Alþýðublaðið - 15.01.1997, Page 5

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 um langan tíma til að fá bót meina sinna. Af því að ég var blankur fór ég jafnan til hans og át kartöflumar, meðan hann drakk soðið. Mikið var um Rússa í París sem voru flóttamenn og höfðu sumir hverjir sett upp verslanir með mat- vöru. Hilmar verslaði heilmikið við þá enda voru þeir flúnir frá komm- unum. En maginn angraði Hilmar allan .veturinn o.g-einn mánuðinn innbyrxi.'.haqní.ékkert! nema Perrier- vatn. Einn vinur okkar sagði það vera vita árangurslaust og gaf hon- um Pernod og sagði það vera undrameðal við magaverkjum. Hilmar drakk það og varð fárveikur og er það sjálfsagt í eina skiptið sem þessi ágæti stórtemplar hefur drukkið áfengi. Guðrún: Eg fór út til Hafsteins um vorið og fannst borgin yndisleg en ég varð ekki jafn hrifinn af Par- ísarbúum, mér fannst þeir óþægi- legir. En það var gaman að sitja inni á Select og kynnast þeim sem þarnft vorn. Ég 'hitti Gerði Helga- dóttúr myndlistarmann í París en hún hafði afskaplega fallegt þykkt rautt hár. Ég trúði henni fyrir því að mig langaði mikið til að láta klippa og leggja á mér hárið. Hún sagði það lítið mál og hringdi og pantaði tíma hjá hárgreiðslumanni sem hún var vön að fara til sjálf og þangað mætti ég á tilsettum tíma og rak í rogastans þegar ég sá hvers lags höll ég var komin í og viðskiptavin- irnir reyndust vera dívur. Eg kom glerfín út af hárgreiðslustofunni en reikningurinn jafngilti mánaðar- uppihaldi í borginni. Hafsteinn: Þú þvoðir ekki hárið í hálft ár að ótta við að skemma fín- heitin. Guðrún: Hvaða vitleysa. Hafsteinn: Ég hefði getað varað þig við því Gerður bað mig einu sinni um lán til að fara í hárgreiðslu og ég taldi það lítið mál enda var ég nýbúinn að fá tveggja mánaða yfir- færs'lú frá'íslandi. Hún nefndi síðan upphæðina en hún nam helmingi yfirfærslunnar." Plokkfiskur og mynd „Eftir heimkomuna fengum við Guðrún leigða risíbúð á Bókhlöðu- stígnum,“ segir Hafsteinn. „Af því að þetta var svo miðsvæðis fóru fljótlega að venja komur sinar menn sem þótti kaffisopinn góður. Geir Kristjánsson leit stundum inn í plokkfisk. Ég lét hann hafa mynd og við gerðum samning með okkur um að ég fengi hans „samlede verk- er“ í staðinn. Hann var með betri „Ég á þó Ijúfar minningar frá Iðnó sem rif jast aftur upp núna í kringum afmælishátíðina," segir Guðrún Stephen- sen. „Þetta var stór vinahópur sem myndaði náin tengsl en sumt af þessu fólki er dáið, eins og Kristfn Anna Þór- arinsdóttir, Helgi Skúlason og Helga Valtýsdóttir sem lést mjög ung. „Þetta eru nokkrar vatns- litamyndir sem ég hengdi þarna upp, þetta er ekkert formlegt," segir Hafsteinn Austmann hógvær um sýn- ingu sína hjá Listþjónust- unni við Hverfisgötu sem nú stendur yfir. höfundum en ekki að sama skapi afkastamikill. Hann stóð við samn- inginn. Ég fékk seinustu bók hans áritaða þremur dögum eftir að hann dó.“ „Ég var barnakennari og innritað- ist síðan í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar," segir Guðrún. „Um þetta leyti fór ég í Þjóðleikhússkól- ann þaðan sem ég lauk námi. Árið 1960 var ég farinn að leika jafn- hliða kennslunni. Ég lék í fyrsta verki Jökuls Jakobssonar, Pókók en Hafsteinn sá um leiktjöldin í þeirri sýningu. Mér þótti mjög vænt um Jökul. Hafsteinn: Þau voru mestu mátar. Guðrún: Það fór ekki jafnvel á með Jökli og Hafsteini. Hafsteinn: Hann ætlaði nú einu sinni að drepa mig. Guðrún: Jökull var sjálfum sér verstur þegar sá gállinn var á hon- um. Hafsteinn: Það var ákveðið að rífa húsið á Bókhlöðustígnum og ég fór á fund bæjarstjórans í Kópavogi og bað um byggingarlóð. Því næst fór ég til bankastjóra og bað um lán fyrir skóflu. Guðrún: Við fluttumst inn í húsið þegar það varð fokhelt en það tók okkur sautján ár að klára húsið. Hafsteinn: Tíu ár, og þá fluttumst við burt. Það passar ekki Guðrún að við höfum verið að fullgera húsið eftir að við fluttum. En það er mós- aikmynd á húsinu sem ég var lengi að dunda við en er nú að hrynja. Nú er húsið safnaðarheimili Kópavogs og þáf liggur fólk á bæn sem áður var stunduð óguðleg iðja eins og að mála myndir og fagna áramótum með Jökli og Baltasar. Manstu eftir því Gunna, þegar þeir komu með rauðvínskútinn." f Róm 1965 „Við fórum í heilmikið ferðalag árið 1965,“ segir Guðrún. „Við fór- um til London og Amsterdam og þaðan til Parísar þar sem við vorum í fbúð Emils Eyjólfssonar. Leiðin lá til Rómar þar sem Hafsteinn hafði fengið aðstöðu í sambýli norrænna listamanna við eina dýrustu götum heims, Via Condotti, sem liggur að spænsku tröppunum en við götuna er kaffihúsið Café Greco þar sem þeir munu hafa setið gömlu meist- ararnir Björnstjerne Björnson, Ib- sen og Thorvaldsen. Róm er jafn vinsamleg og París er óvinsamleg og við áttum þarna yndislegan tíma. Við kynntumst þarna dönskum hjónum sem hafa haldið vinskap við okkur allar götur síðan en við vorum búsett í Árósum um eins árs skeið nokkrum árum seinna. Þar var Hafsteinn að mála en ég stund- aði nám. Á heimleiðinni fórum við til Kaupmannahafnar en þaðan fór ég heim en Hafsteinn fór til Sví- þjóðar þar sem honum hafði verið boðið að sýna í Hasselby Slot í Stokkhólmi. Hafsteinn hefur síðan farið reglulega til Frakklands til að vinna og við fórum bæði til Rómar árið 1986 og rifjuðum upp góðar minningar við Via Condotti." í dag „Umhverfi myndlistarinnar hefur breyst mjög mikið,“ segir Haf- steinn. „Áður voru fáar sýningar og þeim var veitt óskipt athygli fjöl- miðla og almennings. Núna opna kannski tíu sýningar um hverja helgi. Það byrjuðu margir hér áður fyrr en fæstir héldu áfram, í dag hefur myndlistarmönnum fjölgað gífurlega. Þú hefur haldið 23 einkasýningar og tekið þátt í 32 samsýningum heima og erlendis. Hver finnst þér vera hápunkturinn á þínum ferli? Hafsteinn: „Hann á eftir að koma.“ Guðrún: „Síðastliðið ár hefur gengið mjög vel hjá Hafsteini, hon- um hefur verið boðið á tvær merkar sýningar í Noregi og á Museum Nacional de la Acuarela í Mexíkó.“ Hafsteinn: „Ég sendi inn verk á sýningu í Noregi en þangað sendu 280 listamenn verk sín og þeir völdu 80 inn. Ég var meðal þeirra útvöldu og eini íslendingurinn. Sýningin er á flakki í Noregi og ég hlakka til þegar hún kemur hingað til landsins. Sjónþingið í Gerðu- bergi vakti einnig mikla athygli og þar varð heitt í kolunum í umræð- unum og mjög skemmtilegt." Guðrún: „Þetta hefur verið mjög farsælt og sígandi lukka er best.“ Minnistæðasta hlutverkið „Árið 1974 hætti ég að kenna því þá fékk ég fastráðningu við Þjóð- leikhúsið og hef leikið þar síðan," segir Guðrún. „Ég á þó ljúfar minn- ingar frá Iðnó sem rifjast aftur upp núna í kringum afmælishátíðina. Þetta var stór vinahópur sem mynd- aði náin tengsl en sumt af þessu fólki er dáið, eins og Kristín Anna Þórarinsdóttir, Helgi Skúlason og Helga Valtýsdóttir sem lést mjög ung. Við skemmtum okkur saman og ræddum mikið um starfið en það er kannski helst það sem ég sakna úr leiklistinni, það er þessi lifandi áhugi sem lýsti sér í stöðugum um- ræðum okkar í milli. En sjálfsagt eru þessar umræður ennþá iðkaðar meðal ungu leikaranna." Hvað eru minnistæðustu hlut- verkin ? „Mér hefur alltaf látið vel að leika í írskum verkum og Gullna hliðið stendur mér nærri. Síðan er það auðvitað Soffía frænka í Kard- imommubænum og bangsamamma í Dýrunum í Hálsaskógi. Síðan þykir mér vænt um lítið danskt verk sem heitir Valborg og bekkurinn en við lékum þar tvö, ég og Karl Ág- úst Ulfsson. Síðan koma leikritin Lúkas og Sólarferðin eftir Guð- mund Steinsson en það var ákaflega gaman að taka þátt í þeim sýning- um. Ég man líka eftir sýningu á verkinu Tíminn og við sem við skólasysturnar tókum þátt í. Verkin hans Jökuls eru líka, bæði Dóminó þar sem ég lék lítið hlutverk og Kertalog þar sem Jökull var eins og leikstjóri og tók þátt í öllum æfing- um.“ Ferðu mikið íleikhús Hafsteinn? „Mér finnst ansi gaman þegar ég fer. En það er ekki oft. Ég er latur að hafa mig af stað.“ En hefur þú áhuga á myndlist Guðrún ? „Afar mismunandi gaman. Hún getur verið yndisleg en er líka alveg hræðileg á köflum. Ég er lítið hrifin af þessari nýju svokölluðu mynd- list.“ Hafsteinn: „Það þótti nú jafn slæmt hér áður fyrr. Eg man að við þóttum agalegir, sem vorum í geo- metríunni til að byrja með.“ Guðrún: „Það þótti nú svo margt hræðilegt í þá daga.“ Hvernig kynntust þið eiginlega, hafandi lítinn áhuga á viðfangsefn- um hvers annars? Hafsteinn: „Það var ekki í gegn- um starfið, jú annars ég var að vinna í Tívolí og sá hana fyrst við skotbakkana þar.“ Varstu mikið i skotbökkunum Guðrún ? Guðrún: „Ég brá mér öðru hverju í Tívolí.“ Hafsteinn: „Þetta byrjaði því þannig að frúin brá sér í Tívolí." Með þeim afleiðingum að þið er- uð hér enn? Guðrún: „Já, við erum hér á sömu slóðum. Við Vatnsmýrina."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.