Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 s k o ð a n i r A1ÞYBIIBU91D 21245. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Stórátak gegn reykingum Tóbaksvamamefnd vinnur nú að áætlun um skipulagðar að- gerðir til að draga úr tóbaksreykingum. Nefndin hefur fengið 31 milljón króna til ráðstöfunar á þessu ári sem er stóraukið framlag frá því sem áður var. Markmiðið með þessu aukna fjárframlagi ríkisins er að draga úr reykingum allra aldurshópa og stuðla að því að sem fæstir ánetjist tóbaksfíkninni. Þetta á meðal annars að gera með því að virkja skóla og nemendur þeirra í baráttu gegn reykingum. Það er afar áríðandi að koma í veg fyrir að böm og unglingar byiji að reykja, því mörgum reynist erfitt að hætta tób- aksreykingum eftir að hafa ánetjast fíkninni. Betra er heilt en vel gróið segir máltækið. Þá mun tóbaksvamamefnd leggja áherslu á rétt fólks til reyklauss umhverfis og hvetja það til að standa á þeim rétti. Unnið verður að því að þrengja að tóbaksreykingum og fjölga stöðum og svæðum þar sem reykingar em bannaðar. Ennfremur verður lögð áhersla á að hjálpa fólki til að hætta að reykja. Aðgerðimar sem nefndin beitir sér fyrir verða í formi áróðurs og margvíslegrar fræðslu sem tekur mið af þeim aldurs- hópum sem hún á að höfða til. Það er mjög þarft framtak að efla baráttuna gegn tóbaksreykingum eins og kostur er. Það er löngu sannað að reykingar em afar heilsuspillandi. Fyrir utan veikindi og þjáningar þeirra einstaklinga sem veikjast af völdum reykinga kosta þær reykingafólk stórfé og samfélagið allt geldur fyrir skaðsemi tóbaksins. Betra líf án tóbaks er staðreynd. Ungur og dugmikill maður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tóbaks- vamamefndar og er honum óskað velfamaðar í kreíjandi starfi. Baráttan gegn ofbeldi Ríkissjónvarpið er með dagskrárliði þessa viku þar sem fjallað er um ofbeldi í samfélaginu. Þetta er þarft framtak. Daglega ber- ast íréttir um ofbeldisverk sem framin hafa verið og möig þeirra mjög hrottaleg. Oftar en ekki tengjast þessi ofbeldismál neyslu vímuefna og virðist hending ráða því hvert verður næsta fómar- lamb ofbeldismanna. Það er kominn tími til að skera upp herör gegn þvx ruddalega ofbeldi sem farið er að gæta í sívaxandi mæli. Opinber umræða um ofbeldi og afleiðingar þess er einn þáttur þess að skilgreina þann vanda sem við er að etja. Refsingar fyrir alvarlega ofbeldisglæpi svo sem nauðganir em oftar en ekki alltof vægar. Á sama tíma og dómstólar taka hart á ýmis konar auðgun- arbrotum hafa nauðgarar og aðrir ofbeldismenn hlotið mjög væga refsidóma. Einn liður í því að hamla gegn því hrottafengna of- beldi sem ógnar lífi og limum borgaranna er að þyngja dóma fyr- ir ofbeldisbrot. Ekki þarf að breyta lögum til að þyngja dóma fyr- ir þessi afbrot því refsiramminn er nú þegar nægilega rúmur. Dómarar verða að taka mið af kröfu samfélagsins í þessu efni. Það er ekki líðandi að margdæmdir árásarmenn gangi lausir eftir nokkura vikna fangelsun og glotti framan í fómarlömb sín. Þá er mjög bfynt að allur almenningur sé vel á verði gegn kynferðis- legu ofbeldi gagnvart bömum. Nú situr maður í gæsluvarðhaldi Akureyri sem hefur játað á sig slíka glæpi. Sá maður lá undir gmn um slíkt athæfi í öðmm landshluta en sannanir vom ekki taldar nægja til málshöfðunar. Þessi mál em viðkvæm og vand- meðfarin, en umfram allt verður að leggja áherslu á að try'ggja ör- yggi bama sem kostur er og vemda þau fyrir ofbeldi sem getur eitrað líf þeirra í framtíðinni. Þjóðin verður að taka höndum sam- an í þeim efnum. ■ Ný vídd í byggðastefnu í Þjóðvakablaðinu skrifar Svan- fríður Jónasdóttir grein sem fjaliar meðal annars um könnun sem leiddi í Ijós að verðlag á matvöm er mun hærra á Islandi en í Evrópu: „Út frá peningasamanburðinum er merkilegt að skoða skýrsluna um framfærslukostnað heimilanna. Þar er nefnilega staðfest að landsbyggðin er ekki ein og að samanburður á nótun- um landsbyggð/höfuðborgarsvæði er í raun fráleitur. Allt eins mætti bera saman einstök hverfi höfuðborgar- svæðisins og ýmsa staði úti á landi. Það kemur nefnilega í ljós að þegar litið er til kostnaðar við húsnæði standa ýmsir staðir úti um landið mjög vel að vígi og gera betur við sitt fólk en Reykjavík. Odýr hitaveita er mun víðar á landinu en á höfuðborgar- svæðinu þó annað mætti oft skilja af umræðunni. Önnur sjónarmið Matarverð skiptir miklu fyrir fjöl- skylduna. Verðkannanir sýna að þau svæði landsins sem njóta þeirrar sam- keppni sem hlýst af nálægð lágvöru- verslananna Bónus og Nettó koma best út. Niðurstöður nefndarinnar eru að um 80 prósent landsmanna eiga greiðan aðgang að slíkum verslunum. Þeir neytendur sem ekki njóta sam- keppni í verslun vegna fjarlægðar frá aðajverslunarsvæðunum, eða versla í minni verslunum ýmist í hverfum Reykjavikur eða úti um landið, greiða hinsvegar um það bil helmingi hærra verð fyrir sínar nauðþurftir. Ný vídd í byggðastefnu Hér stöldrum við við og veltum fyr- ir okkur leiðum til breytinga og frekari jöfnuðar. En þá rekumst við á annan samanburð, það er samanburðinn við ESB-löndin. Þá kemur neíhilega í ljós að á þessum útkjálka Evrópu, sem ís- land vissulega er, er verðlag matvöru um það bil helmingi hærra að meðal- tali en í hinum löndunum á hinu evr- ópska efnahagssvæði. Kostnaður við húsnæði hinsvegar fjórðungi lægri og munar þar um orkuna. Það þekkja hinsvegar allir að matvaran vegur mun þyngra í búreikningum íjölskyldunnar og því þyngra hlutfallslega sem launin eru lægri. Allur samanburður á lífs- kjörum, menntun og möguleikum fer nú fram á þessum tveimur sviðum; innanlands, og svo við önnur lönd eða landssvæði. A sama tíma og okkur má vera það ljóst að sú byggðastefha sem rekin hefur verið undanfama áratugi hefur ekki komið í veg fyrir mjög miklar breytingar í byggð landsins er það að renna upp fyrir okkur að ný vídd er komin í byggðaumræðuna. Víglínur hafa færst til. Spuming næstu áratuga verður ekki einasta hvar á ís- landi unga fólkið sest að og finnur kröftum sínum viðnám eða menntun Þannig er ísland að ákveðnu leyti að færast í hlutverk útkjálkans, landsbyggðarinnar, gagnvart Evrópu og umheiminum. sinni og þekkingu farveg. Spumingin verður ekki síður í hvaða landi. Þann- ig er Island að ákveðnu leyti að færast í hlutverk útkjálkans, landsbyggðar- innar, gagnvart Evrópu og umheimin- um. Lærum af reynslunni Hvaða lærdóma ber þá að draga af reynslunni af byggðastefnunni? Út á hvað gekk hún í raun? Ef litið er á út- lán, styrki og töp Byggðastofnunar kemur í ljós að fnikill fneirihluti gékk til hefðbundinna atvinnugreina; í raun til þess að viðhalda óbreyttu ástandi og þá óbreyttum valdahlutföllum. Hvar var stefnumótun um stuðning við nýja tækni og möguleika og hvar var henni fylgt eftir? Hvar vom hinir spennandi valkostir fyrir ungt fólk með menntun á sviði tækni og við- skipta? Komst það að í hinum þrönga heimi hefðbundinna atvinnugreina þar sem samkeppni hefur verið afar tak- mörkuð og á sumum sviðum alveg bönnuð? Hvar var áherslan á menn- inguna? Ekki bara þá íslensku eða al- þjóðlegu, heldur einnig og ekki síður þá menningu sem gerir Skagfirðing að Skagfirðingi og Vestfnðing að Vest- fnðingi þannig að við mættum vita, í veröld á hverfandi hveli, hvar rætur okkar liggja og þar með haft jarðsam- band hvar svo sem við settumst að. Sókn fyrir landsbyggð - > sókn fyrir ísland Eg hef skrifað margar greinar úm aðstæður og möguleika fólks á lands- byggðinni. Aðallega til að benda á þá möguleika sem ég hef alltaf séð til sóknar. Ekki bara af því að sókn sé besta vömin heldur hafa alltaf verið mörg góð sóknarfæri. Þau breytast með nýrri tækni og bættum samgöng- um. Og ekki síst hefði það áhrif ef sámkeppni ’ýrði' áúkin' í 'okkát'' úndir- 'S,töðuatviiirmvegum;i a&afoíðastöðv- amar í landbúnaði gætu sérhæft-sig og keppt um viðskiptavini; að aukið framboð á fiskmörkuðum gæfi fleirum möguleika á að sýna hvað í þeim býr; að sérstaða bæði í atvinnulegu og menningarlegu tilliti fengi að njóta sím Ég er sannfærð um að það sama gildir þegar farið verður í alvöru að ræða um stöðu íslands gagnvart Bvr- ópu og Evrópusambandinu; kosti þess og galla að standa fyrir utan eða vera innan; kosti þess og galla að búa hér eða þar. Ef umræðan verður áfram á því plani sem núverandi stjómvöld kjósa, og ríkisstjóm sérhagsmunanna, sem passar hagsmuni þeirra sem telja sig eiga landið og miðin, fær að sitja áreitt við völd þá óttast ég að þróunin gagnvart útlöndum verði svipuð og verið hefur hér innanlands við fram- kvæmd svokallaðrar byggðastefnu sem nú er lýst gjaldþrota." ■ gallerí einar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.