Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 6
ALPYÐUBLAÐÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1997 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum ÍTR og Borg- arbókasafna Reykjavíkur. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: þriðjud. 7. janúar 1997, kl. 14:00 á sama stað. Nú róum við á betri mið og tökum á ný upp okkar skemmtilegu „súpufundi". Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar n.k. kl. 19-21 á Litlu Brekku í Banka- stræti og er yfirskrift hans Úr djúpinu. Á boðstólunum verður bæði andlegt og líkamlegt sjávarfóður. Ágúst Einarsson, alþingismaður og pró- fessor, flytur fræðsluerindi um sjávarútveg íslands í nútíð, fortíð og ffamtíð. Eindregið er mælst til þess að allir fyrri fastagestir „súpufundanna" mæti - og þeir taki nýjar konur með Næstu fundir eru áætlaðir: 13.2., 13.3., 10.4. og 15.5. Allar konur eru velkomnar! Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna Framkvæmdastjórn SUJ Haldinn verðurframkvæmdastjórnarfundur SUJ Fimmtudaginn 23. janúar í Alþýðuhúsinu Reykjavík Hverfisgötu 8-10 klukkan 17.30. Framkvæmdastjóri A-flokkarnir í Reykjanesbæ hafa nú gengiö frá formlegu samstarfi sínu. ■ Samstarf A-flokkanna í Reykjanesbæ Fyrsti sameiginlegi fundur bæjarmálaráðs Fyrsti sameiginlegi fundur bæjar- málaráðs A-flokkanna í Reykjanes- bæ var haldinn á mánudaginn. Auk þess sátu fundinn óflokksbundnir áhugamenn og aðrir stuðningsmenn um samstarf jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ. Kristján Gunnarsson bæjarfulltrúi og formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur setti fund- inn, en Eyjólfur Eysteinsson gerði grein fyrir tillögum undirbúnings- hópsins um framkvæmdanefnd um aukna samvinnu A-flokkanna. Hlut- verk framkvæmdanefndarinnar er meðal annars að skipuleggja fundi Flokksstjórn Al þýðuf I okksins Fyrsti fundur nýkjörinnarflokksstjórnarverð- ur haldinn þann 25. janúar kl. 12.00 í Gaflin- um Hafnarfirði, Dalshrauni 13. Gesturfundarins verður Margrét Frímanns- dóttir formaður Alþýðubandalagsins og mun hún ávarpa fundinn kl. 13.00. Allirflokksstjórnarmenn eru hvattir til að mæta á þennan fyrsta fund. Dagskrá 1. SAMSTARF JAFNADARMAISIIMA: Verkefnið „Samstarf jafhaðarmanna" Störfviðræðunefndar Frumkvæði ungsfólks 2. FLOKKSMAL: Flokksskrifstofa og flokksstarf Fjármál Útgáfumál Reglulegir fundir flokksstjórnar 3. TILLÖGUR SEM VÍSAD VAR TIL FLOKKSSTJÓRNAR: Um aðskilnað ríkis og kirkju Um kjör forsætisráðherra í beinum kosningum 4. ÖNNUR MÁL Um kvöldið verðurhaldið þorrablót í Fjörukránni. Borðapantanir íFjörukránni ísíma 565-1890. Miðaverð erkr. 2.500. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins. um dagskrá bæjarstjórnafunda eða önnur mál sem eru í umræðunni. Að annast fjármál samstarfsins og stuðla að aukinni samvinnu fulltrúa flokkanna í nefndum og ráðum bæj- arins. Ennfremur að annast útgáfu- mál og skipuleggja hverfafundi með íbúum Reykjanesbæjar. Sömu- leiðis að efla tengsl við grasrótar- hreyfingu utan A-flokkanna og annarra sem aðhyllast stefnu jafn- aðar- og félagshyggju. Fjölmargir tóku til máls um til- lögurnar, meðal annarra oddvitar A-flokkanna, þau Anna Margrét Guðmundsdóttir og Jóhann Geirdal. Tillagan var samþykkt samhljóða og lýsti fundarstjóri, Skúli Thor- oddsen, því yfir, að formlegt sam- starf A-flokkanna og annarra jafn- aðarmanna í Reykjanesbæ væri raunveruleiki. Málefnaleg samstaða þessara afla og tengsl þeirra við launþegahreyfinguna í bænum gæti orðið öðrum hvatning til pólitískrar samstöðu og samvirkni í íslensku þjóðfélagi. I framkvæmdanefnd samstarfsins voru kosnir þeir Theódór Magnús- son, Ólafur Thordersen, Eysteinn Eyjólfsson og Sæmundur Péturs- son. Auk þeirra mun einn bæjarfull- trúi af hvorum lista A-flokkanna taka þátt í störfum nefndarinnar. A fundinum var einnig fjallað um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og stilltir saman strengir um þá vinnu sem nú fer í hönd innan sveitarfé- lagsins. Næsti fundur verður í húsnæði Alþýðuflokksins við Hafnargötu þann 3. febrúar klukkan 20.30. 1ÚTB0Ð JAFNAÐARKONUR- JAFNAÐARKONUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.