Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 JAFNAÐARKONUR - JAFNAÐARKONUR Nú róum við á betri mið og tökum á ný upp okkar skemmtilegu „súpufundi". Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudag- inn 23. janúar n.k. kl. 19-21 á Litlu Brekku í Bankastræti og er yfirskrift hans Úr djupinu. Á boðstólunum verður bæði andlegt og líkam- legt sjávarfóður. Ágúst Einarsson, alþingis- maður og prófessor, flytur fræðsluerindi um sjávarútveg íslands í nútíð, fortíð og framtíð. Eindregið er mælst til þess að allir fyrri fasta- gestir „súpufundanna" mæti - og þeir taki nýj- ar konur með. Næstu fundir eru áætlaðir: 13.2., 13.3., 10.4. og 15.5. Allar konur eru velkomnar! Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna 9 ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar, er óskað eftir tilboðum í frágang fyllinga í lóðir við Skútuvog og nefnist verkið: Fylling í lóðir við Skútuvog. Efnismagn: Gúsarfylling í lóðir alls: 13.000 m3 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 5000 skila- tryggingu. Opnun tilboða: fimmtud. 23. janúar 1997, kl. 14.00 á sama stað. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboð- um í eftirfarandi verk: Staðahverfi, Korpúlfsstaðavegur - Brúnastaðir, gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: 7.5 m götur 314 m 6.5 m götur: 142 m 6 m götur830 m Holræsi: 1.674 m Brunnar: 45 stk. Púkk: 4.070 m2 Mulin ofaníb.: 7.030 m2 Steinlögn: 260 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. september 1997. Útboðsgögn verða afhent frá þriðjud. 21. jan. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 30. janúar 1997, kl. 15:00 á sama stað. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboð- um í endurnýjun Austurstrætis milli Lækjargötu og Póst- hússtrætis. Verkið nefnist: Endurnýjun gatna f Kvos 4. áfangi - Austurstræti. Helstu magntölur eru: Upprif á hellulögn og snjóbræðslu: u.þ.b. 1.700 m2 Jarðvegsskipti: u.þ.b. 500 m3 Snjóbræðsluslöngur: u.þ.b. 6.600 m Hellu- og steinlögn: u.þ.b. 1.600 m2 Granítlögn: u.þ.b. 100 m2 Lokaskiladagur verksins er 7. júní 1997. Útboðsgögn verða afhent frá miðvikud. 22. jan. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 5. febrúar n.k. kl. 14:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Framkvæmdastjórn SUJ Haldinn verðurframkvæmdastjórnarfundur SUJ Fimmtudaginn 23. janúar í Alþýðuhúsinu Reykjavík Hverfisgötu 8-10 klukkan 17.30. Framkvæmdastjóri Eymum Tirsarit oc ■ Dæmigerður erlendur ferðamaður á íslandi Fertugur hvítflibbi Hinn dæmigerði erlendi ferðamað- ur á Islandi er fertugur Evrópumaður. Tveir af hverjum þremur gestum eru karlar, um fjórðungur allra gesta er frá hinum Norðurlöndunum. Yfir 70% þeirra hafa framhalds- eða há- skólamenntun, nær 60 af hundraði vinna svokölluð hvítflibbastörf og hátt í 80% þeitra hafa meðaltekjur og þar yfir. Hver erlendur ferðamaður dvelur hérlendis að meðaltali 12 næt- ur að sumrinu en sjö á haustin. Þetta kemur meðal annars ffarn í niðurstöðum ítarlegrar könnunar, sem Ferðamálaráð gerði meðal erlendra ferðamanna sem hingað komu frá ág- úst til október í fyrra. Könnunin sýnir að yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna sem hingað kom var ánægður með viðtökur og þjónustu hér á landi og langflestir þeirra hyggj- ast mæla með íslandsferð við vini og kunningja. Níu af hverjum tíu vilja koma aftur til íslands. Ymislegt í niðurstöðunum kemur talsvert á óvart, eins og það að um helmingur erlendra gesta að haustlagi kaupir ekki Islandsferðina fyrr en á tveimur síðustu vikunum fyrir brott- ferð og nærri þriðjungur að sumrinu. Flestir ferðamannanna virðast sækja hingað í leit að náttúrufegurð, frið- sæld og hreinleika. Samskonar viðhorfskönnun verður í gangi næstu ár og er ætlunin með þeim að leggja grunn að gagnab;inka sem nýtist þeim sem starfa við ferða- þjónustu. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fyrsti fundur nýkjörinnar flokksstjórnar Alþýðuflokksins verður haldinn þann 25. janúar kl. 12.00 í Gaflinum Hafnarfirði, Dalshrauni 13. Gestur fundarins verður Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins og mun hún ávarpa fundinn kl. 13.00. Allir flokksstjórnarmenn eru hvattir til að mæta á þennan fyrsta fund. Dagskrá 1. SAMSTARF JAFNAÐARMANNA: Verkefnið „Samstarf jafnaðarmanna" Störf viðræðunefndar Frumkvæði ungs fólks 2. FLOKKSMÁL: Flokksskrifstofa og flokksstarf Fjármál Utgáfumál Reglulegir fundir flokksstjórnar 3. TILLÖGUR SEM VÍSAÐ VAR TIL FLOKKSSTJÓRNAR Um aðskilnað ríkis og kirkju Um kjör forsætisráðherra í beinum kosningum 4. ÖNNUR MÁL Um kvöldið verður haidið þorrablót í Fjörukránni. Borðapantanir í Fjörukránni í síma 565-1890. Miðaverð er kr. 2.500. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins. Fundurinn er lokaður öðrum en flokksstjórnarmönnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.