Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 1
MPYDMMD Þriðjudagur 28. janúar 1997 Stofnað 1919 13. tölublað - 78. árgangur I Alþingi kemur saman á ný að afloknu þinghléi Loks fallist á áratuga baráttumál Alþýðuflokks - segir Sighvatur Björgvinsson um vætanlegt ríkisstjórnarfrum- varp um málefni hálendisins „Við höfum hlustað á það með at- hygli að það sé væntanlegt frumvarp frá ríMsstjórninni um málefhi hálend- isins. Af fréttum að dæmi virðist sem þar sé loksins verið að fallast á tillógur sem Alþýðuflokkurinn hefur flutt á þingi í 25 ár um það, að allt jarðnæði utan eignamarka einstaklinga og fé- laga verði lýst þjóðareign. Þetta er eitt af þeim málum sem við munum fylgja mjög stíft eftir á þessu þingi," sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Al- þýðuflokksins í samtali við blaðið. Alþingi kemur saman á ný í dag og Sighvatur taldi ofangreint mál með þeim stærri sem kæmu til meðferðar þingsins á næstunni. ,Það sem við jafnaðarmenn munum síðan leggja áherslu á á þessu þingi er umræðan um hina auðlindina, það er að segja auðlind fallvatna og jarðhita. Við erum með frumvörp um þau efni. Þar er gert ráð fyrir að þær auðlindir sem ekki eru á færi einstaklinga að nýta verði lýstar þjóðareign. Síðan má búast við að fiskveiðimálin verði mik- ið til umræðu. Þar að auki munum við áfram leggja áherslu á fjölskyldumál. Þar á meðal aðgerðir í jaðarskattlagn- ingu sem við teljum mjög nauðsynleg- ar. Það er auðvitað þáttur í fjölskyldu- stefnu að vinnuumhverfi fjölskyldunn- ar sé þannig, að ef fólk leggur á sig aukna vinnu hverfi það ekki allt í skatta eða það tapi greiðslum úr fé- lagslega kerfinu sem á að styðja við bakið á einstaklingunum. Þá má búast við að kjaramálin verði ofarlega á baugi á Alþingi sem annars staðar í þjóðfélaginu," sagði Sighvatur Björg- vinsson. ¦ Alþýðublaðið Allra leiða leitað til að halda útgáf- unni áfram „Það kom fram í máli mjög margra flokksstjórnarfulltrúa að þeir vilji að leitað verði allra leiða til að halda áfram útgfáfu Alþýðu- blaðsins. Við munum strax vinda okkur í það verk, en til þess að það takist að halda áfram útgáfu þurf- um við að fá nokkurt viðbótarhluta- fé inn í reksturinn," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, er hann var spurður um framtíð Alþýðublaðsins. Á fundi flokksstjórnar Alþýðu- flokksins sein var haldinn á Jaugar- daginn, var meðal annars rætt um útgáfumál og framtíð Alþýðublaðs- ins. Framkvæmdastjórn flokksins var veitt umboð til að taka þá ákvörðun um framtíð blaðsins sem skynsamlegust þætti. ¦ Opinber heimsókn for- seta til Noregs Blómsveigur að styttu Ólafíu Herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir halda í opinbera heimsókn til Noregs dagana ellefta til þrettánda febrúar. I heimsókninni mun Ólafur Ragnar meðal annars leggja blómsveig að styttu Olafíu Jóhannsdóttur og opna íslenska bókakynningu í Norlis bóka- versluninni. Þau munu eru boðin til hátíðakvöldverðar með konungsfjöl- skyldunni að kvöldi fyrsta dagsins en daginn eftir munu þau heimsækja Ný- listasafnið og fleiri söfn og sækja tón- leika og snæða miðdegisverð í Ráð- húsinu. Þann þrettánda febrúar halda þau hjónin til Bergen ásamt konungs- hjónunum og fara í ýmsar skoðunar- ferðir og sækja móttöku borgarinnar í Hákonshöll. Eftir komuna til Osló bjóða forsetahjónin til hátíðakvöld- verðar A Grand Hotel en þau snúa heim til íslands á föstudeginum, fjór- tánda febrúar. Alþýðuflokkurinn hélt fjölmennan flokksstjórnarfund í Gaflinum í Hafnarfirði á laugardaginn. Þetta var fyrsti fund- ur nýkjörinnar flokkssstjórnar og þar var einkum rætt um sameiningarmál og flokksmál, þar á meðal útgáfumáf. Hér má sjá hluta fundarmanna. -Sjá nánar í opnu. Ljósm. E. Ói. ¦ Samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags Evrópumálin langerfiðust viðureignar - segir Svavar Gestsson. „Engin kúvending í utanríkismálastefnu Alþýðubandalagsins." „Það sem Margrét Frímannsdóttir segir, og er alveg rétt, er að þessi mál eru óhjákvæmilega á dagskrá íslensku þjóðarinnar," sagði Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalagsins að- spurður um þær áherslur sem formaður- inn lagði í utanríkisstefnu flokksins á miðstjórnarfundi um helgina. Þar þótti sem mörgum Margrét Frímannsdóttir væri að opna fyrir umræðu sem lítt hefur borið á í Alþýðubandalaginu, þar á með- al um hugsanlega aðild íslands að Evr- ópusambandinu. Ekki tókst að ná tali af Margréti í gær. „Við erum að ræða þessi mál og þaö er ekkert nema gott um það að segja," sagði Svavar. „Eg hef ekki trú á að kú- vending verði í stefnu flokksins í utan- ríkismálum, enda var hún itrekuð á fundinum. En það er nauðsynlegt að ræða þessi mál meðal annars til að skapa skýrar línur í viðræðum við Alþýðu- flokkinn. Mér er engin launung á því að ég tel Evrópumálin þar langerfiðust við- ureignar því þau verða aðalátakamál kosninganna 1999." En verður kosn- ingabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu kosningar? „Það gerist allavega eitthvað," svaraði Svavar Gestsson. ¦ Lítið gerist á fundum hjá sáttasemjara Menn heilsast og kveðjast Enn hefur lítið gerst í samningamál- um í Karphúsinu. Menn hafa komið þar saman á stutta fundi, nánast til þess að heilsast og kveðjast, að því er Elísabet Ólafsdóttir, ritari hjá sáttasemjara upp- lýsti í samtali við blaði. Engir fundir voru þar um helgina en í gær komu þangað meinatæknar, flugmenn, og mjólkurfræðingar til að heilsa uppá við- semjendur sína. I dag er von á nefnd Matvís klukkan 9. Matvís er nýtt sam- band þjóna, kokka, bakara og kjötiðnað- armanna. Einnig verða fundir með samninganefndum fréttamanna ríkisfjöl- miðla, Samiðnaðar og Alþýðusamband Austurlands. Á morgun koma flugvirkj- ar til fundar, röntgentæknar, Landssam- band lögreglumanna, Útgarður, ásamt Félagi félagsvísindamanna og Kjarafé- lagi viðskipta- og hagfræðinga. Verka- mannasambandið og starfsmenn SR- mjöls ætla einnig að rabba við sína við- semjendur. „Ennþá er þetta rétt eins og venjulegur vinnustaður, en eftir að þessi vika er liðin má fara að búast við að álagið fari að aukast", sagði Elísabet. ¦ Ummæli Davíðs Oddssonarforsætisráðherra um kjaramál vekja hörð viðbrögð hjá verkalýðsforystunni Davíð leggst í sömu lágkúruna og VSÍ - segir Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. „Davíð Oddsson leggst í sömu lág- kúruna og Vinnuveitendasambandið, að beita prósentureikningi á laun verkafólks. Þannig geta þeir fengið út að kröfur Verkamannasambandsins séu háar", sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur í samtali við Alþýðu- blaðið. Hann var beðinn um álit á um- mælum forsætisráðherra um kjaramál í viðtali við Morgunblaðið. Þar segir hann meðal annars að það sé della að tala um að hækka kaup um tugi pró- senta. „En hvað fáum við út ef við snúum þessari umræðu við og ræðum hana út frá krónutöluhækkun. Þá eru ýtrustu kröfur rétt rúmar 20.000 krónur. Það er ekki ósanngjörn krafa að hækka lægstu laun verkamanna um þá upp- hæð. Ég er viss um að Davíð Oddsyni þætti það ekki merkileg prósenta á launin sín. Út frá þvi ætti hann að reikna. Davíð snýst enn á sveif með Vinnu- veitendasambandinu í hræðsluáróðri um að við séum að tala okkur í verk- fall. Þetta er ótrúlega ósmekkleg um- ræða. Við tölum ekki fólk í verkfall. Fólk beitir verkfallsvopninu í neyð og það rekur greinilega að því að sú neyð sé að skapast að fólk verði að fara að huga að vopnum sínum. Það mun eng- inn samþykkja að fara heim með 1.500 til 2.000 krónur, eins og nú er boðið af VSÍ, til þess að mæta aukn- um álögum í heilbrigðiskerfi, auknum álögum sem sveitarstjórnir eru að leggja á okkur og hinum ýmsu hækk- unum sem hafa orðið víðsvegar," sagði Kristján ennfremur. „Davíð Oddssyni væri hollast núna að kynna sér raunveruleg kjör lág- launafólks. Góðærið hefur enn ekki komið til hinna lægst launuðu. Aðrir í þjóðfélaginu hafa notið góðs af góð- ærinu sem hann hefur svo oft lýst. Nú er komið að verkafólki að fá til baka það sem það fórnaði til að ná stöðugleikanum. Á honum hafa fyrir- tækin grætt milljarða, sem mörg hver fara með úr landi. Nú er komið að verkafólkinu og það vill ekki fá neina smáaura", sagði Kristján Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.