Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 s k i I a b o ð ÚTBOÐ Hágöngumiðlun Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í gerð Hágöngumiðlunar í samræmi við útboðsgögn HÁG-01. Verkið felur í sér að stifla Köldukvísl austan Syðri-Hágöngu með jarð- stíflu, gera botnrás með tilheyrandi búnaði í stífluna, grafa yfirfallsrennu við enda stíflunnar og steypa í hana yfirfallsþröskuld, hlaða jarðstíflu norðan Syðri-Hágöngu, leggja veg og byggja brú yfir aðrennslisskurð Kvíslavatns (Eyvindarskurð). Helstu magntölur eru áætlaðar: Fyllingar: 370.000 rúmmetrar Steypa 2.000 rúmmetrar Gröftur lausra jarðlaga 190.000 Sprengigröftur 35.000 Verktaki skal Ijúka verkinu eigi síðar en 1. desember 1998. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 27. janúar 1997 gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 25. febrúar 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavík sama dag, 25. febrúar 1997, kl. 14:00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. e Landsvirkjun VEÐURSTOFA ^ ÍSLANDS & Á Veðurstofu íslands eru eftirtalin störf laus til umsókn- ar: Sérfræðingur á Þjónustusviði Starfið felst einkum í úrvinnslu úr tölvureiknuðum veð- urspám og að þróa sérþjónustu af ýmsu tagi. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf í veðurfræði, jarð- eðlisfræði, eðlisfræði, stærðfræði eða í skyldum grein- um. Staðgóð þekking á tölfræði er æskileg. Hann þarf að vera vanur hugbúnaðargerð og hafa þekkingu og reynslu af UNIX og Windows stýrikerfum og forritunar- málunum og C og Fortran. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Hafsteinsson, að- stoðarforstöðumaður Þjónustusviðs. Verkfræðingur/- byggingartæknifræðingur á Úrvinnslu- og rannsóknasviði. Starfið felst í rann- sóknum á varnarvirkjum vegna snjóflóða svo og að annast ráðgjöf og umsögn í varnarvirkjamálum skv. ákvörðun stjórnvalda um hlutverk Veðurstofunnar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þessum mál- um. Um hlutastarf getur verið að ræða. Nánari upplýs- ingar veitir Trausti Jónsson, forstöðumaður Úrvinnslu- og rannsóknasviðs. Tæknifræðingur/rafeindavirki með reynslu á sviði mælitækni óskast til starfa á Tækni- og athuganasviði. Starfið felst einkum í við- haldi og rekstri sjálfvirkra mælitækja og tilheyrandi bún- aðar. Nánari upplýsingar veitir Flosi Hrafn Sigurðsson, for- stöðumaður Tækni- og athugunarsviðs. Kerfisfræðingur í Upplýsingatæknideild Starfið felst einkum í uppsetningu og umsjón með PC- tölvum og aðstoð við PC-notendur. Nauðsynlegt er að umsækjandi þekki Microsoft hugbúnað og hafi reynslu af PC-vélum í nettengdu umhverfi. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga auð- velt með að umgangast fólk. Nánari upplýsingar gefa Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður Upplýsinga- tæknideildar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu sendar til Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 10. febrúar nk. ÚTBOÐ Endurnýjun karma fyrir inntaks ristar Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í smíði á körmum fyrir inn- taksristar Búrfellsstöðvar, í samræmi við útboðsgögn BÚR-08. Verkið felst í að útvega allt efni í karmana og smíða, samkvæmt vinnuteikning- um verkkaupa. Efnið er að mestu ryðfrítt stál. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með ki. 13.00, mánudaginn 27. janúar 1997, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar, að Háaleitis- braut 68, Reykjavík, til opnunar mánudaginn 10. febrúar 1997 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. c Landsvirkjun ÚTBOÐ Sultartangavirkjun Gröftur fyrir stöðvarhúsi Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að grafa fyrir stöðvarhúsi Sultartangavirkjunar í samræmi við útboðsgögn SUL- 01. Verkið sem er hluti framkvæmda við Sultartangavirkjun, felur í sér að grafa fyrir stöðvarhúsi og jöfnunarþró í suðurhlíð Sandafells við Þjórsá. Helstu magntölureru áætlaðar: Gröftur lausra jarðlaga 93.000 rúmmetrar Sprengigröftur 304.000 rúmmetrar Verktaki skal Ijúka verkinu innan fjögurra mánaða frá því að honum er veitt það. Útboðsgögn, verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík frá og með mánudeginum 27. janúar 1997 gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 18. febrúar 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavík sama dag, 18. febrúar 1997, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. c Landsvirkjun Ifl ÚTBOB F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í að hanna, smíða, setja upp, prófa og stilla hreinsikerfi, tilheyrandi hitakerfi og sótt- hreinsibúnað fyrir nýja sundlaug og potta í Grafar- vogi í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Hægt er að fá gögnin á ensku. Opnun tilboða: þriðjud. 25. febrúar 1997, kl. 11:00 á sama stað. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar- stofnunarinnar Skógarbæjar óskar eftirtilboðum í dúka- lögn fyrir hjúkrunarheimilið Skógarbæ að Árskóg- um 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Opnun tilboða: miðvikud. 5. febrúar 1997, kl. 15:00 á sama stað. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar- stofnunarinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum vegna kaupa á húsgögnum fyrir hjúkrunarheimilið Skóg- arbæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og með þriðjud. 28. jan. n.k. gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtud: 6. febrúar 1997, kl. 14:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 ■ Næg atvinna á Siglu- firði en fólk heldur áfram að flytja á brott íbúum fækkaði um 50 í fyrra „Við höfum sagt að hér hafi verið sumar síðan í júh' 1995, eftir snjóavet- urinn mikla, en svo kom smá óveðra- kafli uppúr áramótunum núna og setti niður nokkuð mikinn snjó. Enn hefur ekkert reynt á nýju snjóflóðavamimar, en vel er fylgst með þeim og mér sýn- ist að þær muni koma vel út,“ sagði Kristján L. Möller bæjarfulltrúi á Siglufirði í spjalli við Alþýðublaðið. „Hvað mannlífið snertir má nefna að nýtt orgel var vígt í Siglufjarðar- kirkju á síðasta ári. Þetta er geysilega gott orgel og ekki spillir að hér er ffá- bær organisti, Antoma Hevesi. Hún er mjög virk í tónlistarlífmu hér. Nú em þorrablótin að byrja og þau verða nokkur út þorrann," sagði Kristján ennfremur. „í pólitíkinni gengur allt sinn vána- gang og er í sínum föstu skorðum, verið að vinna í fjárhagsáætlun og þess háttar. Hér varð fækkun íbúa á síðasta ári um 50 manns, sem er allt of mikið. Þetta er okkar helsta áhyggju- efni núna, ekki síst vegna þess að fólk er ekki að flytja héðan vegna atvinnu- leysis, heldur að því er virðist „af því bara“, líklega helst til þess að breyta til. Hér er næg atvinna, unnið í tveim rækjuverksmiðjum nær allan sólar- hringinn. Hér er mikil útgerð og mikill afli berst að. Aftur á móti hefur dregist saman í hefðbundinni bolfiskvinnslu, eins og víðast hvar, enda er frystitog- ari gerður út héðan. Við höfum mætt samdrættinum þar með stóraukinni rækjuvinnslu", sagði Kristján L. Möll- er. ■ Félag leikmynda og búningahöfunda í Gall- erí Horninu Leikmyndir og búningar Opnuð hefur verið samsýning fé- lagsmanna í félagi Leikmynda og búningahönnuða í Gallerí Horninu að Hafnarstræti 15. Sýningin er ætl- uð til kynningar á verkum félags- manna en rétt til aðildar að félaginu eiga allir þeir sem eiga höfundarrétt að leikmynd í atvinnuleikhúsi, kvik- mynd eða sjónvarpi. Sýningin verð- ur opin alla daga frá klukkan 11 til 23.30 og stendur til miðvikudagsins 12. febrúar. Á milli 14 og 18 verður sérinngangur gallerísins opinn en á öðrum tímum er innangengt frá veitingastaðnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.