Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 1
■ Opinberir starfsmenn eru sagðir hafa fengið meiri launabætur en almennir launþegar Liður í að sundra launafólki - segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. „Krafan sem endurómar um allt þjóðfélagið er mjög skýr: Góðærið til launafólks. Þessa kröfu óttast atvinnu- rekendur hvort sem þeir eru einka- reknir eða opinberir. Þeir reyna nú allt sem þeir geta til að sundra launafólki og þetta er liður í því,“ sagði Ög- mundur Jónasson formaður BSRB í ■ Fundi umhverfis- nefndar Alþingis um ál- ver á Grundartanga hef- urveriðfrestað Á málinu verður tekið af fyllstu alvöru segirformaður nefndarinnar „Ég hef ítrekað reynt að ná saman fundi í umhverfisnefnd til að ræða þessi mál, en það hefur ekki tekist vegna þess að nefndarmenn hafa verið upp- teknir við ferðalög og fundar- höld í kjördæmum sínum“, sagði Ólafur Örn Haraldsson, formaður umhverfisnefndar AI- þingis í samtali við Alþýðuhlað- ið. Til stóð að nefndin héldi fund í þessari viku með and- stæðingum álvers á Grundar- tanga, en þeim fundi var aflýst. „Það hefur ekki staðið á mér að reyna að koma þessari um- ræðu af stað, en því miður hef- ur það ekki tekist. Næsti reglulegur fundur nefndarinnar er fyrsta mánu- dag í febrúar og þá verður þetta mál til umræðu. Við munum óska eftir að allir sem hafa eitt- hvað til málsins að leggja komi til okkar, hvort sem það er það fólk sem býr í grenndinni við Grundartanga, fræðimenn, eða aðrir. Við munum kynna okkur öll þau rök í málinu sem við ná- um til. Allar upplýsingar sem menn vilja koma á framfæri við nefndina eru vel þegnar. Þetta er vandasamt mál og á því verður tekið af fyllstu al- vöru“, sagðl Ólafur Örn Har- aldsson, alþingismaður. samtali við blaðið um fréttir þess efn- is, að launakjör opinberra starfsmanna hafi batnað umtalsvert umfram aðra launþega undanfarin tvö ár. „Menn verða auðvitað að reyna að temja sér að hugsa á annan hátt en í prósentum einum. Það verður að skoða þann grunn sem reiknað er út frá. Til dæmis kom fram í nýlegri könnun að skrifstofúkarlar á aimenna markaðnum hafa að meðaltali 147.400 krónur í mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Skrifstofukonur em lægri eða með tæp 111 þúsund. Skrifstofufólk innan Starfsmannafélags ríkisstofnana hefur hins vegar að meðaltali 84.443 krónur. Skrifstofufólk innan BHM er með 113.323 krónur. Svona alhæfingar eins og fram hafa komið hjá VSÍ og nú síðast í leiðara Morgunblaðsins leiða ekki til neinnar vitiborinnar um- ræðu. Enda er tilgangurinn ekki sá, heldur að slá ryki í augu fólks og sundra því. Línurnar í þjóðfélaginu liggja ekki á milli þeirra sem starfa í opinberri þjónustu og hins vegar þeirra sem starfa á almennum vinnu- markaði. Svona umræður eru mjög skaðlegar fyrir þjóðfélagið í heild," sagði Ögmundur. Hann sagði að tilraunir viðsemjenda opinberra starfsmanna til að breyta launakerfinu einhliða væm famar að standa almennum kjaraviðræðum fyrir þrifum. Félögin kæmu með kröfur um kjarabætur en fengju alltaf að bragði gagnkröfur um breytt launakerfi þar sem vægi forstöðumanna og forstjóra er aukið sem og einstaklingsbundinna samninga. „Við höfum sagt að allar breytingar á launakerfi verði að eiga sér stað í samningum," sagði Ög- mundur Jónasson. ■ Alþingi kemursaman á ný á þriðjudaginn Umræða ut- an dagskrár um álver Samkvæmt upplýsingum Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, verða nokkur stór mál tekin fyrir strax í upp- hafi þings, sem kemur saman á ný á þriðjudaginn. Þá verður væntanlega utandagskrárumræða um álver á Grundartanga sem Kristín Halldórs- dóttir af Kvennalista hefur óskað eftir. Af öðrum málum sem Alþingi fjall- ar um á næstunni er 1. umræða um samningsveð og 2. umræða um Landsvirkjunarfrumvarpið. Þá taldi forseti Alþingis vafalaust að beðið verði fljótlega um utandagskrárum- ræðu um samningamálin, þótt enginn hafi beðið um hana ennþá. Þá bjóst Ólafur G. Einarsson við, að fram kæmi stjómarfrumvarp um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélag og um stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar. King slær í gegn í Kópavogi I blaðinu í dag birtum við lista yfir þær bækur sem mest eftirspurn var eftir á Bókasafni Kópavogs á síðasta ári. Listinn ætti að gefa einhverja mynd af vinsældum einstakra bóka og höfunda og samkvæmt honum njóta erlendar spennu- og ástarsögur mestr- ar hylli safngesta. Sjá bls. 4. Stikkfrí og Perlur og svín Úthlutað var úr Kvikmyndasjóði í gær. Tvær hæstu úthlutanir voru veittar til gamanmyndarinnar Perlur og svín og barna- og fjölskyldumyndar- innar Stikkfrí, en íslenska kvikmyndasamsteypan er framleiðandi þeirra beggja. Óskar Jónasson er höfundur handrits og leikstjóri þeirra fyrrnefndu sem fær 18,5 milljónir króna, en Stikkfrí sem Ari Kristinsson er höfundur og leikstjóri að, fær 20 milljónir. Tónabíó framleiðir spennumyndina Spor- laust, sem Hilmar Oddsson leikstýrir eftir handriti Sveinbjörns I. Baldvinssonar og fær 18 milljónir. Vilyrði fyrirframlagi fá Hrafn Gunnlaugsson til framleiðslu myndarinnar Myrkrahöfðinginn, 38,7 millj- ónir, Friðrik Þór Friðriksson til að framleiða Engla alheimsins, 26 milljónir, og Ágúst Guðmundsson 24 milljónir til að framleiða Dansinn. Á myndinni óska þeir hverjir öðrum til hamingju Ari Kristinsson, Óskar Jónasson og Hilmar Oddsson. Ljósm. e. ói. ■ Sóknarnefnd Landakirkju í Vestmannaeyjum og Húsfriðunarnefnd ríkisins hafa átt í sérkennilegri deilu Ljósboginn upp en gólfið niður „Ljósboginn verður settur upp en parketið fjarlægt", sagði Páll Zophoni- asson, byggingatæknifræðingur og sóknamefndarmaður í Vestmannaeyj- um, þegar hann var spurður um mála- lok í nokkuð sérstökum átökum milli sóknamefndar og Húsfriðunamefhdar ríkisins. Mál þetta er allt með all sérkenni- legum blæ og á þá forsögu að ljósbogi var settur upp í kirkjunni árið 1903, en kirkjan sjálf er miklu eldri, komin tals- vert á þriðju öldina. Ljósboginn hafði það hlutverk að bera kerti til að lýsa kirkjuna upp, en hefur auðvitað glatað því hlutverki fyrir löngu. Ljósbogann þurfti að taka niður vegna viðgerða í Landakirkju í fyrrasumar. Síðast liðið haust kom húsfriðunamefnd til Eyja til að skoða kirkjuna. Við skoðunina varð húsfriðunar- nefnd þess áskynja að hervirki nokk- urt hafði verið unnið á kirkjunni; á kirkjupöllum hafði gólf verið lagt dökku harðviðarparketi og hækkað upp að hluta til. Hún átelur vinnu- brögð sóknamefndar við breytingar á kirkjupöllum og krefst þess að parket- ið verði ijarlægt og þá væntanlega að venjuleg spýta verði sett í staðinn. í því efni hefur sóknamefhd ekki kosta völ, hún verður að taka þá kröfu til greina, því að hún styðst við lög, og sagði Páll að það yrði gert næst þegar unnið verður að viðgerðum innanhúss í kirkjunni. En húsfriðunarnefnd vildi meira. Hún vill ljósbogann líka í burtu og mælist til að hann verði ekki settur upp aftur. Hún segir að boginn hafi upphaflega verið einfaldur að gerð, en í seinni tíð hafi verið sett á hann ljós og óvandað skraut, sem líklega þýðir að nefndinni þykir boginn vera ljótur, og að útliti og gerð sé boginn í engu samræmi við byggingarstíl kirkjunnar. f ljósbogamálinu hefur Húsfriðun- arnefnd hins vegar ekki úrslitavald. Ljósboginn er svo gamall að nefndin hefur ekki vald til að banna hann og sóknin er ósammála nefndinni. Meiri hluti sóknamefndar vill hafa sinn ljós- boga og skaut málinu til aðalsafnaðar- fundar Landakirkju, sem haldinn var síðast liðinn sunnudag. Þar var sam- þykkti með 59 atkvæðum gegn 55 að ljósboginn skyldi settur upp aftur. Samkvæmt upplýsingum sem blað- ið hefur aflað sér byrgir ljósboginn sýn milli prests í stólnum og hluta kirkjugesta. Að því hefur verið látið liggja að sumir Idrkjugesta vilji fá að sofa í friði undir predikuninni án þess að prestur sjái til þeirra og svo hinu að sumum sóknarbömunum þyki nóg að heyra í prestinum þótt. Þess vegna fari boginn upp aftur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.