Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 5 ALÞVÐUBLAÐD ó I i t í k ■ Ávarp Sighvats Björgvinssonar, formanns Alþýðuflokksins, á aðalfundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins Samstarf jafnaðarmanna Við höfum ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum en þær ólíku skoðanir eru samt ekki aðrar en þær sem finnast innan allra hinna stóru og öflugu jafnaðarmanna- og verkalýðsflokka í nágrannalöndunum. Næsta ár, árið 1998, er sögulegt ár á ferli vinstri hreyftngarinnar í land- inu. Þá verða nákvæmlega sextíu ár liðin frá því að stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar á Islandi klofnuðu. í sextíu ár hafa þau átök þá staðið. Þau hafa valdið því að stjóm- málin hafa þróast með allt öðrum hætti hér á Islandi en í öðrum Evr- ópulöndum, til dæmis eins og á Norð- urlöndunum. Hér hefur aldrei orðið til stór flokkur jafnaðarmanna eins og þar, öflugur flokkur verkalýðshreyf- ingar og félagshyggju. Þvert á móti hefur hlutskipti okkar verið hlutskipti áhrifalítilla stjómmálahreyfinga, sem aldrei hefur tekist að ná fótfestu sem forystuafl við landsstjómina. I þessu sextíu ára stríði okkar hefur ekkert okkar unnið, við höfum öll tapað. Af hverju var til þessara átaka stofnað, um hvað hafa þau staðið? Til þeirra var stofnað og þau hafa lengst af staðið um ágreiningsefni sem ekki em lengur fyrir hendi. Framrás tím- ans fór fram úr þeim, skildi þau eftir. Þau heyra nú sögunni til en ekki sam- tímanum, hvað þá heldur framtíðinni. Á stofnfundi Grósku líkti einn ffarn- sögumanna þessu sextíu ára stríði við styrjöld mjóendunga og breiðend- unga í sögunni um Gullíver í Putal- andi, en stríðsmenn þar höfðu fyrir löngu gleymt um hvað ágreiningurinn snerist utan einn gamall maður, sem hafði það eftir afa sínum. Við, sem hér emm, höfum það Kka eftir öfum okkar og ömmum, sum langöfum og langömmum, af hverju til þessara átaka var stofnað og um hvað deil- urnar snerust. Við berum virðingu fyrir, forfeðmm tokkar- og sjónartnið- um þeirra;'éri við 'þurfurri ekki að halda áfram þeirra stríði þegar tilefn- ið er löngu týnt og tröllunum geftð. Er ekki tímabært að lýsa sextíu ára stríðinu lokið og semja frið. Rýma skotgrafimar og snúa bökum saman. Byggja saman upp í stað þess að leyfa sundrungunni að rífa okkur saman niður. Af hverju þurfum við þess? Vort land er nú í dögun af annarri öld og breytingar em að verða á leikreglum í okkar samfélagi, sem munu móta um- hverfi þessarar þjóðar langt fram á þá öld. Þær breytingar em raunar þegar hafnar. Bilið á milli ríkra og fátækra breikkar nú óðum. Fátæktin er að verða sumum íslendingum föst fylgi- kona. Á sama tíma færist þjóðarauð- urinn á stöðugt færri hendur. Fiski- miðin okkar, sameign þjóðarinnar. Veiðiheimildir, sem úthlutað er ókeypis, ganga kaupum og sölum milli örfárra einstaklinga. I sjávar- byggðunum eru sjómenn og land- verkafólk réttleysingjar hverra lífs- viðurværi gengur nú kaupum og söl- um sem auðsuppspretta fárra. Síðustu viðburður benda svo til þess að hug- myndin sé sú að sparifé þar á meðal lífeyrissparnað þjóðarinnar eigi að nýta til þess að láta þjóðina kaupa til sín aftur þau verðmæti sem nokkrum hópi manna vom afhent fyrir ekkert, í þeim tilgangi að gera sem flesta fjár- hagslega ábyrga fyrir því að kerfi mestu eignatilfærslu íslandssögunnar verði ekki breytt. En þetta er bara byijunin. Fyrir dyrum stendur að gera skipulagsbreytingar á öllu fjármála- kerfi þjóðarinnar og gerbreyta reglum um nýtingu á stóm sameiginlegu auð- lindinni, sem er orka vatnsfalla og jarðhitans í landi okkar. Hvernig verða þær breytingar gerðar? Verða þær í anda þess, sem þegar hefur gerst samfara reglum um nýtingu sameiginlegrar auðlindar okkar í djúpum hafsins? Er sú eignatilfærsla, sem við höfum þegar séð, aðeins for- smekkurinn af því sem koma skal? Því veldur sá sem á heldur, og það er- um ekki við. Ekki eins og sakir standa. Ekki á meðan okkur auðnast ekki að vinna saman og skapa saman sannfærandi valkost um nýja stjómar- forystu í þessu landi sem hefur al- mannahag en ekki sérhagsmuni hinna fáu að leiðarljósi. Valdakerfið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur byggt upp í kring um sig, stjómar nú þessu landi. Við þurfum að hnekkja því og byggja í staðinn valdakerfi hins vinn- andi manns þar sem hagsmunir ljöld- ans öðlast virðingarsessinn í stað sér- hagsmuna hinna fáu, ríku og voldugu. Þetta á að vera okkar verkefni í stað- inn fyrir það að framlengja sextíu ára stríðinu. Hvernig gemm við þetta, hvernig náum við árangri? Læmm af reynsl- unni. Leyfum fjöldanum að slást í förina og hafa áhrif á hver og hvemig hún verður. Lokum okkur ekki inni í stofnanaviðræðum eða tilgangslausu karpi um að einhver einn sé sannari og betri jafnaðarmaður en einhver annar. Við höfum ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum en þær ólíku skoðanir em samt ekki aðrar en þær sem finn- ast innan allra hinna stóm og öflugu jafnaðarmanna- og verkalýðsflokka í nágrannalöndunum. Það kemur ekki í veg fyrir að þeir flokkar ræki forystu- hlutverk sín, séu í senn öflugir, heil- steyptir og sannfærandi. Það getum við líka orðið ef við viljum í sam- starfi okkar. Hvernig á það samstarf að vera? Ég sé fyrir mér samstarf jafnaðar- manna, A-flokkanna og annarra, í mörgum sveitarfélögum í næstu sveitarstjómarkosningum þó ég telji ekki raunhæft að af því geti orðið á landsvísu vegna ólíkra aðstæðna í hinum mörgu sveitarfélögum. En hvarvetna sem það tekst þá er það mikilsverður áfangi á okkar leið og við eigum að stuðla að því að það geti tekist sem víðast. Aðalmarkinið okkar á hins vegar að vera kosninga- samstarf við næstu Alþingiskosningar - kosningasamstarf, þar sem boðinn verður ffarn sameiginlegur framboðs- listi allra þeirra innan og utan flokka sem vilja stuðla að samstarfi jafriað- armanna og annars félagshyggjufólks í þeim tilgangi að breyta þessu sam- félagi og auka þar réttlæti og jafnrétti. Á þingum bæði Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins var okkur, forystumönnum flokkanna, fengið þetta verkefrii. Það er nú okkar æðsta verk. „Að skiljast við ævinnar æðsta verk/í annars hönd, það var dauða- sökin,“ kvað Einar Benediktsson. Látum þau orð skáldsins ekki verða eftirmæli þess fólks, sem nú fer með forystu í flokkunum okkar. Sóum ekki kröftunum á smáu tökin. Við eigum nú blásandi byr. Látum oss sigla hann saman. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.