Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 3 ó I i t í k ■ Ræða Gísla S. Einarssonar, þingmanns Alþýðuflokksins, við utandagskrárumræðu á Alþingi um álver á Grundartanga Vörn Vesturlands Mín niðurstaða er: Við heimilum byggingu álvers Coiumbia Ventures á Grundartanga með meng- unarvörnum sem standast mottukerfi frá Rekstrarvörum Það hefur verið farið eftir öllum vinnureglum og lögum við undir- búning að starfsemi álvers á Grund- artanga. Eina spurningin er: Þarf að breyta þeim starfsreglum sem unnið hefur verið eftir? Við verðum öll að taka ábyrga afstöðu í þessu máli, stefna Al- þýðuflokksins er óbreytt. Vörn Vesturlands gegn hnignun hefur af hálfu alþingismanna, sveit- arstjórnarmanna og íbúa svæðisins verið leit að atvinnutækifærum. Miðað við íbúafjölda á Islandi er nú söguleg mannfæð á Vesturlandi. Vegna hvers? Vegna samdráttar í hefðbundnum atvinnugreinum, svo sem landbúnaði, og vegna fisk- veiðistjórnunarkerfisins. Arið 1990 buðu sveitarstjórnir sunnan Skarðs- heiðar Grundartangasvæðið fram fyrir stóriðju, nánar tiltekið fyrir allt að 400 þúsund tonna álver. Á sama tíma var hafin svæðisskipu- lagning og er umrætt svæði eitt af fáum sem er fullskipulagt að öllu leyti á íslandi, með stóriðju og iðn- aðarsvæði. Eina sem vantað hefur er atvinnustarfsemi. Fulltrúar íslands buðu CVC ■ Evrópusambandið Stuðningur viö lítil fyrirtæki til að draga úr atvinnuleysi Nýlega kom fram í ræðu Edith Cresson að í aðildarlöndum Evrópu- sambandsins væru 17 milljónir manna atvinnulausir. Jafnframt kom fram að starfrækt væru 17 milljónir lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Evrópu- sambandinu. Hvað ef hvert þessara fyrirtækja gæti ráðið til súi einn auka- starfsmann? Þá væri atvinnuleysið úr sögunni! Þetta kemur fram í grein sem Emil B. Karlsson skrifar í Fréttabréf Kynn- ingarmiðstöðvar Evrópurannsókna. Framhaldið greinarinnar fer hér á eft- ir: Þessi samanburður lýsir á einfaldan hátt hvers vegna lögð er áhersla á að efla lítil og miðlungsstór fyrirtæki þannig að þau geti stækkað og dafnað. Þar eru vaxtarmöguleikamir mestir og þörfin fyrir tækniffamfarir mest knýj- andi. Þetta viðhorf er orðið ríkjandi meðal þeirra sem stjóma rannsóknar- og tækniþróunaráætlunum ESB, eins og íjórðu rammaáætluninni og annarra sem sinna iðnaðartengdum rannsókn- um í Evrópu. Jafnframt gera menn sé grein fyrir að þessi fyrirtæki hafa oft ekki burði til að hefja umfangsmikið rannsóknastarf. Þess vegna er stuðn- ingskerfið orðið mun víðtækara en áð- ur var og nær til mun fleiri þátta en beinna rannsókna. Hér verða rakin nokkur dæmi um hvaða aðstoð lítil og miðlungsstór fyrirtæki hér á landi og í öðrum Evrópuríkjum geta fengið inn- an fjórðu rammaáætlunar ESB auk styrkja til rannsókna: Könnunarstyrkir í flestum undiráætlananna er litlum fyrirtækjum boðið upp á svokallaða könnunarstyrki (Exploratory Award). Það em styrkir til að kanna fýsileika verkefnahugmyndar og undirbúa end- anlega umsókn um styrk til að koma verkefhinu í framkvæmd. Könnunarstyrkimir eru allt að 75 prósent kostnaðar. Samvinnu-rannsóknaverk- efni Þá er fyrirtækjunum gefinn kostur á styrkjum til að láta rannsóknastofnun framkvæma fyrir sig rannsóknir sem leiða til tækniframfara innan fyrirtækj- anna. Að verkefninu loknu er niður- staðan eign fyrirtækjanna og geta þau notað hana sér til vegs- og virðisauka. Slík samvinnurannsóknaverkefni geta lítil fyrirtæki í minnst tveimur Evr- ópulöndum sótt um styrki til að láta rannsóknarstofnun eða stórt fyrirtæki annast fyrir sig. Tækniyfirfærsla Annar möguleiki fyrir lítil og miðl- ungsstór fyrirtæki er að fá styrki til tækni- og yfirfærsluverkefna. Þar er um að ræða yfirfærslu á tækni frá einni atvinnugrein til annarrar eða að hagnýta í framleiðslu niðurstöður sem fengist hafa úr rannsóknum. Slík verk- efni em oft auðveldari í framkvæmd og skila fyrirtækinu fljótt áþreifanleg- um árangri. Stjórnun nýsköpunarverk- efna Þá má nefna ýmsar aðgerðir til að bæta tækni- og stjórnunarþekkingu innan fyrirtækjanna til að auðveldara verði að innleiða nýjungar. Hér er til dæmis um að ræða ráðgjöf sem miðar að því að taka upp nýja stjómunar- hætti í fyrirtækjum. KER Að lokum má geta þess að Kynn- ingarmiðstöð Evrópurannsókna, KER, er sá aðili á íslandi sem vinnur að því að leiðbeina fyrirtækjum um alla þessa möguleika. Starfsemi KER mun í framtíðinni beinast meira að því að mæta þörfum fyrirtækja um tæknileg úrlausnarefni með því að finna tækni sem er til staðar í Evrópu. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra fylgjast með utan- dagskrárumræðunni. svæðið við Grundartanga. Á svæð- inu sunnan Skarðsheiðar hefur fækkað yfir 400 manns á síðast liðnum 16 árum. Á Akranesi yfir 350 manns. Vörn Vesturlands felst í atvinnusköpun. Að fá umrædda álverksmiðju er ámóta og að fá 25- 30 þúsund tonna þorskkvóta á Vest- urlandi. Vinna við undirbúning álvers Columbia Ventures á Grundartanga er komin svo vel á veg að ég tel að ekki verði aftur snúið ef fjármögn- un tekst. Nú fyrst á síðustu vikum hafa komið í ljós áhyggjur af mengun svo sem kunnugt er. Andstæðingar álvers fara offari eins og ávallt hef- strangar íslenskar kröfur. ur verið í sambærilegum tilvikum. Þegar Sementsverksmiðjan var byggð sögðu mótmælendur að fisk- iðnaður legðist af á Akranesi. Nið- urstaðan: Aldrei meiri fullvinnsla sjávarafla. Þegar íslenska járn- blendifélagið fór af stað á Grundar- tanga sögðu andstæðingar að eftir þrjú ár yrði umhverfið allt sviðin jörð. Niðurstaðan: Aldrei meiri gróður og trjárækt í nánasta um- hverfi og nágrenni Grundartanga. Hver er svo stefna Columbia Ventures? Sem loks hillir undir í at- vinnuuppbyggingu á Vesturlandi? Hún er skilgreind svo í Morgun- blaðinu 9. janúar: 1) Að koma fram við alla sem hlut eiga að máli, starfsmenn, við- skiptavini, bæjarfélög og almenn- ing af reisn, heiðarleika og virð- ingu. 2) Að fara að gildum lögum og reglum og ávinna fyrirtækinu orð- spor sem góðum og gildum þjóðfé- lagsþegn. 3) Að ávinna sér orð fyrir fyrsta flokks gæði, vöru og þjónustu - og fara eftir öllum.settúm umhverfis-, reglum. Umhverfismál skipta alla máli. Ein af auðlindum Islands er mikil og umhverfisvæn orka. Við verðum að gera hana að útflutningsvöru með fullvinnslu eftir þvf sem unnt er á fslkndi. Víð að setja' fram kröfur um fullkominn meng- unarvarnarbúnað. Við eigum að treysta sérfræðingum okkar til þess að svo sé um hnúta búið að fyllsta öryggis sé gastt gagnvart náttúr- unni, skepnum og mönnum. Mín niðurstaða er: Við heimilum byggingu álvers Columbia Ventur- es á Grundartanga með mengunar- vörnum sem standast strangar ís- lenskar kröfur. Sköpum atvinnu- tækifæri fyrir Vestlendinga. Það er vörn Vesturlands. Rekstrarvörur bjóða nú stofnunum og fyrirtækjum nýja og byltingarkennda lausn til að loka óhreinindin úti. Leitið upplýsinga hjá hreinlætisráðgjöfum og sölumönnum okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.