Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 4
1 4 f ALPýDUBUCD FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 r é t t i ■ Trúnaðamenn starfs- manna ÁTVR furða sig á vinnubrögðum stjórnar fyrirtækisins Órökstudar og ábyrgð- arlausartil- lögur Á fundi trúnaðarmanna Starfsmannafélags ríkisstofnana hjá ÁTVR var samþykkt álykt- un þar sem lýst er furðu á þeim vinnubrögðum stjórnar fyrir- tækisins „að leggja fram órök- studdar og ábyrgðarlausar til- lögur um umbyltingu á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks á Is- landi,“ eins og segir í ályktun- inni. Fullyrt er að stjórn ÁTVR hafi leynt og ljóst unnið að því að leggja fyrirtækið niður. „Stjórn ÁTVR áformar að setja sífellt fleiri þætti sölu og dreifingar áfengis og tóbaks í hendur á einkaaðilum þar sem félagsleg ábyrgð þykir ekki skipta máli. Tillögur stjórnar- innar eru í sumum atriðum þvert á gildandi iög og reglur og þær ganga í berhögg við þau verndarsjónarmið sem mjög hafa sótt í sig veðrið á alþjóða- vettvangi síðustu misseri, þar sem m.a. er reynt að takmarka neyslu tóbaks. Hugmyndir stjórnarinnar ganga þvert á þá heilbrigðisstefnu sem hefur ver- ið í gildi hér á landi og víðar annars staðar, og þær stangast á við hugsjónir fjölmargra fé- lagasamtaka og stjórnmálasam- taka. Trúnaðarmenn SFR, hjá ÁTVR, skora á stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir kunna að vera, að standa vörð um æsku Iandsins og óbreytt fyrirkomu- lag á starfsemi ÁTVR,“ segir í ályktun trúnaðarmanna. Nái tillögur stjórnar ÁTVR fram að ganga verða vínbúðir opnar lengur en nú tíðkast. ■ Stjórn ÁTVR leggurfram skýrslu um stefnumótun fyrirtækisins Vín og bjór lækki í - Utsölustöðum fjölgað og opnunartími lengdur Verð á léttum vínum og bjór mun lækka, afgreiðslutími vínbúða verður frjálsari, þeim verður fjölgað og rekstur þeirra boðin út. Aðfangadeild verður aðskilin öðrum rekstri ÁTVR og fyrirtækið hættir að annast inn- flutning, heildsölu og dreifmgu tób- aks. Þetta er meðal breytinga sem verða á starfsemi ÁTVR ef stefnu- mótun stjómar fyrirtækisins verður að veruleika. Stjórnin hefur kynnt Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra og starfsmönnum ÁTVR skýrslu um þessa stefnumótun. Skýrslan var unnin af stjórninni í samvinnu við stjómendur ÁTVR og ráðgjafa VSÓ. Fjármálaráðherra hefur falið stjóm- inni að vinna áfram í samræmi við þessa stefnu og að undirbúningi að gerð frumvarpa til nauðsynlegra lagabreytinga. Verðlækkun f skýrslunni kemur fram að hlut- fallsleg verðlækkun á léttum vínum og bjór sé í samræmi við óskir meiri- hluta viðskiptavina, ef marka megi niðurstöður skoðanakönnunar Gall- ups.‘Eðlileg breyting í þessa veru sé í þá átt sem tíðkast í nágrannalönd- um. Gera megi ráð fyrir að neytend- ur kaupi frekar létt vín og bjór ef verðið lækki hlutfallslega og dragi um leið úr neyslu sterkari drykkja. Flestir séu sammála um að slík breyting sé æskileg. Þá er lægra verð talið styrkja stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi, stuðla að bættri vín- menningu og að samdráttur verði í sölu á landa og heimabmggi. Ekki er ætlunin að tekjur ríkisins skerðist á heildina litið. Aukin þjónusta Stefnt er að þvf að hafa afgreiðslu- tíma vínbúða í betra samræmi við það sem gerist í öðrum verslunum og á virkum dögum og laugardögum. Stefnt verði að því að efla enn fag- lega ráðgjöf starfsfólks við við- skiptavini ÁTVR. Sérlistavín eiga að verða sýnilegri í vínbúðum og að- gengilegri en nú er. Þegar er hafinn undirbúningur að auknu framboði sérlistavína í Heiðrúnu. Fjölga á vínbúðum á landsbyggð- inni og taka mið af óskum íbúanna og rekstrarforsendum. Til greina kemur að í sumum vínbúðum verði lögð sérstök áhersla á létt vín og ráð- gjöf þeim tengd. Forsenda þessarar stefnu er að í stað fastrar smásölu- álagningar komi lágmarksálagning. Hagkvæmari rekstur Stefnt er að því að vínbúðir ÁTVR verði sjálfstæðar rekstrareiningar. Rekstur nýrra vínbúða verði boðinn út. Stefnt skal og að því að bjóða út rekstur núverandi vínbúða. Aðfanga- deild verði aðskilin öðrum rekstri ÁTVR. Rekstur áfengis- og tóbaks- sölu verði aðgreindur og stefnt að því að ÁTVR hætti innflutningi, verði heildsölu og dreifingu tóbaks. Einkasala afnumin Stefnumótun sú sem hér að framan er sagt frá nær til næstu ára. Þegar til lengri tíma er litið leggur stjórn ÁTVR lil að með.lagabeytingu verðr. aukið frjálsræði 'í'smásölu áfengis þannig að fyrst verði dregið úr höml- um á sölu bjórs og léttra vína. í ljósi reynslu af auknu ífjálsræði í smásölu bjórs og léttra vína verði metið hvort æskilegt sé að draga úr hömlum á smásölu sterkra vína. Stjórnin telur að breytingamar leiði af sér bætta og aukna þjónustu við viðskiptavini með tilliti til fjölda útsölustaða og rekstrarforms þeirra. Einkasala áfengis í smásölu verði þannig af- numið, að minnsta kosti hvað varðar bjór og létt vín. Stjórn ÁTVR skipa þau Hildur Petersen framkvæmdastjóri, sem er formaður stjórnarinnar, Þórarinn Sveinsson læknir og Ámi Tómasson endurskoðandi. ■ Skýrsla nefndar um ábyrgðir lána, skil- ar niðurstöðum Greiðslugeta lántak- anda í fyrsta sæti - segir Jóhannes Gunnars- son formaður Neytendasam- takanna - Helmingur einstak- linga eldri en 18ára er í ábyrgð fyrir lánum annarra. „Það var farið í þessa vinnu að kröfu okkar í upphafi," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasam- takanna. „Við vitum að það hefur ver- ið algengt í bankakerfmu að ekki sé verið að meta lántakendur við af- greiðslu lána heldur ábyrgðarmenn á lánum.“ Gera má ráð íyrir að um 90.000 ís- lendingar 18 ára og eldri séu í ábyrgð fyrir ljárskuldbindingum þriðja aðila. Það er tæplega helmingur einstaklinga á þessum aldri. Ábyrgðarmenn í bankakerfmu em ábyrgir fyrir tæplega milljón króna og tíundi hver íslend- ingur segist hafa greitt skuld vegna ábyrgðar á síðustu fimm ámm. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra skipaði á síðasta ári til að fara yfir framkvæmd ábyrgðarveitinga og gera tillögur til úrbóta. „Hugsunin verður að vera sú að sá sem taki lánið greiði, það er ekki verið að gera fólki neinn greiða með því að lána fé ef lántakandi getur ekki greitt það til baka,“ segir Jóhannes. „Traust Qármálastofnanna á ábyrgðarmönnum hefur verið Ifam úr hóft.“ í skýrslu nefndarinnar kemur enn fremur fram að flest bendir til að ábyrgðir séu mun algengari hér en á hinum Norðurlöndunum en þar hafa ekki verið sett sérstök lög en á ein- staka stöðum hafa verið sett sérstök ákvæði í gildandi lög. Á öðmm stöð- um kveða ólögfestar reglur, dómsnið- urstöður og niðurstöður kvörtunar- nefnda á um réttarstöðu ábyrgðar- manna. í Danmörku og Svíþjóð hafa íjármálastofnanir og samtök neytenda gert samkomulag um notkun ábyrgða. Þar er kveðið á um ýmis atriði sem Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segir þetta skref í rétta átt en bankakerfið hafi treyst á sjálfskuldarábyrgðir fram úr hófi. tryggja eiga rétt neytenda. Skýrslunni verður fylgt eftir að sögn Finns Ingólfssonar og Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra og unnið að því að bæta stöðu ábyrgðarmanna. Stefnt skal að því að lánveitingar mið- ist eingöngu við greiðslugeta lántaka og eigin trygginga hans og í því skyni verður meðal annars myndaður sam- starfshópur, stjómvalda, Neytenda- samtakanna, og fjármálastofnanna um notkun ábyrgða. Páll Pétursson félagsmalaraðherra og Finnur Ingólfsson iðnaðar og við- skiptaráðherra, kynna niðurstöður skýrslunnar en að sögn þeirra verður henni fylgt eftir og staða ábyrgðarmanna bætt. Stundum strangt „Það greiðslumat sem nú tíðkast er stundum of strangt og stundum ekki, grundvöllur til raunhæfs greiðslumats er ekki fyrir hendi,“ segir Jóhannes Gunnarsson. „í nágrannalöndunum hefúr verið tekið upp svokallað Stand- ard Budget kerfi en það tekur ekki eingöngu tillit til tekna heldur einnig til framfærslukostnaðar. Fjárhags- vandi heimilanna er gríðarlegur og hann verður að leysa á viðundandi hátt. Við breytum ekki þeim lánum sem þegar eru með sjálfskuldar- ábyrgð. Við megum ekki blanda út- lánum framtíðarinnar saman við for- tfðarvanda. Þann vanda verða bank- amir að leysa og það má ekki verða til íþyngingar fólki með greiðsluvanda- mál. Það er eðlilegt að bankar tryggi sig, það er eðli þeirra starfsemi og þeir hljóta að miða við að minnka tap á út- lánum. Ef þróunin verður þessi verða þeir að taka ábyrgð á eigin gerðum en ekki alfarið að treysta á ábyrgðir. Við höfum sorgleg dæmi um hið gagn- stæða. Þetta er því skref í rétta átt.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.