Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Skáldið Jðn úr Vör Kristján Karlsson Eitt merkasta skáld okkar á þessari öld „Jón er eitthvert allra merkasta skáld okkar á þessari öld. Þorpið er vissulega tímamótaverk. Eg hef af- skaplega miklar mætur á því, og ekki síður mörgu öðru sem Jón hefur ort eftir það. Jón var fyrstur skálda til að segja alveg skilið við eldri hefðir í ljóðagerð okkar. Það hefur margt gerst síðan, en hann var fyrstur og Þorpið er sígilt verk.“ Vilborg Dagbjartsdóttir Þorpið einstök perla , Jón er í hópi stærstu skálda okkar. Honum verður aldrei fullþakkað fyrir Þorpið sem er einstök perla í íslensk- um bókmenntum. Mér þykir mjög vænt um Jón úr Vör, bæði sem skáld og mann. A sínum tíma tók Jón úr Vör mikinn þátt í félagsstarfi rithöf- unda og ég man hvað hann var af- skaplega viljugur að liðsinna ungum skáldum, lesa yfir handrit þeirra og gefa þeim góð ráð.“ Bragi Ólafsson Smart Ijóðlist „Ég er ekki kunnugur öðrum verk- um Jóns úr Vör en Þorpinu, sem kom út 1946, og þýðingum hans á þremur ljóðum sænska skáldsins Harry Mart- inson, sem birtust í bókinni Erlend nú- tímaljóð árið 1958. Svo þekkir maður náttúrlega ljóðið um vopnaða ffiðinn og hina fleygu stund milli stríða. En þessar tvær bækur geymi ég alltaf á góðum stað í bókaskápnum svo ég þurfi ekki að leita lengi að þeim. Frá því ég fékk nýja útgáfu Þorps- ins í jólagjöf árið 1979 hef ég alltaf kíkt í hana af og til og stundum, þegar svolítill tími hefur liðið síðan síðast, hef ég opnað hana með það fyrir aug- um að athuga hvernig hún hefur elst, eins og ég búist alltaf við að nú sé hún orðin úrelt og hallærisleg. Því á þess- um hröðu tímum, svo ég hljómi svona á svipuðum aldri og afmælisbarnið Jón, eiga skáldverk það til, og ekki sfst íslensk ljóð eftir seinna stríð, að verða hrum langt fyrir aldur fram og ef til vill svoh'tið kjánaleg eða ankannaleg, svo notað sé vinsælt orð meðal eftir- stríðsskáldanna. Kannski á það helst við um texta sem lýsa lífsbaráttunni berum orðum og eiga að hafa það hlutverk að hreyfa við réttlætisvitund lesanda. Ljóðaflokkurinn Þorpið er vissulega ortur með það í huga, en þótt fimmtíu ár séu liðin frá því hann kom fyrst út finnst mér hann enn iða af lífi og hafa frá jafn merkilegum hlutum að segja og hann sagði þá. Þótt yrkisefnið geti vart verið hversdags- legra og framsetningin látlausari er það hin óskilgreinanlega ljóðræna sem gerir þetta að listaverki. Þetta er smart ljóðlist. Þorpið er ein af örfáum ís- lenskum ljóðabókum sem hafa tekið sér bólfestu í huga mínum. Ég óska höfundinum til hamingju með afmæl- ið“ Anton Helgi Jónsson Mynd af vinnu- hörðum lófa „Ljóðmælandi er dularfull persóna sem stundum þarf að hóa í þegar skáldskap ber á góma. Þessari persónu er ætlað að vera einhvers konar tengi- liður milli skáldsins og lesandans, sem oft er feiminn og vill ekki hnýsast í einkamál. Jón úr Vör hefur ort ljóð um sam- band skálds og lesanda; skáldið og lesandinn hittast í hljómi, sem hvorug- ur veit hver hefur slegið. Það er ekki gert ráð fyrir millilið. í öðm ljóði eftir Jón úr Vör kemur fram merkileg fullyrðing. Þar segir: „Vitur, vitur, nei, ég er ekki vitur...“ Ef maður heimfærir þessa fullyrð- ingu upp á skáldið hljómar einkenni- lega að segja, til dæmis á afmælisdegi: Jón úr Vör er ekki vitur. Þetta er útúr- snúningur, og engin kurteisi. Hins vegar finnst mér fullyrðingin geta staðið sem dæmi um eitt einkenni á Jóni úr Vör; hann gefur höggstað á sér. Hann minnir á skáld sem búa í stærri samfélögum og þurfa ekki að gera ljóð sín myrk af ótta við að af- hjúpa sig í fámenninu, vafningalaust talar maður við mann. Og það er óvið- eigandi að kalla til fundarins þriðja aðila. Hvað er að vera vitur? Frægt skáld vestanhafs markaði sér stefnu og sagði: Það er ekki vit í neinu nema hlutum. í ljóði Jóns úr Vör þar sem vitið kemur til tals er því haldið fram að í gegnum skáldið tali borð. Þama birtist annað einkenni Jóns. Hann sýn- ir lesandanum áþreifanlega hluti - og það er vit í heiminum. Þrátt fyrir allt. Ég er ekki nógu gamall til að geta sagt nokkuð um það hvort formið sem Jón úr Vör tileinkaði sér hafi þótt ný- stárlegt fyrr á öldinni. Hitt þykist ég sjá, að ljóð hans eru í eðlilegu fram- haldi af ljóðum 19du aldar skáldsins Þorsteins Erlingssonar. Hann vildi að börn skildu kvæði, vildi hafa málið áreynslulaust og sem næst eðlilegum talanda. Erlendis þykir sjálfsagt mál að bjóða upp á góðskáld í handhægum útgáfum, og á þessum degi sakna ég þess helst að hafa ekki heildarsafns Jón úr Vör í vasabroti. Manni verður stundum orðs vant í raunum hvun- dagsins og þá er gott að geta rétt bók að náunganum. Sjálfum finnst mér það jafnast á við heila sálmabók að geta rifjað upp mynd af vinnuhörðum lófa, sem var lagður á koll um miðja nótt. Sjálfum finnst mér það jafnast á við heila sálma- bðk að geta rif jað upp mynd af vinnuhörðum lófa, sem var lagður á koll um miðja nótt. ■ Afmæliskveðja Jón úr Vör Að hleypa heimdraganum, yfirgefa dal sixm eða þorp og flytja suður sem kallað er, slík hafa orðið örlög stórs hluta þjóðarinnar á þeirri öld sem brátt er liðin. Margir hafa tekið heima- byggð sína með sér á mölina, aðrir freistað þess að skilja hana eftir, þótt misjafnlega hafi gengið. Útkoman er sú, að sennilega er Reykjavík með allra stærstu sveitabæjum í heimi. Enn má víða sjá þúfnagöngulagið, eins þótt þeir sem yngri em, hafi flestir að minnsta kosti reynt að koma sér upp öðmm limaburði. í kreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar, kom piltur einn suður til Reykjavíkur alla leið vestan ífá Vam- eyri við Patreksfjörð. Ekki var þar á ferð fyrirferðarmikill maður. Bar hann enda það nafn, sem alþýðlegast er allra íslenskra nafna. Hér var sem sagt mættur til leiks Jón Jónsson íslands þúsund ára. En til hvaða leiks skyldi gengið? Skemmst er frá því að segja, að Jón Jónsson settist á skáldabekk og hóf að leika með orð, svo sem þar er lenska. Tvítugur að aldri gaf hann út sína fyrstu ljóðabók, undir þeim hógværa titli, „Ég ber að dyrum“. Þetta var árið 1937. Reiknisglöggir menn sjá því í hendi sér, að Jón þessi Jónsson muni vera fæddur árið 1917. Raunar bar fæðingu hans upp á þann 21. janúar það ár og telst hann því áttræður í dag. Ekki er ég svo fróður að vita, hvaða dag bókin „Ég ber að dyrum“ kom út. Hitt veit ég, að þann dag hvarf títt- nefhdur Jón Jónsson sjónum manna. f hans stað kom skáldið Jón úr Vör, en undir því nafni hefur Jón birt öll sín Ijóð. Því má með fullum rétti segja, að Jón sé áttræður í dag en Jón úr Vör sextugur í ár. Hvoru tveggja hlýtur að teljast tilefni nokkurs fagnaðar og um leið íhugunar. Sannast sagna hafa ljóð Jóns úr Vör lítt verið í hávegum höfð undanfarin ár, enda höfundur þeirra ekki bumbus- lagari á markaðstorgum fjárs og frama. Jafnvel mætti ætla, að ýmsir teldu hann ekki hafa skrifað aðrar bækur en „Þorpið". Víst braut útgáfa þeirrar bókar, árið 1946, blað í sögu íslenskrar ljóðagerðar. En þær eru ófá- ar perlurnar, sem Jón úr Vör hefur sáldrað að fótum ljóðaunnenda eftir það. Þetta hefur verið gert af þeirri hógværð sem einkennir jafnt persónu hans sem og list. Svo órofið samræmi er þar milli manns og verka, að með fullum rétti má segja um Jón úr Vör, að hann sé það sem hann yrkir. Slíkt verður aðeins sagt um heilsteypta menn. Við íslendingar lifum nú þá undar- legu tíma þegar yfirborð hlutanna er öllu umfangsmeira en það sem undir býr, hvort heldur er í listum, stjóm- málum eða öðmm greinum mannlegs samfélags. Meðan svo er, munu verk Jóns úr Vör ekki fara víða. En sá dag- ur mun koma í þessu landi, þegar menn verða miklir eða litlir af sjálfum sér og verkum sínum. Þann dag munu ljóð Jóns úr Vör verða vegvísir þjóð- arinnar í leit að þeim verðmæmm sem hún hefur kastað á glæ, en fær ekki lifað án til lengdar. Pjetur Hafstein Lárusson Svo órofið samræmi er þar milli manns og verka, að með fullum rétti má segja um Jén úr Vör, að hann sé það sem hann yrkir. Slíkt verður aðeins sagt um heilsteypta menn. Eins og hafið Stundum eru augu þín eins og hafið, sem veit ekki vilja sinn en er djúpt og breytilegt. Nóttin hefur ofið voð sína milli mín og þín með tvíræðum orðum, uns tíminn verður ekiá lengur mældur, og klukkur heimsins hafa týnt vísum sínum í vetrar hyldýpi þagnar, og fyrir voðum þeim, sem nóttin hefur ofið, siglir þú burt að leita þér óhamingju. Vopnaður friður Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, - og fugl hefur gert sitt fyrsta hreiður og valið því stað í víðu hlaupinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.