Alþýðublaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Kapítalisminn; á hann sérframtíð? 3. grein. Sú undarlega hefð er hér, eða kannski tepruskapur, að hugtakið kapítalismi sést eða heyrist sjaldan. Helst er að heyra það frá Hannesi Hólmsteini. Meðal atvinnurekenda eða t.d. krata er til eitthvað sem nefnist “atvinnuvegirnir” og hefur sjálfstætt líf en hvorki líkama né andlit. í hátíðartilvikum er sagt frá “blönduðu hagkerfi”. Kapítalismi er aldagamalt hugtak yfir hagkerfi, þjóðfélagsgerð og jafnvel samsafn stjórnmálastefna; rétt eins og menn hafa haft annað hugtak um sósíalísku útgáfu þessara þátta. Kapítalisminn er lífsseigur og sagan kennir reyndar að hvert hinna eldri hagkerfa lifir í margar aldir og þau þrífast hlið við hlið um hríð. Gagnrýnendur kapítalisma hafa bent á hvemig hann neyðist til þess að eyða æ meira fé í innri uppbyggingu, hvernig hann býr til æ stærri hóp atvinnuleysingja og háðra ríkja eða þjóðfélagshópa og hvernig stóru fyrirtækin verða æ stærri og alþjóðle- gri á kostnað hinna, með æ meiri samþjöppun valds. Aðal kapítalismans er sú afstaða að gengi samfélaga sé best ef allstór hópur manna getur lifað aðallega af annarri vinnu en sinni eigin og notað fé sam þannig verður til sem gjald til að auka enn við fram- leiðslutæki eða peningasjóði. Þama er ekki spuming um réttlæti eða siðferði; leiðin þessi er hinn sjálfsagði sahnléíktif i.unv lífiðv' að isögn. Máf^lSVai',haf&',,,flðsfirrá'.Tn.k:. talið á möti að vinnufólk hvers konar eigi ekki að taka þessu gefnu heldur skipu- leggja framleiðslu jafnt sem annað á félagslegum gmnni. Enda sé hag þess og hamingju þá betur borgið. Menn deila vissulega um margt í þessari gagnrýni og brokkgengri þróun kapí- talismans en mjög margir viðurkenna að hann hefur fylgt meginstefnum sem t.d. Karl Marx og margir síðari tíma fræðimenn hafa bent á. Menn deila líka um hvort marxisminn búi yfir innbyggðum göllum á borð við valdníðslu þeirra sem til forystu vel- jast hverju sinni og hemil á alla sköpunar- og íramkvæmdagleði. Á sama hátt deila menn um hve langt hnignun hagkeftsins sé komin eða um hvort kapítalisminn geti talist á batavegi. Þrennt blasir við. Nýlendustefnan, sem var lengi grunnur að ríkidæmi kapítalismans, olli laundauðn og niðurlægingu. Nýlenduveldin flest töpuðu loks orrustunum um hráefni, mannafla og markaði og þeim löndum hefúr hnig- nað síðan, miðað við auð og völd. Alþjóðavæðingin síðari, með fjölþjóðahringa í framleiðslu og þjónustu, ofbýður samfélögum og skipan rikja þannig að Suðrið verður æ fátækara og Norðrið æ sun- durleitara. Loks hefur rányrkja nær kóllvarpað vistkerfum jarðar og yfir fólki vofa alvarlegustu mengunarslys sögunnar. Þar getur kapítalisminn litlu bjargað vegna þess að hann samrýmist ekki æ minkandi ávöxtun fjárrnagns né getur hann kostað úrbætur á eigin rányrkju, sem er undirstaða vaxtar, og sóðaskap sjálfs síns eða ríkja með annarri hagskipan. Á íslandi hafa stjómmálamenn, sér- fræðingar og leikmenn vanrækt að skoða þessa heimsmynd af afli og hugmyndaauðgi og þeir hafa vanrækt deilur og rökræður um hana. Um leið hafa þeir vanrækt þá fjölbreyttu greiningu á íslenskum kapítalisma sem fylgir lifandi hugmyndabaráttu. Þá hafa þeir ekki verið færir um að rýna í hvert þróunin stefnir og hvaða Aðal kapítalismans er sú afstaða að gengi samfélaga sé best ef allstór hópur manna getur lifað aðallega af annarri vinnu en sinni eigin og notað fé sam þannig verður til sem gjald til að auka enn við framleiðslu- tæki eða peningasjóði. framtíð æ meira fáveldi í íslensk hagkefi, æ meiri alþjóðavæðing, æ meiri mengun og æ meiri misskipting stefnir f. íslenskir kratar í öllum flokkum hafa verið afar duglegir við að stimpla vanburðugar tilaunir til slíks sem “lummur frá síðustu öld”. Um leið hefur verkalýðshreyfingin tekið upp hugsunarhátt, reikniaðferðir og veruleikamyndir viðsemjandans. Þar er látið eins og unnt sé að reikna út “sanngjama” greiðslugetu fyrirtæk- ja meðan hagsmunir verkafólks kref- jast þess að litið er á aurana handan “greiðslugetumarksins” sem efni til uppskipta í baráttunni um greiðslu fyrir vinnuafl. Fyrir þeim hugmyndum er lágmarksfylgi, hér og nú, en sú staðreynd gerir stjómmálamenn sem telja sig félagshyggjumenn ekki stikkffí frá viti borinni stjómmálaum- ræðu. Kapítalismi á líklega margra áratu- ga h'f fyrir höndum sem ríkjandi hag- og samfélagskerfi jarðar. Hugmyndir manna í Alþýðuflokknum 1920-1930 um heiminn eru heldur ekki allar gjaldgengar nú. Sumar em það þó lítt eða ekki breyttar en aðrar nothæfar með áunnum breytingum langrar sögu. Hugmyndir um auðlindaskatt og veiðileyfagjald á sjó er ný leið til þess að taka fé úr sjóðum þeirra sem ávaxta það með vinnu umfram eigið framlag og færa nokkurt fé til samfélagsins; væntanlega í þjónustu og samneyslu. Þetta hefði talist eitthvert afbrigði marxisma (kannski vondrar gerðar) í eina tíð. Því ekki að færa hugmyn- dimar lengra og athuga gangverk og viðkomu íslensks hagkerfis með skyl- dar hugmyndir í huga? Þori A- flokamir ekki því, teljast þeir fyrr eða síðar venjulegt fhald. Sama gildir um takmörk þau sem hugtök eins og sjálf- bær þróun, mengunarlaus iðnaður eða valddreifing setja framtíð kapítalis- mans. Einhvern tfma héldu sumir því fram, annað hvort af fáfræði eða til blekkinga, að ríkisrekstur væri sósíal- ismi. Nú orðið er erfitt að koma því heim og saman. Mér sýnist að svipuð verði örlög goðsagnarinnar um að sammni Evrópu sé gerður fremur fyrir hag alþýðu manna en til að fullnægja þörfum stærstu fyrirtækja fyrir vemd, sóknarfæri ytra og meðfærilegu vin- nuafli. Hvað þá örlög orða um að hagsmunir þessara ólíku aðila fari saman. Auðvitað þarf áratuga reynslu til sönnunar en tími er til kominn að deila í alvöru um þetta efni. ■ ingmaðurinn Hjálmar Árnason fór til Banda- ríkjanna í haust í boði Menn- ingarstofnunar Bandaríkj- anna og bandaríska sendi- herrans. Hjálmar dvaldist þar í þrjár vikur eða svo til að kynna sér fyrirtæki, stofn- anir og mannlíf og gerði víð- reist. Meðal þess sem ævin- týramaðurinn Hjálmar afrek- aði var að vera gerður að heiðursborgara í borginni Louisville í Kentucky og sækja gospelmessu í Nor- folk. Það síðarnefnda varð til þess að vekja upp hugrenn- ingatengsl við messusiði hér á Fróni en Hjálmar og fylgd- armaður hans voru einu hvítu andlitin í kirkjunni. Hann segist í viðtali við Vík- urfréttir að greinilegt hefði verið að fólk sækti þar mess- ur reglulega og fengi útrás fyrir gleði sína og sorgir. í tengslum við þetta segist Hjálmari hafa verið hugsað til íslensku þjóðkirkjunnar og hvort þyrfti ekki að endur- skoða dálítið samband hennar við söfnuð sinn... að er ekki ofsögum sagt af hæfileikum landans og kunnáttu á flestum sviðum. í blaðinu Eystrahorni, sem gefið er út á Höfn í Horna- firði, gaf á dögunum að líta auglýsingu sem bar yfir- skriftina: Býrð þú í rafsegul- sviði? Þarna er maður að nafni Hreiðar Jónsson sem titlar sig lækningamiðil, að auglýsa þjónustu sína. Hann tekur að sér að mæla rafseg- ulsvið og eyða því varanlega ef það ertil staðar. Einnig býður hann hópum og fé- lagsamtökum að koma á h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson fund þeirra og skýra út eðli refsegulsviðs og áhrif þess. Það væri fróðlegt að fá fréttir af því hve margir Hornfirð- ingar búi í rafsegulssviði... Völvur hafa tröllriðið fjöl- miðlum að undanförnu og haft uppi spádóma fram í tímann. Blaðið Fréttir í Vest- mannaeyjum birti spádóma Eyjavölvu fyrirskömmu. Hún spáir meðal annars mik- illi uppsveiflu í komu er- lendra ferðamanna til lands- ins. „Ég sé fyrir mér sjón- varpsútsendingar og sjón- varpsþætti frá Eyjum sem eiga eftir að vekja heimsat- hygli og hafa jákvæð áhrif á ferðamannastrauminn hing- að," segir völvan. Síðan bætir hún við: „Ég vona að Eyjamenn geti fylgt þessu eftir en þar sem samstaða þeirra er ekki mikil þegartúr- ismi er annars vegar er ég andskoti hrædd um að þið eigið eftir að glopra einstöku tækifæri úr höndunum..." „Þetta er ótrúlegt! Ég lá þarna í sakleysi mínu, fékk mér blund í þessum helli sem þú sérð þarna; þá ræðst þessi líka illa lyktandi ófreskja á mig! Meðfimm höfuð, pæld'íðí!" Sigurður Egill Garðars- son: Nei, ég kaupi engin tímarit. Ég læt mér Alþýðu- blaðið nægja. Ágúst Rafnsson vegfar- andi: Nei, og hef unun af því að sleppa því. Heiða Agnarsdóttir hár- greiðslustúlka: Já, erlend tískutímarit en ég er ekki áskrifandi af neinu. Eva Heiða Önnudóttir nemi: Nei, ekki eftir að ég sagði upp áskriftinni að Bleiku og bláu. Daníel Magnússon mynd- listarmaður: Nei, örsjaldan. v i t i m e n n Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með hið nýja blað, en allt kemur fyrir ekki. Hinn sjálfum- glaði ritstjóri blæst á allt slíkt og er jafnan tilbúinn með tölur úr könnunum sem þeir gera eflaust sjálfir og eiga að sanna ánægju lesenda með afkvæmið. Þorleifur Ananíasson Akureyringur sendir Degi-Tímanum og Stefáni Jóni Hafstein kaldar kveöjur í lesendabréfi sem birtist bæði í DT og Mogganum í gær. Þegar Akur- eyringar kvarta undan sjálfumgleöi er eitt- hvað mikið að. . Það er til marks um um hve aum íslensk blaðamennska er að eini verulega óvinsæli fjölmiðlamað- urinn skuli vera tiltölulega hóf- stilltur leiklistargagnrýnandi. Hinn „sjálfumglaði" Stefán Jón Hafstein rís upp Jóni Viöari til varnar í leiðara sínum en virðist í írafárinu gleyma, að minnsta kosti, einum fjölmiðlamanni. DT í gær. Engum heilvita manni dettur í hug að einn gagn- rýnandi geti drepið íslenskt leikhúslíf í dróma. Vel gefinn maður eins og Stefán Baldursson á ekki að láta svona. Stefán Jón aftur. Það er sjálfsagt að heiðra forsetann en það er óþarfi að sýna eitthvert forneskjulegt flaður sem hæfir ekki samfélagi jafnréttis. Hrafn Jökulsson, sem og reyndar lllugi bróöir líka, einir gesta, þvertók fyrir að standa upp þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson gekk í sal Borgarleikhússins á dögunum. DT í gær. Skuldir heimilanna hafa aukist um 259 prósent og tekju- ójöfnuður aukist um allt að 22 prósent frá því árið 1986. Fyrirsögn í DV í gær. Skyld'ann Davíð vita af þessu? Vart fyrirfinnst svo vígreifur höfundur að hann geti látið viðtökurnar sem vind um eyru þjóta. Gildir þá einu hversu mikil prumphænsni gagn- rýnendur kunna að vera, hversu dyntótt þjóðarsálin; rófubeinið segir til sín. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur gerir upp jólabókaflóöiö og segirfæsta höfunda ríöa feitum hesti frá þeirri viðureign. DV í gær. Ég er á móti kvótakerfinu og tel það hafi verið byggðum landsins til bölvunar. Matthías Bjarnason fyrrverandi þingmaður í DV í gær. Kvótarnir eru orðnir að eign, sem gengur kaupum og sölum og erfist jafnvel mllli kynslóða. Jónas Kristjánsson ritstjóri um kvótabras- kiö. DV í gær. smáa letrið Sjáldrið snubbótt, undirmynntur, með sveigðan munn... Flúrur. Snjáldrið oddhvasst, yfirmynntur. Bakuggi nær fram fyrir auga vinstri hliðin dökk... Hverfur. Bakuggi byijar yfir hægra auga, hægri hlið venjulega dökk. Munnvik nær aftur að ffernra auga... Kolar. Munnvik ná aftur að miðju auga... Sprökur. Úr Fiskabók AB, Ættkvíslalykill flatfiska.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.