Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n g ■ Ljóðatónleikar með Gunnari Guðbjömssyni í þriðja sinn. Þeir eru háværari sem ekki syngja -segir Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari en fjölskylda hans er mikið áhugafólk um söng og býr að þremur tenórum. „Ég með þetta prógramm í þriðja skiptið í Gerðubergi," segir Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari en Gerðuberg blæs nú til ljóðasöngs í þriðja sinn með stuttu millibili. „Að- sóknin hefur verið mikil og það var uppselt á tvo fyrstu tónleikana. Fólk hlýtur að hafa svona mikinn áhuga fyrir söngljóðum og það er gaman að það skuli vera svona mikil aðsókn. Þegar fólk er komið á staðinn og farið að hlusta gerir það sér grein fyrir hvað ljóðasöngur er skemmtilegur.“ Bæði Gerðuberg og fleiri staðir eins og til dæmis Norræna húsið hafa stað- ið fyrir mörgum ljóðatónleikum og kynnt þýska og franska ljóðatónlist. Þó að ljóðin séu sungin á frummálinu er hægt að kaupa íslenskar þýðingar á staðnum. Fallegt samspil „I ljóðasöng eru mikil tengsl milli ljóðsins, melódíunnar og píanóleiks- ins. Schuman var til dæmis snillingur í að finna djúpa liti við hljómana og gera þá tregablandna eins og á við í ljóðunum. Þetta þríþætta og fallega samspil, niilli raddar, ljóðs og píanós er sérstaklega áberandi í Dichterliebe þar sem allt tvinnast saman, ljóð Heine sem yrkir um ástir skáldins til konu sem vill ekki þýðast hann og tjáningarrík tónlist Schumans. í heild má segja að tónlistin í þessari dagskrá sé einstaklega vönduð en við munum auk Dichterliebe vera með lög úr ljóðaflokknum Clairleres dans le ciel eftir franska tónskáldið Lili Boulanger og bjóða í lokin uppá kunn ítölsk sönglög." Gunnar segist ekki hafa fengist í jafn miklum mæli við ljóðasöng og hann hefði kosið sjálfur ef hann hefði mein tíma. „Ég hef gert eitthvað að því úti en haft lítinn tíma til að sinna því. Nú er ég þó kominn í stærra hús og hef Poppleikurinn Oli tvó verður frumsýndur þann 18. janúar í Tjarnarbíó. Hér er bregða nokkrir leikarar á leik. ■ Poppleikurinn Óli^settur upp í MH Gunnar Guðbjörnsson: Þetta þríþætta og fallega samspil, milli raddar, Ijóðs og píanós er sérstaklega áberandi í Dichterliebe þar sem allt tvinn- ast saman, Ijóð Heine sem yrkir um ástir skáldins til konu sem vill ekki þýðast hann og tjáningarrík tónlist Schumans. meiri tíma. En ég hef fengið mikið að góðum tækifærum og er þakklátur fyr- ir það. Ég er alvanur að fást við óperu en þar er maður með leikstjóra sem ræður túlkuninni að miklu leyti en í ljóðasöngnum túlkar maður sjálfur í samstarfi við píanóleikarann.“ Viburðaríkur ferili Gunnar byrjaði í söngnámi hjá Sig- urði V. Dementz í Reykjavík skömmu á eftir eldri bróður sínum sem í dag býr og starfar í Þýskalandi. Gunnar hélt til framhaldsnáms í Berlín og London en á námsárum sínurn kom hann víða við sem einsöngvari meðal annars í fslensku óperunni. Að söng- námi loknu var hann fastráðinn við óperuna í Wiesbaden en auk þess hef- ur hann sungið í öðrum óperuhúsum Evrópu, meðal annars í Genf, Lissa- bon, Marseille og Bastilluóperunni í París. Þá hefur hann sungið í virtum tónleikasölum til dæmis Salle Geveau í París og í Albert Hall í London og ljóðatónleikaröðum Royal Opera House og Wigmore Hall. Hann hefur einnig tekið þátt í tónlistarhátíðum svo sem í Aix en Provence. Upptökur með söng hans hafa verið fluttar í útvarpi í flestum löndum Evrópu og einnig hef- ur hann sungið inn á geislaplötur. Gunnar er nú fastráðinn við óperuna í Lyon og framundan er frumraun hans í hlutverki Rodolfos í La boheme með Barböru Hendicks og Töfraflauta Mozarts. Spara röddina Báðir bræðumir eru tenórsöngvarar en Gunnar segir sönginn vera fjöl- skyldufyrirbæri: „Föðurbróðir okkar Ketill Jensen var söngvari á árunum 1955 til 60, en þá hætti hann við og sagði að ekki væri atvinnugrundvöllur fyrir söngvara á fslandi. Söngröddin hefur alltaf verið í ættinni og sonur hans Kolbeinn Ketilssson er fstráðinn Almenningur lítur þetta öðrum augum og sér söngvarann í róm- antískum bjarma en þetta er raunverulega eins og hver önnur vinna.“ við óperuhús í Dortmund í Þýska- landi. Við erum því þrír tenóramir í fjölskyldunni." Aðspurður sagðist Gunnar ekki telja að fjölskylduboðin væm einstaklega hávær sökum þessa. „Við gösprum ekki mikið þegar við komum saman. Þeir eru háværastir bræðurnir sem ekki syngja. Það er kannski vegna þess við emm alltaf að spara röddina." Rómantískur bjarmi „Það kom mér á óvart hvað stór hluti starfsins er hrein og klár vinna,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi jafnvel gælt við þá hugmynd að nauð- synlegt væri að kunna nokkur hlutverk og þá gæti maður ferðast um og sung- ið þau. „Ég uppgötvaði þó snemma á námsferlinum að ég þyrfti að læra tungumál og lagði áherslu á það. Um það bil sem námi lauk var ég orðinn meðvitaður um mikilvægi leiklistar- innar og tók eins árs kúrs í leiklist í London. Ég er mjög sáttur við minn hlut en ég þarf að hafa mikið fyrir þessu öllu. Samkeppnin er gífurleg í söngnum því það er mikið til af góðu fólki og söngvari þarf að vera stöðugt í formi til að vera samkeppnishæfur. Almenn- ingur lítur þetta öðrum augum og sér söngvarann í rómantískum biarma en þetta er raunverulega eins og hver önnur vinna." ■ Síungur Oli aftur í Tjarnarbíó (Pabbinn rífur í drenginn og skellir honum upp við vegg. Mamman tekur vasaljós af rúminu og lýsir framan í dreng- inn) P:Hvaða eiturefnum greiðir þú leið inn í líkamann. D:Pabbi ekki gera þetta. (Brestur í grát) p: Helvítis útúrdópaður unglingur, svaraðu mér, hvað tek- urðu ha? Dropparðu, sniffarðu, spíttarðu, reykirðu, drekk- urðu, popparðu, sýgurðu, sprautarðu? Svaraðu mér drengur. Úr poppleiknum Óla tvö. „Við tökum með nokkur frumsamin lög en síðan notumst við líka við gömlu Óðmannatónlistina," segir Stefán Hallur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Leikfélags MH og leik- ari í Poppleiknum Óla sem mætir aftur í Tjamarbíó, þann 18.janúar eftir 26 ár og hefur tekið nokkruin ferskum breytingum eftir andlitslyftingu hressra krakka í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Mér frnnst Poppleikurinn Óli alveg frábær,“ segir Stefán Hallur. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt leikrit sérstak- lega núna eftir að við höfum módem- íserað þetta allt og tekið út það sem er ungu fólki ekki ofarlega í huga og skipt út fyrir það sem brennur á ung- lingum í dag eins og sjónvarps og mötunáráreiti,' fjölmiðla eða neytenda- sámfélagið í heild sinni. Þessi uppfærsla er þó að mörgu leyti eins þótt það sé mismunandi ádeila í gangi. Við erum að mestu leyti gera sömu hluti og voru gerðir fyrir 26 ámm. Þetta byijaði með nám- skeiði sem leikfélagið hélt síðasta haust en þá leikstýrði Kolbrún Hall- dórsdóttir sjötíu krökkum en nám- skeiðið var notað til að semja og skapa senumar sem við notum í Popp- leiknum Óla tvö. Við hófum eiginleg- ar æfrngar á leikritinu núna um jólin og fengum Jón Ólafsson til liðs við okkur til að fínpússa tónlistina en í sýningunni er að finna frumsamin lög eftir Svavar Knút Kristinsson sem einnig leikur á hljómborð og gítar og syngur í sýningunni.“ Framtíðin óráðin „Það er búið að vera mjög garnan að æfa þetta, við höfum rætt mikið við Óðmenn og leikstjórana Stefán Bald- ursson og Pétur Einarsson en þeim er boðið til okkar á fmmsýningu. Það má til gamans geta þess að formaður leik- félagsins Unnur Ösp Stefánsdóttir er dóttir Stefáns Baldurssonar. En við höfum fengið að hafa mjög frjálsar hendur við að skapa þessa sýningu og Kolbrún hefur gefið okkur frjálsræði til að koma með okkar eigin hug- myndir og við finnum fyrir því að við vomm að búa þetta til en það er líka mjög góður mórall í leikfélaginu. Þetta em um það bil 30 40 leikarar en alls koma 70 til 80 manns að sýning- unni en alls em 900 manns í dagskóla MH svo að það er ansi stórt hlutfall í leikfélaginu. Einhverjir úr þessum hópi stefna á leiklistina en flestir em ungir og eiga mikið eftir að mennta- skólanum og framtíðin því óráðin," sagði Stefán Hallur að lokum. TILKYIMNING FRÁ ÚR- SKURÐARNEFND UM UPPLÝSINGAMÁL Skipuð hefur verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem starfar samkvæmt V. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Til nefndarinnar má kæra eftirtaldar ákvarðanir stjórn- valda samkvæmt upplýsingalögum: 1) Synjun um aðgang að gögnum. 2) Synjun um Ijósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Kærur nefndarinnar skulu vera skriflegar og fram komnar innan 30 daga frá því að kæranda var tilkynnt um synjun. Póstfang nefndarinnar er: Úrskurðarnefnd um upplýsingamál Forsætisráðuneyti 150 Reykjavík Bréfasími: 562 4014 í Reykjavík, 7. janúar 1997. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.