Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 1
JUJTNIUID Miðvikudagur 22. janúar 1997 Stofnað 1919 10. tölublað - 78. árgangur ¦ Fundahrina framundan hjá sáttasemjara. Ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur virðast ekki hafa skilað árangri í þá átt að flýta fyrir samningaviðræðum Duga ekki til að draga fram efnislegar viðræður - segir Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari „Stefnt er á að fyrstu samninga- fundirnir verði á morgun og föstudag- inn", sagði Þórir Einarsson, ríkissátta- semjari, þegar blaðið leitaði frétta hjá honum um stöðu samningamálanna. Sáttasemjari segir að ný lög um stétt- arfélög og vinnudeilur hafi ekki dugað til að draga fram efnislegar viðræð- ur."Málin sem tilkynnt hafa verið eru ekki öll komin hingað, en þau eru nú að koma hvert af öðru". Rafiðnaðarsambandið sleit samræð- um við vinnuveitendur um fyrirtækja- samninga á sameiginlegum fundi for- ustumanna verkalýðssamtakanna við vinnuveitendur. Þar með var slitið samræðum um þennan þátt samninga verkalýðsfélaganna, að minnsta kosti hafa þeir ekki mætt til frekari fundar- halda um málið, hvort sem það er end- anlegt eða í samúðarskyni við Rafiðn- aðarsambandið og verði þá tekið upp aftur, gat sáttasemjari ekki fullyrt um. Nú hafa flest eða 011 félögin sem eru á hinum almenna markaði vísað samningamálun sínum til sáttasemj- ara. I því sambandi var Þórir spurður um hvort þátturinn um samræður aðila í nýjum breytingum á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur nái ekki til- gangi sínum. „Þau virðast ekki duga til þess að kalla fram efnislegar við- ræður". Sáttasemjari var spurður hvernig viðræðurnar færu af stað. „Ætli við förum ekki rólega af stað og látum vinnudaginn nægja, en svo má búast við að hert verði á eftir því sem málin þróast og sjálfsagt verða dagarnir langir áður en lýkur", svaraði Þórir Einarsson. ¦ Ráðhúsið Lestrarhátíð og verðlauna- veiting Samhliða storu norrænu lestrar- keppninni var haldin lestrarmagns- keppni í grunnskólum Reykjavfkur. Mikil þátttaka var í keppninni og grfð- arlega mikið lesið af bókum, að með- altaU jnest í 12 ára bekkjum. Á morgun klukkan 16 verður lestr- arhátíð og verðlaunaafhending í Ráð- húsi Reykjavíkur. Þar verða þeim bekkjum sem lásu að meðaltali flestar blaðsíður veitt sérstök verðlaun. Öll- um nemendur vinningsbekkja er boðið til hátíðarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhendir verð- launin, ávörp verða flutt, kórsöngur, upplestur og kappræður milli stráks og stelpu úr 10. bekk Réttarholtsskóla. ¦ Stjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur íhugar að setja reglur um samskipti við fjölmiðla „Við erum að íhuga hvernig verði komið á framfæri við fjölmiðla þeim fréttum sem við viljum að verði vakin athygli á. Einnig að þegar fjölmiðlar leita frétta af einstökum málum hjá Sjúkrahúsinu sé nokkuð skýrt til hvers á að leita og svo framvegis", sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur í samtah við blaðið. Á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu var lagt fram minnisblað forstjóra Sjúkrahússins um ráðningu upplýs- ingafulltrúa og samskipti SHR við fjölmiðla. Hugmyndin um sérstakan upplýsingafulltrúa fyrir Sjúkrahúsið hlaut ekki undirtektir, en fram- kvæmdastjórn falið að vinna málið áfram. „Hugmyndin um upplýsingafulltrúa fékk ekki stuðning vegna þess að við töldum okkur hafa ýmislegt þarfara að gera við peningana," sagði Kristín. ,J3n eigi að síður töldum við rétta að athuga það vel hvort við ættum að setja reglur um samskiptin við fjöl- miðla og hvernig þær ættu þá að A ÚTSALA ÚTSALA UTSALA 'p ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA KÍKT Á ÚTSÖLU. Á meðan verkalýðsforingjar og vinnuveitendur þjarka um kjarasamninga standa útsölur sem hæst og margir leggja þangað leið sína til að drýgja krónurnar í buddunni. Ljósm. E. Ól. Guðmundur J. Guðmundsson sjötugur Einn litríkasti verkalýðsleiðtogi ís- lendinga á þessari öld, Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar, er sjötugur í dag. Al- þýðublaðið óskar afmælisbarninu innilega til hamingju með daginn og í tilefni afmælisins leitaði blaðið til nokkurra samferðamanna Guðmundar og bað þá að rifja upp minningar frá kynnum sfnum af honum. Meðal þeirra er Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins, og í frásögn hans er að finna þessa sögu: „Sagan segir að á ríkissfjómarárum Gunnars Thoroddsens hafi þau setið saman við borð í þingveislu, dr. Gunnar og Guðrún Helgadóttir rithöf- undur. Þá bar þar að Guðmund jaka og konu hans í dansi. Sessunautunum Gunnari og Guðrúnu varð starsýnt á aðganginn þar til Guðrún fékk ekki orða bundist og segir með undrunar- —C hreim í röddinni: „Hvers konar hreyf- ing er þetta á honum Guðmundi?" Forsætisráðherrann varð hugsi áður en hann svaraði: „Þetta ER verkalýðs- hreyfmgin." -Sjá miðopnu. ¦ Kvikmyndasjóður 90 milljónum úthlutað í dag í dag klukkan 17 verður tilkynnt um úthlutun Kvikmyndasjóðs á styrkjum til kvikmyndagerðar, samtals að upphæð 90 milljónir króna. Aldrei fyrr í sögu sjóðsins hefur jsií'n hárri upphæð verið út- hlutað, en framlag til Kvikmynda- sjóðs var hækkað um 25 milljónir króna við afgreiðslu fjárlaga. Hækkunin rennur óskipt til kvik- myndagerðar. Sjóðnum barst að þessu sinni 161 umsókn um styrki og eru það um 50% fleiri umsóknir en venja er tíl. Flestar umsóknir eru um handríts- styrki fyrir bíómyndir, eða 83 tals- ins. Þá bárust 26 umsóknir um framleiðslustyrki fyrir bíómyndir og 17 umsóknir um framleiðslu- styrki fyrir heimildarmyndir. Ein umsókn barst um styrk til fram- leiðslu á teiknimynd. Uthlutunarnefnd skipa Bjarni Jónsson, Laufey Guðjónsdóttir og Markús Örn Antonsson. ¦ Ekkert virðist þoka ísamningaviðræðum opinberra starfsmanna um nýjan kjarasamning Þeir vilja ræða launastefnu sem ekki er til - segir Ólafur A. Jónsson sem sæti á í stjórn BSRB „Borgarstjórnin vill fara sömu leið og ríkisstjórnin að búa til einhverja launastefnu og vill ræða hana, en vill bara ekki segja hvernig hún á að vera". Þetta sagði Ólafur A. Jónsson, sem á sæti í stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, þegar leitað var eftir upplýsingum hjá honum um hvernig staðan væri í samningamál- um BSRB. „Það virðist enginn í samninga- nefndunum, hvorki hjá ríkinu, Reykjavíkurborg eða Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, vita almenni- lega hvernig þetta á að vera, það á bara að vera einhvern veginn öðru- vísi. Samt vilja þeir ræða það en ekki um kaup og kjör," sagði Ólafur „Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sjálfsagt með samþykki beggja stjórnarflokkanna, kom á viðbótar- launum sem ríkisfyrirtæki geti bætt ofan á laun einstakra manna eftir geðþótta forstjóranna. Vandi ríkisins er nefnilega sá að það er ekki hægt að borga láglaunafólkinu sæmileg laun, þar er talað um þriggja pró- senta hámarkshækkun eins og hjá ASÍ. Forstjórarnir eiga að fá að hygla einhverjum og borga uppbót, án þess að spyrja launadeild, fjár- málaráðuneytið eða nokkurn mann um það. Þarna er stóra stríðið, því að þessu viljum við ekki una. Okkur finnst ekkert að því að fólki séu greidd við- bótarlaun, en við viljum fá samninga um það en ekki að það sé á valdi ein- hverra forstjóra sem vilja láta klóra sér á bakinu", sagði Olafur A. Jóns-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.