Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 1
MMMBLMB Föstudagur 17. janúar 1997 Stofnað 1919 8. tölublað - 78. árgangur Vinnuveitendasambandið neitar því að verkalýðsfélög setji skilyrði um að lægst launaða fólkið fái meiri kauphækkun en aðrir Sami loddarahátturinn og stundum áður - segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins og fullyrðir að krafist sé sömu hækkunar á alla launataxta. »„Kröfugerð Dagsbrúnar hefur verið lögð frám og er einföld. Hún felur þáð í sér.aðlægsta talk kauptaxtans hækki úr 49.500 krónum á mánuði í 70 þús- und, sem er 41,2% hækkun, og að allir aðrir kauptaxtar, jafht háir sem lágir, hækki með sama hætti. Það er því engin fjöður dregin yfrr það, að verið er að kalla á margra tuga prósenta al- mennar launabreytinga. Það eru ósköp einfaldlega ómerkilegir loddarar sem halda því fram að það sé hægt að bæta kjör fólks með þeim hætti," sagði Þór- arinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins í samtali við Alþýðublaðið. Þetta var svar Þórarins við þeirri spumingu hvort hækkun lægstu launa á tveimur árum í 70 þúsund krónur hefði í för með sér óðaverðbólgu. Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins og Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar hafa báðir lýst því yfir, að setja verði skil- yrði í samninga þess efnis, að ef aðrir fái meiri hækkanir en lægst launaða fólkið opnist samningurinn á nýjan leik. Þórarinn vildi ekki kannast við að þessi krafa hefði verið kynnt vinnu- veitendum. „Sú kröfugerð er nú ekki betur út- færð en það, að við sjáum ekki betur en til dæmis Hhf sé uppi með kröfur um að það komi sömu hækkanir á hærra launaða, svo sem löndunartaxta. Við vitum ekki annað en svo sé. Bæði Dagsbrún og Hlíf vilja að sömu hækk- anir gangi upp taxtana hjá sínum fé- lagsmönnum. En ég efast ekki um að formenn þessara félaga vilji ekki að þessi launastefha gildi í öðrum félög- um. Þeir hafa bara ekkert með það að gera. Þeir hafa hafnað samfloti innan Alþýðusambandsins. Þrátt fyrir áskor- anir okkar hafa þeir hafnað því að móta einhverja heildstæða launapólit- ík. Það er hugsanlegt að tala um að bæta kjör lágtekjuhópa ef öll hreyfmg- in stendur saman um það. Hins vegar er það óhugsandi þegar hvert félag og hyert samband fer fram með sín sér- mál og sinna félagsmanna einna að leiðarljósi. Þetta er því sami loddara- hátturinn og stundum áður," sagði Þórarinn og bætti við: „En staðreyndin er sú að við ráðum því ekki hvernig laun hækka á mark- aði. Kjarasamningarnir hafa ákveðna þýðingu en þeir ákvarða ekki launa- breytingar einstaklinganna. Ef að við ætlum að reyna að breyta launahlut- föllum svo einhverju skiptir og hinir & JA\ Þórarinn V. Þórarinsson: „Það er hugsanlegt að tala um að baeta kjör lágtekjuhópa..." hærra launuðu í fyrirtækjunum sætta sig ekki við, gengur sú launabreyting ekki fram. Það er því mikil blindni að halda því fram að hægt sé að ákveða þessa hluti alfarið í kjarasamningum. Þeir ákveðast að stærstum hluta af markaðnum." ¦ Harkaleg gagnrýni á stjórnmálamenn í yfirlýsingu stofnfundar Grósku Úr tengslum við umbjóðendur sína - segir Flosi Eiríksson einn stofnenda nýrrar stjómmála- hreyfingar: „Stjórnmálamenn í dag eru ekki að fást við verk- éfni sem skipta okkur máli." „Það er nauðsynlegt að skapa nýja pólitík. Pólitflc með innihaldi jöfhuðar, kvenfrelsis, réttlætis og farsældar. Pól- itík þar sem heilindi, skynsemi og ein- lægur vilji er aðferðin. Við viljum kveðja flokkakerfi gærdagsins og laða til starfa alla sem hafa hugsjónir jafn- aðarstefnunnar að lífsskoðun. Saman snúum við okkur að verkefnum sem þola enga bið. Saman setjum við landi okkar nýja mælikvarða," segir meðal í yfirlýsingu stofnfundar Grósku, sam- taka jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks sem dreift var á fréttamanna- fundi í gær. Á fundinum kynntu full- trúar Grósku stofnfund samtakanna sem haldinn verður í Loftkastalanum næstkomandi laugardag kl.16. Aðdragandinn að stofnun samtak- anna er fundur sem ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokkanna héldu í Bifröst í Borgarfirði í nóvember síðast liðnum. Frá þeim fundi hefur verið unnið markvisst að undirbúningsstarfi og hafa á milli 70 til 100 manns kom- ið að þeirri vinnu. Stofnaðilar að Grósku eru félagar úr ungliðahreyf- ingum A-flokkanna, Verðandi og Sambandi ungra jafnaðarmanna, auk einstaklinga úr Kvennalista, Þjóðvaka og fjölmargra óflokksbundinna ein- staklinga. A þriðja þúsund einstak- lingar hafa nú þegar gerst stofnfélagar Grósku. I yfirlýsingunni sem áður var vitoað til segir ennfremur: „Lífið og stjórnmálin eru eitt. Því eiga stjórnmál að bera vitni háleitum hugsjónum og einlægum vilja, beisl- uðum af skynseminni einni. Þannig hefur þetta ekki verið á Is- landi. Trú okkar á stjórnmálin minnk- ar sífellt. Trú okkar á að stjórnmála- menn og stjórnmálaflokkar séu færir um að veita verðug svör við spuming- um samtímans er hverfandi. Þeir eru ekki einu sinni að spyrja sig réttu spurninganna! Innihaldið er horfið. Siðferðið er í kröm." „Eg held að stór hluti þjóðarinnar muni vera sammála okkur í þessari greiningu," sagði Hrannar Arnarson. Flosi Eiríksson tók í sama streng og sagði: „Stjórnmálamenn í dag eru ekki að fást við verkeíhi sem skipta okkur máli. Þeir eru úr tengslum við um- bjóðendur sína. Stjórnmálin hafa farið af þeim stalli sem þeim ber. Þessu viljum við breyta." „Markmið okkar með stofnun Grósku er að íslandi verði stjórnað í anda hugmynda jafhaðarstefnunnar og upp rísi öflug hreyfing jafhaðarmanna á Islandi," sagði Hólmfríður Sveins- dóttir. Oþægilegur fyrir menn- ingarelítuna „Mer finnst hafa verið litið á mig frá upphafi sem einn af þeim höfund- um sem ekki átti að verða. Óþægileg- ur fyrir menningarelítuna, andstyggi- legt aðskotadýr í augum þeirra sem eiga gilda sjóði og lifa í klíkusamfé- lagi. Það var engu líkara en ég væri stórsökóttur maður fyrir það eitt að hafa verið að djöflast í að skrifa bæk- ur. Það er skrýtið, ég finn þetta en það verkar ekkert á mig," segir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur í viðtali við Alþýðublaðið. „Trú okkar á að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar séu færir um að veita verðug svör við spurningum samtímans er hverfandi." Fulltrúar Grósku: Hólmfrtður Sveinsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, Flosi Eiríksson og Hrannar Amarson. „Ég hef rifist við kommana en þeir gerðu mér í raun og veru ekkert. Sam- viska þeirra beið siðferðilegt gjald- þrot, en samt eru þeir lifandi ennþá og sæmilega hressir. Kristmann Guðmundsson hringdi einu sinni í mig þegar hann var kom- inn að fótum fram og sagði: ,JÞú verð- ur að berja þessa helvítis komma." Hann var orðinn týndur og ráðvilltur. Fyrir stríð voru bækur hans þýddar á fjörtíu tungumál, en stríðið breytti völdunum í bókmenntaheiminum. Allt í einu var eins og Kristmann hefði aldrei verið til. Hann gat ekki tekið því." í hressilegu og opinskáu viðtali ræðir Indriði um bókmenntir, blaða- mennsku og pólitík á þann hátt sem honum einum er lagið. Hann rifjar upp kynni sín af minnisstæðum mönnum og þar koma meðal annarra við sögu Vilmundur Jónsson, Þór- bergur Þórðarson, Jónas Jónsson frá Hriflu og Eysteinn Jónsson. Sjá mið- opnu. ¦Titringur á hlutabréfamarkaðinum vegna væntanlegrar sölu hlutabréfa í Samherja. Kaupenda á biðlista? Hlutabréfin verða ekki á neinni útsölu - segir Sveinn Pálsson verð- bréfasali á Akureyri. Mikil eftir- vænting er meðal verðbréfa- fyrirtækja um hver muni ann- ast útboðið enda munu sölu- laun geta skipttugum milljóna. Mikil spenna er ríkjandi á verð- bréfamarkaðinum vegna fyrirhugaðrar sölu hlutabréfa í Samherja sem verður síðla í næsta mánuði ef marka má yfir- lýsingar Samherjamanna. Alþýðublað- i'ð hefur heyrt þrálátan orðróm þess efnis að biðlistar væntanlegra kaup- enda hafi myndast. Þá ríkir ekki síður eftirvænting meðal verðbréfafyrir- tækja um hvaða fyrirtæki fær umboð- ið. Að sögn kunnugra munu sölulaun- in geta skipt tugum milljóna. Eins og fram hefur komið er heildarvirði Sam- herja áætlað sjö til átta milljarðar. Ekki er vitað hve stór eignarhluti verður settur á almennan markað. Halldór Friðrik Þorsteinsson verð- bréfasali hjá Kaupþingi segist ekki vita hvar slfltir biðlistar eiga að Mggja því ekki sé búið að ákveða hvaða verðbréfafyrirtæki annist útboðið. Halldór segir mikið hafa verið spurst fyrir um bréf í Samherja og það gefi auga leið að verðbréfafyrirtæki muni bítast um að annast söluna. „Það er ómögulegt að segja til um á hvað bréf- in fara, þetta verður örugglega ekki ódýrasta fyrirtæki sem ýtt hefur verið úr vör á hlutabréfamarkaðinni," segir Halldór. Sveinn Pálsson hjá Kaupþingi Norðurlands segist hafa heyrt orðróm þess efnis að biðlistar væntanlegra kaupenda hafi myndast. „Við höfum ekki verið að taka niður nöfh á lista. Okkur finnst það ekki rétt því ekki er fyrirliggjandi neitt um hver verður með þetta, hvað verður þetta stórt út- boð og hvert gengið verður. Ég hef trú á því að þeir verði margir sem vilja eignast hlut í fyrirtækinu og hugsa að þeir þurfi ekki að vera með neina út- sölu á hlutabréfunum." Sveinn segist verða var við mikla spennu vegna þessa máls og sagði Kaupþing Norðurlands ekki vera búið að gefa upp þá von að annast útboðið. Hann taldi þó líklegast að Landsbréf verði fyrir valinu, en Samherji er með sín viðskipti í Landsbankanum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landsbréfum eru engir biðlistar fyrirliggjandi þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.