Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 leikskólakennari og hefur því starfað með bömum allt sitt líf. Eftir að hún hætti störfum hefur hún æ meir snúið sér að leikbrúðgerð og semur hún sjálf allan leiktexta. Brúðumar hennar em litríkar, margvíslegar að gerð og lögun og á einfaldan hátt skapar hún persón- ur gjarnan úr efnisbút eða sjölum. Þetta gerir hún fyrir ffaman bömin en þau taka auk þess þátt í sögunni. Laugardaginn ellefta janúar var opnáð sérstakt leikherbergi íyrir böm í kjallara hússins og bætir það mjög að- stöðu bama til að sækja húsið heim. Haldin var samkeppni um nafn á her- bergið og varð Barnahellirinn fyrir valinu. Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum, meðal annars munu bama- bókahöfundar koma og lesa úr verk- um sínum og sýnd verða myndbönd eftir þekktum bamasögum til dæmis Múmínálfunum. Hægt er að hringja í Norræna húsið og fá dagskrána senda heim en ókeyp- is er á alla dagskráliði fyrir böm. ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf Verkakvennafé- lagsins Framsóknar fyrir árið 1997, og er hér með auglýst eftirtillögum um félagsmenn í þessi störf. Fresturtil að skila listum ertil kl. 12.00 á hádegi föstudag- inn 31. janúar 1997. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra fé- lagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipholti 50 A. Stjórnin Menningarsjóður Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menning- arsjóði skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðn- ing annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum til stjórnar Menningarsjóðs, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 28. febrúar 1997. Umsókna- reyðublöð fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins. Stjórn Menningarsjóðs ■ Dagskrá fyrir börn á sunnudag í Norræna húsinu Brúðuleik- hús fyrir börnin Sænska brúðuleikkonan Eva Ljung- ar frá Helsingborg í Svíþjóð verður með Brúðleiksýninguna Hampus og eggið fyrir yngstu kynslóðina í fund- arsal Norræna hússins klukkan tvö á sunnudag. Leikritið er eftir hana sjálfa og eins hefur hún gert allar brúðumar. Hún blandar saman íslensku og sænsku í sýningunni svo að áhorfend- ur ættu að eiga létt með að fylgjast með framvindunni. Eva er fyrrum Þorgrímur Þráinsson og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra kynna nýtt átak gegn reykingum. ■ Stóraukið átak í tóbaksvörnum Höldum uppi sýnilegum áróöri gegn reykingum - segir Þorgrímur Þráins- son framkvæmdastjóri tóbaksvarnarnefndar „Krakkarnir vita ekki að stjörnunum sem reykja í kvikmyndum er yfirleitt borg- að fyrir að halda á sígarettunnni af ein- hveijum tóbaksframleiðanda. Það er ekkert víst að þessi tiltekni leikari reyki daglega og meira að segja heldur ósennilegt, vegna þess að það er nauðsynlegt íyrir leikara að hugsa vel um heilsuna," sagði Þorgn'mur Þráinsson framkvæmdastjóri tóbaksvamar- nefndar í samtali við Alþyðublaðið. Tóbaksvarnanefnd og heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynntu í gær áætlanir um stóraukið átak Móbaksvömurti."Fram- lag til þeirra hefúr nær fjÓFfaldast í ár.frá því sem verið hefur undanfarin ár, eða úr 8 milljónum króna í 31 milljón. Þorgrímur Þráinsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri tóbaksvamamefndar. „Mér finnst skipta máli að hafa uppi sýnilegan áróður í dagblöðum, sjónvarpi og víðar, þar sem höfðað er úl ólíkra hópa, til dæmis að vekja fólk tii umhugsunar á rétti þess til reyklauss umhverfis á opinber- um stöðum. Önnur herferð gæti miðað að því að réttur barna á.reyklausu umhverfi verði virtur og þriðjá herferð'giiti’ verið hræðsluáróður, staðreyndaupþlýsingar nm hvað reykingar hafa í för með sér. Aætlanir í framhaldsskólunum verða ekki eins sýni- Fundur í verkalýðsmálanefnd Fundur verður haldinn í verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins á laugardaginn fyrir fund flokksstjórnar. Fundur nefndarinnar hefst í Gaflinum að Dalshrauni 13 í Hafnar- firði klukkan 10 á laugardagsmorgun. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fyrsti fundur nýkjörinnar flokksstjórnar verð- ur haldinn þann 25. janúar kl. 12.00 í Gaflin- um Hafnarfirði, Dalshrauni 13. Gestur fundarins verður Margrét Frímanns- dóttir formaður Alþýðubandalagsins og mun hún ávarpa fundinn kl. 13.00. Allirflokksstjórnarmenn eru hvattirtil að mæta á þennan fyrsta fund. Dagskrá 2. FLOKKSMÁL: Flokksskrifstofa og flokksstarf Fjármál Útgáfumál Reglulegir fundir flokksstjórnar 3. T1LLÖGUR SEM VÍSAÐ VAR TIL FLOKKSSTJÓRNAR: Um aðskilnað ríkis og kirkju Um kjör forsætisráðherra í beinum kosningum legar, en þar viljum við virkja nemendur úl að bæta ástandið í eigin skóla,“ sagði Þor- grímur, „Nú hefur verið sett á stoln nefnd til að vinna í grunnskólunum. Við viljum að all- ur skólinn verði miklu meiri þátttakandi í slarfinu. Við viljum vinna markvisst að því að ala upp reyklausar kynslóðir með for- vamarstarfi. Persónulega finnst mér mikil- vægast að reyna að koma í veg fyrjr ;iö krakkar byrji að reykja, heldur en.að.öypa miklu púðri í að fá gamlan hund til aíksdtj- ast. Við þurfum að nálgast aldurshöpána með ólíkum hætti, þannig tel ég ekki að rétt sé að tala við 11 til 12 ára krakkii á sama hátt og þau sem em orði 15 eða 16 ára. Núna er verið að búa lil skipulag sem tekur gildi næsta haust með þátttöku Krabbameinsfélagsins og fleiri. Hún miðar að því að vinna inni í skólunum og ná til yngslu nemendanna og fylgja þeim svo áfram upp í gegnum skólann, þannig að þeir fái á hveiju ári áróður sem byggir ofan á það sem þeir fengu árið áður. Með þessu hælti vonumst við til að þegar nemandinn kemur í framhaldsskóla hvarfli ekki einu 1. SAMSTARF JAFNAÐARMANNA: Verkefnið „Samstarf jafnaðarmanna" Störf viðræðunefndar Frumkvæði ungs fólks 4. ÖNNUR MÁL Um kvöldið verður haldið þorrablót í Fjörukránni. Borðapantanir í Fjörukránni í síma 565-1890. Miða- verð erkr. 2.500. Nánari upplýsingar veittará skrif- stofu Alþýðuflokksins. sinni að honum að fá sér reyk. Mér finnst líka brýnt að vinna meira með íþróttahreyfingunni, þannig að þjálfar- ar yngri flokkanna reyni ekki eingöngu að gera krakkana að betri íþróttamönnum, heldur uppfræði þau líka um skaðsemi tób- aks og vímuefna. Mig langar líka til að vinna litla sigra á ýmsum stöðum. Til dæmis má nefna að þegar fólk kemur úl úr reyklausri ílugvél fer það inn f reykský í flughöfninni, í leik- húsunum er leyfl að reykja í hléi og sama gildir um marga staði um allt land, sem ástæða er til að gera reyklausa", sagði Þor- grímur Þráinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.