Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 s k o ð a n AlÞfDUBUOIB 21242. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Álveri mótmælt íbúar af Hvalfjarðarströnd og úr Kjós komu til höfuðborgarinn- ar á laugardaginn til að koma á framfærði mótmælum við Finn Ingólfsson iðnaðarráðherra vegna fyrirhugaðs álvers á Grundar- tanga. íbúamir ætla að stofna samtök undir kjörorðinu Björgum Hvalfirði. Andstæðingar álversins óttast að mengun af fyrirhug- aðri verksmiðju verði meiri en sérfræðingar iðnaðarráðherra vilja vera láta. Fyrir mótmælafundinn á laugardaginn hafði andstæð- ingum álvers á Gmndartanga bæst óvæntur liðsauki. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins lýsti þeini skoðun sinni, að frekar ætti að reisa álver á Keilisnesi en Gmndartanga. Guðmundur Bjamason um- hverfisráðherra kom fram í sjónvarpsfréttum af því tilefni og var ekki borubrattur. Sagði þó eitthvað á þá leið að það ætti ekki að taka meira mark á Steingrími en hverjum öðmm. Þessi ummæli ráðherrans féllu ekki í góðan jarðveg hjá ýmsum flokksmönnum Framsóknar. Borgfirðingar og Kjósveijar halda því fram að það hafi verið komið aftan að þeim í þessu máli. Samkvæmt skipulagi hafi átt að rísa iðnaðarsvæði á Grundartanga. Þeir hafi ekki verið mót- fallnir því að iðnfyrirtæki hæfu þar starfsemi. Síðan hafi svæðið skyndilega verið merkt sem stóriðjusvæði, sem sé allt annar handleggur. Andstæðingar álvers á Grundartanga telja sig því hafa verið beitta blekkingum af hálfu stjórnvalda og það sé ástæða þess hversu seint mótmælin em sett fram. Ekki hafa feng- ist neinar viðhlítandi skýringar á þessu ósamræmi í kynningu á skipulagi við Gmndartanga. Það er ljóst að eitthvað hefúr farið meira en h'tið úrskeiðis við að kynna fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir fyrir íbúum nærsveitanna. Þessi klaufaskapur iðnaðar- ráðherra og hans manna er gott dæmi um hvemig stjómvöld eiga ekki að haga sér í samskiptum við almenning. íbúum í nærsveit- um Gmndartanga er sagt að þeir standi frammi fyrir gerðum hlut og mótmælin komi of seint fram. Finnur Ingólfsson reyndi að ná sáttum með því að bjóða fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu til Þýskalands að skoða álver þar í landi. Því boði var samstundis hafnað. Hins vegar hefur verið settur á laggimar starfshópur skipaður fulltrúum stjórnvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Hópurinn á að fylgjast með mengunarmælingum vegna stóriðju á svæðinu og miðla þeim upplýsingum til íbúanna. Þrátt fyrir skipun starfshópsins er enginn bilbugur á andstæð- ingum álvers við Gmndartanga. Fulltrúar þeirra munu eiga fund með umhverfisnefnd Alþingis á næstunni og þar ætla þeir að leggja fram ýmsar upplýsingar, máli sínu til stuðnings. Hinir her- skáustu úr hópi mótmælenda fullyrða, að ekki muni koma til þess að fyrirhugað álver rísi á Gmndartanga. Það verði komið í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Valið standi á milli áfram- haldandi búskapar og ferðaþjónustu í sveitunum eða stórðiðju. Þetta tvennt fari ekki saman. Heimamenn muni verja sinn rétt hvað sem á dynur. Á sama tíma er unnið að samningum um byggingu álversins við þann erlenda aðila sem hyggst byggja og reka stóriðjuna. Sér- fræðingar iðnaðarráðherra fullyrða að allar rannsóknir sýni að mengun vegna álversins verði innan þeirra marka sem lög og reglur segja til um. Andstæðingar álversins leggja ekki trúnað á þær yfirlýsingar og draga í efa að núgildandi reglur um mengun- arvamir séu fullnægjandi. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir iðnaðarráðherra. Það eru ekki fáfróðir sveitamenn sem berjast gegn álverinu, heldur upplýst fólk sem telur fulla ástæðu til að ef- ast um að þær upplýsingar sem því eru veittar séu réttar. Það hef- ur orðið alvarlegur trúnaðarbresmr milli iðnaðarráðherra og íbúa í grennd við Grundartanga. ■ sjálfstæði Pallborð | Trausti Einarsson skrifar Viðurkennum Baska s Ieina tíð skrifaði ég fréttir fyrir rík- isútvarpið frá Finnlandi og hafði aðsetur í Helsinki. Þá sárnaði mér að heyra Jón Baldvin, fráfarandi for- mann Alþýðuflokksins, ræða finn- landíseríngu. En nú hefur sagan sýnt okkur að Jón Baldvin hafði á réttu að standa. Finnar voru hluti af hin- um vestræna heimi en fylgdu þeirri stefnu að stuða ekki Sovétmenn á alþjóðavettvangi. Fyrir bragðið var talað um finnlandíseríngu, og það þótti Finnum niðrandi. En vissulega var rétt af Jóni Baldvin að ræða stöðu Finnlands af stakri varúð. Það á fullan rétt á sér þegar hugað er að þeirri ótrúlegu meðferð sem grann- þjóðir Finna við Eystrasaltið hafa hlotið af Sovétmönnum. Jón Baldvin átti frumkvæði að því að breyta stöðu Eystrasaltsríkjanna gagnvart hinum vestræna heimi. Þar sýndi hann afar glöggan skilning á breyttri stöðu í heimsmálum í kjöl- far Reykjavíkurfundarins í Höfða. En þá koma líka í Ijós að Danir átta sig alls ekki á þeim sárindum sem liggja að baki íslenskri þjóðemisvit- und. Það var engu líkara en norrænt samstarf hefði veitt fyrrum nýlendu- heixum framhaldslíf í íslensku þjóð- félagi. Eða hvernig stóð á því að Danir létu sem smáþjóð væri að troða sér fram fyrir heimsþjóðimar? Er Dönum ekkert kunnugt um það sem ákveðið var með samningum árið 1918 og svo aftur 1944? Sýndi hegðun þeirra ekki ljóslega að við þurfum að gæta fyllstu aðgætni ’svo rödd okkar heyrist á alþjóðavett- vangi? Ef við lítum til sögunnar þá rifjast upp að Danir komust í álnir meðal annars vegna þess að þeir hirtu toll af skipum sem sigldu inn í Eystra- saltið. Það var stórþjóðunum Frökk- um og Englendingum keppikefli að smáþjóð hefði stjóm á siglingum um Eystrasaltið. Þetta fengu Danir upp í hendurnar, og stórveldapólitíkin frá 17. og 18. öld miðaði að því að jafn- vægi ríkti meðal ríkjanna við Eystra- saltið. Vissulega var það Dönum í hag. Staða Dana á Norður-Atlants- hafi var arfur frá því nýlenduveldi sem Norðmenn stofnuðu til á Græn- landi, Islandi og í Færeyjum. Það sýndi sig vel árið 1615 að strategísk hugsun Dana var mótuð. Þá ætluðu þeir að nýta sér sýslumenn sína á ís- landi til þess að taka þátt í kapp- En nú hefur sagan sýnt okkur að Jón Baldvin hafði á réttu að standa. Finnar voru hluti af hinum vestræna heimi... hlaupi Evrópuþjóða vegna hvalveiða við Grænland eins .og þá.tíðkaðist að nefna Svalbarði. Þær fyrirskipanir sem þeir gáfu sýslumönnum sínum á íslandi leiddu til einhvers hræðileg- asta blóðbaðs sem um getur í okkar landi. Þar voru það alls ekki óblíð náttúruöflin að verki. Þess í stað smáríkið Danir að láta til sín taka á heims vísu. Aldrei hafa sjómenn við íslandssrendur fengið aðra eins út- reið og fjöldamorð þau sem unnin voru á Böskum á Vestfjörðum 1615. Jón Baldvin er horfinn úr íslenskri pólitík. Reynsla Jóns Baldvins varp- ar hins vegar fram þeirri spurningu hvort Danir hafi hugsað sér greiða- semi sína í okkar gárð sem leið til að halda í sín fyrri áhrif? Hér ér átt við svonefnt norrænt samstarf, aðgang Islendinga að velferðarkerfi Dana og svo það að handritin okkar séu kom- in til Islands? Nýkjörinn forseti er rétt eins og Jón Baldvin að vestan og hóf hann feril sinn með því að heim- sækja sitt byggðarlag, - ekki skal fundið að því. Hann hpfði Jhins vegar getað sleppt þvf áð fara í'síriafýfstu utanlandsferð fyrir okkar hönd til þéss eins að kýssá tæfháf á ökkar fyrrum nýlenduherra. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Ólafur Ragnar hyggst næst heimsækja Norðmenn. Það væri nú óskandi að Islendingurinn Ólafur Ragnar léti þar koma fram að í Noregi býr þjóð sem glataði móðurmáli sínu vegna nálægðarinnar við Dani. Vegna upp- runa Ólafs Ragnars finnst þeim er þetta skrifar einnig kjörið að hann færði í leiðinni Böskum þennan log- andi kyndil sjálfstæðis sem við bár- um hátt á lofti í samskiptúm okkar við Dani á öldihrii sétri lelð'. Mé5því móti yrði hanri heifnábýggð sirini' til sóma - sýndi það í verki að .við fs- lendingar höfum þó einhvern skiln- ing á okkar eigin sögu. Og svo síð- ast en ekki síst - við fengjum að njóta þess að það örlar stundum á samhengi í því sem íslenskir stjóm- málamenn taka sér fyrir hendur. ■ galierí einar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.