Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 ALÞÝDUBLAÐO 7 Sjálfstætt fólk endurútgefin í Bandaríkjunum Bók manns eigin lífs.." n Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kemur út í lok þessa mánaðar hjá Vintage-bókaforlaginu. Bókin var fyrst gefin út vestra af sömu samsteypu árið 1946 og seldist þá í hálfri milljón eintaka á um það bil hálfum mánuði. Engin bók Halldórs Laxness hefur ífá þeim tíma komið út hjá stóru bókaforlagi í Bandaríkjun- um. A bókarkápu getur að líta umsagnir nokkurra bókmenntamanna um Sjálf- stætt fólk. Þar er vitnaði í inngang Brad Leitherhousers að sögunni en hann hefur verið óþreytandi við að vekja athygli Bandaríkjamanna á þessari bók. Hann skrifar: „Til eru góðar bækur og til eru stórkostlegar bækur og kannski er til bók sem er ennþá meira: hún er bók manns eigin lífs... Sú bók sem ég met mest eftir núlifandi rithöfund er Sjálfstætt fólk.“ Bandaríski rithöfundurinn E. Annie Proulx segir í umsögn um bókina á bókarkápu: „Lesandi, fagnaðu! Loks- ins er þessi fyndna, kaldhæðna og frá- bæra skáldsaga aftur fáanleg. Sjálf- stætt fólk er meðal þeirra tíu bók- menntaverka sem ég kann best að meta.“ Annar bandarískur rithöfundur, Jane Smiley, sem átt hefúr mikilli vel- gengni að fagna, segir einnig á bókar- kápu: „Ein besta bók tuttugustu aldar. Ég get ekki ímyndað mér að neitt veiti manni meiri ánægju en að lesa Sjáf- stætt fólk í fyrsta skipti Sjálfstætt fólk heur nú komið út á 23 tungumálum í 54 útgáfum á löngu árabili. Vintage forlagið gefur bókina út í þýðingu J.A. Thompsons en hann var enskur háskólamaður sem kenndi við Háskóla íslands. Hann vann að þýðingunni lengi eftir að hann fluttist aftur til Englands. Þar dvaldi Halldór hjá honum löngum stundum til að fara yfir þýðinguna. „Þegar hann hafði lokið þýðingunni eftir átta ár þá var það fyrsta verk hans að kaupa sér svuntu skrubbu og skólpfötu og fara áð þvo stigana á hóteli nokkru af fimta flokki í Lundúnaborg; þótti honum slíkur starfi hátíð hjá því að þýða Hall- dór Laxness... og mátti aldrei framar bók sjá eftir það,“ skrifar Halldór Lax- ness í Skáldatíma og bætir við: „Þessi þróun mannsins kom þó ekki í veg fyrir það að þýðíng hans á Sjálfstæðu ■ Rafiðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskól- inn sameinaðir Stærstur á sviði tölvu- námskeiða „Rafiðnaðarskóhnn getur nú boðið atvinnurekendum í rafiðnaði fjöl- breyttari námskeið í stjómun og við- skiptum og Viðskipta- og töfvuskól- inn getur boðið sérhæfðari tölvunám- skeið en áður“, upplýsti Jón Ámi Rún- arsson, skólastjóri Rafiðnaðarskólans þegar hann var spurður um samein- ingu þessara tveggja skóla. Sameiningin varð með þeim hætti að Nýhetji, sem var meirihlutaeigandi Viðskipta- og tölvuskólans, á móti Stjómunarfélaginu, óskaði eftir sam- starfi við Rafiðnaðarskólann á sviði tölvunámskeiða, á svipuðum grund- velli og fjöldi annarra tölvufyrirtækja hafði fyrir. Þótt rekstur skólanna hafi verið sameinaður eru þeir eftir sem áður reknir sem sjálfstæðar einingar, em hvor í sínu húsnæði og hvor með sinn skólastjóra og kennaralið, en Jón Árni segist vera umsjónarmaður Raf- iðnaðarskólans með rekstri Viðskipta- og tölvuskólans. Eftir santeininguna er Rafiðnaðar- skólinn orðinn stærstur á sviði tölvu- námskeiða, að sögn Jóns Áma, og fé- lagsmenn Stjómunarfélagsins njóta nú afsláttar í báðum skólunum. „Markmiðið hjá Rafiðnaðarskólan- urn er að við höfum áhuga á að reka stærsta tölvuskóla landsins, vegna þess að við teljum að tölvuiðnaðurinn sé hluti af rafiðnaðarumhverfinu", sagði Jón Ámi Rúnarsson. fólki er með meiri ágætum en flestar þýðíngar sem gerðar hafa verið á mín- um bókum í nokkm landi og hefur af dómbæmm mönnum í Einglandi verið talin meðal snildarverka í enskum þýðíngarbókmentum fyr og síðar." „Ég get ekki ímyndað mér að neitt veiti manni meiri ánægju en að iesa Sjáfstætt fólk í fyrsta skipti," segir bandaríski rithöf- undurinn Jane Smiley i umsögn sinni um bókina. HALLDOR LAXNESS WINNER Of IHE HOIEl PRIIE IN UTERATURf INDEPENDENT PEOPLE UTBOÐ Fóðurör Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í fóðurrör vegna framkvæmda við Kröflustöð i samræmi við útboðsgögn KRA-03. Um er að ræða afhend- ingu, FOB, á 700 tonnum af stálrörum. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánu- deginum 27. janúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnunar 6. febrúar 1997 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. c Landsvirkjun KOSTABÓK me ð v a x t a þrepu m Nýr sparnaðarkostur í Búnaðarbankanum! J-!* V lCj '.J 1 ^ • L*' F, - , ’ : ** ; *(Sc' 1. r, 4«. p; Stighækkandi vextir, þrep fyrir þrep Hver innborgurt er almennt bundin í sexmánuði. Eflir það er hún laus til útborgúíiar ' ‘ 1 hvenær sem er án þess að bindast aftur. Óhreyfð sex mánaða innstæða færist upp um eitt vaxtaþrep á sex mánaða fresti þar til hámarksávöxtun er náð. Ekki þarf að greiða úttektargjald. Pú velur það þrep sem þér hentar Við stofnun reiknings er hægt að velja um lengri binditíma, þ.e. 12, 18, 24 eða 30 mánuði og fá þannig hærri vexti strax frá fyrsta degi. Hver innborgun er aðeins bundin í upphafi eins og binditími segir til um en eftir það er hún alltaf laus. 8%T 7% 6% — 5%- 7,75% 7,25% 6,75% 6,25% 5,75% 5,25% 0 6 mán. 12 18 24 mán. 50 mán. Dæmi um val á binditíma: Rcikningseigandi getur t.d. valið að binda sparifé í 12 mánuði og fær hann þá vcxti samkvæmt 12 mánaða vaxtaþrepi frá fyrsta dcgi. Njóttu þess að spara á Kostabók Kostabók hentar mjög vel fyrir reglubundinn sparnað. Hægt er að velja um binditíma og að honum loknum er öll innstæðan laus til útborgunar hvenær sem er. KOSTABÖK með vaxtaþrepum -þú velur binditíma og vextil ^BllNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.