Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 S ALÞÝÐU BLAÐIÐ a 7 a WAIþýðublaðið heldur áfram að birta kafla úr merkri endurminningabók dr. Jóns Stefánssonar Úti íheimi. í þetta sinn segir frá heimsókn Jóns til leikritaskáldsins Ge- orge Bernard Shaw sem þá vantaði sex ár í aldarafmælið og var enn spriklandi af fjöri r „Eg hef alltaf verið útlendingur á Englandi" Ég kom á fundi í Anglo-Norse Society (ensk-norræna félaginu) í London og hélt þar nokkra fyrirlestra. Bernard Shaw hafði ritað bók, sem hann, nefndi The Quintessence of Ib- sen, pg var Shaw boðið þar á Ibsen- fun3, endá fengirin fil þess að tala um Ibsen. Ég var boðinn á þennan fund og var ég Shaw ekki samdóma um norska risann. Ég stóð því upp og tal- aði. Ég hóf ræðu míria þannig: „I join issue with Mr. Bernard Shaw on Ibsen...“ Allir Norðmenn sem þarna voru staddir héldu að ég ætti við það að ég væri Shaw samdóma en „to join issue“ þýðir að hafa gagnstæða skoð- un. N.or.ðmenn, sem búið höfðu í LondQniáTOm,fiaman„rista^kki dýpra ijen iSVa 'Lflnsfeunni'iað'þéir misskildu mig. Ég reyndi að sýna að Ibsen væri allt annar maður en Shaw vildi vera láta. „Den, som staar alene er sterkest," segir Ibsen. Hann fyrirlítur þá sem eru „að afklæðast í augsýn annarra" til þess að skemmta þeim og „den for- bandede kompakte majoritet" - and- skotans meirihlutanum sem er fast- límdur saman. , Shaw svaraði að þessari hlið á Ib- sen hefði hann alls ekki gefið gætur, en aðeins hinu hve meistaralega hann smíðaði leikrit sín. Þótti svo öllum vel sem við voru staddir, að það sýndi sig að allt féll í ljúfa löð með okkur Shaw... Skömmu áður en ég hvarf heim til íslands heimsótti ég Bemard Shaw á heimili hans, Ayot Saint Laurence í Hertfordshire, 25 enskar mílur frá London. Jámsmiður í þorpinu hefur smíðað áletrun sem er yfir hliðinu. Stendur þar skráð jámstöfum: Shaw’s Comer. Mér var vísað inn í herbergi sem líktist safni fomgripa. Þar ægði öllu saman - uppdráttum af Oxford og Cambridge frá 16. öld, eirlíkneskjum af Shakespeare og Jeanne D’Arc, elstu útgáfum af frægum bókum og svo framvegis. Öldungurinn vaknar eftir miðdegi- slúrinn og kemur hlaupandi inn; þráð- beinn er hann og spriklandi af fjöri, rétt eins og hann er vanur og tekur svo •■fast j hönd mér að mér þykir nóg um. „Islandsísinn hefur víst valdið því að þú hefur ekki komið hingað fyrr - hann hefur lokað þér öll sund,“ segir hann. „Ónei, hann er nú að bráðna. ísland var einu sinni í hitabeltinu og á eftir að komast í það aftur.“ Shaw: „Jæja. Héma var fyrir allmörgum ámm íslenskur leikari og leikritahöf- undur sem ætíð bar því við þegar hann átti að borga húsaleigu og mat, að Is- land væri svo umlukt ís að hann gæti ekki náð í peninga sína. Skuldir hans em ennþá óborgaðar svo að ísinn hlýt- ur enn að umkringja landið." Ég: „Þessi náungi hefur ekki borgað mér það sem ég lánaði honum. Sögur „Churchill er enginn afturhaldsmaður," sagði hinn róttæki 94 ára gamli Shaw og hugðist storma á kjörstað til að greiða Winston atkvæði sitt. „Heimskingi! Hár mitt er hvítt eins og á öllum gömlum mönnum. Klipptu lokk af hvítum hundi og láttu hár mig i friði," voru skilaboðin sem Shaw sendi aðdáanda sem bað um lokk úr hári hans. hans um ísalög við fsland vom sagðar til þess að ginna fólk, sem ekki er allt of vel að sér í landafræði. En ekki trúi ég að honum hafi tekist að blekkja G.B.S. - eða að sá maður dæmi alla íslendinga eftir þessum ræfli. Nú er allur höfuðstaður íslands annars hitað- ur með jarðhita og í höfuðstaðnum em 53 þúsundir íbúa svo að ekki tökum við kol frá blessuðum Englendingun- um sem nú neyðast til að flytja inn kol frá Samúel ífænda." Shaw: „Ég hefði haft gaman af að sjá reyklausa borg en ég er nú orðinn of gamall til þess að fara að heimsækja ykkur. Mér er meira segja orðið um rnegn að skreppa til London. En hvað sem öðru líður þá veit ég að menn eins og William Morris og Krapotkin höfðu mætur á ykkur fslendingum.“ Ég: „Þú verður nú bráðum hundrað ára og hefur næga krafta í kögglum til þess að verða hundrað og fimmtíu. Mig minnir að þú hafir sagt að hundr- að og fimmtíu ár ætti að vera meðal- aldur manna.“ Shaw: „Það er aðeins sjálfskaparvíti að menn ná ekki þeirn aldri. Ég vinn nú einungis ijórar klukkustundir á dag en samt var nýtt leikrit eftir mig leikið nýlega í Zúrich í Sviss. Ég mundi verða hundrað og fimmtíu ára ef ég hefði alltaf lifað eins heilbrigðu lífi og ég lifi nú. f aldingarðinum mínum stendur lítið hús sem ég vinn í. Það snýst með sólinni, svo að ég hef sólar- birtu á skrifborðinu mínu frá sólrisi til sólarlags. Og ég bragða aldrei annað en jurtafæðu.” Ég spyr Shaw unr næstu þingkosn- ingar og hann svarar: „Ég ætla ekki að greiða atkvæði með verkamannastjórninni í þetta sinn. Churchill er enginn afturhalds- maður. Hann er frumkvöðull að ýmsri verkamannalöggjöf og í mörgu utan- flokka." Ég spyr hvort ekki verði nú litið á Shaw sem útlending á Englandi svo sem aðra fra. Svarið er: „Ég hef alltaf verið útlendingur á Englandi og ég held áfram að vera það.“ Út frá þessu berst tal okkar að ensk- unni. Shaw segir mér að hann vilji víkja úr henni öllum hljóðtáknum (stöfum) sem ekki séu borin fram. Hann vilji til dæmis rita þó í stað tho- ugh - og fella niður Ijóra óþarfa bók- stafi úr ensku stafrófi af sex sem nú séu notaðir. Við ræðum um fyrri samfundi. Hann man eftir mér hjá William Mor- ris í Adelphi Terrace, í lestrarsal B.M., hjá May Morris í Kelmscott og víðar. Eg segi honum að hinn ágæti fulltrúi fra í London, Dulanty, hafi sagt að Englendingar væru svo seinmæltir að toga yrði út úr þeim með töngum það sem þeir ætluðu að segja. Hann skelli- hlær og segir: „Skyldi hann hafa séð þetta hjá mér? Ameríkumaður, nábúi rninn sem safnar öllu eftir mig, hvað ómerkilegt sem það er, getur sagt urn það. Annars getur hver einasti fri sagt þetta um vini okkar hér.“ Dr. F.E. Löwenstein frá Bandaríkj- unum hefur stofnað Shaw- félag og hann ætlar að stofna Shaw-safn. Hann verður því að búa nálægt Shaw. Ég hitti hann að máli og hann sýndi mér tvö nýjustu póstkoitin sem Shaw hefur ritað honum. Shaw er fæddur 26. júlí og sendi hann dr. Lowenstein kort út af afmælisdegi sínum. Það er ritað með rauðu bleki og rnjög smáu letri. Það hljóðar svo: „Minntu mig ekki á fæðingardag minn. Þú gleymir að ég er svo önnum kafinn með nútímann og framtíð mína að ég get ekki gefið gaum að liðnum tíma.“ Löwenstein bað Shaw um hárlokk handa safninu. Shaw svaraði: „Heimskingi! Hár mitt er hvítt eins og á öllum gömlum mönnum. Klipptu lokk af hvítum hundi og láttu hár mig í friði.“ En hvað sem er um hárið þá eru hin bláu augu Shaws og hörundið eins og á tvítugum manni. Hver sem sér hann telur að hann geti lifað 26. júlí 1956, sem sé orðið hundrað ára. Sjálfur heldur hann að sér muni auðnast að vera ofanjarðar árið 2000. Til þess þarf hann aðeins að lifa alls 144 ár, en hann segir að bráðum muni meðalald- ur manna verða hálf önnur öld. Hann kvaddi mig með virktum þá er ég fór frá honum og hann óskaði mér til hamingju með það hve fleygur ég væri ennþá. „Þú ert nú heldur ekki gamall, ert hvorki meira né minna en næstum hálfu sjöunda ári yngri en ég,“ sagði hann. „Og þú hefur verið mannæta (étið kjöt) - allt til þessa. Þú hefðir áreiðanlega getað orðið ýkjagamall ef þú hefir lifað heilbrigðu lífi.“ Bæjarstjóm Dýflinnar spurði Shaw, hvað hann vildi láta standa á töflunni, sem bæjarstjórnin hefur ákveðið að setja á húsið í Syngestræti í Dyflinni sem hann fæddist í. Hann skrifar póstkort er hljóðar þannig: „Það er ólíkt um lemr sem er eign bæjarstjórnar og letur á legsteini manns. Maður getur ekki sagt það sem maður vildi sagt hafa á töflu bæj- arstjómar. Bæjarstjóm Dyílinnar verð- ur aldrei sammála urn kosti mína og ókosti. Hún gæti í hæsta lagi orðið sammála um: Fæddur hér Bemard Shaw 26. júlí 1856. En alls ekki meira.“B

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.