Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 6
6 s k ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1997 i I a b o ð m-- ■ íSí-Sí III mmm ■■■■ ■■■■. :• W8M : Síyíííi*::*:: IIIIP wáiíWíí® -Æ'ý. -:ív- mmm ■■ •’* IMIpMM •••.•• •’!’.•••■’ : illllllllll :Íf?:-Ý::Íi:jÍÆ':rÍr:; | || m. Af vettvangi árásarinnar á læknastofu í Atlanta fyrir skömmu. ■ Andstæðingar fóstureyðinga í Bandaríkjunum eru stöðugt að færa sig upp á skaftið Öfgar í baráttu gegn fóstureyðingum Aðferðimar eru öfgakenndar, en sívarandi ógnarherferð gegn bandarískum fóstureyðingarstof- um er hægt og sígandi að ná fram takmarki sínu, að knésetja þessa starfsemi. Nú þegar eru fjölmargir læknar ófúsir til þess að gerast píslarvottar í baráttunni fyrir rétti kvenna til fijáls vals. Líklegt þykir að fleiri hætti að framkvæma fóst- ureyðingar eftir að tvær sprengjur sprungu í læknastofu í Atlanta fyrr í mánuðinum. Sprengjutilræðin í Atlanta eru ofbeldisfyllstu árásimar til þessa. Fyrri sprengjan skildi stofuna eftir í rúst og þegar sú síðari sprakk skömmu seinna særðust slökkvi- liðsmenn, fréttamenn sem og starfsmaður hins opinbera. Sprengjur af þeirri tegund sem sú seinni var hafa ekki verið notaðar áður af hryðjuverkamönnum í bar- áttunni gegn fóstureyðingum. Grunsemdir hafa vaknað um að tilræðið megi tengja rörsprengj- unni sem sprakk á Ólympíuleikun- um í Atlanta síðasta sumar, en ekki er enn vitað hvetjir voru þar að verki. Fækkun fóstureyðinga Umtalsverður árangur hefur þegar hlotist af aðferðum sem hafa ekki jafn mikið ofbeldi í för með sér. I North Dakota- fylki er að- eins einn læknir eftir sem fæst til að framkvæma fóstureyðingar, en undir lok níunda áratugarins voru þeir þrír. Þeim sýslum þar fóstur- eyðingar eru í boði hefur fækkað um þriðjung og í suðurríkjunum em hvergi starfandi fóstureyðinga- læknar nema í stærstu borgum. Afraksturinn er sá að fóstureyð- ingum hefur fækkað úr 1,6 millj- ónum niður í 1,4 milljónir á ári. Stríðandi stuðningsmenn réttar til lífs segja þetta „björgun“ 200.000 bama og líta á útkomuna sem stór- sigur. Næstum þriðjungur fóstureyð- ingarstofa tilkynntu um ofbeldis- verk á síðasta ári. Þessar árásir em oftast framdar í skjóli nætur og er þá sým hellt inn í loftræstikerfi eða dælt í gegnum göt í vegg. Sýr- an sem notuð er veldur ógleði og getur gert stofuna óstarfhæfa allt uppundir eina viku. Eldsprenging- ar eru öllu tilkomumeiri. Þær koma uppþoti á aðra starfsemi í byggingunni, tryggingamál verða að martröð og stofunni reynist næstum ógerlegt að leigja út pláss. Kostnaður fer upp úr öllu valdi uns framkvæmd aðgerðarinnar, sem kostar nú 290 dollara að með- altali, verður óhagkvæm. Hingað ti! hafa 148 eldsprengjur verið sprengdar. Árásir á iækna Stundum hafa læknar verið skotnir eða stungnir með eigin verkfæmm. Þessar aðferðir bein- ast oftast gegn þeim sem nema burt fóstur sem em orðin eldri en 28 vikna gömul. Til dæmis var Dr George Keller skotinn í báða handleggi fyrir utan heilsugæslu- stöð í Kansas árið 1993 og sama ár var læknir að nafni David Gunn skotinn í bakið í Flórida. í Mass- achusetts vom tveir starfsmenn í móttöku myrtir árið 1994. Það að móttökustarfsmenn séu settir á listann yfir skotmörk angrar Paul de Parrie ekki hið minnsta en hann er ritstjóri Life Advocate, frétta- blaðs harðlínumanna. „Þeir eru nákvæmlega jafnsekir og mót- tökufólk í Auschwitz. Hver er munurinn?" spyr hann. Neðanjarðarsamtök Hver ber ábyrgðina á þessari skæmherferð? Gina Shaw frá Nat- inal Abortion Federation í Wash- ington segir það vera neðanjarðar- samtök með bækistöðvar í Oreg- on-fylki og ber sakir af ,jéttlætan- legu morði“ á læknum. Samtökin era mótuð eftir IRA og hryðju- verkahópum í Miðausturlöndum. Þau notast við handbókina „Army of God“ sem veitir leiðbeiningar um gerð plastsprengiefna, ísetn- ingu kveikibúnaðar og hvernig fara eigi að með leynd. Á yfir- borðinu virðist þó sem morðin og sprengjutilræðin séu verk einstak- linga sem vinni eftir eigin sann- færingu. Samtök sem vinna opin- berlega gegn fóstureyðingum hafa fordæmt ofbeldisverknaðina og hafa staðið fyrir friðsamari mót- mælaaðgerðum. Virkir andstæðingar fóstureyð- inga hafa eytt meiri tíma í fangelsi vegna skoðana sinna en þeir sem kröfðust aukinna borgararéttinda á sjöunda áratugnum. Frá árinu 1987 hafa 72 þúsund manns verið handteknir fyrir að girða af fóstur- eyðingarstofur. Sumir baráttu- menn hafa þurft að sitja í fangelsi upp undir tvö og hálft ár fyrir frið- samleg mótmæli sem samanstanda mestmegnis af lágvæmm söng og bænum. Sé miðað við langvarandi grasrótarmótmæli er þetta stærsta hreyfing borgaralegrar óhlýðni í Bandaríkjunum á þessari öld. Fangelsi fyrir bænir Bandaríska þingið samþykkti árið 1994 lög um frjálst aðgengi að inngöngum læknastofa. Sam- kvæmt þeim geta þeir sem girða stofurnar af með friðsamlegum hætti átt yfir höfði sér tíu ára fang- elsisdóm. Þetta jafngildir tíu ára fangelsi fyrir að fara með bænir. Olli það mikilh hneykslun að hægt var að velja úr mótmælendur fóst- ureyðinga til harðrar refsingar enda þykir það brjóta í bága við fyrstu grein stjómarskrárinnar um málfrelsi. Sams konar mótmæla- aðgerðir fyrir utan Hvíta húsið mundu aðeins leiða til kæm fyrir óæskilega hegðun. Það að lagafrumvarpið skuli hafa verið stutt af meðlimum stjómar Clintons, þar á meðal for- setanum sem eitt sinn beitti ná- kvæmlega sömu aðferðum við að mótmæla Víetnamstríðinu, telst til sögulegrar kaldhæðni örlaganna. Sennilega hefur það tryggt aukn- ingu ofbeldisverka. Þegar lokað hefur verið fyrir leiðir friðsam- legra mótmæla em kraftamir nýttir til skæruhemaðar. Þýtt og endursagt SS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.