Alþýðublaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 1
1 juiihhuid Fimmtudagur 30. janúar 1997 Stofnað 1919 15. tölublað - 78. árgangur Þolinmæði Dagsbrúnar gagnvart vinnuveitendum að bresta Hef engan áhuga á svona ömurlegum fundum - segir Halldór Björnsson for- maður Dagsbrúnar „Þessi eini fundur sem haldinn hef- ur verið var nánast ömurlegur og ég hef engan áhuga á að sitja svona fundi, þótt ég verði kannski að sitja einn í viðbót," sagði Halldór Björns- son formaður Dagsbrúnar í samtali við blaðið um gang kjaraviðræðna við vinnuveitendur. Einn fundur milli samninganefnda félagsins og vinnu- veitenda hefur verið haldinn hjá sátta- semjara og annar hefur verið boðaður klukkan 13:00 á morgun, föstudag. „Ef næsti fundur verður svipaður þeim fyrri, sem var bara tilgangslaust karp, þýðir ekkert að halda áfram á sömu braut. Ég mun þá gera sátta- semjara grein fyrir því ég sjái engan tilgang í svona setum ef engin hreyf- ing er á málinu og maður verði að fara að spila einhverju út til að skapa hreyfingu. I kvöld höldum við félagsfund, þar sem við ætlum að fara yfir stöðuna með félagsmönnum og kanna hug þeirra. Við erum búnir að skipa tvær nefndir, kjörnefnd fyrir alla afgreiðslu í félaginu, í samræmi við ný lög, og svo aðgerðanefnd eða verkfallsnefnd sem á að gera tillögur um hvernig við beitum verkfallsvopninu ef til kemur," sagði Halldór. ,JÉg hef aldrei látið annað uppi en að ég eigi von á átökum og undirbún- ingur okkar undir þau er í fullum gangi. Þótt ég sé síður en svo að von- ast eftir átökum held ég að þýði ekkert fyrir okkur annað en að vera raunsæir og við miðum okkar vinnu við að við getum lent í þessu", sagði Halldór Bjömsson formaður Dagsbrúnar. ¦ Nefnd skipuð um stuðning við atvinnu- rekstur kvenna Lítum sérstak- lega til Svíþjóð- ar og Kanada - segir Jónína Bjartmars for- maður nefndarinnar. „Það er ekki gengið út frá því að þörfin sé til staðar en okkur er ætlað að kanna það," sagði Jónína Bjartmars lögfræðingur sem veitir nefndinni for- stöðu í samtali við blaðið. „Okkur er líka ætlað að kanna hvað búið er að gera í þessum málum og við munum gera það í samvinnu við atvinnuráðgjafa af landsbyggðinni og fleiri. Þetta hefur verið gert víða er- lendis og okkur er ætlað að líta sér- staklega til Kanada og Svíþjóðar í því sambandi. En ég er ekki farin að setja mig inn í málið, enda fékk ég skipun- arbréfið í gær og nefndin er ekki farin að koma saman." Nefndinni er að hálfu ráðherra falið það hlutverk: Að kynna sér með hvaða hætti er staðið að stuðningi stjórnvalda við atvinnurekstur kvenna í ýmsum nágrannalöndum okkar. Sér- staklega er bent á Svíþjóð, Kanada og verkefni á vegum ESB. Einnig skal nefndin leggja mat á þörf sértækra að- gerða á þessu sviði hér á landi og að lokum skila áliti til ráðherra og tillög- um þar að lútandi ekki seinna en fyrsta október næstkomandi. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSI sló á létta strengi í Karp- húsinu í gær áður en hann settist niður til fundar með nokkrum fulltrúm launþegafélaga. Hervar Gunnarsson varaforseti ASÍ er einnig léttur á brún, en þeir Aðalsteinn Baldursson og Guðmundur Finnsson eru hins veg- ar eitthvaö tortryggnir á brandarann. Ljósm. E. 01. ¦ Margir vilja færa til bílatryggingar sínar Glóandi línur hjá FÍB „Hér hafa nánast allar símalínur verið glóandi og það er greinilegt að fólk hefur vaknað til vitundar um bílatryggingar almennt og að hægt er að lækka þennan útgjaldalið verulega," sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjór Félags íslenskra bifreiðaeigenda í samtali við Al- þýðublaðið. Hann var spurður hvort aukning hefði orðið í sölu bílatrygginga á vegum FÍB nú þegar sá tími er að líða, þetta árið, sem bifreiðaeigend- ur geta flutt tryggingar sónar mikki félaga. Runólfur hafði mestar áhyggjur af því að vegna álagsins kæmust ekki allir sem vildu í sam- band við skrifstofu félagsins. Hann sagði þó að menn skyldu ekki örvænta, því að líklega hefðu menn enn frest út vikuna til að segja upp tryggingum sínum. Tryggingaeftirlitið treysti sér ekki til að úrskurða um hvort miða bæri uppsagnir við 28. eða 31. janúár. Eftir að bíleigendur hefðu sagt upp sínum tryggingum hefðu þeir allan febrúarmánuð til að kynna sér kjörin betur og ákveða hvar þeir vildu tryggja næsta árið. ¦ Iðnrekendur segjast tilbúnir að hækka allra lægstu laun ef hækkunin gengur ekki upp allan launastigann Getum ekki tekið nein stökk í kauphækkunum - segir Sveinn S. Hannesson fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Öll röskun verkar ákaflega illa á iðnaðinn. Hann þarf frið til að geta dafnað og það er mjög fljótlegt að eyðileggja markaði. Ég hef oft séð það gerast í kollsteypum í efnahagsmál- um", sagði Sveinn S. Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er blaðið spurði hann um áhrif hugsan- legra verkfalla í náinni framtíð á út- flutningsiðnaðinn. Spurningu um hvort iðnaðurinn hefði ekki efni á að koma til móts við kröfur um hækkun lægstu launa, í krafti góðs gengis síðustu ára, svaraði hann: Jðnaðurinn hefur geng- ið sæmilega síðan 1994 og launþegar hafa líka notið góðs af því, við höfum verið að auka kaupmátt smátt og smátt, þó heldur hraðar en nágrannar okkar. Hins vegar er ekkert sem bendir til að við getum tekið einhver stökk í því efni. Með ágætum rökum er búið að sýna fram á að kaupmáttaraukning sem skapast með hófsömum kjarasamning- um er besta lausnin. Við hækkuðum launin um 2000% á árunum 1980 til '94 og ætli það hafi ekki skilað um 8% kaupmáttaraukningu. Sú leið er full- reynd. Við erum alls ekki tilbúnir að fara út í þá vitleysu sem var búið að reyna í áratugi." Síðan sagði Sveinn ennfremur: „Nú er talað um mikla hækkun allra lægstu launa. Raunin er sú að það eru sárafáir á þeim launum og ef verkalýðshreyfingin getur sættst á að það sé málið sem við eigum að snúa okkur að að laga, þá erum við filbúnir til þess. Við erum hins vegar ekki til- búnir að fara í grunnkaupshækkanir sem eiga að ganga upp allan stigann með tugi prósenta. Menn eru alltaf að tala um lægstu launin, en þeir ætlast til þess að breytingamar gangi upp allan stigann og það er þess vegna sem ekki er hægt að semja", sagði Sveinn S. Hannesson. AViS Bílaleigan Útvegum bíla um allan heim Gæði - Þjónusta - Öryggi (££. AVIS Sóltúni 5, 105 Reykjavík 562 4433

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.