Alþýðublaðið - 15.01.1997, Page 4

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Page 4
4 ! 4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 ■ Hjónin Guðrún Stephensen leikkona og Haf- steinn Austmann listmálari eru að góðu kunn og hafa gert það gott hvort í sinni listgrein. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir\e\\ inn til þeirra í kaffisopa í gær og forvitnaðist um viðfangsefni þeirra í gegnum tíðina. „Ég var þriggja ára gömul þegar pabbi minn, Þorsteinn Stephensen var að leika Jeppa á fjalli í gamla Iðnó árið 1934,“ segir Guðrún Þ. Stephensen. „Við bjuggum þar svo að segja við hliðina, að Laufásvegi 4. Hann brá sér heim í hléinu til að fá sér kaffisopa og sjálfsagt til að prófa gervið á mér. Það var ekki hófstillt í þá daga, hann hafði tæt- ingslegt skegg og hroðalegar gervi- tennur, skítugur og rifinn. Ég varð ofboðslega hrædd og man að ég hugsaði: Nú er búið að eyðileggja hann pabba minn.“ Þetta sama ár fæddist eiginmaður Guðrúnar, Hafsteinn Austmann myndlistarmaður austur á Vopna- firði en fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni eftir að foreldrar hans skildu og settist á skólabekk í gaggó aust, þar sem hann fékk áhugasaman myndlistarmann, Skarphéðinn Haraldsson fyrir teiknikennara. „Eftir það kom ekkert annað til greina en að læra myndlist,“ segir Hafsteinn. „Þegar ég var þrettán ára fór ég í Frístundamálaraskólann sem nú heitir Myndlistarskóli Reykjavíkur. Þar kenndu þeir Þor- valdur Skúlason, Kjartan Guðjóns- son og Ásmundur Sveinsson. Þor- valdur kom tvisvar í viku í skólann og gagnrýndi það sem við gerðum. Við gengum í halarófu á eftir hon- um nemarnir, þetta var eins og stofugangur á spítala. Þetta var árið 1950 og ég var 16 ára. Svo fer ég í Myndlista og handíðaskólann hér uppi á Grundarstíg. Það var fullt nám. Við vorum mætt átta á morgn- ana og biðum í röð við dymar eftir kennurunum. Prófessorinn var Sig- urður Sigurðsson en hann er nýlát- inn. Það er annað en myndlistar- nemarnir núna. Níðlatir og komast fyrst fram úr rúminu klukkan tíu á morgnana. f Myndlistarskólanum var ég í tvö ár. Þá var ég trúlofaður í lokin en ég umgekkst krakkana í Þjóðleikhúsinu. Guðrún var í skól- anum með Helga Skúlasyni og Kristínu Önnu Þórarinsdóttur." Guðrún: Þetta var mikið kaffi- húsalíf, við rökræddum alla skap- aða hluti og leyfðum tilfinningun- um að flæða. Þegar við vorum í leiklistarskólanum hittumst við reglulega í VR húsinu og lékum hvort fyrir annað og dönsuðum. Þetta voru miklar unaðsstundir með Sigfús Halldórsson og Ævar Kvar- an í broddi fylkingar. Við sátum líka oft á Laugavegi 11, full af heimsbölmóði og grétum yfir uppá- haldstónverkunum okkar. Þetta var eins og gengur og gerist með ungt fólk sem er að reyna að leysa lífs- gátuna. Hafsteinn: Ég verð nú að mót- mæla þessu, maður vann í skólan- um og málaði á daginn, og fór á kaffihús á kvöldin. Guðrún: Já, já, þetta var auðvitað vinna. Hafsteinn: í blankheitum fór maður á eyrina og vann sér inn pen- ing. Hjálparkjaftur „Árið 1950 varð ég stúdent og fór að vinna sem hvíslari hjá Iðnó,“ segir Guðrún. „Þegar pabbi minn lék í Marmara eftir Guðmund Kamban, var ég hjálparkjaftur og tók gengi pabba í leikhúsinu mikið inn á mig og fannst þetta mikil og stór rulla sem hann þyrfti að muna. Ég einsetti mér því að hann skyldi hvergi reka í vörðumar á fmmsýn- ingunni og skreið í því skyni um sviðið bak við drapperingarnar og lagði einnig á mig mikla loftfim- leika til að geta alltaf verið með munninn svo að segja í eyranum á pabba mínum. Þetta voru þvílík átök að ég hef aldrei fyrr né síðar verið jafn þreytt og eftir þessa frumsýningu. Hún er sú erfiðasta á mínum ferli þótt ég hafi verið bak- sviðs allan tímann. En hvaða ár kynntust þið? Hafsteinn: Það var árið 1952. Guðrún: Nei, nei, það var árið 1951. Hafsteinn: Nei, 1952 var það. Guðrún Þ. Stephensen í hlutverki Soffíu frænku í Kardimommubæn- um sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1975. Með henni á myndinni er Tó- bías í turninum, (Jón Aðils). Guðrún: Hvaða vitleysa. Árið 1953 er ég ófrísk. Hafsteinn. Já það er rétt, það hef- ur verið 1952. Guðrún: Við erum orðin svo gömul og gleymin og endum alltaf í því að karpa um alla hluti. í París „Ég fór út til Parísar 1954 en rétt áður en ég fór eignuðust við litla stelpu," segir Hafsteinn. Guðrún bjó hjá foreldrum sínum með barn- ið og var eitt sinn að labba með stelpuna í vagni og hitti Stein Steinarr en hann vildi skipta á stelpunni og tíkinni sinni, sem betur fer svaraði Guðrún neitandi. f París stundaði ég nám við Academi de la Grande Chaumier. í borginni hitti ég Nínu Tryggvadóttur og Sigfús Daðason og marga aðra landa mína. Nína reyndist mér vel og myndir mínar komust inn á sýningu hjá, „Salon de Réalites Nouvelles." Myndir mínir voru teknar inn fyrir orð hennar og ég vissi ekki að því- lík stórmenni ættu hlut að þessari sýningu sem seinna kom á daginn því þarna voru meistarar geometr- íunnar, til dæmis franski málarinn Herbein. í París voru tvær stefnur ráðandi í myndlistinni á þessum tíma, Geometrían og abstrakt ex- pressjónismi. Jón Óskar benti mér á mikilvægi þessarar sýningar og spurði hvers vegna ég hefði verið að koma heim yfirhöfuð. En íslend- ingar snúa alltaf heim þegar þeim fer að ganga vel. í mínu tilfelli var það fjárskortur, í tilfelli Jóns Engil- berts var það óttinn við Þjóðverja en hann bjó í Kaupmannahöfn á stríðsárunum og konan hans var af gyðingaættum og hann var komm- únisti. Svavar Guðnason sneri heim og Sigurjón Ólafsson en hann átti mestri velgengni að fagna af þeim öllum, en ég er þó ekki að líkja mér saman við þessa ágætu menn. Þor- valdur Skúlason hafði þó meiri áhrif á íslandi en þeir til samans. Hann var greindur og ritfær og skrifaði margar greinar til varnar myndlistinni. Það er..aukinheldur ekkl pláss: fiyrix: þrjá :páfa: f.'.sani'a vatíkaninu." . : ir Lamið með jólagrein „í París voru margir fslendingar," segir Hafsteinn. „Til dæmis Hilmar Jónsson og Jes Þorsteinsson, arki- tekt, en hann var eitt ár í myndlist og fór að því búnu í arkitektúr. Sigfús Daðason bauð okkur lönd- unum heim til sín í mat á aðfanga- dag. Hilmar Jónsson frá Keflavík var þarna og Rafn Júlíusson yfir- maður á póstinum og nokkrir strák- ar frá Þýskalandi. Þetta var jmjkið samkvæmi hjá Sigfúsi, Apna bjó til uppstúf og þau höfðu fengið. sent hangikjöt frá fslandi. Við drukkum margir vel í sam- kvæminu. Við vorum bara kátir, ekki slagandi fullir en við vorum samferða þegar við fórum. Einn gestanna hafði talið sig trúlofaðan á íslandi en fengið þær fréttir að kær- astan hefði hlaupist á brott með Ameríkana. Við gengum heim eftir snæviþöktum götunum en umhverf- ið var eins og jólakort. Við mættum hópi af góðglöðum Ameríkönum sem voru að koma úr jólafagnaði. Við gengum fram hjá þeim en heyrðum síðan háreysti og snerum okkur svo við. Þá sáum við hvar kokkálaði kærastinn var að berja Ameríkana með jólagrein. Kana- greyið átti þetta ekki skilið svo við fórum að bjarga honum og Frakka dreif að til að horfa á þessa skrítnu víkinga. Þeir tautuðu að alltaf kæmi Ameríkaninn illu til leiðap en því var reyndar þveröfugt farið; Sigfús kom oft uppá Select en þar drakk ég oftast morgunkaffi. Hilmar Jóns- son kom oft að hitta okkur en hann var þarna snúinn frá kommúnisma og Sigfús hafði gaman af að hleypa honum upp. Það varð oft heitt í kol- unum og þessar samræður urðu kveikjan að bók Hilmars, Hugvekj- ur fyrir kristna menn og kommún- ista. En Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona og vinkona Guðrúnar vél- ritaði handritið fyrir Hilmar. Hilm- ar var magaveikur og hélt eitt sinn að það hefði sigið í sér maginn og innbyrti ekkert nema kartöflusoð Ásamt Karli Ágústi Úlfssyni í leikritinu, Valborg og bekkurinn. Frá sýningu Hafsteins í Galleríinu Sjónarhóli en hún var á sama tíma og Sjónþingið í Gerðubergi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.