Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 4
T 4 ALPÝÐUBLAÐD b æ i u r FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 ■ Hvaða bækur njóta mestra vinsælda á bókasöfnum? w Ast, spenna & Steinunn Undanfarin ár hefur Hrafn Harð- arson, bókavörður á Bókasafni Kópavogs, haldið lista yfir þær bæk- ur sem mest eftirspurn er eftir á safninu. Listinn yfir vinsælustu bækur ársins 1996 birtist hér og ætti að gefa nokkra mynd af vinsældum bóka og höfunda. Rétt er að taka fram að jólabækur síðasta árs eru ekki á listanum enda em þær rétt að komast í gagnið um það bil sem ár- inu er að Ijúka. Það er hinn geysivinsæli Stephen King sem trónir í efsta sæti listans og erlendir spennu- og ástarsagna- höfundar raða sér í sætin þar á eftir. Steinunn Sigurðardóttir kemur Hjartastað í 8. sæti yfir vinsælustu bækurnar, Grandavegur Vigdísar Grímsdóttur er í 17.-18. sæti, en þær íslensku bækur sem þar koma á eftir em Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson og María eftir Ingólf Margeirsson sem em í 37.-42. sæti ásamt erlendum afþreyingarbókum. Samkvæmt listanum eiga erlendar skáldsögur mun meiri vinsældum að fagna en þær íslensku, en íslensku skáldsögurnar njóta þó meiri hylli safngesta en ævisögur, sem eru furðu fyrirferðalitlar á listanum. Ut- lán ljóðabóka em í dræmasta lagi, og em það helst ljóðabækur ætlaðar böm sem sóst er eftir. Til gamans má geta þess að á Bókasafni Kópavogs voru 161.000 bækur lánaðar út á síðasta ári og áætlað er að gestir safnsins hafi ver- ið um 100.000. Gamli góði Stephen King á þá bók sem mest eftirspurn er eftir á Bókasafni Kópavogs. - GT<-2 .!:! ibíii ..S.'.iir,J I Rekstrarvörur bjóða nú stofnunum og fyrirtækjum nýja og | byltingarkennda lausn til að loka óhreinindin úti. Leitið I upplýsinga hjá hreinlætisráðgjöfum og sölumönnum I okkar. Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavfk, Sími: S87 5554 Fax: 587 7116 Steinunn Sigurðardóttir á vinsælustu íslensku bók- ina, Hjartastað. Fjallganga Tómasar Guð- mundssonar heiilar enn og er sú Ijóðabók sem mestra vinsælda nýtur. Þrjár bækur Þórarins Eld- járns eru á lista yfir tíu vinsælustu Ijóðabækurn- ar. Börnin sækja í bækur Ið- unnar Steinsdóttur en þrjár barnabækur eftir hana eru á iistanum yfir tuttugu vinsælustu ís- iensku bækurnar. Vinsælustu bækurnar 1) Stephen King: Örlög 2) Leona Karr: Lífvörðurinn 3) Laura Gordon: Mánaglóð 4) Merline Lovelace: í hita næturinnar 5) Cassie Miles: Á hálum ís 6) Elane Osborn: Draumsýn 7) Mary Higgins Clark: Vökult er vargsaug- að 8) Steinunn Sígurðardóttir: Hjartastaður 9-11) Linda Howard: Hitabylgjan Emilie Richards: Ástir lans Danielle Steel: Vængir ástarinnar 12-14) Anders Jacobsson og Sören Ols- son: Fleiri athuganir Berts Kim Cates: Verndarenglar Karen Leabo: Út í bláinn 15) M.J. Rodgers: Lykill að fortíð 16) Kay David: Ung og ástfangin 17-18) Mary Higgins Clark: Dansað við dauðann Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7 19-24) Cathy Gille Thacker: Réttarhöldin Rebecca York: Svikin loforð Maris Soule: Ljónshugur Dee Holmes: Barnshvarf Bverly Barton: Flóttamaðurinn Margaret 0’Neil: Hamingjudraumar Vinsælustu íslensku verkin 1) Steinunn Sigurðardóttir: Hjartastaður 2) Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7 3-4 Einar Már Guðmundsson: Englar alheimsins Ingölfur Margeirsson: Maria 5-6) Smári Freyr Jóhannsson og Tómas Gunnar Víðarsson: Ufsilon Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu 7) Karl Sigurbjörnsson: Hvað á barnið að heita? 8) Ólafur Jóhann Ólafsson: Sniglaveislan 9) Einar Kárason: Þar sem Djöflaeyjan rís 10) Iðunn Steinsdóttir: Ævar á grænni grein 11) Böðvar Guðmundsson: Híbýli vind- anna 12-13) Iðunn Steinsdóttir: Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn Guðrún H. Eiríkssdóttir: Röndóttir spóar fljúga aftur 14-15) Hallgrímur Helgason: Þetta er allt að koma Gunnhildur Hrólfsdóttir: Svarta nöglin 16) Kristín Steinsdóttir: Akrakadabra 17) Einar Kárason: Gulleyjan 18) Ólafur Gunnarsson: Tröllakirkja 19-21) Iðunn Steinsdóttir: Snuðra og Tuðra láta gabba sig Jónína Leósdóttir: Þríleikur Súsanna Svavarsdóttir: Skuggar vögguvís- unnar Vinsælustu Ijóðabækurnar 1) Tómas Guðmundsson: Fjallganga 2) Gegnum Ijóðmúrinn 3) Þórarinn Eldjárn: Heimskringla 4-6) Páll J. Árdal: En hvað það var skrýtið Vísnabókin Þórarinn Eidjárn: Óðfluga 7) Vísnabók Iðunnar 8-9) Þórarinn Eldjárn: Litarím Ragnheiður Gestsdóttir: Klappa saman lóf- unum 10) Hákon Aðalsteinsson: Oddrún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.