Alþýðublaðið - 23.01.1997, Side 7

Alþýðublaðið - 23.01.1997, Side 7
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐD 7 m e n n i n g Halldór var að sjálfsögðu maður ótrúlegrar frásagnargáfu og það sagði til sín meðan við ræddum saman. Ljósmynd: E.ól. A Trausti Einarsson skrifar Fáir skáldsagnahöfundar leita jafn markvisst til íslenskrar fortíðar í verk- um sínum eins og Halldór Laxness. Hann velur ekki einungis stað og stund af stakri nákvæmni. Oftast hef- ur hann líka í huga ákveðið tímabil sem hann leggur út af. Því má segja að fáir íslenskir höfundar - ef nokkur - hafi náð því að ögra íslenskri sagn- fræðihefð jafn rækilega og Halldór. Bækur hans eru sjálfsagt umhugsun- arefni fyrir þann sem fæst við það að skrifa sagnfræði, og þannig fór með núg. A meðan ég fetaði mig áfram eftir braut sagnfræðinnar sem nemandi las ég nokkuð rækilega margt af því sem Halldór hefur skrifað og undraðist hve hann náði að fást við ólík tímabil í verkum sínum. A endanum fannst mér ég þurfa að ræða við Halldór og gerði það eitt sinn í síma og heimsótti hann auk þess einu sinni. Mín erindi við Halldór alla tíð snérust um sagnfræði, en það er ein- ungis nýverið að ég hef áttað mig á því að sjálfur átti Halldór erindi við mig og þessi samantekt er til komin til þess að greina nánar frá því. Hall- dór var að sjálfsögðu maður ótrúlegr- ar frásagnargáfu og það sagði til sín á meðan við ræddum saman. Samt er ég fyrst núna að átta mig á því hvað bjó að baki sumu af því sem Halldór var að fara í svörum sínum sem komu mér sumpart harla spanskt fyrir sjón- ir. Áður en ég kem að því er sjálfsagt rétt að lýsa leið minni til Halldórs sem lá um Suðurlandið. Sennilega kemst Paradísarheimt næst því að lýsa því fólki og umhverfi sem stóð mér næst í uppvexti. Enda þótt frænd- fólk mitt fyrir austan missti það oft út úr sér að ég væri borgarbam er þetta víðáttumikla suðurlandsundirlendi sá landshluti þar sem mér fmnst ég eiga fastar rætur. Mikið af þessum prívat- minningum mínum eru sem betur fer ekki horfnar með því fólki sem ég þekkti. Það uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju í byggðasafninu á Skógum hjá Þórði Tómassyni. Þegar ég fór þar í fyrsta sinn í fylgd Þórðar rak ég augun í kunnuglegar ljósmyndir. Þetta reyndust vera lang- amma og langafi, ömmubróðir minn og kona hans. Eg gat því ekki stillt mig um að nefna það við Þórð að þama væri myndaalbúmið mitt. Uppi á vegg! Þórður hélt að ég væri að gera grín að sér og spurði hvort ég hefði eitthvað á móti mannamyndum? Svo ég nafngreindi persónurnar. Þetta færði mig að sjálfsögðu nær Þórði sem sýndi mér rennibekk sem ég man vel eftir úr trésmíðaverkstæði afa míns á Hvolsvelli og var frá enn öðr- um langafa. En Þórður er forvitinn - og kann að fara sínar leiðir til þess að svala sinni forvitni. Einhverju sinni þegar ég átti aftur leið um Byggða- safnið á Skógum með erlenda ferða- menn spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki sýna fólkinu myndina af langafa mínum frammi í anddyri - þetta lét hann sér ekki nægja heldur bætti við: honum Einari Benediktssyni! - Ég varð orðlaus, en sagði svo: Það er naumast hvað þú ert orðinn fróður, Þórður! Stóra-Hof er svo sem ekki langt undan Hvolsvelli. Ekkert man ég eftir því að þessir ágætu sveitamenn mínir hafi lagt mikið út af því. Úr Stóra- Hofi var stór og mikill ofn sem tré- smiðurinn afi minn á Hvolsvelli not- aði til þess að kynda verkstæðið sitt, þegar hann renndi jólagjafir handa af- komendum sínum. Ég man ekki eftir því að Einar Ben og Halldór Laxness hafí verið mikið til umræðu. En ann- að á við um Þorstein Erlingsson, og það stafaði ekki síst af því að Bóel formóðir mín (ljósmyndin á byggða- safninu á Skógum) var einn leikfélaga Þorsteins. Það var einnig Páll frá Árkvöm en sá bær er rétt fyrir innan Múlakot. Þennan félaga var Þorsteinn að syrgja í ljóðinu „Fyrr var oft í koti kátt“. Páll ætlaði að stökkva yfir svonefnt Bleik- árgljúfur. Það var hæna öðru megin og þaðan þótti nokkuð öruggt að stökkva. Páll reyndi hins vegar að fara erfiðari leiðina, missti fótanna (sem sjálfsagt hafa verið litlir) og dó. Þegar formóðir mín Bóel Erlendsdótt- ir var jarðsett hafði hún með sér Gljúfrasteini Þyma eftir Þorstein Erlingsson. Það þótti mörgum undarlegt. Sunnlend- ingum þykir margt undarlegt. Halldór Laxness einskoraði sig ekkert við sunnlendinga í sínum verkum. Það hefur frekar átt við um Ólaf Jóhann Sigurðsson. Hann kemst hreint ótrú- lega nálægt þessu fólki mínu. Það var þessi heimur sem mig langaði til þess að kynnast þegar ég valdi mér efni í kandídatsritgerð við Háskóla íslands. Þetta fátæka samfé- lag bænda á Suðurlandi. Ég er að sjálfsögðu mikið mótaður af þessu fólki. Svo ég hef alltaf litið á þennan landshluta sem mínar heimastöðvar. Mér fannst ég þurfa einhvers konar andstæðu við þessa veröld (landfræði- lega, félagslega og hagfræðilega) og þannig datt ég niður á það að velja mér til umhugsunar erlendar hval- veiðistöðvar á fjörðum landsins. Með þessu móti fannst mér ég líka ná ein- hveiju sambandi við það sem ég vildi læra af franskri sagnfræðihefð. Ég hafði ekki bara kynnst þessari frönsku sagnfræði með því að lesa bækur. Ég var menntaður í frönskum háskóla þar sem þessar aðferðir voru lagðar til grundvallar öllu okkar námi. Allt þetta landfræðilega samhengi einstak- lingsins við umhverfið. Samhengi sem er í senn félagslegt og jafnvel pólitískt. Það ýtti frekai' undir áhuga minn á því að ræða við Hall- dór um þessa hluti að ég fann Henri Pirenne inni á Landsbókasafni merkt- anHKL. Því meira sem ég velti þessu efni fyrir mér því sterkari varð löngun mín að ræða milliliðalaust við Halldór sjálfan. Ég var satt best að segja orð- inn hundleiður á því að hugsa urn það hvernig Halldór Laxness lagði drög að sínum bókum. Það hafði sjálfsagt sitt að segja að ég hafði talað við hann í síma og hann tók erindi mínu afskaplega ljúfmannlega. Greiddi mína götu á margan hátt betur en margir þeir sem ég leitaði til á þessum sama tíma. Hann var einfaldlega úr- ræðabetri. Hann vissi betur um hvað hann var að tala. Hann áttaði sig líka einhvem veginn strax á því að hverju ég var að leita. Leið mín upp að Gljúfrasteini hófst þegar ég var kominn í startholumar með það að gefa kandídatsritgerð mína út á prenti. Það var mjög langt ferðalag um söguslóðirnar, og svo áfram út í heim eftir frekari heimild- um. Mér lá mikið á að rekja mig eftir þessu landfræðilega sem ég hafði fundið í heimildum og sjálfsagt er það ástæða þess að ég missti einhvern veginn af því hve Halldór ræddi mik- ið sín útgáfumál. Hann gerði það afar spaugsamlega. Hann kannaðist ekkert við það að hafa fengið ffá mér skrif- legt erindi en ræddi þess í staðinn hve illa færi oft fyrir bréfum. Hann hefði lengi þurft að standa í bréfasambandi við lögfræðinga í Kaupmannahöfn vegna útgáfumála. Þessi bréf hefðu stundum ekki skilað sér og því virst sem þau hyrfu og á endanum hefði hann þurft að segja upp lögfræðingi sínum og ráða annan í staðinn því fé hefði líka horfið sporlaust vegna glat- Einhverju sinni þegar ég átti aftur leið um Byggðasafnið á Skógum með erlenda ferðamenn spurði hann (Þórður á Skógum) hvort ég ætlaði ekki að sýna fólkinu myndina af honum langafa mínum frammí anddyri - þetta lét hann sér ekki nægja heldur bætti við; honum Ein- ar Benediktssyni! aðra bréfa. Ég var á leiðinni suður til Spánar til þess að athuga heimildir og við ræddum það líka. Þar var ég með- al annars með hugann við annan skáldsagnahöfund því þann heim hafði Guðbergur Bergsson opnað fyr- ir mér og með verkum sínum talið mér trú um það að vel væri þess virði að spekúlera í lífinu við sjávarsíðuna. Þegar ég settist til borðs með þeim Auði og Halldóri Laxness til þess að drekka kaffi og borða lummur kom í ljós að húsmóðirin var óþægilega fróð um uppruna minn - og rétt eins og Þórður á Skógum - skáskaut hún því inn í umræðurnar að forfaðir minn væri Einar skáld Benediktsson. Um- ræðumar urðu heldur vandræðalegar upp úr því. Það má segja að þetta stoppaði vangaveltur Halldórs um út- gáfitmál, og svo erindi mitt um sagn- fræðina og hennar heima og geima. Svo gerðist það um daginn að ég komst að þeirri niðurstöðu að auðvit- að var Halldór með í huga hve mikill munur það væri nú að hafa sendi- menn Islands erlendis með sér þegar verið væri að sinna útgáfusamning- um. í stað þess að styðjast við bréfa- skriftir við einhverja lögfræðinga. Hefðum við Halldór náð að ræða þessi mál út til enda hefði það komið sér vel fyrir mig. Mér bauðst útgáfu- samningur við elsta bókaútgáfufyrir- tæki heimsins fyrir þessa hugleiðingu mína. Reyndar gekk það ekki saman að gefa hana út erlendis hjá háskóla- forlaginu í Cambridge. Sú saga verð- ur ekki rakin hér en endalok þessarar bókar urðu úti í Hollandi á slóðum Is- landsklukkunnar - svo lífshlaup Hall- dórs Laxness hefur haldið áfram að verða á vegi mínum og vona ég að svo verði áfram. Einhvem veginn held ég að Halldór Laxness hafi alla tíð átt í erfiðleikum með grallarann í sjálfum sér (eins og svo margir aðrir). Það hafi ráðið ferð- inni þegar hann tók þann forföður minn til bæna sem þau Þórður á Skógum og Auður Laxness vitnuðu til. En sem betur fer fást fleiri við sagnfræði en ég, og ætla ég að leyfa mér að vona að kollegar mínir grafist nú fyrir um það í heimildum hvaða brögðum sá beitti við sína þekktustu sigra. Heimildir hljóta að geta skorið úr um það. ■ Höfundur er sagnfræðingur

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.