Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 ■ Fundur flokksstjórnar Alþýðuflokksins Samstarf jafnaðar- manna og flokksmál „Ágætu félagar f næstu ríkisstjórn, því þannig mun það verða...“ sagði Margrét Frímanns- „Flokksstjórnarfundurinn var mjög ánægjulegur og þar fóru fram umræður um tvö mál, samstarf jafnaðarmanna og flokksmál, þar á meðal útgáfumál. Það var skýrt frá því sem er að gerast í sam- starfi jafnaðarmanna. Rannveig Guð- mundsdóttir greindi frá því sem þing- flokkur jafnaðarmanna hefur verið að vinna að í þeim efnum, sem fyrst og fremst hefur verið varðandi fundi jafnað- armanna víðs vegar um landið,“ sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Al- þýðuflokksins í samtali við blaðið um fýrsta fund nýkjörinnar flokksstjómar, sem haldinn var á laugardaginn. „Gestur Gestsson sagði frá því sem unga fólkið hefur verið að gera, þar á meðal stofnun Grósku. Bryndís Kiist- jánsdóttir greindi frá umræðum í neíhd allra stjómarandstöðuflokka, sem er meðal annars að undirbúa stóran fund, sem halda á fljótlega eftir páska. For- maður Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir, ávarpaði fundinn. Henn- ar orðum var tekið mjög vel og hún hyllt af fundarmönnum,“ sagði Sighvatur. Hvað er efst á baugi íflokksmálum? „Eins og fram kom á fundinum er byijað á að endumýja skrifstofuhúsnæði flokksins í Alþýðuhúsinu. Það er ráðgert að halda aukaflokksþing í vor um laga- breytingar og sjávarútvegsmál. Við emm að kalla til fleira fólk til að vinna í flokksmálum. Á fundinum var farið yfir fjárhagsmál Alþýðuflokksins og mark- mið okkar er að skila flokknum alveg skuldlausum á kosningaárinu 1999. Til þess að það geti orðið þurfum við að leita til okkar flokksfélaga um að gerast aðilar að styrktarmannakerfi sem verið er að endurreisa. Við þurfum að treysta á flokksfélaga til að afla fjár til almenns reksturs flokksins og nota þær tekjur sem við getum treyst á til að ljúka við að greiða skuldir fyrir kosningar.“ Hvaða ákvarðanir voru teknar í út- gáfumálum? „Utgáfumál vom rædd og það vom mjög góðar og hreinskilnar umræður. Fyrst var gerð grein fyrir stöðu Alprents hf. og síðan rætt um möguleika á fram- haldi á útgáfu Alþýðublaðsins. Það kom fram hjá mjög mörgum fundarmönnum að þeir vilja að leitað verði allra leiða til að halda áfram útgáfu blaðsins ef þess er nokkur kostur. Framkvæmdastjóm flokksins var fengið umboð til að taka þá ákvörðun um framtíð blaðsins sem þætti skynsamlegust. Við monum strax byrja á að kanna hvort unnt er að halda útgáf- unni áfram. Til þess þarf að fá nokkurt viðbótahlutafé inn í reksturinn og skoða þarf aðra möguleika í stöðunni," sagði Sighvatur Björgvinsson formaður Al- þýðuflokksins. dóttir í upphafi ræðu sinnar sem vakti mikla athygli. Guðmundur Árni Stefánsson, prinsinn úr Hafnarfirði eins og Bryndís Kristjánsdóttir titlaði hann á fundinum, og Magnús Árni Magnússon varaþingmaður, hlýddu með athygli á ræðu Margrét- ar. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðarmanna, heilsar formanni Alþýðu- bandalagsins og ekki er annað að sjá en þar hittist samherjar. Suðurnesjakratar sökktu sér í lestur Alþýðublaðsins, en á fundinum kom fram áberandi sterkur vilji til áframhaldandi útgáfu blaðsins. Hervar Gunnarsson virðist hafa ástæðu til að gleðjast en Gísli S. Einarsson er í þungum þönk- Hólmfríður Sveinsdóttir afhendir formanni flokksins, Sighvati Björgvinssyni dreifirit Grósku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.