Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 s k i I a b o ð Agæti ungi jafnaðarmaður! Hún hefur varla farið fram hjá þér sú umræða sem í gangi hefur verið nú um nokkra hríð að sameina beri krafta hinna formlegu stjómmálahreyfínga ungs fólks á vinstri væng íslenskra stjómmála. Sú umræða hefur náð hámarki sínu nú í haust og hefiir leitt til þess að Sam- band ungra jafhaðarmanna mun taka þátt í stofnun nýrrar hreyfingar jafnað- armanna, sem aðaUega verður borin uppi af ungu fólki, þó um engin form- leg aldurstakmörk verði að ræða. Auk SUJ mun Verðandi - samtök ungs Alþýðubandalagsfólks og áberandi ein- staklingar úr Röskvu, Kvennalistanum, Þjóðvaka og utan flokka taka þátt í myndun þessarar nýju hreyfingar. Málefiiavinna er farin af stað og hefur það sannast sem allir vissu að styttra er á milli þessa fólks í stjómmálaskoðun- um og lífssýn en svo að ástæða sé til að dæma jafnaðarmenn til eilífs aukahlut- verks í íslenskum stjómmálum vegna þess að menn vilja hvergi hvika frá hreintrúaratriðum í utanríkismálum eðaöðm. Þetta þekkjum við ungir jafiiaðarmenn vel, þar sem í okkar hópi hafa löngum verið aðrar skoðanir á t.d. vem íslands í NATO en í Alþýðuflokknum sjálfum og hefúr ekki komið að sök. Það hefur sjaldan verið eins mikilvægt að vel tækist til félagsstofhunar og nú. Við erum að stíga fyrsta skrefið inn í flokkakerfi 21. aldarinnar, þar sem jafii- aðarmenn ætla sér forystuhlutverk, því næg em verkefiiin í þessu svartnætti íhalds og afturhalds sem nú ríkir. Því viljum við af öllum mætti hvetja þig til að mæta á stofnfund hinna nýju samtaka í Loftkastalanum, laugardag- inn 18. janúar n.k. kl. 14:00, auk þess sem þú ert auðvitað velkominn á skrif- stofú samtakanna að Laugavegi 103,3. hæð, hvenær sem er, því mörg handtök þarf fram að stofhfúndi, svo og eftir hann auðvitað. Við hlökkum til að sjá þig, Með jafiiaðarkveðju, Gcstur G. Gestsson, formaður SUJ Jón Þór Sturluson, fyrrverandi formaður SUJ Magnús Ami Magnússon, fyrr- verandi formaður SUJ . 3f. i .mlstgablóiv i • ;>'j unígsbiuffffiáz; rJistj Ömíi eaniv ■. ’t'Ti «::inieaiái»s?öii Stofnfundur Grósku Samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks Tími umræðu um samfylkingu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks er liðinn - tími aðgerða er hafinn! Laugardaginn 18. janúar ætla jafnaðarmenn og félagshyggjufólk að sameinast um stofnun Grósku og stíga þannig mikilvægt skref í átt að sameiningu jafnaðarmanna. Stofnfundur Grósku, sem er opinn öllum. verður haldinn í Loftkastalanum við Seljaveg og hefst klukkan fjögur. Allir sem aðhyllast markmið samtakanna, flokksbundnir sem óflokksbundnir eru hvattir til að mæta og gerast félagsmenn á þessum sögulega degi. KCD U) O) (D O Ormstunga - Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir Bryndís Hlöðversdóttir, ávarp Dragshow - Bakkarasystumar Páll Óskar og Reynir Felix Bergsson. ávarp Súkkat Ármann Jakobsson, ávarp Kynnar: Róbert Marshall, ávarp Ólafía Hrönn Jónsdóttir Þóra Amórsdóttir, ávarp Jón Gnarr Hittumst öll í Óperukjallaranum um kvöldið 18. janúar kl. 16:00 í Loftkasta la n u m Markmið Grósku eru.... .... að Islandi verði stjómað í anda hugmynda jafnaðarstefnunnar um jafnrétti. lýðræði. kvenfresli og ábyrgð einstaklingsins gagnvart umhverfi sínu. hvar sem þvi verður við komið. .... að auka samskipti. samkennd og samstarf jafnaðarmanna hvar sem þeir eru búsettir [ því sjónarmiði að upp rísi öflug, sameinuð hreyfing jafnaðarmanna á Islandi. .... að starfsemi jafnaðarmanna verði ávallt uppspretta nýrra hugmynda og aflvaki aðgerða og breytinga í ístenksu samfétagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.