Alþýðublaðið - 15.01.1997, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Qupperneq 1
■ Félagsmálastjóri kannast ekki við munnlegt samkomulag við Jón frá Pálmholti þess efnis að hann búi leigulaust á vegum borgarinnar llllíðanlegt að sumir búi leigulaust en aðrir ekki - segir Lára Björnsdóttir félags- málastjóri. „Ég kannast ekki við það sam- komulag," segir Lára Bjömsdóttir fé- lagsmálastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Alþýðublaðið f frétt blaðsins í gær segir Jón frá Pálmholti farir sínar ekki sléttar í við- skiptum við stofnunina, hann fékk bréf frá lögfræðingi þess efnis að hann skuldaði miiljón í leigu og honum gert að rýma íbúðina ef hann ekki gerði upp þegar í stað. Jón hefur starfað í sjálfboðavinnu hjá Leigendasamtök- unum um langt skeið og taldi sam- komulag í gildi þess efnis að hann dveldi í íbúðinni meðan svo væri enda hefði aldrei verið gengið á eftir leig- unni. , J>essi mál hafa tekið lengri tíma en Jón segir og ég hef hvergi séð neinar upplýsingar þess efnis að hann ætti að búa þama leigulaust," segir Lára. Jón telur að um ólöglegan gjöming að ræða, í lögum segi að ekki sé stætt á að vísa mönnum úr félagslegu hús- næði án þess að annað komi í staðinn. Lára segir þetta ekki rétt og vitnar í 46. grein um félagsþjónustu. „Al- mennt séð er ákveðinn fjöldi mála sem hefur skuld safnast upp hjá fólki og það hefur verið gerð ákveðin end- urskipulagning á allri innheimtu og innheimtureglur hertar. Það er ætlast til þess að þeir sem búi í félagslegum íbúðum borgi leiguna eða hún sé felld niður teljist ástæða til. Fólk hefur tök á að semja um þetta og það verður að taka fram að þessar íbúðir eru allar niðurgreiddar af borginni. Það er ill- Kðanlegt að sumir borgi sína leigu en aðrir komist undan því. Það er einfald- lega brot á jafnræðisreglu," segir Lára. Hún segist ekki kannast við að ekki hafi verið gengið á eftir greiðslum hjá Jóni, þetta sé örþrifaráð. „Það kemur mér á óvart ef hann hefur ekki fengið innheimtubréf eða rætt við hann. Jón hefur kost á því að setja sig í samband við starfsmenn okkar og ræða þessi mál.“ Lára segir þetta ekki tengjast því að umsýsla félagslegra íbúða á vegum borgarinnar séu komnar í hlutafélag. „Neinei, það er búið að taka ákvörðun þar um en kerfið ekki komið í þann farveg enn,“ segir Lára Bjömsdóttir. ■ Kalli í Pelsinum kaupir Laugaveg 16 „Man ekki kaupverðið" „Þetta fer allt í leigu,“ segir Karl Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, í samtali við Alþýðublaðið. Nýlega festi hann kaup á húsinu sem stendur við Laugaveg 16 þar sem Laugavegsapótek hefur haft starfsemi um árabil. Karl keypti húsið af Oddi C S Thorarensen apótekara og segir að það eigi eftir að koma í ljós hver tekur við rekstri Laugavegsapóteks, en ekki er fyrirhugað að nýta húsnæðið undir aðra og nýja starfsemi. Að sögn Karls er verið að laga efri hluta hússins sem síðar verður leigð- ur. „Ég er í útleigu á fasteignum og þetta er bara hluti af því.“ Húsið er rúmlega fimmtán hundruð fermetrar og aðspurður um kaupverðið sagði Karl: „Ég bara man það ekki.“ ■ LR og borgaryfirvöld Mönnum í mun að þjóna sinni lund - segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir um kaldar kveðjur Leikfé- lagsmanna á afmælishátíðinni. „Það er auðvitað alveg ljóst að Reykjavíkurborg hefur verið aðal- bakhjarl Leikfélags Reykjavíkur og hefur hækkað framlag sitt til félags- ins umtalsvert á síðastliðnum tveim- ur árum. Þegar R-listinn tók við var árlegt framlag til LR um 119 millj- ónir en er nú komið uppí 140 millj- ónir. Þær staðreyndir tala auðvitað sínu máli,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í samtali við Alþýðublaðið. Á hundrað ára afmælishátíð Leik- félags Reykjavíkur vakti það athygli gesta að leikhúsmennimir Sigurður Karlsson, Pétur Einarsson og Sveinn Einarsson agnúuðust útí borgaryfir- völd fyrir rýran stuðning til LR í ræðum sínum. Davíð Oddsson for- sætisráðherra var einnig í þeim hópi en að sögn Ingibjargar Sólrúnar var augljóslega um pólitískt útspil að ræða af hans hálfu. Aðspurð hvort hér væri ekki um ómaklega aðför að ræða sagði Ingi- björg Sólrún: „Sumum mönnum virðist í mun að þjóna sinni lund. Annað er ekki um það að segja.“ Samningur milli Reykjavíkurborg- ar og LR er nú í endurskoðun en óvíst er hvenær niðurstaða er að vænta. Hafsteinn Austmann og Guðrún Þ. Stephensen Heiðurshjónin Hafsteinn Austmann og Guðrún Þ. Stephensen eru í við- tali við blaðið í dag um líf sitt og list en þau hafa starfað hvort í sinni list- grein í hálfa öld. í viðtalinu bar margt á góma, allt frá Jeppa á fjalli, magaveikum íslenskum bóhemum í Parísarborg til byggingafram- kvæmda í Kópavogi og Soffíu frænku í Kardimommubænum. Guðrún er leikkona hjá Þjóðleikhúsinu frá 1975 en Hafsteinn starfar að kappi í myndlistinni og er nú með vatnslitamyndir á sýningu hjá Listþjónust- unni viö Hverfisgötu en hann hélt Sjónþing í Gerðubergi í fyrra við mikla aðsókn. ekki sjálfrátt - segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar og telur fram- komu vinnuveitenda einkenn- ast af fádæma frekju, óbilgirni og hörku. „Þessu verður öllu vísað til sátta- semjara enda hefur ekkert þokast í sámkomulagsátt til þessa. Þórarinn Viðar er að bjóða samning til tveggja ára með hækkun lægstu launa um eitt og hálft prósent hvort ár. Það þýddi um 1500 króna launa- hækkun. Ég tel að Þórami sé hrein- lega ekki sjálfrátt að koma með svo svívirðilegt tilboð,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar í Hafnarfirði í samtali við Alþýðu- blaðið. „Það er ekki annað en þetta í boði. Framkoma vinnuveitenda ein- kennist af fádæma frekju, óbilgirni og hörku. Þessi framkoma er svo fyrir neðan allar hellur að mig skortir bara orð til að lýsa henni. Við förum fram á að lægstu laun hækki upp í 70 þúsund krónur á mánuði á næstu tveimur árum. Ég hef ekki hitt neinn mann með fulle fem sem þykir þetta ósanngjamar kröfur. Enda er varla hægt að leggja fram betri sáttahönd en þetta,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann sagði að það væri landg- lundargeð og þolinmæði verkafólks sem hefði gert okkur kleift að ná niður verðbólgunni. Því væri óskilj- anlegt að hóflegum kröfum þess um kjarabætur nú væri hafnað. „Ég set það sem úrslitaskilyrði og vona að önnur félög láglaunafólks geri það sama, að í samninginn verði sett ákvæði um að hann opnist strax ef aðrir fá kauphækkun á tímabilinu sem er hærri í krónutölu en okkar samningur segir til um,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar: „Ég hef ekki hitt neinn mann með fulle fem sem þykir þetta ósanngjarnar kröfur." ■ Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði vísar kjaraviðræðum til sáttasemjara Þórarni er hreinlega

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.