Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞVÐUBLAÐC FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 f r é t t i r Kvenréttindafélag íslands hélt upp á 90 ára afmæli félagsins í Ráðhúsinu á mánudaginn. Þrjár konur voru gerðar að heiðursfélögum við það tækifæri; Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur og Björg Einarsdóttir rithöfundur. Á myndinni sést Bryndís Hlöð- versdóttir formaður Kvenréttindafélagsins afhenda konunum heiðursviðurkenningar. Ljósm. e. ói. ■ Neytendasamtökin krefjast þess að Póstur og sími dragi til baka verð- hækkun á símgjöldum innanlands Ríkisstjórnin verður að taka á málinu - segir Drífa Sigfusdóttirformaður samtakanna. „Við teljum að full rök fyrir að einokunarfyrirtæki, sem hegðar sér með þessum hætti, sé ekki í takt við það sem er að gerast. Það er ekki í takt við það sem ríkis- stjórnin hefur talað um og þar sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu fyrirtæki finnst okkur mjög eðlilegt að hún taki á málinu“. Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta sem skoðun samtakanna á verð- hækkun á símagjöldum, allt að 32%, sem sett var á í desember. Drífa sagði að Neytendasam- tökin hefðu sent Pósti og síma bréf um leið og hækkunin var til- kynnt þar sem óskað var eftir lækkun. Við þá ósk var hnýtt til- kynningu um, að þau mundu snúa sér til ráðherra, ef ekki verði orðið við kröfunni. Samgönguráð- herra var svo sent bréf, sem hann svaraði ekki. Þá voru bréf send stjórnarformanni Pósts og síma hf., forsætisráðherra, viðskipta- ráðherra og samgönguráðherra aftur. Eftir þessi bréfaskrif var send út fréttatilkynning um mál- ið. í fréttatilkynningunni er bent á að engar skýringar hafi komið fram af hálfu fyrirtækisins sem réttlæti hækkunina, nema síður sé, þar sem hagnaður af rekstri fjarskiptaþjónustu Pósts og síma árið 1995 hafi verið rúmur millj- arður. Leiðrétting Meinleg innsláttarvilla slæddist inn í pallborðsgrein Kolbeins Stefánsson- ar í Alþýðublaðinu í gær. Þar sagði að umræða hefði leitt í ljós að rekstrar- grundvöllur Alþýðuflokksins væri ekki nægilega traustur. Þarna á að standa rekstrargrundvöllur Alþýðu- blaðsins og er beðist velvirðingar á þessari villu. Galleríkeðjan Sýnirými Laugardaginn fyrsta febrúar verða opnaðar þijár nýjar sýningar á vegum galleríkeðjunnar Sýnirými. Þóroddur Bjamason setur upp sýningu í Sýni- boxinu við Vatnsstíg 3.1 gallerí Barm sýnir Sigríður Ólafsdóttir og mun Edda Andrésdóttir ljölmiðlakona bera galleríið í febrúar. Surprís ber hlustir í símsvaragalleríinu Hlust. Nýjasta úti- bú Galleríkeðjunnar, gallerí Tré opnar sýnar sýningar á amerískum hátíðis- dögum en ekki íslenskum löngum laugardögum eins og hjá eldri útibú- unum. Þann 20. janúar síðastliðinn var Martin Luther King dagurinn vestra og opnaði þá sýning Margrétar Blön- dal í gallerí Tré í New York. Samtök um björg- un Hvalfjarðar Laugardaginn 1. febrúar verður haldinn stofnfundur samtaka um björgun Hvalfjarðar. Fundurinn verð- ur haldinn í Félagsgarði, Kjós og hefst hann kl. 14.00. Tilgangur samtakanna verður að beijast gegn álveri á Grund- artanga og annarri mengandi stóriðju í Hvalfirði, svo og að stuðla að náttúru- og umhverfisvemd. Félagsmenn geta allir þeir einstaklingar orðið sem hafa áhuga á náttúm- og umhverfisvemd. Umhverfisnefnd Alþingis og öllum al- þingismönnum Vesturlands- og Reykjaneskjördæma hefur verið boðið á fundinn. A fundinum verða flutt framsöguerindi, skýrt frá aðdraganda að stofnun samtakanna og teknar ákvarðanir um aðgerðir næstu vikna í baráttunni gegn álveri á Grundartanga og fyrir mengunarlausri náttúru í Hvalfirði. ■ Ályktun Félags járniðn- aðarmanna um samn- ingamál Launahækk- anir í skatta- hítina „Fundurinn vekur athygli á að 1995 var álagður tekjuskattur allra fyrirtækja á landinu sem eru í útgerð og fiskvinnslu tæpar 300 milljóbir, en á sama tíma greiddu 800 félagsmenn í Félagi járniðnaðarmanna rúmlega 400 milljónir í tekjuskatt,“ segir í ályktun sem fundur í Félagi járn- iðnaðarmanna, haldinn 29. janú- ar samþykkti. Þar segir einnig að allar for- sendur séu til að semja um 4-5% kaupmáttaraukningu ráðstöfun- artekna á ári næstu 2-3 ár, með launahækkunum og skattalækk- unum. Þá segir ennfremur í ályktun- inni: í gildandi skattakerfi hverfa um 65% iaunahækkunar í tekju- skatt og lækkun vaxta- og barna- bóta fyrir þá sem eru með meðal- tekjur. Augljóst er að slík svika- milla sem hirðir stærstan hluta kauphækkunar bætir ekki kaup- máttinn í buddu launamanna. VERSLUNARMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, endurskoðenda og trúnaðarráðs í Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðarfyrir árið 1997. Tillögur uppstillinganefndar V.H. um stjórn og aðrartrún- aðarstöður félagsins fyrir árið 1997 liggja frammi á skrif- stofu félagsins frá og með 30. janúar 1997. Öðrum tillögum ber að skila til skrifstofu félagsins, Lækjar- götu 34-D fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 5. febrúar 1997. Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar ÞRÓUN ATVINNULÍFS í REYKJAVÍK -STYRKVEITINGAR - Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar veitir á hverju ári styrki til þróunar atvinnulífs í Reykjavík. Hér með er augllýst eftir umsóknum um slíka styrki, en að þessu sinni eru til ráðstöfunar 8 milljónir króna, sem verða veittar til verkefna sem stuðlað geta að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu og uppbyggingu í atvinnu- og ferðamálum Reykjavíkurborgar. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. At- vinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar hefur eftirlit með framvindu verkefnis og útborgun styrksins. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6, sími 563 2250. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 1997. (Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 105 REYKJAVÍK SÍMI 563 2340 MYNDSENDIR 562 3219 Opinn fundur um breytt skipulag að Dalbraut 16 og nærliggjandi útivist- arsvæða. Fimmtudaginn 6. febrúar 1997 kl. 15.00 verður haldinn kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar breytingar á skipu- lagi lóðarinnar Dalbraut 16. Kynntar verða tillögur að end- urbótum nærliggjandi útivistarsvæða. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 4. hæð. íbúð óskast Mæðgur að norðan óska eftir 3ja herbergja íbúð til leigu frá 1. mars. Helst á svæði 108,101 eða 105. Upplýsingar hjá Helgu í síma 581 1412 eftir klukkan 17. Björgum Hvalfirði! Stofnfundur samtaka um björgun Hvalfjarðar verður hald- inn laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00 í Félagsgarði, Kjós. Undirbúningsnefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.