Alþýðublaðið - 15.01.1997, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.01.1997, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Samkvæmt könnun sem tölvufyrirtækið Compaq iét gera eru tveir þriðju foreldra sannfærðir um gagnsemi heimilistölva þegar þroski og menntun barna þeirra er annars vegar. Uppeldisfræðingar óttast hins vegar að takmarkalftil tölvunotkun komi verulega niður á félagsþroska barna. til að koma á aga. „Það er ekki víst að þú sért mjög ánægður með að barnið þitt fái þau skilaboð að slík- ar aðferðir séu viðteknar." Fjölmargir uppeldisfræðingar eru þeirrar skoðunar að þó hægt sé að þróa hæfileika á ýmsum sviðum með hjálp tölva í skólum sé það hægara sagt en gert með heimilis- tölvu. „Vandkvæðin felast meðal annars í þeirri staðreynda að for- eldrar kaupa tölvuhugbúnað ekki á sömu forsendum og þeir kaupa bækur,“ segir Dr. Janet Ainley við Kennaraháskólann í Warwick. „Það er hægt að skoða innihald bóka áð- ur en þú kaupir þær en fæstir eru í aðstöðu til að kanna hvað felst í hugbúnaðarpakkanum. Og þar eru gæðin æði misjöfn svo vægt sé til orða tekið.“ Viðhorf margra uppeldisfræðinga er að þeir foreldrar sem kaupa heimilistölvu í þeirri trú að hún ýti undir þroska og menntun barna sinna séu dæmdir til að verða fyrir vonbrigðum. „Það er ekkert að því að börn eigi aðgang að heimilis- tölvu, en tölvan er vél sem á að vera til notkunar fyrir alla heimilis- meðlimi," segir professor Davis. „En að kaupa tölvu sem er ein- göngu hugsuð fyrir sex ára óvita er geggjun." ■ Lærið eitthvað gagnlegt—til dæmis samræður Sem fræðimaður og blaðamaður sem fjallar um tæknimál, ver ég fjölda klukkustunda fyrir framan tölvuna dag hvern. Vélin á borðinu mínu gegnir mikilvægu hlutverki í öllu sem ég geri, hvort heldur sem er að setja saman texta eða við úr- lausnir flókinna dæma. Og það sem meira er, gerir mér fært að stunda allt þetta heima við. Ég er háður Internetinu, ég hef meira að segja sett upp heimasíðu á veraldarvefn- um. Ennfremur er ég sokkinn upp að öxlum í CD-Rooms og kennslu- hugbúnaði. Það hvarflar ekki að mér að hleypa krökkunum mínum nálægt þessu. Hluti þess viðhorfs míns er hrein- lega til kominn af hagkvæmnis- ástæðum: ef eitthvað fer úrskeiðis í tölvunni minni - eins og að djús hellist yfir lyklaborðið, er ég í djúp- um skít: ég næ ekki að skila verk- efnum af mér á tilskildum tíma og þar með tapast laun. Ég efast um að margir framkvæmdastjórar leyfi fimm ára krakka að leika sér á bíl- um fyrirtækisins og ég lít hliðstæð- um augum á tölvuna mína. Tölvan mín er ekki leikfang, af- koma mín byggist á þessum elekt- róníska kassa, sem kostaði tæpa milljón króna, og þarna fara um 240 volt. Fullkomlega nægjanleg ástæða þess að krakki með djúsglas í hendinni fær ekki að koma þar ná- lægt. En það eru fleiri ástæður sem liggja þar að baki. Nútíma tölvur geta gert meira en tölva sem fyllti heilu herbergin á miðjum 8. ára- tugnum og er fær um að gera ótrú- legustu hluti. En þrátt fyrir þá stað- reynd geta þær einnig verið ótrú- lega ruglandi og erfiðar í notkun - neyða mann til að eyða klukku- stundum í að ná tökum á einföld- ustu aðgerðum sem bölvaðir hug- búnaðarhönnuðirnir flækja. Eftir það afrek höfum við öðlast það sem Framkvæmdastjóm SUJ Haldinn verður framkvæmdastjórnarfundur SUJ, mið- vikudaginn 15. janúar. Fundurinn verður haldinn í Al- ,. þýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10, og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá: 1. Venjubundin fundarstörf. 2. Stofnun Grósku. 3. Önnur mál. Það er mikilvægt að allir mæti eða boði forföll ef þeir sjá sér ekki fært að mæta Kolbeinn H. Stefánsson framkvæmdastjóri SUJ J AFN AÐARKONUR - JAFNAÐARKONUR Nú róum við á betri mið og tökum á ný upp okkar skemmtilegu „súpufundi". Fyrsti, fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar n.k. kl. 19-21 á Litlu Brekku í Bankastræti og er yfirskrift hans Úr djúpinu. Á boðstólunum verður bæði andlegt og líkamlegt sjávar- fóður. Leynigestur mætir. Við sem tókum þátt í fyrri „súpufundum" munum allar hversu góðar þessar samverustundir voru. Nú er mikil- vægt að ná upp ekki síðri stemmningu og samstöðu hjá okkur konum og því væntum við þess að þið komið allar - og takið nýjar konur með. Allar konur eru velkomnar! Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna kallast „tölvu-hæfni". Að sjálfsögðu er ekkert að því að þurfa að glíma við vandamál - einkum er það þroskandi fyrir börn. Gallinn við það, þegar tölvur eru annars vegar, er sá að vandamál þau sem upp koma í samskiptum við nútímatölvur verða orðin úrelt á morgun. Þá verður hægt að leysa þetta vandamál með því að ýta á einn takka. I stuttu máli sagt, að öðlast „tölvuhæfni" er ekki eins og að læra að lesa eða umgangast bömin þín - hæfni sem endist út lífið. Það gagnast þér í nokkur ár, en þá þarf að byrja uppá nýtt. Að kenna böm- um að takast á við þau vandamál sem upp koma þegar nútímatölvur eiga í hlut er álíka gáfulegt og að kenna þeim að snúa gömlum traktor í gang. Fyrir einungis fimm árum, var ætlast til þess að allir kynnu á DOS-stýrikerfið og skipanir því tengdar. Annars var tómt mál að tala um tölvunotkun. Núna nægir að smella með músinni í einn gluggi og það þjónar sama tilgangi og snúin skipun gerði þá. Sama máli gegnir um hugbúnað- inn. Ég veit ekki hvað ég hef lært á mörg ritvinnsluforrit í gegnum tíð- ina. Það eina sem ég veit er að ég hefði þess vegna getað eytt þeim óteljandi klukkustundum sem fóru í það í að fylgjast með Guiding Light í sjónvarpinu. Astandið í Internet-málum er jafnvel enn verra. Fyrir aðeins ári þurfti sá sem vildi fá upplýsingar í gegnum netið að kunna skil á „file transver protocols“. Nú er hægt að fara á Veraldarvefinn, beina örinni á línu á skjánum og klikka. Það þarf ekki að rita „server addresses", „directory names" eða „passw- ords“; þetta er orðið svo einfalt að hvaða vitleysingur sem er getur hæglega ferðast um á netinu og safna upplýsingum. Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að byrja að læra á tölvur - nógu seint. Þeim mun lengur sem þú situr á þér og leiðir hjá þér kall- ið um að „vera í sambandi", þeim mun auðveldara verður námsferlið, og þeim mun meira mun meira nýt- ist „tölvuhæfni" þín. Þegar skólarnir virðast vera að vinna gott, og tímabært, starf við að kynna nemum tölvuheima,, er lítill tilgangur í því að verja rúmlega hálfri milljón í að tölvuvæða jafn- framt heimilið. Það má gera ýmis- legt fyrir þann pening, einsog til dæmis kaupa bækur, fara í söfn og borga fyrir ballett- eða tónlistar- tíma. I því ferli er hugsanlega hægt að læra eitthvað sem skiptir máli - til dæmis hvernig á að halda uppi samræðum. Endursagt úr The Sunday Telegraph, 5. janúar 1997. Auglýsing um fasteignagjöld, sérstakan fasteignaskatt og brunatengd gjöld. Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1997 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu/sorphirðugjald, vatnsgjald, sérstakan fasteignaskatt og holræsagjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlutfallslega lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1997. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í rnars- eða aprílmánuði. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og breytingu á vatnalögum sem samþykkt var 15. desember 1995. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar, ef þær verða. Viðmiðunarreglur vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1997 eru eftirfarandi: 100% lækkun Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að Hjón " " " " 80% lækkun Einstaklingar með (peninga) tekjur Hjón ............... kr. 670.000 kr. 940.000 kr. 670.000 til kr. 740.000 kr. 940.000 til kr. 1.025.000 50% lækkun Einstaklingar með (peninga) tekjur Hjón ............... kr. 740.000 til kr. 830.000 kr. 1.025.000 til kr. 1.170.000 Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir, sem ekki fengu lækkun á s.l. ári, sent framtalsnefnd umsókn um lækkun ásamt afriti af skattaframtali 1997. Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga kl. 16.00 til 17.00 á II. hæð Aðalstrætis 6, frá 12. febrúar til 28. maí. Sími 552-8050 - bréfsími 562-4666 Vegna álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð, sbr. 1. nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum skulu eigendur fasteigna í Reykjavík senda skrá yfir eignir sem falla undir framangreint ákvæði, ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavik. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau hafa einnig verið send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í borginni sem vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr. Með fasteignagjöldum eru ennfremur innheimt brunatengd gjöld þ.e. iðgjald brunatryggingar þeirra húseigna sem vátryggðar eru hjá Húsatryggingum Reykjavíkur h.f., svo og viðlagatryggingargjald fyrir Viðlagatryggingu íslands, brunavarnargjald sem innheimt er fyrir Brunamálastofnun ríkisins og umsýslugjald sem innheimt er fyrir Fasteignamat ríkisins og forvarnagjald sem innheimt er fyrir ofanflóðasjóð. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími 563- 2520. Gjalddagar ofangreindra gjalda eru 1. febrúar, 1. mars, 1. aprfl, 1. maí 1. júní og 1. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík, 8. janúar1997

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.