Alþýðublaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 5
I FiMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 b ALPVÐUBLADD 5 æ k u r ■ Islensku bókmenntaverðlaunin verða afhent á mánudaginn. Alþýðublaðið leitaði til nokkurra bókmennta- áhugamanna og spurði hver þeir héldu að myndi hreppa verðlaunin Veðjað á Böðvar og Guðmund Andra Snæbjörn Arngrímsson Flinki maðurinn Ég held að Böðvar fái þessi verð- laun. Samkvæmt hefðinni er það elsti höfundurinn, sem fær þau. Sjálfum finnst mér að Guðmundur Andri ætti að fá verðlaunin. Hann er svo flinkur maður og þetta er besta bókin hans. Ég hef ekki lesið fræðibækumar en heyri áberandi mikla ánægju með bók Þorsteins Gylfasonar. Þráinn Bertelsson Bók Böðvars mun lifa Mér finnst einkennilegt að bók- menntunum sé þama skipt í tvær deildir og ég held að það sé ekki bók- menntunum til framdráttar að gera það. Svo hafa einhver seðlasöfn sem norrænufræðingar hafa verið að tína saman á fullu kaupi alla sína ævi verið að fá íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta finnst mér afskaplega fáránlegt. Mér finnst þessi skipting stuðla að því að bókmenntagreinar eins og ævisög- ur, ferðasögur og eðalgreinar í fagur- bókmenntum verði afskiptar og hrein- ræktuð skáldsagnasamkeppni hinum megin. Þrátt fyrir allt em skrifaðar alveg frábærar bækur hér á landi af og til og mér finnst þetta ár hafa verið óvenju gjöfult. Fyrir mitt leyti vil ég trúa því að Böðvar Guðmundsson fái verð- launin íyrir bækumar tvær Híbýli vindanna og Lífsins tré, sem er mjög vel gert skáldverk. Böðvar hefur ratað á efni sem hefur lengi legið í þagnar- gildi og gert því verðug skil. Án þess að ég geti spáð um hvaða bækur lifa og hvaða bækur ekki þá finnst mér vegna efnisvals og ágætis mjög líklegt að hún muni lifa. Og af því að ég er ekkert klárari en aðrir þá hef ég trú á því að dómnefndin komist að sömu niðurstöðu og ég. I fræðibókadeildinnin íyndist mér eftir öðm að skotveiðideildin hreppti verðlaunin. Það mundi sýna að þessi verðlaun koma bókmenntum ekkert við. Tómas R. Einarsson Böðvar og Gyrðir á háum bókastafii Ég get vel ímyndað mér að Böðvar eða Gyrðir hreppi verðlaunin, þó Guð- mundur Andri eigi þau ekki síður skil- ið. Þá miða ég við þá reglu sem manni hefur oft sýnst að væri notuð, að ekki sé einungis verið að verðlauna eina bók heldur einnig fyrri verk. Þá standa Böðvar og Gyrðir báðir á háum bók- astafla. Ég mundi síst af öllu mótmæla því ef Böðvar fengi verðlaunin því Vesturfarasaga hans er að mörgu leyti vel heppnuð. Gyrðir hefur oft verið tilnefhdur og gæti eins hreppt þau núna. Hann er eitt af okkar bestu ljóð- skáldum og hefur sent ffá sér margar fínar bækur. íslandsför Guðmundar Andra er sérlega fallega skrifuð bók, höfundurinn er stílisti af hæsta kahber. Guðmundur Andri hefur hins vegar verið skemur í oirustunni en þeir Böðvar og Gyrðir og stendur þeim að baki hvað íjölda bóka varðar, en það gerir hann svo sannarlega ekki hvað gæðin áhrærir. Vigdís Grímsdóttir fékk verðlaunin fyrir tveimur ámm og ég held þess vegna að ólíklegt sé að hún fá verð- launin nú, alveg burtséð frá ágæti hennar síðustu bókar. Bjami Bjamason er tiltölulega nýtt nafn í bókmenntaumræðunni, þannig að ég á síður von á að hann hreppi verðlaunin. f þennan tilnefnda hóp fínnst mér helst vanta Brotahöfuð Þórarins Eld- jáms sem mér finnst ansi ve! heppnuð bók. Þá mætti einnig nefna metnaðar- fulia bók Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, sem skartar mörgum góð- um köflum, þó ég væri ekki sáttur við heildina. Ég hef aðeins litið í eina ffæðibók sem tilnefhd er, bók Þorsteins Gylfa- son og mér líst vel á hana. Árni Ibsen Prósaljóðið íslandsförin Ef ég á að nefna eina bók þá er það íslandsförin hans Guðmundar Andra. Hún er óskaplega falleg, eins og prósaljóð. Það sem er svo skemmtilegt við hana er að hún skilur mann eftir með lausa enda sem maður heldur sjálfur áffam að hnýta eftir lesturinn. Mér finnst bók Böðvars Guðmunds- sonar einnig mjög góð og makleg verðlaunabók. Fræðibækumar sem tilnefndar em hef ég ekki lesið. Bókin hans Þor- steins Gylfasonar var efst á óskalistan- um hjá mér á jólunum. En það gaf mér hana enginn svo ég er eiginlega móðgaður út í bókina. Brynhildur Þórarinsdóttir Böðvar samkvæmt formúlu Ég held að það sé alveg augljóst ef maður lítur á formúluna og fyrri nið- urstöður dómnefndar, að Böðvar Guð- mundsson fái verðlaunin. En ég vildi helst sjá Guðmund Andra fá þau. Ég var mjög hrifin af bókinni hans og hún er ákaflega vel skrifuð. Ég hafði gam- an af bók Bjama Bjamasonar en hún er samt ekki verðug til verðlauna þótt skemmtilegt hafi verið að sjá hana til- nefnda. Sú bók sem ég sakna þess kannski einna helst að hafi ekki verið tilnefnd er Brotahöfuð Þórarins Eld- jáms. Ég hef ekkert velt fyrir mér hugsan- legum úrslitum í fræðibókadeildinni. Tilnefndar bækur í hópi fagurbókmennta Bjarni Bjarnason Endurkoma Marfu Böðvar Guðmundsson Lífsins tré Guðmundur Andri Thorsson íslandsförin Gyrðir Elíasson Indíánasumar Vigdís Grímsdóttir Z Tilnefndar bækur í hópi fræðibóka Árni Björnsson Merkisdagar á mannsævinni Dagný Kristjánsdóttir Kona verður til Jörundur Svavarsson og Pálmi Dungal Undraveröld hafdjúpanna við ísland Ólafur E. Friðriksson Skotveiðar í náttúru íslands Þorsteinn Gylfason Að hugsa á íslenzku

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.