Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 6
ALPVÐUBLMX) FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1997 k i I ¦ Listvinafélag Hallgrímskirkju Samleikur á óbó, horn og orgel Á sunnudaginn klukkan 17 heldur Listvinafélag Hallgríms- kirk.ju óvenjulega tónleika með samleik á óbó, horn og orgel. Daði Kolbeinsson óbóleikari, Jos- eph Ognibene hornleikari og Hörður Áskelsson organisti Hall- grímskirkju leika fjölbreytta tón- list sem spannar tímann frá bar- okk til rómantíkur. Á meðal höf- unda eru Telemann, Loeillet, Ai- binoni, Saint-Saens, StrauB og Rheinberger. Verkin sem þeir félagar hafa valið til flutnings eru flest upp- runarlega fyrir aðra hljóðfæra- skipan, orgelþátturinn er umrit- un á þætti strengjasveitar eða pí- anós. Um helmingur verkanna er frá barokktímanum. JAFNAÐARKONUR- JAFNAÐARKONUR Nú róum við á betri mið og tökum á ný upp okkar skemmtilegu „súpufundi". Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar n.k. kl. 19-21 á Litlu Brekku í Banka- stræti og er yfirskrift hans Úr djúpinu. Á boðstólunum verður bæði andlegt og líkamlegt sjávaribður. Ágúst Einarsson, alþingismaður og pró- fessor, flytur fræðsluerindi um sjávarútveg íslands í nútíð, fortíð og framtíð. Eindregið er mælst til þess að allir fyrri fastagestir „súpufundanna" mæti - og þeir taki nýjar konur með Næstu fundir eru áætlaðir: 13.2., 13.3., 10.4. og 15.5. Allar konur eru velkomnar! Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna Kristbjörg Kjeld og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. Þjóðleikhúsið í hvítu myrkri Framkvæmdastjórn SUJ Haldinn verður framkvæmdastjómarfundur SUJ Fimmtudaginn 23. janúar í Alþýðuhúsinu Reykjavík Hverfisgötu 8-10 klukkan 17.30. Framkvæmdastjóri Um næstu helgi hefjast á ný sýningar á leikriti Karls Ágústs Ulfssonar, I hvítu myrkri, á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Sýningar hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið, meðal annars yegna meiðsla eins leikarans. í hvítu myrkri var frumsýnt snemma hausts á liðnu ári, sterkt og áhrifamikið verk sem hlaut feiknarlega góðar viðtökur og aðsókn. Sögusvið verksins er ein- angrað sjávarpláss þar sem aðkomufólk verður innlyksa. í aftakaverði eitt vetrarkvöld. Eftir því sem nóttin líður sækja skuggar fortíðarinnar fram í dagsljósið. Leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Þröstur Leó Gunnars- son, Magnús Ragnarsson, Sigurður Skúlason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Leik- stjóri er Hallmar Sigurðsson en höfundur léíkrhyridar dg búninga er Stígur Steinþórs- son. Ásmundur Karlsson hannaði lýsingu. Flokksstiórn A Ibvðuflokksins ¦ ¦ %0 ¦ ml m%#%# m ¦ W ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ Fyrsti fundur nýkjörinnarflokksstjórnarverð- ¦ M W %0 %m ¦ ¦ %# ¦ ml 1W ¦ ¦ ¦%# 2. FLOKKSMÁL: ur haldinn þann 25. janúar kl. 12.00 í Gaflin- Flokksskrifstofa og flokksstarf um Hafnarfirði, Dalshrauni 13. Fjármál Gestur fundarins verður Margrét Frímanns- Útgáfumál dóttir formaður Alþýðubandalagsins og mun Reglulegir fundir flokksstjómar hún ávarpa fundinn kl. 13.00. Allirflokksstjórnarmenn eru hvattirtil að 3. T1LLÖGUR SEM VÍSAD VAR mæta á þennan fyrsta fund. TIL FLOKKSSTJÓRNAR: Um aðskilnað ríkis og kirkju Dagskrá Um kjörforsætisráðherra í beinum kosningum 1.SAMSTARF JAFNADARMANNA: 4. ÖNNUR MÁL Verkefnið „Samstarf jafnaðarmanna" Störfviðræðunefndar Um kvöldið verður haldið þorrablót íFjörukránni. Frumkvæði ungs fólks BorðapantaniriFjörukránniisíma 565-1890. Miðaverð erkr. 2.500. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins. Sigríður Gröndal sópran er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Mozartkvöldinu. Mozartkvöld íGerðubergi í (ili-lhi þess að 27. janúar 1756 kom í heiminn eitt merkasta tón- skáld sögunnar, Wolfang Amade- us Mozart, verða tónleikar í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi að kvöldi þess sama dags. Flytjendur á tónleikunum eru þau Laufey Sigurðardóttir, fiðlu- leikari, Sigríður Gröndal sópran, Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Guðmundur Kristmundsson ví- óluleikari og Richard Talkowsky sem leikur á selló. JBfnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og má nefna að flutt verður úrval laga afmælisbarnsins fyrir sópran og píanó við þýsk, frönsk og ítölsk ljóð. Tónleikagestum gefst kostur á að njóta veitinga að hætti Vínarbúa, en þar bjó Moz- art tíu síðustu ár stormasamrar ævi sinnar. Miðasala er í Gerðu- bergi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.