Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 ALPVDUBLflÐO 5 Þegar Jakinn á í hlut er neftóbakið er sjaldnast langt undan. fólks verkalýðshreyfmgin með svip- uðum hætti og Guðmundur síðan. Þetta munum við vel sem heyrðum Guðmund tala á 80 ára afmæli Al- þýðuflokksins á Hótel Borg. Hann notaði þá tækifærið til að minnast Héðins og taldi að nafn hans hefði legið í þagnargildi allt of lengi. Eg á eins og aðrir margar minning- ar um Guðmund jaka. Æth þær fyrstu séu ekki frá árinu 1955 þegar Guð- mundur var kommissar Dagsbrúnar við framkvæmd stóra allsheijarverk- fallsins. Þá varð hann þjóðkunnur á einni nóttu sem hinn mikli skelmir borgarastéttarinnar. Maðurinn sem hellti niður mjólkinni fyrir bændum og bar ábyrgð á því að við lá að fresta yrði jólunum. Guðmundur var þá ung- ur maður en fékk á sig dýrðarljóma í augum sumra sem eins konar Fidel Castro er kvaddur var á vettvang með Messað yfir útifundi á Austurvelli. heila öreigasveit að baki ef taka þurfti til hendinni. í augum betri borgara var hann hins vegar eins og hver annar ótíndur skæruliðaforingi sem ógnaði lögum og rétti, gott ef hann var ekki handan við lög og rétt. Af einhveijum ástæðum var Guð- mundur lengi vel innlyksa í söfhuði Einars og Brynjólfs og skrifar reyndar í æviminningum sínum af nokkurri andakt um þá kumpána, þótt ég hafi fyrir satt að hann hafi í reynd alla tíð verið Héðinsmaður. Síðar varð hann viðskila við safnaðarblaðið Þjóðvilj- ann og arftaka rétttrúnaðarins og hefur á seinni árum kannski verið á þeim stað sem hjartalagið skilgreindi fyrir harrn í öndverðu. A seinni árum hefur hann einkum birst almenningi á sjónvarpsskjánum sem þungavigtarmaður verkalýðs- hreyfingarinnar með alvarleg siðferði- leg vamaðarorð um launamisrétti, at- vinnuleysi og vaxandi fátækt mitt í ríkidæminu. I mínum huga hefur Guðmundur ekkert breyst. Hann hefur frá upphafi verið sjálfum sér trúr, einlægur verka- lýðssinni er hefur með ævistarfi sínu reynt að verða öðrum að liði. Ef Guð- mundur væri ögn yngri í dag en hann telst vera þá hefði hann sjálfsagt verið kosinn í Loftkastalanum sem varafor- maður Grósku með bevís upp á bjart- ari framtíð á nýrri öld. Við hugsum hlýlega til hans á sjö- tugsafmælinu og færum honum og fjölskyldu hans heillaóskir með þökk fyrir langan dag. Árni Benediktsson, fyrrverandi formaður Vinnumálasambandsins: Hann fór illa með mig... Það sem mér er minnisstæðast af viðskiptum mínum við Guðmund J. Guðmundsson, sem að langmestu leyti hafa verið góð og skemmtileg, er að hann fór einu sinni illa með mig í kjarasamningum, og því á ég að sjálf- sögðu mjög erfitt með að gleyma. Þetta var á sjötta áratugnum. Eg þurfti að senda eftir umbúðum á um- búðalager Sjávarafurðadeildar, sem var suður í Garðabæ. Dagsbrún var í verkfalli og ég hringdi í Guðmund til að spyija hann hvort hann hefði nokk- uð á móti því að bfllinn með umbúð- unum færi í gegnum Reykjavík. Hann spyr: „Hvaðan koma þessar umbúðir?“ „Sunnan úr Garðabæ“, segi ég. „Umbúðir suður í Garðabæ", segir Guðmundur, ,Jiver er með umbúðir suður í Garðabæ?“ „Sjávarafurðadeild Sambandsins er með umbúðir suður í Garðabæ". ,J9ú, það hef ég aldrei heyrt“, segir Guðmundur. „Suður í Garðabæ? Hvar er það suður í Garðabæ?" „í Silfurtúni“. „Af hveiju ætlar þú að keyra þessar umbúðir í gegnum Reykjavík?", spyr hann. „Ég þarf það ekki endilega", segi ég, „ég get alveg látið bflinn fara um Krýsuvík og upp Grafninginn, en það er bara miklu þægilegra að láta hann fara um Reykjavík. En það skiptir mig svosem ekki miklu máli“. , J9úúú, þetta skiptir þig ekki miklu máli“, segir Guðmundur,, já, þetta skiptir þig ekki miklu máli“, segir hann svona tvisvar eða þrisvar. „Ég skal athuga þetta“. Þar með var þessu símtali lokið. Klukkutíma seinna er hringt í mig frá umbúðalagemum suður í Garðabæ og sagt að því miður fengi ég ekki um- búðimar, vegna þess að Dagsbrún stoppaði alla starfsemina. Eg erfi þetta nú ekki við hann leng- ur. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins og fyrrverandi verkalýðs- leiðtogi og alþingismaður. Hann hvfslaði sjaldan „A sínum tíma var Guðmundur J. eins konar stórveldi innan verkalýðs- hreyfingarinnar, hvert einasta hvísl sem ffá honum kom vakti athygli. Reyndar hvíslaði hann sjaldan, djúp og áhrifamikil rödd hans er öllu þekkt- ari. Okkur Guðmundi tókst mjög vel að starfa saman, við vomm saman í for- ustu Verkamannasambandsins mjög lengi. Það er mjög eftirminnilegt frá þeim tíma hve stöðumat hans var oft gott. Hann hefur varið lífsstarfi sínu til baráttu í þágu þeirra sem bágust kjörin hafa. Eldmóður Guðmundar er lands- þekktur og engum dylst að réttlætistil- ftnning hans er sönn. Hann er hafsjór af fróðleik og oft mjög skemmtileg- ur“. Barði Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samningadeildar Vinnu- veitendasambandsins. Snilli „Einstök gamansemi og frásagnar- snilli". 1 m wf Komist að niðurstöðu ásamt Þórarni V. Þórarinssyni framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. Ásamt arftaka sínum í embætti formanns Dagsbrúnar, Halldóri Björns- syni. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands: Aldeilis afbragðs félagi Það sem kemur fyrst upp í hugann er auðvitað að Guðmundur er aldeilis afbragðs félagi. Hann á sér fáa líka sem sögumaður, þær em ófáar sögum- ar sem við félagar hans höfum heyrt hann segja í áranna rás. Þar á hann fáa jafningja. Guðmundur J. er einn af helstu for- ingjum verkalýðshreyfingarinnar og hefur verið það í marga áratugi og oft verið ráðandi um ýmis stórmál og lausn samninga. Það þýðir ekki að við félagar hans höfum alltaf verið sam- mála honum, það er síður en svo. En það breytir engu um það að Guð- mundur hefur verið einn áhrifamesti forystumaður hreyfingarinnar til margra áratuga. í fljótu bragði kemur ekkert sérstakt atvik upp í hugann til að segja ffá í ijölmiðlum, en hin em mörg sem maður segir ekki ffá nema í þröngum hópi. ■ -----V--------------- QM mottukerfi frá *9Bwl Rekstrarvorum Rekstrarvörur bjóða nú stofnunum og fyrirtækjum nýja og byltingarkennda lausn til að loka óhreinindin úti. Leitið upplýsinga hjá hreinlætisráðgjöfum og sölumönnum okkar. L\viUtu,e.i,vci,u.i‘s, L\eLve.fLLe.lii vvc tiu'ul: atiV aab-i í-m ííuV Vvuí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.