Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 1
■ Miðstjórn ASÍ lýsir því yfir að stjórnarmaður sem tók sæti í nefnd um landbúnaðarmál sé þar ekki á vegum ASÍ Sit þar ekki sem fulltrúi ASÍ ■ Hvalveiðinefnd sjávarútvegsráðherra skilar áliti á næstunni Leggur til að hval- veiðir verði leyfðar -segir Björn Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri og segist sitja í nefndinni sem neytandi. „Það er rétt að ég tók sæti í nefndinni," sagði Björn Snæbjörns- son í samtali við Alþýðublaðið. „Ég er neytandi í þessu landi og skorast ekki undan því.“ Ráðherra hefur skipað Bjöm sem fulltrúa neytenda í nefnd um land- búnaðarmál, sem Alþýðusambandið hefur dregið fulltrúa sinn úr, en Björn á bæði sæti í miðstjórn og sambandsstjórn Alþýðusambands- ins. „Ég er þama inni sem einstak- lingur og er sjálfur úr blómlegu landbúnaðarhéraði, en sit þar ekki sem fulltrúi Alþýðusambandins eða Einingar," sagði Bjöm. Sambandsstjórn ASÍ samþykkti á fundi í nóvember að draga fulltrúa sína úr öllum nefndum landbúnað- arins vegna óánægju með störf nefndanna. „Það var ákvörðun sambands- stjórnar að draga sig úr þessum nefndum, en ég var sjálfur á móti og greiddi atkvæði gegn því. Það kemur þessu máli hinsvegar ekkert við. Ég vildi sjálfur gera að tillögu minni að fresta úrsögninni um eitt ár og sjá hvort ekki miðaðist áfram,“ sagði Björn Snæbjömsson. Sambandsstjórnin hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Sam- bandsstjórn ASf lýsir því hér með yfir að viðkomandi fulltrúi er ekki talsmaður sambandsins í landbún- aðarmálum og störf hans þar því á ábyrgð hans sjálfs og þess ráðherra sem skipaði hann.“ „Ég er feginn að þessi tillaga kom fram á fundinum og greiddi henni sjálfur atkvæði mitt. Menn vildu einfaldlega hafa þetta á hreinu og í samþykktinni felst eng- in vandlæting og það er enginn ágreiningur í gangi," sagði Björn Snæbjörnsson. ,Ég er að bíða eftir skýrslu nefndar- innar sem sjávarútvegsráðherra skip- aði í málið, hún er víst alveg að koma og ég ætla að sjá hvað ráðherra gerir í framhaldi af henni,“ sagði Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Vesturlandi í samtali við Alþýðublaðið. Guðjón er eindregið þeirrar skoðunar að hefja beri hval- veiðar á nýjan leik. Hann var spurður hvort hann vissi hverjar niðurstöður neíhdarinnar em. „Nei, ég veit það ekki, en mig grun- ar að lagt sé til að veiðarnar verði teknar upp aftur. Ef svo er, geri ég ráð fyrir að ráðherra leggi fram þings- ályktunartillögu þess efnis. Það er auðvitað miklu betra að tillagan komi ffá ráðherra. Ef hún kemur ekki þaðan tel ég víst að ég og aðrir þingmenn sem hafa áhuga á málinu leggjum fram tillögu um að veiðamar hefjist að nýju“, sagði Guðjón Guðmundsson. Björn: Ég er neytandi og skorast ekki undan því. Þú færð meira lyiir minna verð Þorrabakki, 350 gr. Þorrabakki ósúr, 350 gr. Ömmu- rúghrauð Ömmu llatköhur Octkerl Hartöfiumús. 220 gr. Egils Pilsner 0,5 Itr dós Egils Bergratn Egils KrislaH m/sítrónubragði Egils Kristall m/cplabragði Egils íóborg léttöl 0,5 Itr dós og gæðin koma í ljós

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.