Alþýðublaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 m e n n i n g Hrafn Gunnlaugsson: Ég fór og ræddi við prófessorinn sem er stór og mikil negrakerling - það gætu þrír menn staðið inní henni - ægilega stór og mikil. ■ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er nýkominn heim frá Havana þar sem hann laukfyrsta stigi í spönskunámi Castrohefur verið að próvókera ameríkanann - segir Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndagerðar- maður: „Þess vegna beinist athyglin að Kúbu." „Já, ég káraði rétt fyrir jólin og er ánægður með að eiga þessa diplómu. Þar er sagt að ég hafi stúderað í október og nóvember og lokið 1. stigi fyrir útlendinga við Háskólann í Kúbu. Þetta var mjög skemmtilegt," segir Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður sem er nýkom- inn til landsins eftir strangt spönsku- nám við Háskólann í Havana. Kúba hefur verið mikið í fréttum vegna erja við nágrannaríkið Bandaríkin. En þeir atburðir tengjast þó veru Hrafns þar í engu. „Ég var gestur á kvikmyndahátíð á Puerto Rico og leiddist. Þá sá ég auglýsta helgarferð yfir til Kúpu, fór, skoðaði mig um og hitti allskonar fólk. Þá var mér sagt að þar væri ágætt ástand á öllum háskólastigum, þeir eru góðir í menntuninni á Kúbu þó að þar sé mikill skortur. Ég fór og ræddi við prófessorinn sem er stór ■ Greinar eftir Þór- hall Vilmundarson Nýjar túlkanir á örnefnum Örnefnastofnun Þjóðminjasafns hefur gefið út Grímni, rit um nafn- fræði, og geymir það þrjár ritgerðir eftir Þórhall Vilmundarson prófessor, auk viðbótar við safn til Islenskrar ör- nefnabókar. Fyrsta greinin ber titilinn Njörður í Nóatúnum og þar fjallar Þórhallur um orðið Njarðvík og Njarðarörnefni á Norðurlöndum. „Þau ömefni eru þó nokkur og hafa verið skýrð út frá goðsheitinu en ég hef aðra skýringu, sem sagt þá að fastsamsettu nöfnin eins og Njarðvík hafi upphaflega verið Nærvík, en goðsheitið hafi síðan þrengt sér inn í nafnið,“ segir Þórhall- ur. „Ég velti því fyrir mér hvort ekki geti verið að Njarðar-nöfnin norrænu eigi yfirleitt rætur að rekja til afstöðu- orða eins og nær-, neðri- og niðr-.“ Önnur greinin fjallar um Hjömnga, kletta sem bera það heiti og eru á Sunnmæri í Noregi og Breiðafirði. Mynd af óðinshana eftir E.C.L. Moltke stiftamtmann prýðir forsíðu Grímn- is, en í ritinu fjallar Þórhallur Vilmundarson meðal annars um tilurð nafns- ins. „Þegar Hjörungamir em bomir saman kemur í ljós að þeir em ekki líkir að lögum og geta varla talist sverðslaga, en eiga hins vegar sameiginlegt að urn er að ræða sker sem fara flest í kaf á flóði. Sú spurning vaknar hvort ör- nefnið sé ekki myndað af nafnorðinu kjorr „sverð“ og merki skerjanaggar sem geti stungið bátinn eins og sverð,“ segir Þórhallur. Síðasta greinin tjallar um tilurð orðsins óðinshani. „Það hefur verið skýrt út frá goðsheitinu Óðinn,“ segir Þórhallur. „en ég tel það kornið af lýs- ingarorðinu óðinn. sem þýðir óður, það er að segja að átt sé við f'ugl sem dýfir nefinu ótt og títt í vatnið. Síðan hafa menn lesið goðsheiti út úr orðinu óðinshani." og mikil negrakerling - það gætu þrír menn staðið inní henni - ægi- lega stór og mikil. Mér leist bara svo vel á þetta að ég sló til. Ég hafði allt- af ætlað mér að taka smá frí og gera eitthvað í líkingu við þetta. Námið var mjög stíft, frá átta til tvö á dag- inn.“ Þannig að þú ert vel mellufœr á spönsku? „Eigum við ekki að segja að ég hafi lært málfræðina og gmndvöllinn en svo er þetta spumingin um að æfa sig. Reyna að tala við spænskumæl- andi fólk. Mig langar til að fara aftur og taka næsta stig, það er hægt að taka þrjú stig.“ Ég hef alltaf elskað Pablo Nemda og Gabriel Garcia Lorca. Þetta em þeir höfundar sem ég held mest uppá og mig hefur alltaf langað til að lesa þá á frummálinu, kannski með smá hjálp. Ef maður hefur frumtextann og einhverja þýðingu, átta sig á þvr hvemig þetta er hugsað. Svo er líka ágætt að prufa það aftur núna þegar maður er að nálgast fimmtugt að setjast á skólabekk: Hvernig það er að þurfa að þjálfa hausinn, muna og svona.“ Varstu prúður nemandi? „Ja, alltjent kláraði ég þetta. Ég held að það haft verið einir 19 sem bytjuðu en ekki nema 7 sem klámðu próf. Menn byrja oft r' svona og svo finnst þeim þetta of mikið, að vera kannski að stanslaust frá þvr eld- snemma á morgnana fram á miðjan dag til að ná próft. Sumir fara nú líka í þetta fyrir forvitni - frnna lyktina af spönskunni. En ég er yfrrleitt mikill athafnamaður og ef ég fer í eitthvað tek ég það dálítið str'ft." Lentirðu ekki i einhverjum œvin- týrum þama á Kúpu? „Maður gerir ekki mikið þegar námið er þetta stíft. Svo var ég að ganga frá mr'num kvikmyndahandrit- um og öðm. Það er ágætt að skrifa þegar maður er t' umhverfi þar sem ekkert truflar; enginn sími, engir vin- ir né fréttir af kjarabaráttu. Þá verður manni oft ansi mikið úr verki.“ En Kúba er mikill suðupottur? „Það er náttúrlega allur 3. heimur- inn, ekkert frekar Kúba en aðrir stað- ir. Ef þú ferð til dæmis niður til Kól- umbt'u eða hvert sem er r' Mið-Amer- íku, það er voðalega mikið að gerast. Athyglin beinist að Kúbu þvr Castro hefur verið að próvókera Ameríkan- ann. Ef það væri ekki væri Kúba eins og hvert annað S- Ameríkuríki. Við fréttum núna af Perú af þvt' að þar vora einhverjir gt'slar teknir í sendi- ráði. En þetta er mjög heillandi heimur og gaman að vera þarna. Fólkið er svo lifandi, elst upp við tónlist og dans. Ert þú alkominn heim? „Ég er kominn r bili. Mig langar að sjá til hvort ég ræð við að komast þangað aftur. Ef mér verður boðið á einhverja kvikmyndahátr'ð þarna í nágrenninu, skrepp ég yftr.“ Þú nefndir kvikmyndahandrit. Er eitthvað á döfinni hjá þér íþeim efn- um? „Maður talar ekki um ófædd böm, maður lætur þau fæðast." ■ 9ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignastofn- unarinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í tæki og stálborð í stóreldhús fyrir hjúkrunarheimilið Skógar- bæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Opnun tilboða: fimmtud. 23. janúar 1997, kl.11:00 á sama stað. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboð- um í gatnagerð og lagnir í nýtt íbúðahverfi. Verkið nefnist „Víkurhverfi 3. áfangi (Gautavík)". Helstu magntölur eru: 7m götur: u.þ.b. 70 m 6m götur: u.þ.b. 370 m Holræsi: u.þ.b. 1.300 m Brunnar: u.þ.b. 36 stk Púkk: u.þ.b. 540 m2 Mulin grús: u.þ.b. 2.730 m2 Útboðsgögn verða afhent frá þriðjud. 14. jan. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 23. janúar 1997, kl. 15:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í vinnu og efni við dúkalagnir 1997 í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. I.OOO,- frá kl. 12:00 mánud. 13. jan. n.k. Opnun tilboða: þriðjud. 28. janúar 1997, kl. 14:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á grunnskólum Reykjavíkur. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: miðvikud. 29. janúar 1997, kl. 11:00 á sama stað. INNKAUPASTOFIMUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.