Alþýðublaðið - 23.01.1997, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.01.1997, Qupperneq 2
2 ALPVÐUBLAEX) FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 s k o ð a n i r MÍYUIIIÍIÍDID 21244. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Simi 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Þeim er nóg boðið í DV í gær birtist athyglisverð grein eftir Einar K. Guðfinns- son, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Þar ræðir hann nauðsyn þess að atvinnulífíð hafí sem skýrastar leikreglur sem stjómendur viti að þeir geti búið við í meginatriðum um nokkum tíma í senn. Þetta gildi um efnahagslegt umhverfí sjávar- útvegsins, en þýði á hinn bóginn ekki að engu megi breyta. Séu full efnisleg rök fyrir breytingum beri auðvitað að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan segir Einar K. Guðfinnsson í grein sinni: „Einn galh núverandi fískveiðistjómunar er einmitt sá að hún fel- ur í sér ógnun við stöðugleikann. Neikvæðir fylgifiskar þessa kerfís em orðnir svo himinhrópandi að þeir bókstaflega æpa á breytingar. Eignamyndun í krafti yfirráðaréttar yfir aflaheimild- um stríðir nú orðið gegn réttlætisvitund stórs hóps fólks. Sjó- menn skynja framkvæmd kvótakerfisins þannig að hún sé ógnun við starfsöryggi þeirra og afkomu. Háværar raddir em sífellt uppi frá starfandi útgerðarmönnum og sjómönnum um kvótasvindl og frákast á afla sem svari til gríðarlegra upphæða.“ Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokks á Vestíjörðum um nú- verandi fiskveiðistjómun. Hann bætir raunar um betur og hefur meðal annars þetta að segja um kvótakerfið: „Það grefur undan stöðugleikanum, elur á úlfúð og tortryggni á meðal þjóðarinnar og skapar útgerðinni í landinu í raun óþolandi stöðu. í því felst í raun skelfileg þversögn; því er ætlað að vera rammi um atvinnu- starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja en hefur jafnframt í för með sér ógnun við stöðugleikann.“ Þessi grein er einskonar neyðaróp stjómarþingmanns sem sér að gallar kvótakerfisins em slíkir að þeir æpa á breytingar. Þetta er ákall til forystumanna ríkisstjómarinnar um að þeir láti af villu síns vegar og horfist í augu við þá staðreynd að óbreytt fiskveiði- stjómun mun hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Ekki bara fyrir fylgi Sjálfstæðisflokksins, ekki bara fyrir útgerðarmenn og sjómenn, heldur fyrir alla þjóðina. Verði kerfinu ekki breytt sé friðurinn úti. Einar K. Guðfinnsson sér mætavel í hvert óefni er komið. Hann er ekki lokaður inn í fílabeinstumi með þeim Davíð Oddssyni, Kristjáni Ragnarssyni og Þorsteini Pálssyni. Þeir þre- menningar virðast gjörsamlega slitnir úr tengslum við raunvem- leikann og fólkið í landinu. Þeir kjósa að líta framhjá þeirri óþægilegu staðreynd, að sú gríðarlega eignamyndun sem gjafa- kvótinn færir nokkrum mönnum veldur slíku uppnámi meðal þorra þjóðarinnar, að það getur ekki endað öðm vísi en með eins- konar uppreisn. Það em fleiri sjálfstæðismenn en Einar K. Guðfinnsson sem stinga niður penna gegn því óréttlæti og þeirri mismunun sem ókeypis aðgangur takmarkaðs hóps að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hefur í för með sér. Markús Möller hagfræðingur er ómyrkur í máli í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í gær. Markús segir það brýnasta viðfangsefni íslenskra stjómmála að trygja að dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar skili sem mestum arði og að arðurinn skili sér til almennings. Ríkisstjómin sé nú að bræða með sér einhvers konar þjóðnýtingu á hálendinu. Markús Möller segir orðrétt í grein sinni: „Þegar grannt er skoðað, em rökin fyrir að gefa útgerðinni kvótann ekkert sterkari en rökin fyrir að gefa rútubfistjómm náttúruperlumar, rafverktökum vatns- aflið og pípumm háhitasvæðin. Misræmið í afstöðu ráðamanna hlýtur að þýða að þeir átta sig ekki á hliðstæðunni.“ Þessar blaðagreinar sem hér er vitnað í sýna og sanna að mörg- um sjálfstæðismönnum er nóg boðið. Þjóðinni allri ofbýður ástandið. ■ Barnaskapur Grósku og Kína út og Japan inn Gróska boðar því miður ekki þau tímamót sem ýmsir forystumenn, þar á meðal formenn, í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki vilja vera láta. Máttlaus Gróska I Degi-Tímanum fjallar Birgir Guðmundsson um stofnun Grósku og lýsir yfir vonbrigðum sínum: „Sá sem þetta skrifar er einn þeirra sem fylgst hefur spenntur með ífam- gangi sameiningarumræðunnar á vinstri kantinum með jákvæðu hugar- fari. Meðal annars af þeim sökum kitl- aði það talsvert að heyra í ungliðum jafnaðarmannaflokkanna á Bifröst á sínum tíma sem komu glaðbeittir í út- varp og sögðust vera búnir að finna sér sameiginlegan stefnugrundvöll á einni helgi - vandirin hafi einvörð- ungu verið gömlu foringjamir í fortíð- inni. Önnur sjónarmið Á laugardag gafst síðan tækifæri til að skoða niðurstöðuna, þegar Gróska var stofnuð. Vonbrigðin voru í réttu hlutfalli við væntingamar. Kristín Ást- geirsdóttir talaði um dónaskap hjá unga fólkinu - og það áður en hún var búin að sjá stefnuyfirlýsinguna. Hvað ætli hún kalli þetta þá eftir að yfirlýs- ingin er komin fram? Nánast öllum ágreiningsmálum sem greint hafa að hina ýmsu jafnaðarmannaflokka er sópað undir teppi svo almenns orða- lags að flestir sjálfstæðismenn í land- inu gætu skrifað undir hana án þess að komast upp á kant við landsfundar- samþykktir. Evrópumálin eiga samkvæmt Grósku að fara í þjóðaratkvæði. Ekk- ert frekar er um uppleggið eða út- færslu. Fiskveiðistjómunin er afgreidd með álfka patentlausn. Gróska vill tryggja að „arðurinn af sameiginleg- um auðlindum til lands og sjávar skili sér til hennar en ekki aðeins til fárra einstaklinga." Einhvem veginn finnst manni að bæði Steingrímur J. og Sig- hvatur gætu tekið undir þetta!... Gróska boðar því miður ekki þau tímamót sem ýmsir forystumenn, þar á meðal formenn, í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki vilja vera láta. Það er nánast lítilsvirðing, jafnvel dónaskap- ur við þá sem fylgst hafa með ágrein- ingsmálum jafnaðarmanna að halda því fram. Það er hins vegar ekki alveg rétt hjá Kristínu Ástgeirsdóttur að saka Grósku um dónaskap. Nær væri að kalla það bamaskap." Þarft og óþarft sendiráð I leiðara Dagblaðsins fjallar Jón- as Kristjánsson um nauðsyn þess að stofna sendiráð í Japan og vill jafn- framt leggja niður sendiráð í Kína: „Ríkisstjóm íslands hefur nokkmm sinnum rætt þörfma á íslenzku sendi- ráði í Japan, en fjárskortur hefur staðið framkvæmdum fyrir þrifum. Er þó til sú einfalda og ódýra lausn á málinú áð leggja niður óþarft sendiráð í Kína og nota peningana í sendiráð í Japan... Sendiráð í Japan er þeim mun nauð- synlegra fyrir þá sök, að landið er langt í burtu og þjóðin að ýmsu leyti frábrugðin í siðum og háttum. Við þurfum að leggja okkur fram við að átta okkur á sérstöðu Japana og auð- velda starfsfólki í útflutningi að um- gangast þá af prýði. Japanir hafa einnig þá sérstöðu meðal þjóða Asíu að hafa samið sig bezt að vestrænum stjómarháttum og lagaformum. I Japan gilda formleg lög, en ekki geðþótti valdhafa eins og í Kína. í Japan er farið eftir leikreglum vestræns lýðræðis, viðskipta og mark- aðsbúskapar. Út af fyrir sig er Japan margfalt stærri markaður en við getum sinnt og tekur við vörum, sem ekki seljast á öðrum markaði. Við höfum mikla möguleika á að efla þennan markað og gera það í tráusti þéSsrá'ð 'víð- skiptaumhverfi þar í landi haldist óbreytt um langan aldur. Öðru máli gegnir um Kína. Reynsl- an sýnir, að þar taka valdhafar ákvarð- anir út og suður eftir geðþótta. Reynslan sýnir líka, að það sem gildir í einu héraði, gildir ekki í hinu næsta, af því að víða em mútuþægnir héraðs- höfðingjar, sem taka lítið mark á mið- stjóminni. Þótt sendiráð í Kína geti fengið ráðamenn þar í landi til að undirrita pappíra um viðskiptahætti, hafa slíkir pappírar hvorki gildi utan höfuðborg- arinnar né fyrir ósjálfstæðum dómstól- um, sem fylgja skipunum flokksins. Viðskipti við Kína em því óeðlilega áhættusöm... Með því að leggja niður sendiráð í Kína fæst fé til að stofna og reka sendiráð í Japan, sem nánast allir em sammála um, að sé efst á óskalista kaupsýslunnar." ■ allerí einar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.