Alþýðublaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 2
ALÞYDUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1997 MMDUBLMD 21239. tölublað tverfisgötu 8 - 10 1 teykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuðí. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Harkalegar aðfarir Því miður hafa margar fjölskyldur hafa lent í þeirri ógæfu að missa íbúð sína vegna þess að þeim hefur ekki reynst unnt að standa í skilum með afborganir lána. Bankar og aðrar lánastofn- anir selja ofan af fjölskyldum í hundraðavís á ári. Margir þeirra sem misst hafa húsnæði sitt af þeim sökum hafa orðið að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð við að stofna heimili á öðrum stað. Sumir fá húsaleigubætur svo þeir geti leigt sér íbúð á frjálsum markaði, en að vísu eru það bara sum sveitarfélög sem greiða slíkar bætur. Aðrir fá inni í íbúðum sem sveitarfélögin eiga og leigja skjolstæðingum sínum við hóflegu verði. Flestar eru þær íbúðir í Reykjavík og mun borgin eiga yfir eitt þúsund íbúðir. Með þessu móti er reynt að tryggja að allir geti haft þak yfir höf- uðið. Ennfremur er méð þessu reynt að varðveita rétt fólks til að halda heimili þótt það hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að eign- ast eigin íbúð. Enda er það svo, að ýmsar tilraunir sem hafa verið gerðar til að gera láglaunafólki kleyft að kaupa íbúðarhúsnæði hafa gjörsamlega mistekist. Fólk sem fær inni í leiguíbúðum í eigu sveitarfélaga telur sig eðhlega búa við meira öryggi en þeir sem leigja á frjálsum mark- aði. Þannig hafa þeir sem búa í íbúðum Reykjavíkurborgar yfir- leitt ekki átt á hættu að vera varpað út á guð og gaddinn. Hefur þá ekki skipt máli hvort stjórn borgarinnar hefur verið í höndum sjálfstæðismanna eða fólks úr öðrum flokkum. Það kom því á óvart þegar Jón frá Pálmholti sagði frá því í Alþýðublaðinu í gær, að lögfræðingur á vegum borgarinnar gerði kröfu um það fyrir héraðsdómi að Jón yrði borinn út úr borgaríbúð vegna meintra vanskila á greiðslu húsaleigu. Jón er formaður Leigjendasamtak- anna og taldi munnlegt samkomulag hafa verið í gildi milli sín og borgaryfirvalda árum saman þess efnis, að hann greiddi litla sem enga húsaleigu þar sem hann starfaði kauplaust fyrir Leigjenda- samtökin. í blaðinu í dag kannast félagsmálastjóri borgarinnar ekki við að neitt slíkt samkomulag sé eða hafi verið í gild. Enda sé ekki hægt að líða það að sumir búi frítt í borgaríbúðum en aðr- irekki. Það má taka undir það með félagsmálastjóra að allir eigi að sitja við sama borð í þessum efnum. Hins vegar er það harkaleg aðferð að sækja að leiguliðum borgarinnar með lögfræðingum og hótunum um útburð í stað þess að leita samkomulags. Síðan geta menn deilt um það hvort rétt sé að Reykjavíkurborg leggi sitt af mörkum svo Jón frá Pálmholti geti haldið áfram að vinna kaup- laust í þágu leigjenda. Leigjendur eru fjölmennur hópur og sundurleitur. Sumir staldra stutt við á leigumarkaði en aðrir búa í leiguhúsnæði til langframa. Með nýjum húsaleigulögum voru réttindi leigjenda bætt á marg- an hátt, en það er langt frá því að þau leysi allan vanda. Árlega hafa hundruð leigjenda samband við skrifstofu Leigjendasamtak- anna og biðja um aðstoð, til dæmis vegna ágreinings við leigu- sala. Samtökin og eini starfsmaður þeirra hefur leyst mörg slík mál farsællega. Reykjavíkurborg styrkir Leigjendasamtökin ekki fjárhagslega. Hins vegar hefur ríkið veitt samtökunum styrk til að geta staðið straum af húsaleigu og óhjákvæmilegum kostnaði. Sem fyrr segir hefur Jón frá Pálmholti starfað í þágu leigjenda launalaust til fjölda ára. Því verður vart trúað að núverandi ráða- menn borgarinnar telja það sæmandi að þakka fyrir störf í þágu leigjenda með því að láta bera Jón út af heimili sínu. Slfkt getur varla talist í anda þeirrar félagshyggju sem núverandi meirihluti borgarstjórnar kennir sig við. ¦ Stjórnsýslan við deilur um forsjá og umgengni Akvörðun um skilnað ætti að taka að vel athuguðu máli. Gott sið- ferði og íslensk lög bjóða, að hags- munir barna séu þar í fyrirrúmi. ,Jíamingja foreldra er heill barna," - sagði Sigrún Júlíusdóttir í grein í tímariti Barnaheilla nýlega. Það er hverju orði sannara og segir í hnotsk- urn þann sannleik, að líðan barna og heilbrigði sé óhjákvæmilega og skilj- anlega skilyrt líðan og heilbrigði for- Pallborð I V ^*%v j Arnar Sverrisson skrifar eldranna, hvort sem þau búa saman eða ekki. Flestir foreldrar vilja barni sínu vel, en þegar hjónaband þeirra eða sambúð hefur þróast í vonda átt, eru allar líkur til, að dómgreind þeirra hafi skerst. Því er bráðnauðsynlegt, þegar hér er komið sögu, að foreldrar leiti sér ráðgjafar sálfræðings eða fé- lagsráðgjafa. Á suðvesturhorni lands- ins og á Eyjafjarðarsvæðinu er auðvelt að nálgast góða ráðgjafa, en því miður erfiðaðra annars staðar á landinu. Jafnvel þótt foreldrar eigi þá leið eina út úr ógöngum sínum að skilja - og stundum er það óneitanlega besta leið- in - er engu að síður mikilvægt að leita sér ráðgjafar um tilhögun skiln- aðarins og samskipti innbyrðis og við barnið í framtíðinni. Það er afar mikil- vægt að samið sé um forsjá barns og umgengni. Barnið á óskoraðan rétt til að mega njóta ástar og atlætis beggja foreldra. Sömuleiðis hafa báðir foreldrar jafnan rétt og skyldur til að ala upp barn sitt. Astríkum foreldrum er vissulega vandi á höndum. Því hjá öðru hvoru þarf barnið að búa. Ábyrgð foreldra er því gríðarleg við þau tímamót, sem skilnaðurinn er. A þeim hvílir skyldan með miklum þunga að firra barnið að öllu leyti ábyrgð á skilnaði og úrlausn hans. Barn skal aldrei setja f þá stöðu að þurfa að velja milli foreldra sinna. Forsjárdeilur eru vondar öllum, sem í þeim taka þátt. Þær ber að forðast. Við umsókn um skilnað leitar sýslu- maður sátta. Beri það ekki árangur, er unnt að fara tvær leiðir. Annars vegar til dómsmálaráðuneytisins og hins vegar til dómstóls. Meðferð málsins hjá hvorum tveggja aðilja er oft taf- söm og af þeim sökum óheppileg. Þó er reynt að hraða úrvinnslu mála. Þótt undarlegt megi virðast fjallar dómstóll og dómsmálaráðuneytið um forsjá og umgengni, sem tvö aðskilin mál. Þannig fara deilur um samvistir Barn skal aldrei setja í þá stöðu að þurfa að velja milli foreldra sinna. við barnið, það er að segja forsjá og umgengni, tvo hringi í kerfinu. Þegar fyrir liggur úrskurður frá dómsmála- ráðuneyti eða dómur frá héraðsdómi um forsjá, þarf að leita til sýslumanns- embættisins um úrskurð um um- gengni. Sé foreldri óánægt með þann úrskurð, liggur málskotsleiðin til dómsmálaráðuneytis. Urskurð ráðu- neytis má síðan leggja í dóm heima í héraði. Finni foreldrar sig knúna til að þræða þessa refilsstigu til úrlausnar á deilu sinni um forsjá og umgengni við barnið, má búast við, að tvö eða jafta- vel þrjú ár geti liðið, þar til endanleg niðurstaða fæst. Slík málsmeðferð er vægast sagt óheppileg, því forsjár og umgengnisdeilur eru þeirrar náttúru að verða stöðugt illvígari. Vilji foreldrar láta á rétt sinn reyna hjá Hæstarétti má bæta við ári eða tveim. Velji foreldri að skjóta málinu til yfirþjóðlegs dóm- stóls (Mannréttindadómstóls Evrópu) er viðbúið að mörg sársaukafull ár líði uns niðurstaða fæst. Heppilegt gæti verið að leita til umboðsmanns Al- þingis eða kærunefndar innan vébanda félagsmálaráðuneytis eftir atvíkum, áður en dómstólaleiðin er farin. Einnig er hugsanlegt að umboðsmaður barna tæki að sér að skoða málsmeðferð í deilum um forsjá og umgengni. Um- boðsmennirnir eru eins konar útverðir löggjafarvalds og almennings og hafa í mörgum greinum haft góð áhrif á stjórnsýsluna. Til að mynda eru úr- skurðir dómsmálaráðuneytis nú miklu betur rökstuddir en áður, eftir að um- • íifiíi a'fns/c '• ;.tíi;ii x boðsmaður Alþingis gaf ábendingu í þá veru. Hatrammir foreldrar í deilum um forsjá og umgengni gera því miður ósjaldan vont mál verra með alls kon- ar tálmunum og töfum við úrlausn deilunnar, án þess að nokkur fái rönd við reist. Til dæmis er ekki óalgengt, að foreldrar komi ekki til boðaðra funda hjá úrlausnaraðiljum eða meini hinu foreldrinu lögbundnar samvistir eða umgengni við barn sitt. Þó kastar tólfunum, þegar annað foreldrið fer í fehir með barnið. eða meinar hinum foreldrinu samneyti við"það,efux-öði7 um leiðum. Með þessum hætti tekst hinu ósvífha foreldri að stilla úrlausn- araðilum upp við vegg og jafnvel styrkja stöðu sína í deilunni. Þetta er „tyrkneska fléttan" í forsjár og um- gengnisdeilum. Heimilt er sýslumanni að beita dagsektum í kjölfar áminn- inga, þegar um umgengnisréttarbrot er að ræða. Það virðist ekki duga til. Neyðarréttur barnaverndarnefnda er annað tiltækt úrræði, sé aðbúnaði barns eða heilsu stefnt í voða. Því virðist ekki beitt í forsjár og umgengn- ísdeilum. Eins og gefur að skilja; ej heilsu barns og foreldra veruleg hætta búin í ofangreindum hjaðningavígum. Því ber brýna nauðsyn til að endurskoða stjórnsýsluna í forsjár og umgengnis- deilum. Góð stjórnsýsla er góð bama- vernd. Höfundur er cand. mag. í samfélagsvísindum og ráðgjafi. a I I e r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.