Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 ALÞVÐUBLADD 3 s k o ð a n i r Sósíal-hvað? - Samstarf til vinstri 5. grein Greining stjórnmálaflokka og umsagnir um þá rúmast vart í stuttri blaðagrein. Eins má ekki gleyma því að timhyerfis hveija flokksstefnuskrá erú þnrhópar: Virki hluti hvers flokks (túgir 'eða hundruð manna), óvirkir llokksnienn (hundruð eða þúsundir) ogi lóks kjósendur (þúsundir eða fugþúsundir). Hér verða ekki felldir dómar úm flokkana umfram það litla sem sagt hefur verið í fyrri greinum. PaHborð | ■g*JBaiSi3 Ari Trausti fíi iftmi inrlQQnn Hitt er ljóst að áðurgreind pattstaða hvað fylgi og þingvöld snertir hefur verið talin geta leystst með sameiningu flokka eða samstarfi. Á því leikur ekki vaft en þá er líka spurt: Til hve margra nátta skal tjaldað? Hvernig verður búinn til hugmyn- daffæðigrunnur (ekki dægurmálastef- nan ein!) sem dugar til þess að reynsla slíks samstarfs nái að sýna að hagur, hamingja og völd alþýðu manna batni og aukist til frambúðar? Vísast er unnt með umræðum að meitla fram kröfugerð, stefnu og úrlausnarleiðir í nokkrum tugum brýn- na mála sem auðga síður dagblaða: Fiskveiðistjómun, erlendar fjárfestin- ; gar, náttúruvernd. fíkniefnavandinn, menntun, heilbrigðisþjónusta, úrbætur í skattheimtu, o.s.frv. Þannig gæti framboð til þings og sveitstjórna knúið fram samfylkingarstjómir, líkt og R-listann. Þá styrktist staða þessara samtaka út á við og í kerfmu en ávallt reyndi á innri framþróun hugmynda og samstöðu. Þar inn í og þegar strika skal «pp stefnu'ti'l ijarlægari ffamtíðar blandast ávallt hinar breiðu línur. Gmnnhugmyndafræði, heimssýn, afs- taða til heimsatburða, rammi að hagfræði, stjórnsýsluaðferðum og lýðræði, auk kapítalismans sjálfs; ekkert samstarf í stjórnmálum samtímans lifir lengi án vinnu með þessa málaflokka. Ymsar útgáfur sósíaldemókratisma, marxisma, femínisma og jafnvel nýaldarspeki rekast á og þá gildir að stýra og nýta umræðuna en kæfa hana ekki eða gera lítið úr gildi hennar. Á þann neikvæða máta tókst einmitt að slæva verkalýðs- baráttuna á nokkmm áratugum. Stjómmál em ekki “innri vilji” eða brjóstvit. Stjórnmálaumræða grund- vallast á þekkingu og þolinmæði en ekki á orðlist af kappræðugerð og á hroka. Þegar kallað er alls staðar að á aðgerðir til samvinnu í stjómmálum, verður að taka fjölþættar ákvarðanir og grípa til framkvæmda á ólíkum stigum. Til dæmis þarf praktískt sam- starf að geta hafist í einn stað en hörð hugmyndavinna til framtíðar í annan. Bæði Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkur hafa verið “opnir”, þ.e. menn hafa getað stofhað flokksfélög á skjön við meginhlutann. Augsýnilega hefur sú opnun ekki dugað til víðtækrar samfylkingar. Þá eru stefnuskrár svonefndra félagshyggju- flokka svo líkar að þær ættu ekki að hafa staðið í vegi fyrir samfylkingu. Hvað þarf þá til? Svarið er ekki einfalt en á þessum nótum þó: 1. Nýsköpun, endurskoðun og framsetning grunnhugmyndnna og hugsjónanna eins og áður hefur verið minnst á. 2. Skipulagsform sem gerir flokksleysingjum jafnt sem flokksmönnum einstakra samtaka kleift að samsama sig einni heild. Sú heild verður, við núverandi aðstæður, að vera regnhlíf á borð við þá sem Vilmundur Gylfason ætlaði í fyrstu að skapa með litrófi frá hófsö- mum og róttækum krötum, til þjóðle- gra allaballa, óþægra kvennrétt- indafrömuða og sigldra marxista. Með þessu franska líkani ( því má ekki rugla saman við þann gelda kerf- isflokk er varð til úr samfylkingunni sem enn var lífleg uml980) er átt við samtök sjálfstæðra flokka og samtaka sem einnig heimila einstaklingsaðild. Búnar eru til lágmarksstofnskrár, vinnureglur og vinnuáætlanir og ein- faldar stjómarstofnanir. Lykilatriðið er að hafa starfshópa (málefnafélög) sem sinna fjöldastarfi og starfsnefndir sem vinna að því að brúa bil og leiða hugmyndarfræðiumræðu. Þannig gætu regnhlífasamtök styrkst hið innra en um leið orðið “slagkraftig” eins og danskurinn segir og þolað nokkurra ára eða áratuga starf án þess að verða að bastarði Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Samtökum frjálslyndra vinstri manna, Bandalags jafn- aðarmanna, Þjóðvaka og allra þeirra kyrrstæðu fyrirbæra sem ekki hafa getað glætt alþýðuhreyfmguna lífi. Ég sit utan þessara flokka nú og kann ekki að ráða þeim heilt um fyrstu skref. Hitt er svo vart ætlandi að menn séu svo seinir að taka við sér að rjúka verði af stað nokkmm mánuðum fyrir kosningar. Þá mun sviðið helst líkjast sýningarhöll þar sem verið er að tjasla saman stórviðburði rétt fyrir opnun, með aðra hverja gerð ókláraða og hina sanníslensku vertíðarstemmningu yfir öllu saman. Hátimbrað en valt hefur margt verið sem þannig er að staðið. Hæfileg blanda af þýskri fyrirhyggju, ffönskum elegans og íslenskri geggjun er betri. Hitt er svo annað mál og harla mik- ilvægt hvernig samstarf sem þetta þróast. Ekki langar mig til að stuðla að tveggja flokka kerfi á Islandi. Ekki heldur að góðu gengi samfylkingar sem verður á einum áratug að kerfis- bákni er verkar sem gagnrýnislaus fyrirgreiðslustofnun, heimill á fjöld- abaráttu og hyglir helst greifum ís- lensks atvinnulífs. ■ Einkahlutafélagið Gerpir, Hafn- arstræti 20 í Reykjavík, hefur sótt urn leyfi til að byggja 14 hót- elíbúðir, tvær bílageymslur og verslunarhús að Laugavegi 24B. Erindið var kynnt nágrönnum, en þeir voru ekki allir mjög hrifnir af þessu framtaki. Þeir hafa gert ýmsar athugasemdir við þessa umsókn, sem nú bíður afgreiðslu i borgarkerfinu... orrinn byrjar á morgun og þar með bresta þorrablótin á með hrútspungum, hákarli og brennivíni og öðru sem tilheyrir. Hingað til.hafa þorrablótin ekki . flokkastundirguð- ræknisamkomur. En Jón Ragnarsson hót- elkóngur ætlar svo sannarlega ekki að sniðganga kirkjunnar ménn þegar hann blæs til þorrablóts á Örkinni á laugardags- kvöidið. Veislustjóri verður séra Jóna Hrönn Bolladóttir og heiðursgestur blótsins verður séra Heimir Steinsson. Til þessa að létta samkomuna ætla þeir Ómar Ragnarsson og Skari Skrípó að láta að sér kveða á milli þess sem klerkarnir messa yfir blótsgestum... f Ijólablaðið Vísbendingareriróð- leg grein eftir Jakob F. Ás- geirsson um aðdraganda þess að Pétur Benediktsson var gerður að sendiherra í Moskvu. Jakob vinnur nú að ritun ævisögu Pét- urs. í lok greinarinnar í Vísbend- inu segir: „Pétur var lengi ein- samall í Moskvu og leiddist mjög, en um haustið kom loks að- stoðarmaður hans, Pétur Thor- steinsson, siðar sendiherra. Tók Pétur nafna sinum fagnandi, en það hafði verið skilyrði hans þegar hann sættist á að fara til Moskvu að hann fengi að velja sér að- stoðarmann sjálfur. I bréfi til Ólafar systursinnarsagði hann að nafni sinni væri „einmitt þess konar maður, sem vert væri i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson að kjósa til farar með sér á Norður- pólinn." Hann bætti við: „Ég hugsa stundum til þess með skelfingu, hvernig lífið hefði orðið hér, ef Vilhjálmur Þór hefði kos- ið mér aðstoðarmann í sinni eigin mynd!"..." Kraftajötuninn Andrés Guð- mundsson og spjótkastar- inn knái Einar Vilhjálmsson eru nú að undirbúa að halda hér á landi keppni um titilinn sterkasta kona í heimi. Þeir félagar eru um þessar mundir að leita eftir fjár- stuðningi ýmissa aðila til að standa straum af óhjákvæmilegum kostnaði við undirbúning keppn- innar. Eflaust eru margir þess fýsandi að fylgjast með keppninni ef af verður og talið víst að erlend- ar sjónvarpsstöðvar muni ekki láta þennan viðburð framhjá sér fara. Það á svo eftir að koma í Ijós hvort við lumum á einhverri ís- lenskri Magnúsínu Veru til að halda uppi heiðri lands og þjóðar þegar átökin fara fram... Helena Björnsdóttir versl- unarmaður: Hún byrjar auð- vitað árið 2000. Ásgeir Þórðarson um- brotsmaður: Um áramótin 2000/2001 byrjar fyrsta árið á öldinni. Gunnar Ómarsson nemi: Hún byrjar að telja á fyrstu sekúndu nýs árs árið 2000. María Hjálmtýsdóttir vap- pari: Um áramótin 1999 og 2000. Pétur Örn Friðriksson myndlistarmaður: Það er einfaldast að láta hana byrja árið 2000. v i t i m e n n Einn hringdi og ætlaði að fara að sjóða svið - en í hrað- suðukatli og gat ekki skilið hvern- ig hann færi að því að koma þeim niður um stútinn! Þaö eru ótal vandamál sem stúlkurnar í síma 118 eru beðnar að leysa, eins fram kemur í viðtali við þær í DV. Nokkrir hafa reyndar efnast meira á fimmtán árum en dugleg- ustu atvinnurekendur þjóðarinnar hafa gert á heilli mannsævi. Sjálfstæðismaðurinn Markús Möller skrifar um sægreifana, kvótaverð og hlutabréf í Morgunblaðið. Holl lesning fyrir forystu flokksins. Ég mun lýsa því yfir að ég vilji vera með í þessum kosningum og ég fer fram vegna þess að ég hef margt að segja. Ég hef tekið þátt í tvennum biskupskosningum áður og það var hörð barátta, en nú vona ég hins vegar að við berum gæfu til að hlusta hvert á annað. Séra Auður Eir stefnir ótrauð á að taka við embætti biskups eins og sjá má af þessum ummælum hennar í DT. Kostnaðaraðhald hjá stjórnendum í opinberum rekstri er sýnilega minna en hjá fyrirtækjum í sam- keppni á hörðum markaði. Þórarinn Viðar Þórarinsson í Morgunblaðinu í tilefni þess að opinberir starfsmenn hafa fengið meiri launahækkanir en aðrir launþeg- ar landsins. Ég á ekki von á að kjörið nú muni snúast um þá erfiðieika sem eru að baki. Það er mun meiri hætta á hagsmunapoti ólíkra hópa, sem hefur ekkert að gera með guðfræði eða hug- myndafræði heldur einstaka menn, sem meta stöðuna þannig að Reykjavík sé einn póll en landsbyggðin annar. Sr. Sigurður Sigurðsson vígslubiskup um væntanlegt biskupskjör í DT. Hann segist ekki hafa tekið þeim illa sem vilja fá hann í embættið. Ég kaupi og les Dag-Tímann mjög rækilega og ýmislegt les ég þar sem íþróttamenn sennilega lesa ekki eins og til dæmis um tísku, til dæmis um kjóla og fatnað kvenna en það finnst mér forvitnilegt efni. Brynjólfur Brynjólfsson á Akureyri tekur upp hanskann fyrir DT í blaðinu sínu. Greinilega mikill áhugamaður um kvenfatatísku. Eignamyndun í krafti yfirráða- réttar yfir aflaheimildum stríðir nú orðið gegn gegn réttlætis- vitund stórs hóps fólks. Einar K. Guðfinsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum er eins og margir aðrir búinn að fá sig fullsaddann á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. fréttaskot úr fortið Bærinn ákveður að reisa frystihús Utgerðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að óska eftir fjárfestingarleyfí fyrir byggingu hrað- frystihúss í Reykjavík fyrir Bæjarút- gerðina. Á húsið að vera staðsett í vesturhluta hafnarinnar, vera 17.500 rúmmetrar að stærð, 2 hæðir og af- köst 30 tonn á dag (8 st.). Alþýðublaðið 26. janúar 1957.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.