Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 6
6 s k ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 I a b o ð Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 13. útdráttur 4. flokki 1994 - 6. útdráttur 2. flokki 1995 - 4. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUDURLANDSBRAIJT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 PACSBRUW] Verkamannafélagið Dagsbrún Allsherjaratkvædagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsnerjaratkvæða- greiðslu um kosningu stjórnar og aðrar trúnaðarstöður í Verkamannafélaginu Dagsbrún 1997. Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1997 liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 d frá og með föstudeginum 10. janúar 1997. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar fyr- irkl. 16.00 fimmtudaginn 16. janúar. Kjörstjórn Dagsbrúnar Sambandsstjjórn SUJ Ákveðið hefur verið að halda sambandsstjórnarfund SUJ laugardaginn 11. janúar. Fundurinn verður haldinn í aðstöðu Alþýðuflokksins í Kópavogi, Hamraborg 14a, og hefst hann klukkan 14.00, stundvíslega. Fulltrúar skulu mæta eða boða forföll ella. Seturétt eiga fram- kvæmdastjórn, formenn félaga, auk eins fulltrúa félags fyrir hverja 50 félagsmenn auk þeirra er starfa í málstof- um sambandsins. Dagskrá: 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Stofnfundur Grósku. 3. Önnur mál. Að fundi loknum mun Knattspyrnumót SUJ hefjast klukkan 16.00. Við hvetjum öll aðildarfélög til að senda í það minnsta eitt lið sem skipað skal þremur leikmönn- um. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu SUJ á milli 10-14.00 alla virka daga og 20-22.00 á kvöldin. Að lokum munu ungir jafnaðarmenn í Kópavogi standa fyrir einhverri skemmtun um kvöldið. Kolbeinn H. Stefánsson framkvæmdastjóri SUJ Framkvæmdastjórn SUJ Haldinn verður framkvæmdastjórnarfundur SUJ, mið- vikudaginn 15. janúar. Fundurinn verður haldinn í Al- þýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10, og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá: 1. Venjubundin fundarstörf. 2. Stofnun Grósku. 3. Önnur mál. Það er mikilvægt að allir mæti eða boði forföll ef þeir sjá sér ekki fært að mæta Kolbeinn H. Stefánsson framkvæmdastjóri SUJ Stjórn listamannalauna Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1997 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa lista- mönnum árið 1997, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda, 2. Launasjóði myndlistarmanna, 3. Tónskáldasjóði, 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavlk, á þartil gerð- um eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 15. janúar 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og til- greina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breyt- ingum. Vakin er athygli á nýsamþykktum lagabreytingum sem heimila veitingu starfslauna til stuðnings leikhópum enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til ein- stakra leikhúslistamanna. Reykjavík, 9. janúar 1997 Stjórn listamannalauna Yélsfjórafélag Islands Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Sími 562 9062, fax 562 9096. Málþing um starfs- umhverfi vélstjóra laugardaginn 11. janúar 1997 að Borgartúni 6. Kl 12.30 Skráning þátttakenda. Kl. 13.00 Setning, Helgi Laxdal, form. Vélstjórafélags íslands. Kl. 13.05 Ávarp, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Kl. 13.30 Áhættuþættir í starfsumhverfi vélstjóra, Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir. Kl. 14.00 Húðsjúkdómar, Steingrímur Davíðsson, húðsjúkdómalæknir. Kl. 14.20 Hávaði og heyrnarskemmdir, Einar Sindrason, yfirlæknir. Kl. 14.40 Krabbameinshætta, Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir Kl. 15-15.30 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 15.30-16.00 Kaffi. Kl. 16.00 Reglur og viðhorf Vinnueftirlits ríkisins, Guðmundur Eiríksson, vélfræðingur. Kl. 16.15 Reglur og viðhorf Siglingamálastofnunar, Kristinn Ingólfsson, tæknifræðingur. Kl. 16.30 Vistvæn skip, Guðbjartur Einarsson, vélfræðingur. Kl. 17-17.30 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 17.30 Slit, Helgi Laxdal, form. Vélstjórafélags Islands. Kl. 18.00 Léttar veitingar í boði heilbrigðisráðherra. Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, Reykjavík, ásamt meðmælum a.m.k. 88 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trún- aðarmannaráðs rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 23. janúar 1997. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. „Náttúran er svo sterk að hún læt- ur mann ekki í friði en það er lista- mannsins að vinna úr henni," segir Jónína Guðnadóttir myndlistar- maður. ■ Fyrsta einkasýning Jón- ínu Guðnadóttur á Kjar- valsstöðum Arfleifö okkar er bændamenning og bókmenntir -segir Jónína Guðnadóttir um við- fangsefni sín en sýning á nýlegum verkum listakonunnar verður opn- uð á laugardag „Ég er með ellefu verk á sýningunni en þau eru unnin í leir, gler, ál og blý, en það má segja að leirinn sé mitt efni, ég notast mest við hann í verkum mínum,“ segir Jónína Guðnadóttir myndlistarmað- ur en hún opnar sýningu á Kjarvalsstöð- um næstkomandi laugardag klukkan 16.00 og þar gefur að líta affakstur ára- langrar Ustsköpunar, sjálfstæða skúlptúra sem sumir hverjir hafa skírskotun í íá- lenska náttúrú: Jónína settist á skÖJabádc í Myndlista og handíðaskólanum aðeíns 17 ára gömul árið 1960 en þar var hún í tvo vetur en innritaðist þá í Myndlista- skólann í Reykjavík og var þar næsta ár- ið en hélt að því búnu til Svíþjóðar í Konstfackskólann í Stokkhólmi þar sem hún var við nám og síðar kennslu á sviði leirlistar í fimm ár. Eftir heimkomuna kenndi hún við keramikdeild MHÍ sem var stofnuð árið 1969 en lét um síðir af kennslunni og sneri sér að fullum krafti að eigin listsköpun og hefur síðan haldið einkasýningar og átt þátt í fjölmörgum samsýningum allt ffá árinu 1968. „Þó að leirinn sé mitt efni er ég fyrst og fremst myndlistarkona og nota þau efni sem listsköpun mín krefst hverju sinni,“ segir Jónína. „Það er afskaplega ánægjulegt að sýna héma og verkin mín njóta sín vel í þessu rými. Eg hef haldið fjölda einkasýninga, nú síðast í apnl í Finnlandi og tvær eða þijár eru framund- an. En þetta er fyrsta einkasýning mín á Kjarvalstöðum." „Þetta em lágmyndir, utan eitt loftverk og verkin em öll ný og unnin á árunum 1995 og 6, og hafa ekki verið sýnd áður. Mestmegnis er ég að vinna með end- urminningar frá bemsku minni, þegar ég var í sveitinni. Ég kem inn á sauðkindina og landslag og menningu. Til dæmis er ein bókasería, lágmyndir sem tákna bæk- ur. Þetta em rætur okkar, bændamenning og bókmenntir. Landinu komumst við eldd frá sem betur fer og ég er heilluð af íslenskri náttúm eins og allir íslenskir myndlistarmenn." Ernáttúran kannski ofríkjandi afl ( (s- lenskri myndlist, sumir vilja meina að hún beri listina ofurliði? „Náttúran er svo sterk að hún lætur mann ekki í ífiði en það er listamannsins að vinna úr henni. Þetta em kannski öðm fremur áhrif frá landinu, ef ég væri ann- ars staðar yrði ég sjálfsagt fyrir áJirifiim frá þeim stað. Listamaðurinn fjallar um umhverfi sitt og menningu á persónuleg- an hátt.“ í sýningarskrá fjallar Eiríkur Þorláks- son listfræðingur um verk Jónínu en þar segir meðal annars: Leirinn hefur aðeins verið einn af mörgum miðlum sem Jón- ína hefur notað, ásamt gleri og málmum af ýmsu tagi og öðmm efnum allt eftir því sem viðfangsefriið hefur boðið hveiju sinni. Leitin hefur borið listakonuna frá hinu sértæka til hins almenna, frá gerð sérstakra leirmuna til mun frjálsari sköp- unar listaverka sem helst má kenna við höggmyndalist í skilningi samtímans á því orði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.