Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 1
fflMBLMÐ Þriðjudagur 21. janúar 1997 Stofnað 1919 9. tölublað - 78. árgangur ¦ Verkalýðsleiðtogar illir út í málflutning Þórarins V. Þórarinssonar framkvæmdastjóra VSÍ Fyrir neðan allt velsæmi að saka okkur um loddarahátt Flokks - segir Halldór Björnsson for- maður Dagsbrúnar „Þetta eru kröfur sem eru samþykktar og settar fram af fé- lagsmönnum okkar og hann er með þessum ummælum að lýsa því yl'ir að hann líti á þá sem ómerkilega loddara," sagði Hall- dór Björnsson, formaður Dags- brúnar, þegar hann var spurður álits á ummælum Þórarins V. Þórarinssonar í Alþýðublaðinu á föstudaginn var. Þar. sagði Þór- arinn meðal annars um kröfur Dagsbrúnar: „Það eru einfald- lega ómerkilegir loddarar sem halda því fram að það sé hægt að bæta kjör fólks með þeim hætti." „Það er fyrir neðan allt vel- sæmi að setja málið fram á þann hátt sem hann gerir," sagði Hall- Halldór: Við erum ekki að tala um að hækka 500 þúsund króna laun um 200 þúsund. ¦ Magnús L Sveinsson formaður VR segir það alrangt að verkalýðsfélögin krefjist yfir 40% launahækkunar á alla taxta Það er fráleitt áð halda þessu f ram „Ég hlýt að spyrja að því hvort stöðugleikinn í landinu þoli ekki 70 þúsund króna laun," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, þegar Alþýðublaðið spurði hann um álit á þeirri skoðun forsvarsmanna VSÍ að hækkun lægstu launa upp í 70 þúsund á mánuði muni kveikja verðbólgubál. „Ef svo er, þá er ástandið vissulega mjög alvarlegt og stöðugleikinn byggður á mjög veikum grunni. Auðvitað þolir stöðugleikinn það, því sannleikur- inn er sá að launagreiðslur í landinu eru langt yfir þessu, í flestum til- fellum. Það sýnir sig meðal annars í því að fyrirtæki sem telja sig ekki geta greitt nema 50 - 60 þúsund krónur fyrir dagvinnu eru mörg hver stöðugt að lengja þann tíma sem greiddur er með 80% álagi, án þess að framleiðniaukning verði í fyrirtækinu," sagði Magnús. „Að halda því fram að krafa um laun sem eru á bilinu 50 -60 þúsund krónur verði hækkuð upp í 70 þús- und sé krafa um að öll laun í land- inu hækki um 41,2% er auðvitað fráleitt. Það hefur enginn sett fram slíka kröfu og engum dettur í hug að setja fram slíka kröfu. Því tel ég það vera hreinan útúrsnúning að halda því fram að ef menn vilja lyfta lægstu laununum umfram þau hærri, sé það ávísun um að slík launahækkun eigi að fara í gegnum allt launakerfið," sagði Magnús ennfremur. Er hœgt, núna frekar en áður, að hœkka lœgstu launin án þess að sama hœkkun fari upp allan stig- ann? „Það er ekki við verkalýðshreyf- inguna að fást um það, það er ákvörðun vinnuveitendanna sjálfra. Ef þeir láta hækka hæstu launin um sömu prósentur og þau allra lægstu, þá er það þeirra ákvörðun en ekki okkar, við skulum hafa það á rétt- um stað," sagði Magnús L. Sveins- dór." Ef allt litróf samninga þessara tveggja félaga nær frá 49 þúsundum upp í 65 þúsund og við erum að gera tillögur um að breyta því. Við erum ekki að tala um að hækka 500 þúsund króna laun um 200 þúsund, það hlýtur hver heilvita maður að sjá. Við erum eingöngu að tala um fé- lagsmenn í Dagsbrún og Fram- sókn. Við vísum því frá að við getum ekki sett fram kröfur fyr- ir þá án þess að vera að fara yfir allt sviðið upp úr. Við höfum aldrei tekið að okk- ur að semja fyrir alla þjóðina, en við höfum hins vegar gert okkur grein fyrir að ef engu verður breytt í þessu þjóðfélagi, þá er- um við í vondum málum. Ef Þór- arinn kallar þetta loddarahátt, þá vísa ég Jjví til baka til sinna föðurhúsa. Ég kalla þetta hvorki loddarahátt né óábyrga af- stöðu," sagði Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar. stjornar- fundur Fyrsti fundur nýkjörinnar flokksstjórnar Alþýðuflokks- ins verður haldinn þann 25. janúar kl. 12.00 í Gaflinum í Hafnarfirði. Margrét Frf- mannsdóttir formaður Al- þýðubandalagsins flytur ávarp á fundinum. Dagskrá fundarins er auglýst á blað- síðu 6. V3ficllC Cl lljclllci fljcl vllOSKU Boðid var upp á glens og grín i bland við alvöru á stofnfundi Grósku í Loftkastalanum á laugardaginn. Húsfyllir var á fundinum og rífandi stemmning eins og vera ber þegar ungt og kraftmikið fólk lætur til sín taka. -Sjá nánar á baksíðu. Ljósm. E. Ól. Jón úr Vör áttræður Jón er Vör er áttræður í dag. Hann er höfundur fjölda Ijóðabóka og ber Þorpið þar hæst en hún telst einstætt nýjungaverk í íslenskri Ijóðagerð. Alþýðublaðið heldur upp á afmæli Jóns úr Vör með Ijóðum, greinum og afmæliskveðjum. Sjá miðopnu. Magnús L. Sveinsson: „Eg hlýt að spyrja að því hvort stöðugleikinn í landinu þoli ekki 70 þúsund króna laun." LETTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.