Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 8
í Þriðjudagur 21. janúar 1997 9. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Húsfyllir var á fundinum og mikil stemning. ■ Gróska ætlar að láta til sín taka á ýmsum sviðum Ráöstefnur um það sem er efst á baugi - á hverjum tíma, segir Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnarmaður í samtök- Bryndís Hlöðversdóttir, alþingis- maður var meðal þeirra sem stigu í pontu og vakti ræða hennar mikla athygli. Arðinn til þjóðarinnar Gróska vill framsækni og nefnir margt til að byggja framtíðin á, meðal annars þetta: Stjómmálamenn eiga að sýna ráðdeild og ábyrgð í meðferð op- inbers fjár. Tryggja þarf að arður af sameiginlegum auðlindum þjóðarinn- ar skili sér til hennar. Kvótabraskið hefur leitt til óþolandi eignatilfærslu frá hinum mörgu til hinna fáu. Gróska hafnar flötum niðurskurði, sem hún telur vera merki um heigulshátt. Hún vill fjölbreytt og framsækið mennta- kerfi. Ferðaþjónusta má ekki ganga á landið og auðlindir þess og ákvarðanir um stóriðju verða að taka mið af ímynd Islands sem óspillts og ómeng- aðs lands. Umræða um Evrópumál á að vera opin og fordómalaus og í þeirri umræðu mega slagorð og krafta- verkalausnir ekki gegna lykilhiutverki. í ályktun samtakanna segir einnig: „Okkur ber skylda til að skapa æsk- unni friðsamt, hættulítið, vímuefna- laust umhverfi til að alast upp í, þar sem allir hafa möguleika á að þroska og nota hæfileika sína.” I lokin er vitnað í þessi orð Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi ráðherra: „Ef hófsemi og heiðarleiki, ásamt virðingu fyrir sannleika og réttlæti eru horn- steinar stjómmálalífs verður árangur- inn gott þjóðfélag. Og góður stjóm- málamaður má aldrei gleyma því að mikilvægari en kerfi, mikilvægari en stjómkerfi, mikilvægari en hagkerfi er maðurinn sjálfur." unum Gróska, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks var stofnuð á laug- ardaginn. I yfirlýsingu stofnfundarins segir meðal annars: „Lífið og stjóm- málin eru eitt. Því eiga stjómmál að bera vitni háfeitum hugsjónum og ein- lægum vilja, beisluðum af skynsem- inni einni.“ A fundinum var kosin 11 manna stjóm, sem síðar skiptir með sér verk- um. Lög vom samþykkt og gengið frá málefnapakka, sem frekar verður unni í á næstu dögum. „Markmið okkar er að vera sam- starfs- og umræðuvettvangur okkar jafnaðarmanna og við munum halda ráðstefnur um ýmis málefni sem em efst á baugi á hverjum tíma,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir, einn af ný- kjörnum stjórnarmönnum Grósku, í samtali við blaðamann. „Ráðstefnum- ar verða opnar fyrir alla jafnaðarmenn, en þetta er ekki stjórnmálaflokkur í venjulegri merkingu og það er ekki ætlunin að koma með sérstakt fram- Nýkjörin stjórn, taliö frá vinstri: Hólmfríður Sveinsdóttir, Gestur G. Gestsson, Þóra Arnórsdóttir, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, Steinunn V. Óskarsdóttir, Benedikt Erlingsson, Hreinn Hreinsson, Hrannar Arnars- son, Róbert Marshall, Erla Ingvars- dóttir og Björgvin Sigurðsson. boð til að byija með. Framtíðin leiðir í ljós hvort það verður gert síðar. Ég er mjög ánægð með fundinn, hann tókst vonum framar, það var húsfyllir og þetta var stemningsfund- ur. Ég hlakka til að takast á við kom- andi verkefni í Grósku.“ Til að ná fram réttlæti vill Gróska m.a. að réttur bama til samveru við foreldra sína verði tryggður með stytt- ingu vinnutímans, að aldraðir njóti verka sinna og þeirra réttinda sem þeim ber, hæfni ráði á vinnumarkaði en ekki klíka, flokks- eða ættartengsl og að launaóréttur kvenna verði af- numinn. Til að styrkja lýðræðið vill Gróska jafna atkvæðisréttinn, skerpa greinarmun framkvæmdavalds og lög- gjafavalds, stofnaðar verði sérstakar rannsóknarnefndir alþingis, fjármál flokka verði opinber og stjómmála- menn geri grein fyrir eignastöðu sinni og tengslum við fyrirtæki og hags- munasamtök. Allir þeir sem greitt hafa laun eða verktakagreiðslur á árinu 1996 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali til skattstjóra. Til að tryggja frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri þurfa vinnu- veitendur að afhenda skattstjóra upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakagreiðslur vegna vinnusamninga á árinu 1996. Að öðrum kosti er skattstjórum heimilt að synja um frádrátt vegna slíkra greiðslna, sbr. breytingar sem gerðar hafa verið á 31.gr. skattalaganna. Munið því að skila tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar Launagreiðslur - verktakagreiðslur Launamiðum þarfað skila 21.janúar Formaður Alþýðuflokksins fylgdist grannt með því sem gerðist. Ljósm. E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.