Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 æ ■ Jón úr Vör er áttræður í dag og Alþýðublaðið heldur upp á daginn x 0 hversu Ijóðfagurt orð Jón Óskar skáld fjallar um við- tökur Þorpsins í minningabók sinni Gangstéttir í rigningu, sem út kom árið 1971 og hér er birt brot úr Fæstir fögnuðu Merkasta bók sem gefin var út eftir ungan höfund árið 1946 hér Þorpið og hafði að geyma ljóð um íslenska sjávarþorpið án stuðla og höfúðstafa. Bókin er löngu orðin fræg, enda með fremstu verkum í íslenskum bók- menntum, þótt færri hafa lesið hana en þeir sem hafa heyrt eða séð hennar getið. Allir kannast við Þorpið eftir Jón úr Vör. Hann kostaði útgáfuna sjálfur, þar sem enginn útgefandi hafði hug á að gefa út bók sem var svo sérstæð. Hvernig voru viðtökur gagnrýn- enda og bókmenntamanna? Fögnuðu þeir ekki mjög að fá slíkt verk í hend- ur? Nei, ekki beinlínis. Reyndar fögn- uðu sumir bókmenntamenn verkinu. En fáir, mjög fáir. Dómurinn sem Jón hafði hlotið fyrir síðustu bók sína, Stund milli stríða, loddi enn við hann. Að öðru leyti voru viðtökumar sönnun þess að bókmenntagagnrýnendur koma yfir- leitt aldrei auga á það sem rís upp úr meðalmennskunni. Hefur það aldrei sannast betur en nú á síðustu árum, þegar uppgötvanir þeirra og „nýstefn- uglamur" er orðið að hreinum skrípa- leik. Ástandið var mun betra á þeim tíma sem Þorpið kom út. Helsta viðurkenning sem Jón úr Vör hlaut fyrir þorpið var sú, að nokkru eftir að bókin kom út las Ólöf Nordal upp úr henni í útvarpið. Sig- urður Nordal hefði með einu penna- striki getað kveðið niður allar nöldur- skjóður, ef hann hefði viljað það við hafa, en þegar kona hans las upp ljóð úr nýrri bók, hlutu menn að sjá á bak við þann lestur að minnsta kosti óbeina viðurkenningu Nordals. Og sannleikurinn er sá, að ef ekki hefði til komið viðurkenning nokkurra málsmetandi manna, Nordals og fleiri, hefði Jón enga uppreisn fengið með þessari bók sinni. Það sem und- arlegast má telja er að þeir, sem köll- uðu sig verkalýðssinna og voru sífellt að vima um hollustu sfna við „alþýð- una“ skyldu ekki taka bók þessari tveim höndum, ég á ekki síst við mennina, sem stýrðu Þjóðviljanum, tímaritinu Rétti og félaginu Máli og menningu. En þeir sem hugsuðu meira eftir rússneskum formúlum en mann óraði fyrir gátu sjálfsagt illa þolað þennan skáldskap um íslenskt sjávarþorp. Þá voru allir íslenskir verkamenn að heita mátti í íslenskum sjávarþorpum, og setning eins og þessi „Það verður aldrei bylting í þorpi“, var spámannlegri og víðtæk- ari en Jón úr Vör vissi ef til vill sjálf- ur. í fyrsta skipti í sögu íslenskra bók- mennta hafði íslenskt sjávarþorp ver- ið gert lifandi í óðsnilld, en sumir sögðu með fýlusvip: Þetta eru ekki ljóð. Það vantar stuðla og höfuðstafi. Síðan var farið að rífast um hvað væri ljóð, og sögðu flestir, að það væru stuðlar og höfuðstafir. Þorpið féll í skuggann, því höfundurinn kunni ekki að auglýsa sig og koma ár sinni fyrir borð, reyndi þó að ýta við bar- áttufélögum sínum, verkalýðssinnun- um, að þeir styddu sig eitthvað, skrif- aði til dæmis í bréfi til mín í ársbyij- un 1947, þá staddur í Svíþjóð: „Bið þig að skila kveðju til Kristins og biðja hann að sjá um að einhver snottukerfi frá Rekstrarvörum skrifi um bókina í Þjóðviljann, ég heimta líka ritdóm í Tímaritið. Fáðu hjá honum ávísun á bók hjá M.o.m (en láttu þá ekki fara að skipta þér að skrifa. Ég vil engan vinadóm.)" Jón vildi engan vinadóm og mér var líkt skapi farið, ég hefði aldrei getað beðið kunningja að skrifa „vin- samlega" um mig, og ég skrifaði ekk- ert um bók Jóns. En ég varð snemma var við að sumir vildu hafa þetta öðruvísi. Það var einu sinni, að ég var á gangi um Austurstræti ásamt Jóni úr Vör og Guðmundi Daníelssyni. Þeir spjölluðu saman, og ég hlýddi á tal þeirra. Guðmundur spurði Jón hvort hann vildi ekki skrifa um sig upp á það að hann skrifaði um Jón í staðinn. Jón gaf lítið út á það, en Guðmundur hélt áfram að ræða málið og sagði að sér fyndist sjálfsagt að höfundar gerðu með sér samkomulag um að skrifa vel hver um annan og styðja þannig hver annan. Mér blöskraði þessi hugsunarháttur í ung- gæðisskap mínum, en þegar ég nú hugsa um það hvemig höfúndar þjóð- arinnar hafa helst komist áfram fyrir áhrif og lofskrif kunningja sinna, en aðrir verið homrekur, þótt jafn góð- um hæfileikum væm búnir, ef enginn taldi ómaksins vert að leggja þeim Iið, þá skil ég að þetta sjónarmið er ekki annað en það sem almennt er kallað raunsæi, eða með svolítið gamaldags orðalagi: að kóma sér áfram í lífinu. Enginn ritdómur birtist í Tímariti Máls og menningar um Þorpið. Hvernig var það? Hafði ekki verið búið að dæma þetta skáld úr leik? Hvað vildi það upp á dekk? Jón úr Vör kostaði sjálfur útgáfu Þorpsins, eins og fyrr segir, en eitt- hvað var hann í makki við Heims- kringlu (eða Mál og menningu) nokkrum mánuðum eftir útkomu þess, því ég virðist þá hafa tekið að mér einhverja meðalgöngu milli hans og útgáfunnar, að dæma eftir sama bréfi sem að framan greinir sem Jón skrifaði mér frá Svíþjóð 20. jan. 1947, en þar stendur: „Brosandi tók ég fréttum þínum um hina hagsýnu útgefendur vora. Þeir ætla sem sagt að taka allt að sér, ef vel gengur, en láta mig sjá um út- gáfykostnaðinn, ef illa selst. Góðir kaúpsýslumenn." Já, þeir voru sjálfsagt góðir kaup- sýslumenn. En þeir voru líka miklir fýlupokar. Líklega voru þeir ekki vissir um að skáldið væri nógu hollt byltingunni. Það þurfti nýja kynslóð til að Þorpið hlyti viðurkenningu og sú viðurkenning varð ekki öðruvísi en hægt og sígandi. Og til þessa dags hafa sumir þeir sem teljast hafa vit á bókmenntum ekki kunnað að meta Þorpið eða gert það með undarlegri tregðu og sett upp hundshaus, ef átti að gera eitthvert veður út úr því, - kannski vegna hljóðstafanna, jafnvel menn af þeirri kynslóð sem hefði átt að vera næmari eða frjálsari af hefð- inni. Og sannleikurinn er sá, að ef ekki hefði til komið viður- kenning nokkurra málsmetandi mann, Nordals og fleiri, hefði Jón enga uppreisn fengið með þessari bók sinni. Haustmynd eftir Kjartan Guðjónsson. s i ^ Rekstran/örur bjóða nú stofnunum og fyrirtækjum nýja og 1 byltingarkennda lausn til að loka óhreinindin úti. Leitið ■ upplýsinga hjá hreinlætisráðgjöfum og sölumönnum 1 okkar. pL 0 IHMIIIIIIHI Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, Sími: 587 5554 Fax: 587 7116 Ljóðsýning í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af áttræðisafmæli Jóns úr Vör hefur Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn sett upp sýningu á úr- vali Ijóða eftir hann og fylgir hverju Ijóði myndskreyting eftir Kjartan Guðjónsson listmálara. Fjöldi Ijóðabóka liggur eftir Jón úr Vör. Kunnust þeirra er Þorpið sem komið hefur út með myndskreytingum eftir Kjartan Guðjónsson. Nú hefur Kjartan gert myndir við fleiri þorpsljóð eftir Jón. Það eru þær myndir sem eru á sýningunni, sem haldin er íforsal þjóðdeildar Landsbókasafnsins á 1. hæð í Þjóðarbókhlöðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.