínu mati hefur Alþýðublaðið ekki brugðist efnislega þó stundum hafi blaðið farið offari gegn eigin flokki sem vart getur talist skynsamlegt. Slíkt má þó auð- veldlega bæta ef menn ákveða það. Hvað fjárhagshliðina snertir er erfið- ara að segja enda liggja nákvæmar upplýsingar ekki á lausu. Ljóst er þó að stærsti galli á rekstri Alþýðublaðs- ins og Alþýðuflokksins eru þau óskýru mörk sem virðast liggja milli flokks og blaðs. Ef Alþýðublaðið á að lifa þarf að gefa því fjárhagslegt sjáff- stæði frá flokknum enda hafa báðir aðilar gott af því. Sjálfur vil ég sjá Al- þýðublaðið lifa með þeim skilyrðum sem áður voru nefnd. Mér þykir vænt um blaðið og svo er örugglega um fleiri og það er vissulega tákn flokks- ins og vettvangur umræðu sem ekki á alltaf greiða leið í aðra fjölmiðla. Það skal einnig á það minnt að Alþýðu- blaðið hefur oft verið umræðuvaki sem smitað hefur yfir í stærri og öfl- ugri fjölmiðla. Áður en ákvörðun um ffamtíð blaðsins verður tekin þarf að fara fram mikil umræða á breiðari grunni en innan fámenns hóps forystu- manna blaðs og flokks. Ef hins vegar verður ákveðið að leggja blaðið niður þá óska ég þess heitast að blaðið fái að hvfla í friði eftir langa starfsævi og minning þess verði ekki sköðuð með því að láta það í hendumar á mönnum sem kunna ekki að skrifa um pólitík þó þeir kunni að græða peninga. Höfundur er félagsfræðingur. i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson aðrir látið alla þjóðarsátt lönd og leið. Á sama tíma hafa laun óbreyttra skrifstofuþræla Flug- loiöa hækkað lltið og skiptir þá engu að Ingibjörg Guðmunds- dóttir formaður Landssam- bands verslunarmanna og vara- forseti ASI er starfsmaður Flug- leiða... Leikfélag Reykjavíkur verður hundrað ára á laugardaginn og því mikið um dýrðir í Borgar- leikhúsinu um helgina. Þótt borgarráð hafi aðeins úthlutað félaginu fimm milljónum króna í aukafjárveitingu í stað 15 eins og um var beðið verður í engu dregið úr fyrirhuguðum veislu- höldum I tilefni afmælisins. Ljóst þykir að leikhússtjórinn Þórhild- ur Þorleifsdóttir stendur í ströngu þessa dagana enda standa spjótin á hana úr öllum áttum. Þær raddir gerast æ há- værari sem segja að frjálsir leik- hópar eigi að fá aðgang að Borg- arleikhúsinu til jafns við LR enda margir þeirrar skoðunnar að Leikfélagið standi alls ekki undir svo stóru leikhúsi. Þórhildur má ekki heyra á það minnst og sagði hin versta í útvarpsviðtali á dög- unum þegar sú hugmynd var viðruö við hana að það væri „svartagallsraus". Þórhildur mun ekki vera þeirrar skoðunar að frjálsir leikhópar geti gengið þar inn og leiða menn líkum að því að ástæðan sé að þeir hrein- lega skyggi á sýningar LR. Fyrir- hugað var að sýningin Konur skelfa-Tolettdrama eftir Hlín Agnarsdóttur yrði tekin upp frá síðasta leikári, sýning sem hætti fyrir fullu húsi, en nú er komið bakslag í þá ráðagerð... Það er hið ólíklegasta fólk sem er farið að aðhyllast aðild þjóðarinnar að ESB. Nú heyrum við að ungir alþýðubandalags- menn í Garðabæ hafi komst að þeirri niðurstöðu á fundi að fátt sé meira áríðandi um þessar mundir en að ísland sæki um að- ild. Þess er þó vart að vænta að slík sjónarmið eigi upp á pall- borðið hjá Hilmari Ingólfssyni bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins í Garðabæ og helsta páfa flokksins í þessu íhaldsvígi... Andað í símann. Qj Fylgist þú með ensku knattspyrnunni? Gunnar Einarsson fram- reiðslumaður: Nei. Ég hef engan áhuga á íþróttum en veit að þar eru einhveijir íslending- ar að gutla. Marinó Finnbogason sundlaugavörður: Nei, ég hef aldrei haft áhuga á henni. Hugi Leifsson vegfarandi: Já. Ég er mikill aðdáandi Li- veipool. Helgi Pálmason sjómað- ur: Já, auðvitað. Ég er er að- dáandi United og við vinnum tvöfalt aftur. Jónas Guðmundsson nemi: Já. Ég held með Li- verpool. Þeir eru brothættir núna en vinna á endasprettin- um. m e n n Prúður gerir sér glaðan dag. Fyrirsögn á forsíðu DT í gær við mynd af hrúti nokkrum sem er hálfur á rolluskjátu. Blaðamenn DT kunna sér ekki læti í fengitíð- inni og líkja stemmningunni í fjárhúsunum þessa dagana við það þegar klukkuna vant- ar korter í þrjú á danshúsum borgarinnar?! Á dögunum kom sonur Víkverja, sem vildi fara að heimsækja kær- ustuna, sem býr í Breiðholtshverfi og spurði, hvort hann gæti fengið bíiinn lánaðan. Víkverji taidi, að hann gæti nú rétt éins tekið strætisvagn. Víkverji gerist æ persónulegri í þjóðfélags- rýni sinni - og er það vel. Mogginn í gær. Samkynhneigðir eru venjulegar manneskjur, með sömu þrár og tilfinningar og aðrir. Er ekki kom- inn tími til að Súsanna Svavars- dóttir og Morgunblaðið horfist líka í augu við þá staðreynd? Felix Bergsson leikari ríöurfram á ritvöllinn, sakar Moggann um tepruskap og Súsönnu um fordóma í haröoröri grein. Mogginn í gær. Vil ég því, með sárri iðran, biðja alla hesta, þessa heims og annars, afsökunar á því að líkja bæjarstjóranum við hross, og yfirleitt að draga þá göfugu skepnu inn í umræður um bæjarstjórann og Sjálfstæðis- flokkinn í Vesturbyggð. Kristján Skarphéöinsson sendir Gísla Ólafs- syni vel valdar glósur. Mogginn í gær. Miðað við frammistöðu Leikfélags Reykjavíkur undan- farin ár, raunar allt frá því það flutti í Borgarleikhúsið, tel ég að öllu skattfé til þess sé illa varið. Það þarf að hugsa allan rekstur leikhússins uppá nýtt. Jón Viðar Jónsson aðspuröur hvort 5 milljónir dugi LR. DT í gær. Mér sýnist óhjákvæmilegt að endurskipuleggja þurfi rekstur Borgarleikhússins. Gunnar Stefánsson leiklistargagnrýnandi. DT í gær. Ég tel nauðsyn að fulltrúar borgar og leikfélags fari ítarlega ofan í sauma í rekstri LR. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. DT í gær. Sem kona, fyrrum frjálsíþrótta- maður og Svíi var valið ekki erfitt fyrir mig. Vitaskuld átti Vala Flosadóttir að sigra. Anna Östenberg í DT í gær. Ég ætla að vera laus við þessa grautarvömb og síðutanka og heiti því að lærin verða komin upp úr skónum í lok átaksins. Margrét Blöndal útvarpskona og Lottó- drottning er í takt viö meirihluta lands- manna á þessum árstíma, heilsuátak heitir þaö. DV í gær. smáa letrið Kílöxlar, rílutönnun, spennihulsur, geislalægrr, mátkflar, splitti, hnoð, ásendar, keiluskífur, borhulsur, kross- gnp, læsihringir, kúluhnúðar, fræsun. Tannhjól, snekkjudrif, þrýstigormar, gengjustifti hersluvægi, ffíborun, gengjur, snekkjudrif, keilugrip, handsveifar, rúllulegur, stillihringir, flæðirit, kódar. Orð gripin af handahófi úr efnisyfirliti sérlega vandaðrar bókar sem heitir: ís- lenska Töflubókin fyrir málmiðnað og aðrar starfsgreinar. Útgefandi ýBÁ - út- gáfan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.