Alþýðublaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐUBIIÐIS Þriðjudagur 14. janúar 1997 Stofnað 1919 5. tölublað - 78. árgangur ¦ Hæstiréttur hnekkir úrskurði Héraðsdóms um að það sé stjórnarskrárbrot að Rík- issaksóknari taki að sér meiðyrðamál fyrir opinbera starfsmenn Dómurinn er hneisa fyrir Hæstarétt - segir Hrafn Jökulsson fyrr- verandi ritstjóri Alþýðublaðs- ins. „Tveir af þremur dómur- um voru augljóslega vanhæfir. íslenska dómskerfið ætlar greinilega að ganga svipu- göngin afturtil Strassborgar." „Það er sorglegt að Hæstiréttur skyldi ekki nota tækifærið og þoka íslensku réttar- fari í átt til nútímans, eins og hinn merki- legi héraðsdómur gerði ráð fyrir. En ís- lensku dómararnir ætla greinilega að ganga svipugöngin aftur til Strassborgar. Verði þeim að góðu," sagði Hrafn Jökulsson í samtali við Alþýðublaðið um dóm Hæsta- réttar á föstudag í máli ákæruvaldsins gegn Hrafni. ¦ Samningaviðræður Dagsbrúnar og Fram- sóknar tií sáttasemjara á morgun Reynum til þrautar til mán- aðamóta - segir Halldór Björnsson for- maður Dagsbrúnar „Það verður fundur með sátta- semjara á miðvikudagsmorgun og menn eru sammála um að gefa sér afmarkaðan tíma til að reyna að ná samningum. Við lögðum til vlð sáttasemjara, að reynt yrði til þrautar framundir mánaðamót að ná saman. Ef ekki verða komnar neinar niðurstöður á þeim tíma munu menn taka sér hlé, sem þýð- ir að faríð verði að afla verkfalls- heimiida," sagði Halldór Björns- son formaður Dagsbrúnar í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Dagsbrún og Framsókn áttu óvæntan fund með Vinnuveit- endasambandinu á föstudag og aftur verður fundað í dag. Halldór sagði að fundurinn á föstudaginn hefði ekki skilað neinum árangri en verið á afslöppuðum nótum. Þá var fundur með fulltrúum Reykjavíkurborgar í gærmorgun til að fara yfir stöðu mála þar. Halldór taldi að samningaviðræð- ur við borgina færðust einnig til sáttasemjara fyrr eða síðar. „Á fundinum á föstudaginn var rætt um launakröfur og útfærslur á þeim. Við vildum fá umræður um sérkjarasamningana áður en við legðum fram launakröfurnar, en það var ekki hægt að geyma þær lengur því þær þurfa að liggja fyrir þegar viðræðurnar fara til sáttasemjara," sagði Hall- dór Björnsson. Tildrög málsins voru þau að Haraldur Jóhannessen fangelsismálastjóri krafðist opinberrar ákæru á hendur Hrafni vegna greinar sem hann skrifaði í Alþýðublaðið 6. mars á síðasta ári. Ríkissaksóknari gaf út ákæru og fór málflutningur í Héraðsdómi fram í nóvember. Hinn 20. desember vísaði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari mál- inu frá, á þeim forsendum að það færi í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að opinberir starfsmenn gætu fengið Ríkis- saksóknara til að annast málarekstur fyrir sig. Jón Magnússon, lögmaður Hrafns, sagði fyrir Héraðsdómi að málið hefði grundvallar þýðingu fyrir íslenskt réttarfar enda var f fyrsta skipti gefin út opinber ákæra samkvæmt breyttum hegningarlög- um. Þeim var breytt á síðasta ári í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómarinn komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að nýju lögin færu í bága við stjórnarskrána, rétt einsog hin gömlu. Hæstiréttur hafnaði því. Hæstaréttardómurinn var kveðinn upp af Garðari Gíslasyni, Arnljóti Björnssyni og Markúst Sigurbjörnssyni. I dómnum segir. í l.lið 2. tölulið 242. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, svo sem lögunum var breytt með 3. gr. laga nr. 71/1995, er kveðið á um leið til málsóknar vegna meið- yrða gagnvart opinberum starfsmönnum, en ekki sérstaka efnislega vernd æru þeirra. Lagaákvæði, sem á þennan hátt veita opin- berum starfsmönnum réttindi eða leggja á þá skyldur umfram aðra, verða ekki talin andstæð 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Eru því ekki efni til að vísa málinu frá dómi af þeim sökum. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. „Dómurinn er hneisa fyrir Hæstarétt, enda voru tveir af þremur dómurum aug- ljóslega vanhæfir," segir Hrafn. „Garðar Gíslason vann það sér til alþjóðlegrar frægðar meðal lögmanna, að hafa verið eini dómarinn við Evrópudómstólinn sem var í minnihluta í Þorgeirsmálinu. T(u dómarar frá jafnmörgum löndum dæmdu Þorgeiri í vil, allir nema þessi íslenski dómari. Þegar svo fslendingum var gert að breyta ranglátum og úreltum lögum - sem Garðar Gíslason reyndi að standa vörð um - var skipuð nefnd. Verkefni nefndarinnar var að undirbúa lagabreytingarnar sem komu til framkvæmda vorið 1995 og sem Héraðsdómur úrskurðaði að væru fúsk og stjórnarskrárbrot. Markús Sigurbjörnsson er því í reynd að dæma í eigin sök," sagði Hrafn. Með dómi Hæstaréttar er Héraðs- Hrafn: ég sé ekki betur en við Ríkis- saksóknari þurfum að renna okkur annan hring, og kannski bregða okkur til Strassborgar í fyllingu tímans. dómi gert að taka málið fyrir að nýju. Um framhaldið segir Hrafn: „Allt hófst þetta mál útaf einu orði í grein minni. Nú hefur málið farið einn hring um íslenska dóms- kerfið og ég sé ekki betur en við Ríkissak- sóknari þurfum að renna okkur annan hring, og kannski bregða okkur til Strass- borgar í fyllingu tfmans. Þetta stefnir í að verða dýrasta orð seinni tíma. Hún er hins vegar rannsóknarefni, þessi þörf íslenskra dómara til að láta snupra sig reglulega á al- þjóðavettvangi." IMámsmenn mótmæla „Við erum að vekja athygli á ákveðnu misrétti og því að bóknámi er í raun gert hærra undir höfði en iðn- og sér- námi á íslandi," segir Drífa Snædal formaður Iðnnemasambands íslands í samtali við Alþýðublaðið. í gær buðu INSÍ og Bandalag íslenskra sér- skólanema þeim sem áttu leið í húsið við Laugaveg 77, þar sem húsakynni LÍN eru, uppá kakó og munu halda einnig gera svo í dag. Að sögn Drífu voru öil námsmannasamtök fram- haldsskólanema með þjónustusamn- ing við Lánasjóðinn og útibú þaðan á sínum skrifstofum. INSÍ og BÍSN voru síðan svipt samningnum án skýringa. „Heildarútgjöld LIN vegna þessa lækkuðu um tvær milljónir og náms- mannasamtökin áttu að bítast um það. Við náðum ekki samkomulagi þannig að niðurstaða Lánasjóðsins var sú að BÍSN og INSÍ fengu ekki neitt meðan Stúdentaráð og SINE hcldu sínu. Þar af leiðandi þurfa okk- ar félagsmenn nú að sækja alla þjón- ustu á Laugaveginn. í tilefni þess bjóðum við okkar fólki uppá kakó til að létta þeim biðina, sem og reyndar öðrum vegfarendum," segir Drífa. ¦ Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag á Vesturlandi gefa sameiginlega út blað Viðtöl sem vekja landsathygli - segir Gísli S. Einarsson aþ- ingismaður. „Ég tel að þetta blað muni vekja töluverða athygli en framhald útgáf- unnar fer eftir viðbrögðum," segir Gísli S. Einarsson alþingismaður, en á þriðjudag kemur út Vesturlands- blaðið - Skaginn, blað sem Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið á Vesturlandi gefa út sameiginlega. Hugmyndina að útgáfunni átti Jó- hann Arsælsson, Alþýðubandalagi, sem er ábyrgðarmaður blaðsins ásamt Gísla. Blaðið er gefið út með sam- þykki kjördæmisráða Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á Vesturlandi. „Blaðið er gefið út í þeim tilgangi að fjalla eingöngu um samfylkingu fé- lagshyggjufólks, þess hóps sem vill breytingar í íslenskum stjórnmálum," segir Gísli. „Það er fjöldi fólks, bæði innan og utan þeirra flokka sem gefa út þetta blað, sem bíður spennt eftir aðgerðum." Vesturlandsblaðið- Skaginn verður tólf blaðsíður, prentað í um 6000 ein- tökum. Þar verða viðtöl við um þrjátíu einstaklinga sem eru lykilfólk í sveit- arstjórnarmálum, ásamt sameiginleg- um leiðara Gísla og Jóhanns. „Ég fullyrði að viðtölin sem þarna birtast munu vekja landsathygli," sagði Gísli. „Þar er til dæmis eftirtekt- arvert hvaða skoðanir fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins, Skúli Alexandersson, hefur á þessum málum. En meira má ég nú ekki segja." „Þeir segja mig skulda þeim millj- ón krónur í leigu og ég fékk bréf frá lögfræðingi þann 2. janúar, þar sem mér var gefinn viku frestur til að borga en að öðrum kosti yrði leigusamningi rift. ¦ Formanni Leigj- endasamtakanna hótað útburði Ég hef ekki í annan stað að fara -segir Jón frá Pálmholti en lög- fræðingur á vegum borgarinn- ar mun fara fram á úrskurð um útburð hjá Héraðsdómi í dag. „Eg lentí í veikindum og uppúr því fékk ég félagslegt íbúðarhúsnæði hjá borginni," segir Jón frá Pálmholti for- maður Leigjendasamtakanna en Al- þýðublaðið hafði spurnir af því að honum hefði verið hótað útburði úr fé- lagslegu íbúðarhúsnæði á vegum borgarinnar. „Ég hef haft mjög lágar tekjur undanfarin ár og ekki getað greitt nema mjög litla leigu en á móti kemur að ég hef starfað kauplaust hjá Leigjendasamtökunum til margra ára," sagði Jón og kvað þetta rétt vera. „Þeir segja mig skulda þeim milljón krónur í leigu og ég fékk bréf frá lög- fræðingi þann 2. janúar, þar sem mér var gefinn viku frestur tíl að borga en að öðrum kosti yrði leigusamningi rift. Síðastliðinn föstudag kom síðan bréf þar sem leigusamningi var rift og jafn- framt tekið fram að það verði beðið um útburðarúrskurð hjá Héraðsdómi í dag ef ég verði ekki farinn úr íbúðinni. Ég hef hinsvegar engan annan stað að fara og frá mínum bæjardyrum séð er þetta ólöglegt, vegna þess að í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga stend- ur að ekki sé stætt á að vísa mönnum úr félagslegu húsnæði nema að annað komi í staðinn. Þessar innheimtuað- ferðir eru gerðar í einum hvelli og koma mér gersamlega í opna skjöldu þar sem þetta ástand hefur varað um nokkur ár og ekki hefur verið gengið á eftir greiðslu. Ég geri mér grein fyrir því að ekkert skriflegt samkomulag var til milli mín og borgarinnar vegna starfa minna á vegum Leigjendasam- takanna en ég hélt að það væri gagn- kvæmur skilningur þarna á milli þar sem aldrei var gengið eftir leigu. En þetta er nú félagshyggjan í fram- kvæmd, aldrei létu sjálfstæðismenn neitt slíkt sannast á sig. Mér er hins- vegar kunnugt um að eftir að borgin ákvað að breyta rekstri félagslegra íbúða í hlutafélag, þá hafa fleiri orðið fyrir barðinu á þessu og fengið slíkar hótanir," sagði Jón frá Pálmholtí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.